Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 HAUSTMYNDIRNAR frá Hollywood þóttu ekki merkilegar. Kvik- myndaborgin leggur áherslu á að næstu myndir, þær sem sýndar verða um jólin og ára- mót vestra og koma flestar til Evr- ópu á næstu þremur mánuðum, hafi allt til að bera sem prýða má Hollywoodmyndir: Glamúr og glæsileika, stórstjörnur og stór- framleiðslur. Draumaborgin sér ekki eftir dollurum í myndirnar, ekkert er til sparað svo þær megi höfða til áhorfenda. Fjölbreytnin er mikil því mynd- irnar flokkast undir allt frá hasar- og ævintýramyndum til róman- tískra gamanmynda og þeir sem þekkja best til í kvikmyndaiðnaðin- um sjá í þeim ekki minna en þtjár eða fjórar metsölumyndir. Ekki veitir af því verð á bíómyndum er sífellt að hækka og útlit er fyrir að árið 1995 verði það dýrasta í Hollywood frá upphafi hvað varðar framleiðslu- og kynningarkostnað. Sumar myndanna hafa verið frumsýndar vestra nú þegar, öðrum er ekki að fullu lokið og enn aðrar eru á lokastigi. En þeir í Hollywood eru þegar teknir að spá í spilin og spá í metsölumyndirnar eins og sést á eftirfarandi lista. Hafa verð- ur þó í huga það sem handritshöf- undurinn William Goldman sagði um það þegar menn spá í gróða- myndir frá Hollywood og frægt er orðið: Enginn veit neitt. H0LLYW00D í NJESTU FRAMTÍÐ Hollywood ætlar sér stóra hluti með úrvali jólamynda eftir frekar slakt haust eins og Arnaldur Indriðason komst að þegar hann spáði í nýjustu myndimar að vestan, sem flestar munu berast hingað til Evrópu á næstu þremur mánuðum. Ace Ventura 2: Háttúran kallar („Ace Ventura 2: When Nature Calls'j WARNER BROS. SAGAN: Gæludýraspæjarinn með skrýtnu hárgreiðsluna er kall- aður til ábyrgðarstarfa í svörtustu Afríku að hafa upp á ákaflega heil- ögu dýri í útrýmingarhættu. ORÐSPORIÐ: Jim Carrey er betri en fasteign á hjólum eftir Heimskan heimskari og Batman að eilífu og svo virðist sem ekkert geti farið úrskeiðis hjá honum enda dýrka yngri kvikmyndahúsagestir manninn. Myndin byrjaði feikivel vestra, græddi um 40 milljónir doll- ara fyrstu sýningarhelgina, og gæti vel orðið metsölumyndin þessi jól. Faðir brúðarinnar 2 („The Father of the Bride 2‘j DISNEY SAGAN: í framhaldsmyndinni fær Steve Martin, sem gifti dóttur sína með látum í fyrri myndinni, að vita að dóttir hans er ólétt og eiginkona hans (Diane Keaton) er það líka. ORÐSPORIÐ: Disney vonast til að fá alla fjölskylduna á þessa og höfðar sérstaklega til kvenna. Létt og alvörulaus gamanmynd sem fyr- irtækið hefur mikla trú á að geti orðið vinsælli en fyrri myndin. Forseti Bandaríklanna („The American Presid- ent'j TÆKNIBRELLUR; úr „Jumanji Gullauga („Goldeneve'j UNITED ARTISTS SAGAN: Njósnari hennar há- tignar hefur enn fengið andlitslyft- ingu með Pierce Brosnan. Fæst við óþokka í Rússlandi sem fyrr þótt þeir séu ekki alveg sami óvinurinn og í Kalda striðinu forðum. ORÐSPORIÐ: Engin Bond- mynd hefur byijað betur í Banda- ríkjunum en hún græddi 28 milljón- ir dollara fyrstu sýningarhelgina. Mikil eftirvænting í loftinu eftir sex ára starfsleyfi njósnarans og Brosnan virðist akkúrat rétti mað- urinn til að hafa fágaðan martínís- mekk. FRÁ fátækt til frama; úr for- setamyndinni„Nixon“. markhópinn og myndin hefur alla burði til að slá rækilega í gegn. Jumanji TRISTAR PICTURES SAGAN: Robin Williams leikur mann sem lokaður hefur verið inni í fornu, afrísku teningaspili en sleppur út eftir 25 ára vist ásamt flokki villtra og hættulegra dýra. ORÐSPORIÐ: Gæti orðið met- ■Sölumynd. Williams gerði Frú Do- ubtfire að metsölumynd ein jólin og nú hefur hann allar þessar fínu tæknibrellur með sér, sérstaklega tölvutæknina sem notuð var við gerð Júragarðsins. Fjölskyldumynd fyrst og fremst og ef hún nær að skemmta áhorfendum með gamni sínu og brellum er aldrei að vita hvar hún endar. Leihfangasaga („Toy Storyl Disney SAGAN: Tom Hanks og Tim Allen (Handlaginn heimilisfaðir) mæla fyrir munn tveggja aðalpersóna þessarar tölvuteiknuðu teiknimynd- ar, sem búa í heimi ósýnilegum mannfólki. ORÐSPORIÐ: Disneyteikni- myndir hafa slegið í gegn svo um munar undanfarin ár og Leikfanga- saga ætti ekki að verða nein undan- tekning frá því. Sögð höfða mest til barna en fullorðnir hafi líka gam- an af fígúrunum. Spurningin er hvernig áhorfendur taki tölvuteikn- uðum kvikmyndaheimi því það besta í teiknimyndagerð hingað til hefur verið teiknað í höndunum. CASTLE ROCK/SONY SAGAN: Forseti Bandaríkjanna, sem Michael Douglas leikur, er ekkjumaður en hrífst mjög af um- hverfisverndarsinna, sem Annette Bening leikur, og brátt verður Hvíta húsið baðað rómantík. ORÐSPORIÐ: Lítur út fyrir að geta náð langt. Efnasambandið milli Douglas og Bening sagt gott undir stjórn Rob Reiners, sem reyndar gerði fýlubombuna Norður á undan þessari. Douglas hefur átt í frekar óheilbrigðum ástarsam- böndum á hvíta tjaldinu í nokkrum undanförnum myndum en er í minnstri lífshættu sem forsetinn. Búist er við hún nái hinu eftirsótta 100 milljóna dollara marki í hagn- aði. SPILAVÍTI; De Niro í „Casino“. ENDURSÖGÐ ástarsaga; Ford og Ormond í „Sabrina". Hiti („Heat j WARNER BROS. SAGAN: A1 Pacino og Robert De Niro leika hvor á móti öðrum í fyrsta skipti: Pacino er einarður laganna vörður á höttunum eftir glæpamanninum De Niro og leikur- inn berst vítt og breitt um Los Angeles. ORÐSPORIÐ: Þar sem þessir tveir hittast vildi ég vera. Leikstjór- anum, Michael Mann (Síðasti mó- híkaninn), tókst það sem éngum hefur tekist áður, að leiða saman tvo af fremstu og bestu leikurum samtíðarinnar. Höfðar mest til has- armyndafíkla en með þessum mannskap og Val Kilmer og fleiri góðum að auki nær Mann út fyrir DISNEY SAGAN: Oliver Stone rekur ævi 37. forseta Bandaríkjanna frá því hann er fátækur stúdent og til þess að hann segir af sér embætti í kjpl- far Watergatehneykslisins. Óvíst hvort íslandsferð Nixons sé tekin með. ORÐSPORIÐ: Myndin er ekki tilbúin svo enginn hefur séð endan- legu útkomuna. Disney setur hana í takmarkaða dreifingu fyrir jólin svo hún fái að keppa um Óskarinn í vor. Sagt að velski leikarinn Anth- ony Hopkins komi ágætlega út í vandasömu hlutverki forsetans og aðrir leikarar eins og James Woods séu fínir. Heilir þrír klukkutímar að lengd reyndar og óvíst hvort unga kynslóðin hefur nokkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.