Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 22
22 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995
HEIMILI
MORGUNBLAÐIÐ
Rimlagluggatjöld,strimlagluggatjöld,
viðargluggatjöld
og plíseruð gluggatjöld.
Tökum niður-setjum upp
Sækjum, sendum
og getum afgreitt
samdægurs.
Gerum tilboð ef
óskað er.
Álímda parketið
varanlegra
Armúla 36, sími 568 3634
miQMMWte lir—PU RRKARI
i
■
White-Westirighouse
jk*
Amerísk gæða framleiðsla
• Auðveld í notkun
• Topphlaðin
• Þvottamagn 8,2 kg.
• Tekur heitt og kalt vatn
• Fljótaðþvo
(
RAFVORUR
f Auðveldur í notkun
4 Þvottamagrí 7 kg.
• Fjórar hitastillingar
Fjögur þurrkkerfi
Vél kr. 114.595,-
Þurrkari 72.650,-
Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
Hringið og fáið
upplýsingar og bækling
RAFVORUR HF • ARMULA 5 • 108 REYKJAVIK • SIMI 568 6411
PARKET hefur undanfarin ár
verið mjög vinsælt gólfefni
og úrvalið er mikið. Kaupendum
stendur til boða að kaupa ýmsar
tegundir af erlendu parketi og
nýlega var farið að framleiða ís-
lenskt og álímt lerki-stafaparket.
Skjöldur Vatnar er kennari í
tréiðnadeild Iðnskólans en þar á
bæ eru reglulega haldin námskeið
um parket, lagningu þess og eðli.
„Þegar fólk velur sér parket er
um tvenns konar gerðir að ræða,
álímt parket sem er límt við gólfið
og hins vegar fljótandi parket sem
er laust og getur hreyfst til sem
fleki á gólfinu", segir Skjöldur.
Álímtparket
Álímt parket er venjulega gegn-
heilt og fagmenn kalla það gjarnan
alvöruparket. Þessi tegund er mun
dýrari ákomin en fljótandi parket
en þá ber að hafa í huga að um
varanlegra gólf er að ræða en fljót-
andi parket. Skjöldur segir að eft-
ir vatnstjón þurfi ekki að rífa það
af gólfinu heldur sé hægt að slípa
það upp og gera við það.“
í flestum tilfellum telur hann
að fagmenn þurfí til að leggja
þessa tegund parkets á gólf þar
sem vinnan krefst töluverðrar
þjálfunar og býður upp á alls kyns
skreytingar.
Fyrst er parketið límt á stein
og það skreytt ef vill eða búnar
til myndir í það úr annars konar
SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG
SETJIÐ SAMAN SJALF
i*''i/, /“í C*
zasBm
ásá&ÁiS&áa&lá
B
'jörninn býður upp á gott og
fjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið eftir
þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Eldhúsjnnréttingar.
Baðherbergisinnréttingar.
Fataskápar.
Gerðu verðsamanburð.
— Það borgar sig.
,
t
s&éiPfr -
f
m 1 IjSfggíg
BJORNINN
BORGARTUNI 28 S. 562 1566
/fM' fyéwrd ómw/iásg
viðartegundum ef því er
að skipta. Að þessu búnu
er gólfið slípað með vélum
og það lakkað eða olíubor-
ið.
Mósaík er nýtt efni á
markaðnum, álímt þunnt
parket sem kemur lakkað
frá verksmiðjunum.
Fljótandi parket
Fljótandi parket er
nokkurs konar eftirlíking
af alvöru parketi og er
miklu meira notað hér á
landi en álímda parketið.
Öðru nafni er þessi teg-
und kölluð borðaparket og
um ýmsar tegundir er að
ræða. Við val á viðarteg-
und þarf að hafa í huga
stærð flatar, birtu og verð
að sjálfsögðu. Skjöldur
segir að dökkur viður fölni
með árunum en Ijósir litir
roðni aðeins og gulni.
Á ekkiaðþurfa að
slípa fljótandi parket
„Algengast er að plöt-
urnar séu í kringum 15
millimetrar að þykkt en
þykktin sem slík á ekki að
hafa áhrif á slitþol yfir-
borðsins því ætíð á að
lakka áður en komið er
niður í viðinn.“ Slitfleti tel-
ur Skjöldur að þurfi að
lakka á um það bil þriggja
ára fresti og síðan má lengri tmii
líða þar sem lítið er gengið. Sé
gólfið lakkað reglulega á aldrei
að þurfa að slípa það upp og ef
svo illa vill til að það sé nauðsyn
þá þola flest 15 millimetra gólf
slípun um það bil tvisvar sinnum.
„Spónaparket hefur verið flutt
til lands áður en er nú framleitt í
Keflavík. Það er mikið notað á
sumarbústaði og er þá bæði gólfið
sjálft og parket. Nú er svo komið
að það er í vaxandi mæli verið að
selja umrætt spónaparket til út-
landa.“
Skjöldur segir að auk þessa séu
nú fáanleg gólfborð sem séu ekki
úr viði en líta út eins og viður.
Ein tegundin sem í boði er er harð-
plast og yfirleitt er þykktin á gólf-
borðunum um 7-8 mm.
Hægt að parketleggja sjálfur
Harka viðartegunda er mismun-
andi og fura myndi t.d. markast
undan nettum hælum en svokallað
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gegnheilt parket
Merbau ekki. Allar tegundir eru
samt mýkri en steinninn.
Fólk getur parketlagt sjálft noti
það borðaparket en Skjöldur segist
eindregið mæla með því að fólk
fái trésmið til ráðlegginga og til
að koma verkinu af stað og að-
stoða með ýmis frágangsatriði í
lokin. „Það er um að gera að fá
fagmann til að leysa mál eins og
göt í kringum rör, þrep, frágang
og þess háttar. Verslanir hafa út-
búið ágæta leiðbeiningabæklinga
fyrir þá sem ætla sjálfir að leggja
parketið sitt en þá er verið að tala
um einfalda fleti. Nokkuð hefur
borið á því að undanförnu að
borðaparket sé límt niður og það
hefur lukkast ágætlega“, segir
hann.
Lagt úr nokkrum
pökkum íeinu
Að sögn Skjaldar er það út-
breiddur misskilningur að parket
þurfi að anda í nokkurn tíma á
Skjöldur Vatnar
Morgunblaðið/Krisiinn