Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓIK MFYRIRHUGUÐ er mikil pönkhátíð í Menntaskólan- um við Hamrahlíð 24. nóv- ember. Þar munu koma fram m.a. Saktmóðigur, Örkuml, Maunir, Kúkur, Forgarður helvítis, Fal- lega gulrótin og Hundrað- kallarnir. MFIRE stendur fyrir tón- leikum í Undirheimum Pjöl- brautaskólans í Breiðholti á föstudag. Þar stíga á stokk Curver, Stilluppsteypa, Ó. Jónsson og Grjóni og Sigurrós. Sama kvöld verða tónleikar á Tveimur vinum og upplestur, en fram koma skáldin ^ Mike Pollock, Bragi Ólafsson, Magnús Gezzon og Berg- lind Agústsdóttir. Hljóm- sveitirnar Ó. Jónsson og Gijóni, Popdogs, Botn- leðja og Saktmóðigur leika, en ókeypis er inn. Pönkið lifir ÚTGÁFA er besta leiðin til að vekja almennilega at- hygli og snælda er ódýrasti kosturinn. Fyrir skemmstu sendi pönksveitin Örkuml frá sér snælduna Litla ræfil- inn frá Vík. Hljómsveitina Örkuml skipa Magnús, Birgir, Ólafur og Gunnar. Þeir segja að snældan sé afrakstur vinnulotu snemma á þessu ári; til hafi orðið lög sem þeir svo ákváðu að gefa út. „Við erum að leika okkur með pönkið,“ segja þeir og bæta við að pönkið lifi góðu lífi, þannig sé fyrirhugað að halda mikla 'pönkhátíð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember. Þeir félagar segjast hafa gefið spóluna út fyrir sjálfa sig fyrst og fremst. Öðrum þræði vilji þeir líka kynna sveitina, enda stefna þeir á fjörugt tónleikahald næstu vikur. „Við höfum haldið tvenna tónleika, en vorum þá lítið búnir að æfa. Nú er komin meiri alvara í þetta, enda orðin fullskipuð hljóm- sveit.“ Viðurkenning Lhooq Morgunblaðið/ SAFNPLOTUROÐIN Vol- ume, sem komin er upp í sextánda bindi, hefur vakið athygli á mörgum nýstjörn- um, enda beinlínis ætluð fyr- ir slíkt. Volume útgáfan nýt- ur mikillar virðingar ytra fyrir vönduð vinnubrögð og vandað lagaval og því frétt- næmt að á næstu Volume plötu, þeirri sautjándu í röðinni, verður lag íslenskrar sveitar, Lhooq, sem þeir Jóhann Jóhanns- son og Pétur Hall- grímsson skipa. Jóhann Jó- hannsson segir stjóra Volume hafa haft sam- band við þá félag- ar að fyrra bragði og beðið þá um að láta lag á plötuna, eftir að hafa heyrt þáspilaáUxatón- leikunum. Hann segir að þetta sé vissulega viður- kenning, „enda eru Volume- menn ákaflega traustir á sínu sviði. Þeir eru ekki að selja plöturnar í milljónum eintaka, en þeir eru áhrifa- miklir og gera þetta vel, það fylgja plötunum vandaðir bæklingar þar sem hljóm- sveitirnar eru vel kynntar". JóhannJóhannsson og Pétur Hallgrímsson Lhooq skipa þeir Jóhann og Pétur, eins og áður er rakið, og Jóhann segist kunna því ráðslagi afskaplega vel að þeir séu bara tveir að semja á tölvur og tól og leiti sér svo að viðeigandi rödd eftir því sem þarf, en einnig segir hann að fyrir komi að þeir félagar semji lög með ákveðna rödd í huga. „Söngvar- inn er aldrei aðal- atriðið í lögunum, röddin er frekar hugsuð sem hluti af samfelldri heild,“ segir hann. Tónleikahald Lhooq hefur verið með minna móti, en útgáfutónleikar sveitarinnar verða í tengslum við út- gáfu Volume 24. og 25. nóvember, en þá kemur hing- að Trancedental Love Machine og Volumestjórar meðal annars. , í lok síðustu í fjögur ár. ég mun aidr- Burt Bac- á þtjú lÖg á i meðal Look llljónarnærin- leitir i mim ■H GAMAN MEÐAL fárra sveita sem senda frá sér frums- amda tónlist fyrir jól er Fjallkonan. Leiðtogi sveitar- innar er sá knái hljómborðsleikari Jón Ólafsson. Fjallkonan er komin á annað árið, en ekki hefur gefist tími fyrirupptök- urfyrr. Þrátt fyr- ir annir tók sveitin upp 25 upp með það eitt að leiðar- Skemmtun Fjallnienn. laga safn, sem síðan var val- ið úr, en Jón á flest laganna þurfti að fá útrás að eigin sögn. „Fjallkonan er vitan- lega mín hugmynd, en það er samt langt í frá að ég sé einhver einræðisherra; það leggja allir sitt af mörkum,“ segir hann. Jón segir að lagt hafi verið Ijósi að hafa gaman af hljóm- sveitarstarfinu og platan sé gefin út í þeim anda. „Ef þetta gengur ekki að óskum, tökum við því létt,“ segir hann en Fjailkonan gefur plötuna sjálf út. „Aðalatriðið er að við séum að skemmta okkur; að sleppa fram af okk- ur beislinu." Hugarflugur Sónötu ÞAÐ HLYTUR að teljast árangursríkt að heíja tónlistarferilinn með því að gefa út disk. Að minnsta kosti grípur hljómsveitin Sónata til þess ama, sendir frá sér diskinn Hugarflugur um þessar mundir þó sveitin hafi enn ekki haldið tónleika, en leið- togi hennar er nítján ára Blönduósingur, Einar Örn Jónsson. Einar Örn hefur verið í Menntaskólanum á Akureyri undanfarin ár og þar segir hann að hugmynd- in hafi kviknað að gefa út plötu. Hann leikur á píanó og syngur tvö laganna en fékk til liðs við sig ýmsa hljóðfæraleikara. Sónata er skipuð fimm tónlistarmönnum, tveim söngkonum, trymbli, óbóleik- ara og píanóleikara, og Einar Örn segir plötuna vera hljóm- sveitarverk, þó hann eigi mest í henni. „Ég hrinti þessu af stað og átti fyrir því að mestu,“ segir hann ákveðinn, „enda trúi ég á þessi lög.“ Sónata hyggst halda hóp- inn við kynningu á plötunni hið minnsta, en til þess þarf að kalla til aðstoðarmenn; bassaleikara og strengja- sveit. „Við stefnum að því að halda útgáfutónleika í nóvember og spila síðan eins og tækifæri gefst.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumraun Hljómsveitin Sónata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.