Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 B 9 GUNNAR OG GRÁTMÚRINN Hugleiðing um Brennu-Njálssögu eftir Orlyg Sigurjónsson SÁ HEIMUR sem íslendingasögurnar birta okkur lýtur að miklu leyti að öðrum áherslum á ýmis samfélagsgildi frá því sem við þekkj- um best í okkar samtíma. Það er í raun ekkert undarlegt, því samfé- lagsgerðin var töluvert frábrugðin nútimasamfélagi. umir ganga svo langt að telja að fyrri tíðar samfélag hafi einkennst af grimmd, mannvíg- um og miskunnarleysi. Engin ástæða er til að dæma slík um- mæli alveg ómerk, þrátt fyrir allsterk rök sem hníga að hinu gagnstæða. Hið ytra siðferði, það sem snýr að fjöldanum eða hið opinbera siðferði með verndun hvers þegns á grunni velferðar, slær nokkru ryki í augu manna við mat á siðferði á tímum ís- lensks miðaldasamfélags. Segja má að sá hópur, sem persónur Islendingasagnanna eru fulltrúar fyrir, hafi verið mun frjálsari í athöfnum sínum en nú þykir viðurkennt. En þar sem öllu frelsi fylgir ábyrgð voru þeir samtímis ábyrgari en nú þekkist fyrir verndun réttar síns og sóma. Framkvæmdavald laga var m.ö.o.í þeirra höndum. Flestar íslendingasögur segja frá samfélagsástandi sem leitar ákaft jafnvægis eftir mismiklar raskanir og slíkum röskunum fylgja óhjákvæmilega átök. Það er á þessu sviði sem menn eru klofnir í herðar niður og höfuð aðskilin frá búkum. Á slíkar bar- dagalýsingar ber þó ekki að ein- blína frá þröngu sjónarhorni og draga ályktanir um grimmd og miskunnarleysi. I fyrsta lagi eru bardagalýsingar bókmenntalegt stílbragð og hafa þann tilgang að gæða söguna ákveðnu lífi, en ekki raunsönn og hlutlaus lýsing. í öðru lagi eru bardagalýsingar þróað bókmenntafyrirbæri sem nær langt aftur fyrir ritunartima Islendingasagna. Því má segja að hér sé um að ræða rithefð sem breyttist nokkuð í meðförum ís- lenskra sagnaritara. Bardagalýs- ingar eru í raun athyglisverðar og lesandi fær betri innsýn í hlut- verk þeirra ef þær eru skoðaðar í samhengi við bókmenntir sem voru ritaðar löngu á undan Is- lendingasögunum. Um það eru flestir fræðimenn sammála að íslendingasögurnar séu rökrétt framhald af aldalangri sagna- hefð í Evrópu. Riddara- og Forn- aldarsögur bárust víða um lönd og þegar sagnahefðin barst til Islands og blandaðist saman við ríkulegar munnmenntir, þ.e. munnlega sagnahefð, náði und- anfarandi þróun hámarki sínu. Breytingarnar sem sagnahefð- in gekk í gegnum í meðförum íslenskra sagnaritara lutu ekki síst að raunsæi. Þó ekki sé á því mark takandi að höggvinn sé fótur af manni við hné þá telst það samt raunsannari og mildari lýsing en finna má í stíl riddara- sagna þar sem menn láta sig ekki muna um að höggva tugi manna í einu höggi og vaða blóð- ið upp að bringu á vígvöllunum. Þeir sem rituðu íslendingasög- urnar voru vel meðvitaðir um stefnur og strauma í Evrópu á tólftu og þrettándu öld og studd- ust við þær með gagnrýnu hugar- fari til að lýsa íslenskum veru- leika. Innri persónusköpun i íslend- ingasögunum sem oftast er fá- dæma meitluð og dregin fáum og skýrum dráttum lýtur ekki sist að siðferðisboðskap Háva- mála. I einni vísu Hávamála eru jarðnesk og siðferðileg verðmæti borin saman og sú niðurstaða fengin að þau síðarnefndu séu þau sem mest er um vert að afla og ávaxta: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Orðstírinn er þannig ófor- gengilegur og persónum íslend- ingasagnanna var mikið í mun að geta sér góðan orðstír nema ef um ójafnaðarmenn ræddi. Félli blettur á mannorðið höfðu menn frelsi til að rétta sinn hlut, oft með hefndum og þurftu að bera ábyrgð á eigin sóma. Athyglisvert er að skoða brot úr Njálu í þessu samhengi. Hin margrómaða hetja Gunnar á Hlíðarenda, sem engan á sinn jafningja og er jafnframt sein- þreyttur til vandræða, neyðist hvað eftir annað til að standa í Nú erað segja frá Otkatli aðhann ríður meira en hann vildi. Hann hefirspora á fótum oghleypir neðan um sáðlandið og sér hvorgiþeirra Gunnars annan. Og íþví er Gunnar stendur upp ríður Otkell á hann ofan og rekur sporann við eyra Gunnari og rístur hann mikla ristu og blæðirþegar mjög. Þar riðu þá félagar Otkels. „Allirmegið þérsjá, “ segir Gunnar, „aðþú hefir blóðgað mig og er slíkt ósæmilega farið. Hefir þú stefnt mér fyrst ennú treðurþú mig undir fótum og ríður á mig.“ Skammkell mælti: „ Vel er orðið við bóndi en hvergi varst þú óreiðulegri á þinginu þá erþú tókst sjálf- dæmið oghélst á atgeirinum. “ Gunnar mælti:.„Þá er við finnumst næst skaltþú sjá atgeirinn. “ Síðan skilja þeir að því. Skammkell æpti upp og mælti: „Hart ríðiðþér sveinar. “ Gunnargekk heim oggat fyrirengum manni um og ætluðu engir aðþetta mundi af mannavöldum vera. [...] Nú erþar til máls að taka að Gunnar var úti að Hlíðarenda og sér smalamann sinn hleypa aðgarði. Smalamaðurinn reið heim ítúnið. Gunnar mælti: „Hví ríðurþúsvohart?“ . „Eg vildi vera þér trúlyndur, “ segir hann. „Eg sá menn ríða ofan með Markarfljóti átta saman og voru fjórir í litklæðum. “ Gunnarmælti:„Þarmun vera Otkell.“ „ Vildi egþvísegja þér, “ segir smalamaðurinn, „að eg hefi oft heyrt mörg skapraunarorðþeirra. Sagði svo Skammkell austuríDal að þú hefðirgrátið þá er þeir riðu ofan á þig. Þykja mér ill vera orðtök vondra manna. “ „Ekki skulum við vera orðsjúkir, “ segir Gunnar, „en það eitt skalt þú vinna héðan ífrá erþú vilt. “ „Skal eg nokkuð segja Kolskeggi bróður þínum?" segir smalamaðurinn. „Farþú ogsof,“ segir Gunnar. „Egmun segja Kolskeggi slíkt ermér líkar. “ [...] Gúnnar tók smalahestinn oglagði á söðul sinn. Hann tók skjöld sinn oggyrti sigsverðinu Ölvis- naut, seturhjálm á höfuðsér, tekur atgeirinn og söngíhonum hátt ogheyrði Rannveigmóðir hans. Hún gekk fram og mælti: „Reiðulegur ertþú son minn og ekki sá egþigslíkan fyrr. “ Gunnargengur út og stingur niður atgeirinum og verpur sér ísöðulinn ogríður braut. [...] Gunnarríður um Akratungu þvera ogsvo til Geilastofna og þaðan til Rangár og ofan til vaðs hjá Hofí. Konur voru þarástöðli. Gunnarhljóp afhesti sínum og batt. Þá riðu hinir að. Móhellur voru í götunum við vaðið. Gunnar mælti til þeirra: „Nú er að verja sig. Er hérnú atgeirinn. Munuðþérnú ogreyna hvort eg græt nokkuð fyriryður. “ Þarna verðursíðan bardagi ogdrepurGunnarþá báða, Skammkel og Otkel, ogfimm fylginauta þeirra. Það er við þessar aðstæðursem hetjuhugsjónin kem- ur skýrt fram ífari Gunnars. Hann leggur ekki áreit- ið, þ.e. móðganir Skammkels, undir dóm skynseminn- ar heldur bregst tafarlaust við til að láta ekki spyrj- ast að hann gráti undan óvinum sínurn. Hérer ábyrgðarþörf og mannorðið er í húfi. Þessi viðbrögð eru eðlileg þá og því aðeins efgengist er við þeirri forsendu þess tíma, aðþað skipti máli hvað aðrir halda. Efekki, þá lýsa Islendingasögurnar miskunn- arleysi oggrimmd en með sömu rökum lýsa þær okkar tíma en ekki samfélagi miðalda. Slík mótsögn er augljós. Þegar Gunnarsegir við smalamann sinn að ekki skulu þeir vera orðsjúkir gæti hann verið að meina að ekki sé vert að láta orð vondra manna hafa áhrif á sig; verða sjúkur af þeirra orðum, en eingöngu til að róa smalamanninn. Hann sendir smalamann inn og biður hann að þegja yfirþessu. Gunnar tekur orð Skammkels til sín og öðrum kemur ekki við hvað hann gerir því ábyrgðin er hans og einskis annars. Svona áreiti erhvorki rökrætt við smala- mann, Njál ráðgjafa á Bergþórshvoli, Kolskegg bróð- urné eigin skynsemi. Gunnar múrar sig inni íeins manns klefa hugsjóna um skyldur og réttindi ogsér að hér verður ekki ráðgast við um neinn - heldur aðhafst. Hann er einn þvíhann ákveðurþað. Gunnar verður ekki hetja í augum nútímalesenda fyrirþað að draga fram atgeirinn og höggva mann og annan fyrir móðganir, heldur fyrir það að viður- kenna gildandi siðferði og taka óæskilegum afleiðing- umþess með ábyrgð þótt það kosti hann lífið. Islendingasögurnar öðlast þannig líf efþær eru lesnarmeð skilningi á heimi þeirra. málaferlum á Alþingi og mann- vígum gegn vilja sínum. Engum manni vill hann illt og býður sátt ef hann hefur verið bendlaður við þjófnað eða víg. Margan manninn hefur hann þó vegið í vörn og þá oftast nokkra saman í einu en reynir að komast hjá þvi í lengstu lög að eiga frum- kvæði að mannvígum og sýna þannig fádæma fimi sína og styrk. Hallgerður, kona Gunnars kemur honum í allerfiða stöðu þegar hún lætur þræl að nafni Melkólf stela mat úr útibúri Ot- kels Skarfssonar á Kirkjubæ. Fyrir þetta lýstur hann hana kinnhestinn fræga sem hún mundi honum þegar hann bað hana að fá sér lepp úr hári henn- ar í lokavörninni. Gunnar fer á fund Otkels og býður sátt, en hann vill ekki þiggja heldur fá Gunnar dæmdan á Alþingi. Ot- kell og vinur hans Skammkell slá því á útrétta sáttahönd Gunnars og stefna honum fyrir þjófnað á Alþingi með fulltingi Gissurar hvíta en mál leysast þannig að Gunnar kemst frá sökinni með mikilli sæmd, aðallega vegna grunnhyggni þeirra Otkels og Skammkels. Gissur hvíti reynist vera skynsemin í hópnum og býður Gunnari sjálfdæmi í mál- inu því hann hafði heyrt að Gunn- ar ætlaði að skora hann á hólm ef það fengist ekki. Eftir þessi málaferli verða þeir Skammkell og Otkell öfundarmenn Gunnars. Það er hinsvegar ekki við því að búast að Gunnar bjóði sátt þegar Skammkell brigslar honum um að gráta. Þar liggja mörkin. í augum Gunnars eru slíkar að- dróttanir svartur blettur á mann- orð hans og það verður að rétta við. Atvikið á sér stað á akri Gunnars eins og sést hér til hlið- ar, þar sem hann sinnir störfum sínum og Otkell ríður á hann og rekur um leið spora sinn í eyrað á Gunnari svo úr blæðir. Höfundur er BA í íslensku og heimspeki. Abending frá Morgunblaðinu Þeir, sem hafa verið að bera út Morgunblaðið í afleysingum eða eru hættir og gleymt að skila pokum eða kerrum, vinsamlega hringið og látið okkur vita og munum við sækja það til ykkar. sími 569 1122 IL®g(a3i®cD,cnssG®E(SED sCe Skeifunni 1 1 a, Reykjavík - S. 568 8640 <fc 568 7488 Lögmannsstofan sf. er sameignarfélag Jjögurra lögmanna. SkrifstofnjHs á/ JO ára, afwu&iv á/j^essu/órL Steinunn Guðbjartsdóttif, hdi., gerðist nýlega sameigandi aö skrifstofunni með Ásdísi J. Rafnar, hdi., Ingibjörgu Þ. Rafnar, hrl. oy Kristínu Briem, hdl. Skrifstofan veitir einstaklingum og atvinnufyrirtækjum alhliða lögfræðiþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.