Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
irarsiarf Sel-
arnarneskirkju
fer í fullan gang
Frá Sólveigu Láru Guðmundsdóttur:
SUMARSTARF kirkjunnar er allt-
af að aukast. Sem betur fer þarf
fólk á Guði að halda á sumrin líka!
Æskulýðsfélag kirkjunnar starfar
allt árið. Foreldrar ungra barna
hittast í kirkjunni á þriðjudags-
morgnum kl. 10-12 allt árið.
Helgihald er í kirkjunni hvern
helgan dag allt árið. Og barna-
starfið er farið að teygja anga sína
yfir í sumarmánuðina líka, því nú
í sumar eins og í fyrrasumar voru
tvö sumarnámskeið fyrir börn í
kirkjunni, sem báru yfirskriftina
„Kirkja og börn í bæ“.
Vetrarstarfið ber þó með sér
meira líf og fjör í kirkjuna.
10-12 ára starfið eða TTT eins
og við köllum það fer nú aftur af
stað og verður á fimmtudögum
kl. 17.30 og barnastarfið hefst
sunnudaginn 17. september eins
og í öðrum kirkjum prófastsdæm-
isins. Fermingarbörnin koma til
skráningar þriðjudaginn 19. sept-
ember kl. 14.30 og kynningar-
guðsþjónusta verður fyrir þau og
foreldra þeirra sunnudaginn 24.
september.
Starf kirkjukórsins er komið í
fullan gang og hefst vetrarstarfið
með kórskóla þar sem bæði eldri
félögum og nýjum gefst kostur á
söng- og tónfræðikennslu, auk
þess sem miðlað verður helstu
meginþáttum helgisiða kirkjunn-
ar.
Kyrrðarstundir eru í kirkjunni
alla miðvikudaga kl. 12.00. Þar fer
fram altarisganga og boðið er upp
á fýrirbænir. Hægt er að koma
með fyrirbænaefni á stundinni
sjálfri eða hafa samband við sókn-
arprest í viðtalstíma fyrir stundina.
Helgistundir hefjast í íbúðum aldr-
aðra 21. september og verða á
hveijum fimmtudegi í vetur kl.
13.30.
Eftir áramót hefst svo starf
fyrir syrgjendur, sem nú hefur
skipað sér fastan sess í kirkjunni,
en þá fer af stað 6. hópurinn síðan
starfið hófst árið 1991.
Auk fastra þátta í safnaðar-
starfinu verður ýmislegt fræðslu-
starf á vegum safnaðarins, sem
kynnt verður nánar þegar að því
kemur.
SR. SOLVEIG LÁRA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
sóknarprestur á Seltjamarnesi.
Nýtt
MEGRUNARPLASTURINN
ELUPATCH
Nu með E vítamínifyrir huðina
Fæst í apótekum
ELUPATCH
megrar ogfegrar
íi
s*
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrnpflugvelli
og Rábhústorginu
HELGARTILBOÐ!
Stórafsláttur!
McOstborgari og alvöru McSjeik (475mT)
á aðeins kr. 299,- í stað kr. 397,-!
(en aðeins dagana 16. og 17. septemberl)
Veitingastofa og næturlúga, Veitingastofa og Beint-í-Bílinn,
Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56
í þessari auglýsingu hafa verið notuð stór orð til
að lýsa þessum nýju byltingarkenndu Ijósa-
bekkjum frá Ergoline, enda annað illmögulegt.
Komdu ■ Ijós,
þá kemur sannleikurinn í ljós
- með þér
í Bæktinni eru einnig þrælgóðir 20 mínúta bekkir
frá Ergoline sem henta vel þeim sem vilja
lúra aðeins lengur.
RÆ KTÍ N
FROSTASKjÓLI
SÍMI 551-2815
• Breiðustu og lengstu bekkirnir á markaðinum
® Bekkurinn dreginn niður með handafli
• Einfalt takkaborð
• Öflug stiglaus kæling
Bekkimir eru búnir 160 w perum og gefa 10 mínútur
sama árangur og 20 mínútur í öðrum bekkjum.
Öflug andlítsljós
Ný tegund af andlitsljósum með hliðarpemm
"Ultra Turbo" gefur mun betri lit en þekkst hefur.
Jafn litur
Með hliðarperum í öllum bekknum
næst mun jafnari lituryfir andlitið og allan likamann.