Morgunblaðið - 29.10.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 29.10.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 D 5 SÓFASETTIÐ sá hún fyrir norðan í antikverslun og hún segir að þetta sé settið sem hún hafi í mörg ár verið að bíða eftir. Vinur þeirra Einar Erl- ingsson sá síðan um að yfir- dekkja það og smíða tvo kolla í stíl. Borðin við settið var Æja með í kollinum og fékk annan vin sinn til að útfæra það fyrir sig úr smíðajárni og gleri. HERBERGI Kristínar Heiðu sem er þriggja ára. Morgunblaðið/Ásdís Litaval getur gert gæfumuninn LITAVAL á herbergi skiptir mjög miklu máli og núna er vinsælt að nota aðra liti en hvitt á hýbýli. Vanda þarf til litavals og hafa í huga að yf irleitt er ekki skipt um liti nema á nokkurra ára fresti. Litahringurinn og grátóna- stiginn eru undirstöðuþættir litafræðinnar. Námsgagna- stofnun gaf út bókina Heimilis- fræði fyrir nokkrum árum og þar er aðeins vikið að því hvernig velja á liti saman og stuðst við þrefaldan litahring. í miðhringnum eru litirnir skýrir, sterkir og hreinir. í ysta hringnum eru litirnir lýstir og í innsta hringnum eru þeir dekktir og þannig dregið úr styrkleika. I regnboganum eru litirnir gulur, rauður, grænn og blár. Grunnlitimir eru rauður, gulur og blár. Þá liti er ekki hægt með góðum árangri að blanda úr öðmm litum. Hvítur og svartur teljast ekki til gmnn- lita. Veljið liti í samræmi við gólf- klæðningu, vegg- og loftklæðn- ingu, stærð herbergis, húsgögn og notagildi. málningin sem þekur svo vel 3 gljástig Yfir 2000 litir Þú færð Oskaliti og Polytex í málningarvöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.