Morgunblaðið - 29.10.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 29.10.1995, Síða 15
14 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 D 15 Eldhiisinnréttingar - baðinnréttingar - klæöaskápar Sérsmfðað og staðlað Erum fluttir f nýtt og glæsilegt húsnæði f Yiðarhöfða 2. Málarameistarinn, Síðumúla 8, s. 568 9045 Nordsjö ti.tu.ht/eibfisOieH ejæba huíChíh^ á tfóðu ue&i Nordsjö 2% gljástig 340,- pr. lítri Nordsjö 4% gljástig 510,- pr. lítri Nordsjö 7% gljástig 604,- pr. lítri Nordsjö 20% gljástig 725,- pr. lítri Nordsjö 40% gljástig 955,- pr. lítri í 1 0 I dósum UN GLIN G AHERBERGI Gamlir speglar, ísskápar og gluggatjöld úr gulli VIÐ sátum við eldhúsborðið og ræddum um unglingaherbergi nútímans. Hún fimmtán ..-. við mamma hennar fáeinum árum eldri. „Ég man að ég var með myndir af Donny Osmond og David Cassidy upp um alla veggi,“ sagði mamma hennar skyndilega og horfði beint fram fyrir sig með fjarrænt blik í auga. Dóttir hennar leit á hana undrandi og spurði: „Hver var þessi Danny Ashmann?" Draum- kennda blikið hvarf úr augun- um. Mamman, sem eitt augnablik hafði orðið fjórtán á ný, varð fullorðin á augabragði... enn fullorðnari en hún hafði áður verið. Stelpunni hefur hinsvegar fundist hún þurfa að útskýra þessa hegðun fyrir mér því hún leit á mig og hvíslaði afsakandi: „Þessi Danny hefur ábyggilega verið einhver ýkt geðveikur töff- ari... fyrir svona um það bil tuttugu og fimm árum.“ Tónninn í „tuttugu og fimm“ sagði meira en nokkur orð ... en samt þurfti hún að bæta gráu ofan á svart með því að spyrja; „bíddu, tutt- ugu og fimm ár ... er það ekki aldarfjórðungur?“. Ég eyddi þessu með því að minna hana á að ég hefði alltaf verið heldur slök í stærðfræðinni. Þegar ég leit í baksýnisspegilinn á leiðinni heim tók ég hinsvegar eftir því að gráu hárunum hafði fjölgað all verulega ... og þessi bak- verkur ... ætli þetta sé ekki bara gigt...? GÍSLI Hjörleifsson „Isskápar eru í raun frábærir fataskáparu SIGYN Blöndal Kristinsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Glænýtt eða eldgamalt, það er enginn millivegur ÞAÐ KOM dálítið fát á Sigyn Blöndal Kristinsdóttuf þegar við spurðum hana bara hreint út hvort það leyndust yfirleitt ein- hvetjar hrúgur af óhreinum fötum bak við hurð í herberginu hennar eins og hjá unglingum allra tíma. Síðan horfði hún beint í augun á okkur og svaraði blátt áfram: „Her- bergið er of lítið til að þar geti eitthvað leynst... það eru hrúgur alstaðar." Til útskýringar benti hún okkur á að herbergið væri aðeins sex fermetrar; „ég þarf bara að skipta um föt einu sinni til að það líti út fyrir að allt sé á hvolfi,“ sagði þessi þrettán ára heimasæta. „Kosturinn er hinsvegar sá að maður er líka mjög fljótur að taka til í svona litlu herbergi." En þó svo hvorki sé hátt til lofts né vítt til veggja í vistarverum Sigynjar er oft æði fjölmennt á þessum fáu fermetrum. „Það er í rauninni ótrú- legt hve margir komast þarna inn. A kvöldin erum við oft níu þarna inni - sex sitja á rúminu og þrír á gólfinu og það virðist bara fara þokkalega um mannskapinn," sagði hún og hló. Gamaldags gluggatjöld Herbergi Sigynjar er milliblátt að lit og á veggjunum er „alvöru myndlist" eins og hún orðaði það. „Pabbi minn; Kristinn Hrafnsson, er myndlistamaður og hann hefur gefíð mér nokkur verk eftir sig. Mér þykir mjög vænt um þau,“ sagði Sigyn. „Hann og föðurfjöl- skylda mín gáfu mér líka gamlan spegil sem mér finnst alveg geð- veikur. Það má eiginlega segja að krakkar í dag skiptist í tvo hópa; helmingurinn vill hafa allt gamalt inni hjá sér og hinir vilja hafa allt nýtt með tilheyrandi stáli, gleri og krómi. Það virðist ekki vera neinn millivegur í þessu,“ fullyrti hún. „Ég er í rauninni miklu hrifnari af þessum antik-stíl og er rosalega veik fyrir svona gylltum englum, gömlum myndum og gamaldags gluggatjöldum," bætti hún við. „Við flytjum bráðum og þá fæ ég stærra herbergi sem ég ætla að innrétta í þessum gamla stíl. Ég ætla að mála það herbergi antik- grænt, gult eða í sama bláa litnum og ég er með í herberginu núna. Mér finnst sá litur alveg ógeðslega flottur,“ sagði Sigyn og lagði áherslu á hvert orð. Mel Gibson fyrirmömmur En hvað með „piakötin“ - eru þau gersamlega horfin úr herbergj- um unglinganna? „Já og nei,“ svar- aði Sigyn. „Sko, “plaköt" með söngvurum og hljómsveitum eru horfin en sumir eru með myndir af frægum fyrirsætum uppi á vegg. Eg er til dæmis með svo- leiðis myndir á hurðinni í her- berginu mínu - myndir af Claudiu Schiffer, Nadiu Auer- man og Cindy Crawford. Þær eru rosalega vinsælar ... að ég tali nú ekki um Pamelu Anderson. Svo verður náttúrlega allt vitlaust ef það birtist í Mogganum mynd af Brad Pitt eða Johnny Depp, þó hann sé rosalegur drullusokkur,“ sagði hún grafalvarleg. Til að sýna fram á að við værum með á nótun- um spurðum við; „En Tom Cruise eða Mel Gibson?" Sigyn horfði á okkur samúðarfullum augum, hristi svo höfuðið og sagði; „Tom Cruise er svo væminn ... og Mel Gibson er ágætur svona fyrir mömmur ... eða kannske frek- ar ommur. Hvernig í veröldinni datt þér þetta í hug? „Ja, bróðir minn átti þessa hugmynd en við höfum báð- ir alveg bijálæðislegt hugmynda- flug,“ útskýrir hann. „Reyndar finnst mér alveg sorglegt hvað fólk notar hugmyndaflugið lítið,“ bætir hann við. „Mér fínnst lang- skemmtilegast að nota þá hluti sem til eru en nota þá til einhvers annars en til er ætlast. Gamlir ís- skápar eru til dæmis frábærir fata- skápar. Skrifborðið mitt er búið til úr múrsteinum og plötu. Skrif- borðsstóllinn er hinsvegar eldgam- all borðstofustóll _og náttborðið gamalt símaborð. Ég er líka með gamla „hermannaskápa“ inni hjá mér; svona eins og eru í öllum amerískum skólum,“ útskýrir hann. „Ég þoli ekki „plaköt“ svo í staðinn er ég bara með breska fánann á veggnum hjá mér og gamla rússahúfu. Þetta er bæði skemmtilegra, flottara og ódýrara en að kaupa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. „Ertu orðinn ruglaður, drerjgur?" - En hvemig bregðast nú vinir og vandamenn við þessari nýju stefnu í innanhússarkitektúr? „Mamma og pabbi vita alveg hvernig ég er,“ svarar hann, „og þau eru bara ánægð með að ég noti hugmyndaflugið. Vinum mín- um fínnst þetta alveg geðveikt en þegar amma sá þetta fyrst þá horfði hún bara á mig og sagði; „ertu orðinn eitthvað ruglaður, drengur?“ - en ég held nú að hún sé orðin sátt við þetta núna.“ Þegar við berum það undir Gísla hvort hann ætli ekkert að hag- nýta sér þetta hug- myndaflug í fram- tíðinni svarar hann að bragði; „Jú, jú - ég ætla að verða arkitekt, það er al- veg á hreinu. Ég er góður í að teikna og svo fínnst mér alveg æðislega gaman að hanna og innrétta her- bergi, en ég mun aldrei nota hvítan lit.“ , + Rósir, málverk og gyllt gluggatjöld Morgunblaðið/Kristján ÞAÐ ER ekki á hveijum degi sem maður sér fjórtán ára unglinga rogast með gluggatjöld út á snúru og úða þau þar með gylltum lit. Þetta gerðist hinsvegar á Hvolsvelli fyrr á árinu og_ vitan- lega vakti það forvitni. „Ég var að breyta herberginu mínu,“ svar- aði Ingileif Friðjónsdóttir þegar við spurðum hana hvað hún hefði eiginlega verið að bralla. „Ég var orðin hundleið á gamla herberginu og ákvað að breyta... eða öllu heldur umbylta öllu innandyra," bætti hún við. „Mig hafði lengi langað til að mála herbergið rautt og lét nú loksins verða af því. Loft- ið er hinsvegar appelsínugult og skáparnir líka,“ upplýsti hún. „ Guð minn góður“ - Þykir rauður litur heldur djarfur — hver voru viðbrögð for- eldra og vina við þessu litavali? „Það fannst þetta öllum dálítið glannalegt fyrst. Mig minnir að mamma hafi sagt: „Guð minn góð- ur... “ eða eitthvað í þá áttina þegar ég sýndi henni litina“, svar- aði Ingileif og hló, „en núna er hún mjög sátt við þetta. Gyllti liturinn gerir svo mikið,“ upplýsti hún. „Ég “spreyaði“ fullt af þurrkuðum rós- um með gylltum lit og þær eru svona vítt og breitt um herbergið og svo eru rimlagluggatjöldin gyllt, eins og frægt er orðið,“ sagði hún og brosti út í annað. „Ég er ofsa- lega veik fyrir gullinu," bætti hún við í trúnaðartóni. Mamma og Van Gogh En Ingileif á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína og sköpun- arþrá því móðir hennar er Ingunn Jensdóttir, myndlistarmaður og leikstjóri. „Auðvitað er ég með myndir eftir mömmu,“ sagði hún þegar við inntum hana eftir því hvað væri á veggjunum hjá henni. „Eftir mömmu og Van Gogh .. . en það er reyndar bara eftirprent- un,“ viðurkenndi hún glottandi. „Blómamyndirnar hennar mömmu eru í stíl við litina í herberginu; ofsalega fallegar rauðar og appel- sínugular og að sjálfsögðu i gyllt- um römmum. Svo er ég líka með fullt af litlum sætum svart/hvítum kortum uppi á vegg. Rúmið er hvítt og frekar breitt og yfir því er himnasæng sem ég keypti í Ikea. Svo er ég með gamaldags skatthol og aragrúa af postulínsstyttum," sagði Ingileif. „Ég er að safna styttum," útskýrði hún, „og seinna ætla ég að fá mér glerskáp undir þær.“ Menn eru svo misjafnir Öll unglingaherbergi eiga það sameiginlegt að vera alltaf á hvolfi fullyrtum við og spurðum svo Ingi- leif - rétt eða rangt? „Rangt,“ svaraði hún án þess að hika. „Ég skal reyndar viðurkenna að áður en ég breytti herberginu var oft dáldið mikið drasl inni hjá mér. En eftir breytingu þá er allt svaka- lega fínt,“ sagði hún og svipurinn Vönduð vinna—góð þjónusla Kynnið ykkur arkitektaþjónustu okkar INNRÉTTINGAR Viðarhöfða 2, sími 587-5609, fax 587-5610. Þessi nýi örbylgjuofn frá Whirlpool hefur margfalt notagildi á við venjulega örbylgjuofna. í honum getur þú grillað lærið eða bakað fiskinn, um leið og þú nýtir þér örbylgjutæknina til að flýta fyrir þér við matargerðina. Útkoman er matur eins og þú vilt hafa hann, á mun skemmri tíma en þú hefur áður kynnst. Umboðsmenn um tand altt. ÞRÁTT fyrir að Gísli Hjörleifs- son sé aðeins fjórtán ára hefur hann þegar getið sér gott orð fyr- ir hugmyndaauðgi og ákveðna dirfsku. Hann er búsettur á Akur- eyri en sögur af sérkennilegu her- bergi hans og smekkvísi höfðu engu að síður borist suður yfir heiðar. „Sko, bróðir minn gerði þetta,“ sagði Gísli, þar sem við stóðum á þröskuldinum og störðum á glitrandi silfurlitt gólfíð í her- berginu hans. Þegar við litum upp í loftið sem þakið var blaðsíðum úr alls konar tímaritum bætti hann við, rétt eins og það væri að renna upp fyrir honum ljós; „við bræð- urnir erum sennilega svolítið öðru- vísi.“ Og víst er herbergið hans Gísla „svolítið öðruvísi", svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Fyrst ber að nefna að „herbergið“ er í raun bílskúr, sem búið er að breyta. Veggirnir eru mosagrænir og app- elsínugul rönd uppi við loftið allan hringinn. Gólfið er sem fyrr segir silfurlitt og loftið alsett tímaritum. Gísli hlær bara þegar við spyijum hann hvort leti hafi ráðið þessu vali á loftklæðningu; við höfum hann grunaðan um að nenna ekki að halda á blaðinu þegar hann ligg- ur uppi í rúmi og les. Vil nota það sem til er Fljótlega rekum við augun í tvo stóra ísskápa. Undrunarsvipurinn verður til þess að Gísli opnar þá fyrir okkur og viti menn - ísskáp- arnir eru í raun fataskápar. Morgunblaðið/Steinunn Ingileif Friðjónsdóttir sagði okkur að hún væri að segja satt. „Ef maður er ánægður með herbergið sitt þá nennir maður frekar að taka til í því,“ fullyrti hún. „Annars er þetta örugglega einstaklingsbundið,“ bætti hún við eftir svolitla umhugsun; „það er svo misjafnt hvernig fólk er gert. Sumir verða að hafa allt í röð og reglu eigi þeim að líða vel meðan aðrir virðast þrífast best með allt út um allt... og það á jafnt við um unglinga og fullorðið fólk.“ Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 - kjarm malsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.