Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
FLUGVÉLIN brotlenti um hundrað metrum neðan við brún
Tröllafjalls. Við brotlendinguna hrundi grjót ofar úr fjallinu.
Upphaflega var talið að vélin hefði brotlent þar og runnið nið-
ur hlíðina, en við rannsókn kom í Ijós að svo var ekki.
Lttbbert með
verktaka í veið-
um og vinnslu
TALIÐ er að fískvinnslufyrirtæki á
Austurlandi og nokkur íslensk út-
gerðarfyrirtæki hafí í raun verið
verktakar eða leiguliðar þýska fyrir-
tækisins Lúbberts við veiðar og
vinnslu um 1.000 tonna af karfa,
samkvæmt aflaheimildum sem
fyrirtækið er talið hafa keypt af
fyrri stjórnendum Osvarar í Bolung-
arvík.
Fjölmörg skip áttu þátt í að veiða
karfann og er talið að Lúbbert hafí
greitt þeim fast verð fyrir hvert kíló.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins ber bókhald þeirra fyrir-
tækja sem veiddu og unnu karfann
fyrir Þjóðverjana ekki með sér að
nein viðskipti hafi staðið á bak við
tilfærslu aflaheimildanna til þeirra.
Aflaheimildirnar, sem svara til
1.000 tonna af karfa og eru að
markaðsvirði um 20 milljónir króna,
voru í ýmsum tegundum.
Bókhald Ósvarar ber, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, með sér
að greiðsla frá Lúbbert hafí komið
á móti tilfærslu kvóta til togarans
Bessa í eigu Frosta í Súðavík en
Frosti hafi ekkert greitt fyrir heim-
ildirnar.
Þrátt fyrir það hafi Fiskistofu
verið tilkynnt um tilfærslu heimild-
anna frá Ó.svör til Frosta. Leikur
grunur á að nafnritun bæjarstjórans
í Bolungarvík hafi við frágang
þeirra skjala verið fölsuð á yfirlýs-
ingu um samþykki bæjarstjómar við
kvótasölúnni.
■ Verktakar/9
Flugvél brotlenti í Tröllafjalli upp af Glerárdal
Þrír Patreksfirð-
ingar biðu bana
ÞRÍR ungir menn frá Patreksfirði
létust þegar eins hreyfils flugvél,
TF-ELS, brotlenti í Tröllafjalli, upp
af Glerárdal, á fimmtudagskvöld.
Umfangsmikil leit hófst að vélinni
í birtingu í gær og fannst hún um
kl. 8.35. Hún hafði brotlent í fjallinu
eftir aðeins um tíu mínútna flug frá
Akureyrarflugvelli.
Mennirnir þrír vom jafnaldrar,
22 ára gamlir. Þeir hétu: Svanur
Þór Jónasson, Urðargötu 18, Pat-
reksfirði. Hann var fæddur 22. júní
1973. Finnur Björnsson, Bmnnum
18, Patreksfirði. Hann var fæddur
6. ágúst 1973. Kristján Rafn Er-
lendsson, Hjöllum 26, Patreksfirði.
Hann var fæddur 26. júní 1973.
Þeir voru allir ókvæntir.
Svanur Þór Finnur Kristján Rafn
Jónasson Björnsson Erlendsson
Umfangsmikil leit
Talið er að á annað þúsund manns
víða að af landinu hafi tekið þátt í
leitinni á jörðu niðri, göngusveitir
og sveitir á vélsleðum. Auk þess
tóku nærri þijátíu flugvélar þátt í
leitinni. Neyðarsendir vélarinnar fór
ekki í gang og því vom engar vís-
bendingar um hvar flugvélina væri
að finna þegar leit hófst. Var leitar-
svæðið því mjög stórt. Af verksum-
merkjum á slysstað þykir ljóst að
flugvélin hafi flogið á fjallið og að
kviknað hafi í henni við brotlend-
inguna. Vélin lenti um hundrað
metrum neðan við brún Tröllafjalls.
Fulltrúar flugslysanefndar komu
á slysstað í gærmorgun. Ekkert
liggur enn fyrir um orsök slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti lík
hinna látnu til Reykjavíkur síðdegis.
■ Þrír menn/4
Eldur í
vélarrúmi
Beitis
ELDUR kom upp í vélarrúmi
togarans Beitis frá Neskaup-
stað í gærmorgun, en skipið
er statt í-Smugunni. Skipveijar
náðu að kæfa eldinn með hal-
ogen slökkvitæki. Reykkafari
frá varðskipinu Óðni aðstoðaði
síðan við að reykræsta skipið.
Talsverðar skemmdir urðu í
skipinu. Það getur þó siglt fyr-
ir eigin vélarafli, en talið er að
það neyðist til að hætta veiðum.
Eldurinn kviknaði út frá
spmngnu glussaröri.
Kerra valt og
úr henni allt
HJÓL fór undan bílkerru á
Reykjanesbraut um hádegi í
gær. Kerran valt og úr henni
allt.
Óhappið varð á Reykjanes-
braut við Elliðaárbrú kl. 11.44.
Lögreglan aðstoðaði öku-
manninn við að koma bilaðri
kerrunni og farminum út af
veginum, en engin slys urðu á
fólki.
Islenskur sjómaður drukknaði
við strendur Namibíu
Talinn af eftir
mikla leit
ÍSLENSKUR sjómaður
í Namibíu, sem saknað
hefur verið af frystitog-
aranum President Ag-
ustinho Neto frá því
síðastliðinn miðviku-
dag, hefur verið talinn
af og hefur formlegri
leit verið hætt. Talið
er að maðurinn hafi
fallið fyrir borð á skip-
inu en engin vitni voru
að atburðinuin.
Hinn látni hét Sverr-
ir Guðjón Guðjónsson.
Var hann annar stýri-
maður á togaranum,
sem er í eigu sjávarút-
vegsfyrirtækisins Sea-
flower Whitefish í Lúderitz. Alls
voru fjórir íslenskir yfirmenn á skip-
inu. Að sögn Magnúsar Guðjónsson-
ar, framkvæmdastjóra Seaflowers,
var skipið að veiðum á veiðislóðinni
við sunnanverða
Namibíu í þokkalegu
veðri. Um kvöldmatar-
leytið á miðvikudag
uppgötvaði áhöfnin að
Sverrir var ekki um
borð og hófst þegar í
stað mikil leit en án
árangurs. Tóku þrjú
nálæg fiskiskip þátt í
leitinni ásamt varðskipi
sem tók yfir leitar-
stjórn. Einnig var þyrla
fengin til aðstoðar. Á
fimmtudagskvöldið var
formlegri leit svo hætt
eftir að komið var fram
í myrkur.
Sverrir bjó ásamt
eiginkonu sinni í Lúderitz. Hann
hafði starfað hjá Seaflower White-
fish í nokkra mánuði en fyrirtækið
er að hluta til í eigu íslenskra sjávar-
afurða hf.
Sverrir Guðjón
Guðjónsson
Fyrsta sending af sænsku kjúklingunum kom í verslanir í gær
Helmingur þegar seldur
TÆPLEGA helmingurinn af
sænsku kjúklingunum sem Bónus
flutti til landsins og fengust tollaf-
greiddir í gærmorgun hafði selst í
gærkvöldi og Jóhannes Jónsson í
Bónus segist gera ráð fyrir að af-
gangurinn seljist upp um helgina
þótt kílóverðið sé um 200 krónum
hærra en á íslenskum kjúklingum.
„Maður reiknaði nú ekki með að
selja mikið en þetta hefur bara
reynst alveg prýðilega," sagði Jó-
hannes. „Fólk er mjög forvitið um
þessa vöru. Ég held að fólk vilji
kaupa þetta og þakka okkur fyrir
að hafa reynt þetta,“ sagði hann
ennfremur.
Hann sagðist ekki hafa reiknað
með þessum viðtökum, þar sem
þessir kjúklingar væru það miklu
dýrari en þeir innlendu. „Þetta er
náttúrlega skelfilegt að ríkið skuli
taka af þessu 606 krónur,“ sagði
Jóhannes ennfremur. Hann sagði
að þeir myndu panta meira af
kjúklingum frá þessum framleið-
anda og einnig ýmsa kjúklinga-
hluta sem búið væri að sérpakka.
■ Söguleg stund/18