Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 B 5 Aftansól á glugga Vísnatorg A Vísnatorgi að þessu sinni er fjallað um vísur sem sprottið hafa í návígi ís- lendinga við hafið, í Breiðafirði eða á skaki í Skagafirði, og farið yfir botna sem þættinum bárust. Pétur Blöndal er umsjónarmaður torgsins. Nálægðin við hafið er eitt af sérkennum íslend- inga. Þótt framþróun- in hafi verið mikil á þessari öld hefur það ekki breyst að þjóðin hefur lifibrauð sitt af sjávarfangi. Enn er til sú stétt manna sem eyðir rúmlega tvöfalt meiri tíma á sjó en á landi á ári hverju. Þegar litið er yfir söguna má sjá að það er ekki heiglum hent að sækja lífsbjörgina í greipar hafsins. Ofáir sjómenn hafa týnt lífi sínu í þeirri viðureign og enn fleiri komist í hann krappann. Það má lesa úr vísu Snæbjarnar í Hergilsey: Ég hefi reynt í éljum nauða jafnvel meira en þér. Á landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér. Ekki er síður kunn vísa Páls J. Árdals, þótt öllu léttara sé yfir henni: Þú ert sagður konum kær þó kominn sért til ára. Unnustumar em þær Alda, Hrönn og Bára. Þannig hefur hafið margsinnis orðið kveikja ódauðlegs kveðskap- ar. Margir sjómenn þreyja líka glímuna við Braga, þótt heldur sé minna um það í seinni tíð. Þar á meðal er Steindór Andersen, sem kallaður hefur verið hirðskáld smábátaeigenda. Erfið aðsiglingin á Arnarstapa blæs honum í brjóst skjálfhendu: Þama inni þykja kynni þröngt að lenda; ekki minnast á þann fjanda ef þú finnur bátinn stranda. Steindór sagði umsjónarmanni frá síbölvandi sjómanni sem varð á vegi hans. Sögunni fylgdi staka: Þegar varir Bjami bærði bölvið flaut af tunp hans. Manndómsgreinar margar lærði á menntabrautum andskotans. Vísast hafa mörg gífuryrði fall- ið af vörum Valdimars Kjartans- sonar á Hauganesi þegar hann fótbrotnaði fyrir skömmu. Er gifs- ið var tekið af fannst honum fót- urinn hafa rýrnað heldur mikið: Aumt er það sem augað sér ekki mig það kætir, hvað allt er visið undir mér undmm miklum sætir. í lok hvers fundar Kvæða- mannafélagsins Iðunnar siglir skipið Skálda á milli félaga og safnast í lestar skipsins vísur sem ortar hafa verið milli funda. Er Skálda oftar en ekki með fullfermi þegar hún landar í heimahöfn. í rímu eftir Orm Olafsson fer Skálda hringferð um landið. Þar má finna eftirfarandi vísu: Bárur frýsa, bólgna ský bakki rís úr hafi. Veðradís með vindapý veltir hnýsutrafi. Halldór Hallgrímsson var feng- sæll skipstjóri og vildi hafa hlutina í lagi. Einu sinni fannst honum viðhaldi á skipi heldur ábótavant. Þá varð til vísa: Á viðhald lítið lagt er kapp, látið dankast meðan iafir; ' eftir mikið mas og stapp málaðir voru tíu stafir. , , Morgunblaðið/RAX „BÁRUR frýsa, bólgna ský/bakki rís úr hafi,“ segir í vísu Orms Ólafssonar. Á vegi hans varð gamall sjó- maður sem var að gera að fiski: Ekki bítur elli á drenginn, um það vitni hera verð, ennþá hlutar aflafenginn eftir góða veiðiferð. Hilmir Jóhannesson var að skaka að sumri til úti í Skagafirði þegar sólin hneig til viðar bakvið Tindastól: í Tindastóli tóna blá tröllaból í skugga. Uppi á Hólum enn má sjá aftansól á glugga. Hringhenda Sigfúsar Agnars Sveinssonar dregur aftur á móti fram hauststemmningu: Kát á Dröngum kvika söng, kveið þó öngu jörðin, fallin lönp er frosin spöng fremst við Gönguskörðin. Þeir Hjalti Gíslason gerðu það gjarnan að leik sínum að kveðast á þegar þeir voru á sjó, - eins og sjá má af vísu Hjalta um Göngu- skörðin: Kát á Dröngum kvika sauð, kveið þó öngu jörðin, fljótin lönp orðin auð og einnig Gönpskörðin. Það fer vel á því að ljúka þess- um sjómannaþætti á vísu eftir Friðþjóf Gunnlaugsson: Veðra þegir vofa grá, vær er eyjahringur. Ljós af fleyjum langt um sjá loga teygja fingur. Þá er komið að vísnagátunni: Enginn villist sem hann sér, sínu vígður orði. Gráðupr í fiskinn fer, fremsti biti á sporði. Lausnarorðið stendur síðast í þættinum. Fjölmargir botnar bár- ust við fyrripartinum: Þorskar út um allan sjó eru fyrir vestan. Auðnubátur aflamestur EG KEYPTI bátinn Þrist frá Vestmannaeyjum árið 1968,“ segir Halldór Her- mannsson skipstjóri er hann ber að garði á Vísnatorgi. „Það reyndist mikill giftubátur. Þeg- ar báturinn kom til landsins árið 1926 var Sigurður Sig- urðsson frá Arnarholti apótek- ari í Vestmannaeyjum. Hann lagði blessun sína yfir nafn bátsins og átti ekki í vandræð- um með að snara fram vísu: Hvort sem þú ferð austur eða vestur auðnubátur sértu og aflamestur. Sæk þú ætíð heim úr hættum fyrstur. Heit þú nú og alla daga Þristur." Þetta reyndust áhrínsorð hjá karl- inum. Báturinn reri til fiskjar í 50 ár áður en honum var lagt. Það varð aldr- ei slys á bátnum og hann bjargaði og skilaði fimm eða sex mönnum heil- um heim af skipinu Borgari þegar því hvoIfdiáHorna- fjarðarósi um mið- bik aldarinnar." Halldór kann einnig sögu af ungum pilti sem kallaður var Blásteinn. „Hann hafði verið í ölteiti í nokkuð marga daga eins og títt var á þeim tíma,“ segir hann. „Hann kemur heim til föður síns og vill þiggja af honum greiða, - líklega í formi skot- silfurs. Þeir verða ósáttir og Blásteinn gengur út. Hann staðnæmist svo í tröppunum þegar karlinn spyr hvert hann sé að fara, snýr sér við og seg- ir: Glataður sonur göfugs manns girndarinnar aumur þræll. Eg er á leið til andskotans alfarinn,-ogvertusæll. Elín Þorbjarnardóttir varpar Ijósi á fleira fyrir vestan: Þar er líka Þorgeirstó, Þórishom og Hvestan. Hreiðar Karlsson botnar: Utan kvóta ýmsir þó afla draga mestan. Hafsteinn Stefánsson sýnir. fram á að þorskveiðin lætur engaii ósnortinn: Hálfvaxinn þar hængur dó Hafró grét er lést ’ann. M.Þ.H. blandar sér í umræðuna: Ef ég væri aflakló á öngul vildi ég fest ’ann Andrés Guðnason fer yfir í aðra sálma: Fjallalömbin finnast þó fýsileg að austan. Og síðasta botninn á Birgir Bragason: Allir kætast, enda þó ekki megi lest ’ann. Umsjónarmaður þakkar öllum þeim sem lagt hafa leið sína á torgið að þessu sinni. Þátturinn hefur fengið netfangið: pebl@mbl.is Áhugasamir geta sent vísur og botna þá leiðina á torg. Annars ber fundum okkar saman á Vísna- torgi að hálfum mánuði liðnum. Að venju lýkur þættinum á fyrri- parti: Hákarl, magál, hangiket og hrútspunga á þorra Lausnarorðið er prestur. • Póstfang þáttarins er: Vísnatorg, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. BSRB um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga Lögþvingfun þvert á vilja sam- taka launafólks hafnað BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja leggst alfarið gegn því að áfangaskýrsla um samskipti á vinnumarkaði verði gerð að uppi- stöðu í lagafrumvarpi gegn vilja launafólks. BSRB telur hins vegar brýnt að vinnubrögð við gerð kjarasamninga verði bætt, en það megi ekki gerast með lögþvingun- um þvert á vilja samtaka launa- fólks. Þetta kemur fram í ályktun ''sem Morgunblaðinu hefur borist. Þar kemur fram að í áfanga- skýrslunni, sem unnin var af vinnuhópi á vegum félagsmála- ráðuneytisins þar sem BSRB á meðal annars aðild að, sé margt jákvætt að finna, einkum hvað varðar markvissari vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Þannig sé æskilegt að hefja viðræður um nýja samninga áður en gildandi samningar renni út og stuðla að skipulagðari vinnubrögðum við gerð þeirra. I frumvarpsdrögunum sem unn- in hafi verið upp úr skýrslunni komi hins vegar fram alvarlegir gallar. „Þannig er ljóst að þrengt yrði að verkfallsréttinum og þving- uð fram svo mikil miðstýring kjarasamninga með lögum að óviðunandi væri og hætt við að leitað verði annarra leiða. Enda þótt BSRB sé tilbúið til áframhaldandi viðræðna um bætt vinnubrögð og leikreglur við gerð kjarasamninga leggst bandalagið alfarið gegn því að áfangaskýrsla þessi verði gerð að uppistöðu í lagafrumvarpi. Standi hugur manna til víðtæks samflots til samninga verður það að gerast af fúsum og frjálsum vilja. BSRB mun aldrei sætta sig við að verka- lýsðhreyfingin verði handjárnuð. Lögþvingun, þvert gegn vilja verkalýðshreyfingarinnar, eins og félagsmálaráðherra hefur lýst yfir í fjölmiðlum, kyndir hins vegar undir ófriði á vinnumarkaðinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.