Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.11.1995, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ á því að hætta. Sjálfstraustið var ekki í lagi og ég efaðist um að ég ætti heima í þessu. En það er nú þannig að þegar maður er einu sinni byrjaður í pólitík er erfitt að losna. Ég ákvað að taka þátt í þessu áfram og var í 2. sæti listans, á eftir Ei- ríki Finni Greipssyni oddvita. Hann var búinn að vera lehgi í barátt- unni, mikill og góður foringi, en hafði verið að hugsa um að hætta. Ég treysti mér ekki í forystuna en taldi mig örugga með hann fyrir framan mig.“ Sjálfstæðisflokkurinn hélt meiri- hluta sínum sem hann hefur reyndar löngum haft á þessum stað. Eiríkur Finnur var síðar ráðinn fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfírðinga og sagði af sér störfum í hreppsnefnd. Magnea Guðmunds- dóttir tók við sem oddviti Flateyrar í júlímánuði síðastliðnum, nauðug viljug, að eigin sögn. „Ég var smeyk við taka að mér forystuhlutverkið en vildi ekki skorast undan þegar á hólminn var komið. Ég hef ekki ver- ið oddviti í langan tíma en hann hefur verið viðburðaríkur. Maður þarf- að setja sig inn í marga hluti og læra margt. En það er reynsla mín að þegar á reynir er þetta ekki eins mikið mál og mér sýndist þegar ég var að mikla það fyrir mér í upp- hafi,“ segir hún. Þurfti að berjast Fyrstu mánuðirnir í oddvitastarf- inu voru stormasamir. Minnihluti hreppsnefndar gagnrýndi meirihlut- ann harðlega og sótti að honum með ýmsum hætti. Mæddi auðvitað mest á nýja oddvitanum. „Ég fékk það á tilfinninguna að það ætti að taka mig í bakaríið. Andrúmsloftið í hreppsnefndinni var mjög erfitt og ýmis mál þróuðust þannig að ég þurfti að beijast fyrir málstað mín- um og rétti,“ segir Magnea en tekur það fram að félagarnir úr meirihlut- anum hafi staðið þétt að baki sér. Hún veltir því fyrir sér hvort það hafi verið eingöngu hennar persóna sem espaði upp andstöðuna eða hvort það hafi gerst vegna þess að hún er kona. „Mér finnst að ekki eigi að draga konur og karla í dilka eftir kynferði, heldur eigi málefnin að ráða. Mér sýnist að stundum þurfí konur að sanna sig sérstaklega og þurfí jafnvel að standa sig betur en karlarnir í ýmsum störfum. Aftur á móti er það mér á móti skapi að ýta fram konum bara af því þær eru konur. Mér finnst konur stundum vilja ganga lengra en til jafnréttisins og að það geti skemmt fyrir jafnrétt- isbaráttunni. Ég er að sumu leyti þakklát fyrir að hafa þurft að beijast fyrir mál- stað mínum í þessu nýja hlutverki. Ég lærði heilmikið á því. Baráttan og að standa uppi sem sigurvegari eflir mann og styrkir. Allt sem er mótdrægt kemur manni þannig til góða.“ Magnea segir að síðustu dagana fyrir snjóflóðið hafi andrúmsloftið í hreppsnefndinni verið að léttast. Og síðan hafí góður samstarfsandi ríkt. „Við erum fimm sem stjómum þessu litla samfélagi og við verðum að geta unnið saman. Hér á Flateyri býr gott og duglegt fólk og við erum eins og ein stór fjölskylda. Þetta kemur skýrar fram þegar svona hörmungar dynja yfir. Fólkið breyt- ist ekki, heldur býr þetta í því. Mér finnst vera góð samstaða um að byggja staðinn upp á ný. Það kom greinilega fram á borgarafundi sem við héldum í vikunni." Almannavarnanefndin lömuð Magnea hefur sogast inn í sveitar- stjórnarmálin á Flateyri eins og hún hefur lýst hér að framan og varð óvænt helsti forystumaður sveitarfé- lagsins í sumar. Það er venja á Flat- eyri að oddvitinn leysi sveitarstjór- ann af í sumarfríum. Þannig stóð einmitt á þegar snjóflóðið féll fyrir réttum mánuði að Kristján J. Jó- hannesson sveitarstjóri var í fríi er- lendis og tók Magnea því sæti hans í almannavarnanefnd. Steinar Guð- mundsson hreppstjóri, sem taka á við sem formaður á hættutímum, var veðurtepptur í Reykjavík. Tveir nefndarmenn lentu svo í snjóflóðinu, Eiríkur Finnur Greipsson og Bjam- heiður ívarsdóttir, og voru því úr leik í því starfí þótt bæði hafi slopp- ið Iifandi. Fimmti aðalmaður í al- mannavarnanefnd, Kristján Einars- son starfsmaður Orkubús Vest- fjarða, þurfti á öllu sínu að halda við að halda rafmagni á þorpinu og loks komst fulltrúi Mosvallahrepps ekki til Flateyrar vegna ófærðar og snjóflóða. Eftir að snjóflóðið féll hvíldi starfið því að mestu á Magneu og Steinþóri Bjarna Kristjánssyni, félaga hennar úr hreppsnefndinni, sem hún hafði kallað inn í nefndina tveimur dögum áður, en hvorugt þeirra hafði komið nálægt starfí að almannavörnum áður. Almannavarnanefndin ákvað að rýma hús við Ólafstún á þriðjudags- kvöld. Magnea segir að þá hafi ver- ið nýbyijað að snjóa. Það hafi verið hvasst en ekki mikil úrkoma. Þau hafi ákveðið að rýma húsin í öryggis- skyni þótt ekki hafi verið kominn mikill snjór, enda farið að rýma hús á ísafirði og í Hnífsdal, þar sem aðstæður eru svipaðar. Leiðindaveð- ur var á miðvikudeginum og upp úr miðjum degi fór úrkoman að auk- ast, en hún segir að engum hafi dottið í hug að hætta væri á ferðum. Eftir samtöl við starfsmenn Veður- stofu, sýslumann og snjóeftirlits- mann á ísafirði hafí verið ákveðið að leyfa fólki ekki að flytja heim, enda spáð slæmu veðri. Snjóflóðið aðfaranótt þessa örlagaríka fimmtu- dags féll svo á svæði sem enginn átti von á að væri í hættu. Reyndar fóru einnig þijú hús á hættusvæðinu við Ólafstún. „Innra-Bæjargilið hefur virkað á mann eins og rússnesk rúlletta og vamir miðast við að koma í veg fyr- ir tjón af völdum flóða úr því. Vegna einhverra aðstæðna sem maður þekkir ekki kom mikið snjóflóð úr Skollagróf og það kom öllum í opna skjöldu," segir Magnea. Hún telur að snjóvamagarðar geri gagn við vissar aðstæður þótt þeir hefðu ekki ráðið við svona stórt snjóflóð. „Ég tel að hægt sé að veijast snjóflóðum, og ábyggilega frekar en til dæmis jarðskjálftum og eldgosum. Maður verður hins vegar að viður- kenna að það hafa verið mistök að færa byggðina nær fjöllunum. Ég gerði mér til dæmis enga grein fyrir því þegar ég keypti íbúðarhús í Ól- afstúni 6 fyrir tólf árum að þar væri snjóflóðahætta. Þá höfðu komið margir snjóavetur án þess að fjallið hreyfðist. Snjóflóð féll fyrst hér nið- ur tveimur árum eftir að við fluttum inn og eftir það á hveijum vetri og stundum oft á vetri. Hér hafa orðið einhveijar breytingar í náttúmnni. Ég fann fyrir einkennilegri tilfínn- ingu þegar snjóflóðið féll. Átti alltaf von á því að verða sjálf fyrir því en nú slapp húsið mitt en fólkið sem bjó neðar í þorpinu, fulltrúar í al- mannavarnanefndinni sem alltaf vom að vernda mig, lentu í því í staðinn. Mér hefur áldrei komið til hugar að þar gæti verið hætta á ferðum. Sonur minn dvaldi til dæm- is stundum hjá vini sínum, syni Ei- ríks Finns og Guðlaugar í húsi þeirra við Unnarstíg, þegar vjð þurftum að yfirgefa okkar hús vegna snjó- flóðahættu," segir Magnea. Ekki tími til að hugsa um getuna Magnea og Steinþór, nýliðarnir í almannavarnanefndinni, þurftu að takast á við það verkefni sem hvor- ugt hafði ímyndað sér áður, ■ að stjórna almannavarnaaðgerðum á staðnum fyrstu klukkutímana eftir að snjóflóðið féll yfir þorpið. Með þeim unnu Hildur Halldórsdóttir, eiginkona Steinþórs, Lilja Kristins- dóttir, starfsstúlka á hreppsskrif- stofunni, og Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs. Stjórn- stöð almannavama var sett upp í skrifstofu Flateyrarhrepps og þurftu þau sem komu þangað fyrst að bijót- ast inn á skrifstofuna. Þegar hjálp barst frá ísafirði tók Snorri Her- mannsson við stjóminni. Magnea segir að ómetanlegt hafi verið að hafa þetta fólk með sér. Nefnir sem dæmi að Steinþór hafi strax tekið að sér skráninguna, meðal annars að skrá upplýsingar um týnt fólk og afdrif þess, og ekki látið það aftra sér að systir hans var grafin í snjónum fram að hádegi. Starfið í stjórnstöðinni byijaði á skráningu íbúa á því svæði sem flóð- ið féll. Magnea segir að mikið hafí skort á þekkingu þeirra á þessum störfum. „Við gáfum okkur ekki tíma til að hugsa um það hvort við værum hæf til að vinna þessi störf eða hvað við kynnum. Það var ekki öðrum til að dreifa og við bara byij- uðum að vinna. Þannig var það um allan bæinn, fólk var alls staðar komið af stað við að vinna að björg- un eða kalla eftir hjálp. Allir vildu reyna að hjálpa til. En það var mik- ill Iéttir þegar hjálp barst frá ná- grönnum okkar. Eg tala nú ekki um þegar þyrlurnar lentu um hádegið þrátt fyrir að varla sæist út úr aug- um. Það veitti öryggistilfinningu." Dagurinn hulinn þoku Magnea segist muna vel eftir því þegar hún frétti af flóðinu. Hún fékk tvær hringingar með stuttu millibili og svo bankaði fjórtán ára vinur hennar á gluggann hjá henni en hann hafði sloppið úr snjóflóðinu og hlaupið á nærklæðunum í gegnum þorpið. Hún man einnig eftir því þegar hún fór af stað þessa nótt, hún segist hafa dregið djúpt andann og sett sig svo í einhvern gír sem hún hafí svo gengið í allan tímann. Hún segist lítið muna frá þessum fyrsta degi, hann sé að miklu leyti hulinn þoku í huga sér. „Þetta var svo óraunverulegt, eitt- hvað sem átti ekki að geta gerst, og ég var lengi að bíða eftir því að ég vaknaði upp af martröðinni. Það er svo erfitt að meðtaka fréttir um tuttugu látna einstaklinga, allt fólk sem maður þekkti vel. Eg hugsa að ég hafi komist í einhverskonar af- neitunarástand þegar ég var að taka við þessum tilkynningum. Það var ekki fyrr en ég heyrði öll nöfnin les- in í kvöldfréttum útvarps að ég féll saman og svo aftur daginn eftir þegar ég sá myndir af fólkinu á fors- íðu Morgunblaðsins." Púsluspilið raðaðist saman „Fólkið, bæði hér heima og það sem kom til aðstoðar," segir Magnea þegar hún er spurð að því hvað gæfi henni styrk og þrek til að standast þessa raun og koma fram sem yfir- vegaður forystumaður Flateyringa á erfiðum tíma. „Ég fékk góðan stuðn- ing hér heima í upphafi og síðan barst hjálpin og hér fylltist allt af nýju fólki. Og það var unnið með okkur í marga daga. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð, bæði til heimamanna og fólks af öllu landinu sem kom til hjálpar og veitti aðra aðstoð. Fólkið var duglegt. Þegar maður upplifir svona hluti í huganum ímynd- ar maður sér áreiðanlega að maður gefist upp fyrir verkefninu. Það er svo yfirþyrmandi. En það var einhver kraftur sem dreif fólkið áfram. Það má helst líkja þessu við stórt púslu- spil. Ef eitthvert verk gleymdist tók einhver það upp á sína arma og þann- ig röðuðust hlutirnar saman. Allir fundu sér stað og verkefni, án þess að þyrfti að biðja fólk um alla skap- aða hluti. Ég get nefnt sem dæmi að ég bað konu að fara í mötuneyti Kambs til að hella upp á kaffi. Það leiddi til þess að skyndilega var búið að koma þar upp mötuneyti með fullt af fólki í vinnu,“ segir Magnea. Varð að standa mig „Maður er alltaf að ganga í gegn- um eitthvað í þessu blessaða lífi. Nú hefur bæst við ný reynsla þótt ömurlegt sé til þess að vita að það þurfi slæma hluti til að þroska mann,“ segir Magnea um lífsreynsl- una og hvaða áhrif þessir atburðir hafi á líf hennar. „Eftir þessa reynslu finnst mér að ég hafi meiri burði til að takast á við erfiða hluti. Það hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu að ég hef efast um getu mína. Ég hef miklu oftar sagt „þú getur það ekki“ en „þú getur þetta víst“. Núna get ég sagt „þú getur meira en þú heldur“.“ Magnea segist hafa gengið í gegn- um sorgina á meðan atburðirnir gerðust. Svo hafi tilfinningamar dofnað án þess að hún geti skynjað af hveiju. Bendir þó á að mikið hafí verið að gera og lítið hægt að Iáta hugann reika. En hún nefnir einnig aðra hugsanlega skýringu. Hún hafi þurft að fara nokkrum sinnum inn á flóðasvæðið, meðal annars fylgt ráðherrum þangað. „Þegar ég fór fyrst inn á svæðið sá ég dýnu úr barnarúmi. Það kom illa við mig og ég fann að ég gat ekki horfst í augu við þetta. Ég varð að standa mig á þessari stundu og finna einhveija vörn. Eftir þetta reyndi ég að útiloka umhverfið þegar ég fór þarna inn. Horfði bara beint niður og upp til fjalla.“ Óhugur sótti að Hún svaf illa næturnar fyrir snjó- flóðið og fékk martraðir. Og í draumunum var kuldi og frost. „Ég man það úr þessum draumum að mér var kalt og ég fraus föst við hluti,“ segir Magnea. Henni gekk illa að sofna snjóflóðanóttina. Um kvöldið var hún í heimsókn hjá vina- fólki sínu, Eiríki Finni og Guðlaugu, og kom ekki í hús foreldra sinna, þar sem fjölskyldan gisti, fyrr en eftir miðnættið. Hún var með hnút í maganum og leið illa en gerði sér enga grein fyrir ástæðu þess. Segir að það hafi getað verið vegna hættuástandsins í Ólafstúni en finnst það ólíklegt vegná þess hvað þau hafa oft þurft að yfirgefa heim- ili sitt af sömu ástæðu. Magnea kemst ekki hjá því að hugsa til at- burðanna um nóttina í þessu sam- bandi enda segist hún áður hafa skynjað atburði með svipuðum hætti. Segir að það sæki stundum að sér óhug, án þess að hún finni á því skýringar, sem hægt hafi ver- ið að nefna sem fyrirboða einhverra atburða í lífi hennar. í spennunni og önnunum eftir að atburðirnir höfðu gerst tókst henni hins vegar að sofa og hvílast vel þann tíma sem hún ætlaði sér til þess. Magnea undrast það í raun- inni, miðað við það hvernig henni leið. „Góðar vættir sáu til þess að ég svaf á meðan ég þurfti á því að halda." En nú er hún aftur farin að eiga í erfiðleikum með svefn og fær martraðir. „Undanfarna daga þegar meiri ró hefur færst yfir hef ég gefið mér tíma til að horfast í augu við veruleikann. Ég hef geng- ið töluvert um svæðið, farið skipu- lega yfir hvert heimili og látið hug- ann reika. Þetta verð ég að gera til að skynja endanlega þessa at- burði og taka við þeim.“ Hún segir að mörgum Flateyring- um líði illa og eigi til dæmis í erfið- leikum með svefn. Atburðirnir leiti mjög á fólk um þessar mundir og það sé eðlilegt. Þá kvíði fólk mjög fyrsta bylnum eftir snjóflóð. „Við nutum áfallahjálpar fyrstu þijár vikurnar. Ég veit að fólk er mjög þakklátt fyrir það og hafa margir lært að vinna úr sorginni. Við þurf- um á því að halda að hittast og vera nálægt hvert öðru næstu mán- uði. Styðja við bakið á þeim sem eiga erfitt,“ segir Magnea. í þessu sambandi bendir hún á að sveitarfé- lagið hafi tekið veitingahúsið Vagn- inn á leigu og þar verði rekin félags- miðstöð í vetur. Þá sé unnið að því á heilsugæslustöðinni að undirbúa fólk fyrir veturinn. Engin sál í húsinu Frá því Magnea og Páll þurftu að rýma hús sitt í Ólafstúni 6 tveim- ur dögum fyrir snjóflóðið hafa þau dvalið með fjölskylduna hjá foreldr- um hennar á Brimnesvegi 22, í hús- inu þar sem Magnea fæddist og afi hennar og amma áttu í 50 ár. Hún segir að þau geti farið heim en fjöl- MAGNEA Guðmundsdóttir og Páll Önundarson með þrjú af fjórum börnum sínum, Halldór Gunnar, 14 ára, Brynju Dröfn, 5 ára, og Hákon Þór, 10 ára. Elsti sonurinn, Önundur Hafsteinn, 18 ára, er við tónlistarnám í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.