Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 B 7 Það er ljóst að ef við viljum nýta eldra húsnæði er nær undantekn- ingarlaust nauðsynlegt að gera á því einhverjar breytingar í samræmi við tíðarandann hverju sinni. Það er því mikilvægt að við gerum okk- ur grein fyrir hvað við viljum með hverri byggingu. Tvær sorgarsögur Hótel Borg var tekin í notkun 1930 og hafði í tímans rás orðið fyrir nokkrum breytingum. Svo var ráðist í að koma húsinu í „uppruna- legt“ form. Salur er á jarðhæð, sem í raun er mjög hentugur fyrir hvern sem er og lyfta í húsinu, svo ekk- ert ætti að vera því til fyrirstöðu að hótelið henti öllum. En, þá gleymdist til hvers hótel eru, þ.e.a.s. þjónustufyrirtæki fyrir hvern sem er! Við vorum þar á ferð nokkur í hjólastólum á jólahlaðborði í desem- ber. Maturinn var indæll og þjónust- an skínandi, en þegar menn hafa innbyrgt miknn vökva þarf að koma honum frá sér. Við urðum því fyrir miklum vonbrigðum með þetta ný- uppgerða „lúxus“ hótel þegar við komumst að því að ekki var gert ráð fyrir okkur og flýttum okkur í burt! Ég hafði komið á Kaffi Reykja- vík skömmu eftir að það var opnað og þar var salerni, sem gert var fyrir hjólastólanotendur. Við drifum okkur því þangað og gerðum ráð fyrir að halda gleðskapnum áfram þar. En!! Vonbrigðin urðu ógurleg þegar í ljós kom að „fatlaðra“ sal- ernið var lokað og þegar við spurð- umst fyrir um það, fengum við að vita að það hefði verið tekið undir „...að telja peninga". Ja, það ættu að vera til peningar í nauðsynlegar breytingar! Hér höfum við tvær sorgarsögur þar sem menn hafa ekki gert sér grein fyrir til hvers húsnæðið sem verið er að endurnýja var og er ætlað og þröngsýni pehingahyggj- unnar. Mikið væri nú gaman ef eig- endur þessara gullfallegu húsa tækju sér tak og kipptu þessu í lag sem fyrst svo allir geti notið „her- legheitanna". nokkur þúsund frumum, sem flest- ar geta ekki skipst nema u.þ.b. 12 sinnum. í lirfunni eru hinsvegar nokkrar „geymslufrumur", sem eru óvirkar á frumstigi dýrsins. Full- orðið dýr, sem venjulega er ólíkt lirfunni í útliti, þróast af þessum geymslufrumum. Vísindamennirnir telja að fyrstu fjölfrumungarnir hafi líkst lirfum skrápdýra. Frumur þessara dýra hafa því einungis skipst nokkrum sinnum á æviskeiði þeirra. Fyrstu fjölfrumungarnir hafa því fjölgað sér og dáið áður en geymslufrum- urnar létu til sín taka. Trúlegt er að einhverntíma hafi geymslufrum- urnar orðið virkar og stuðlað að myndun nýrra lífmynstra. Þessar frumur gátu skipt sér langtum oft- ar en frumur lirfunnar. Þær gátu einnig flust um líkamann þegar dýrið þróaðist og þar af leiðandi haft mikil áhrif á vöxt þess. Á þennan hátt gátu geymslufrumurn- ar leitt tii myndunar nýrra lífvera sem höfðu allt aðra stærð og lögun en fyrstu fjölfrumungarnir. Vís- indamennirnir telja að seinna hafi þróaðri tegundir lífvera, svo sem skordýr og hryggdýr, sniðgengið lirfuþróunina og þróast eingöngu út frá geymslufrumunum, eða af- komendum þeirra. Þetta hefur stór- aukið möguleikana á myndun nýrra lífforma, sem svo mikið var um á kambríumtímabilinu. Hugmynd þessi er heillandi og hún hefur þegar öðlast marga stuðningsmenn. Mikilvægt verkefni fyrir þróunarfræðina er nú að finna erfða- og sameindafræðilega túlk- un á þeim ferlum sem um er að ræða. Tveir hópar vísindamanna vinna nú að þróun líkans sem gefur erfðafræðilega skýringu á því sem átti sér stað í lok kambríumtíma- bilsins, fyrir rúmuni 500 milljón árum. MANNLÍFSSTRAUMAR DANS/Finnst karlmönnum leibinlegt ab dansa? Klunnalegur dans karlmannsins FRED Astaire sýndi og sannaði að dans karlmannsins gæti ver- ið allt annað en kiunnalegur, heldur rómantískur og karlmann- legur í senn. HVER kannast ekki við þær sann- færingar sem fylgja í kjölfar þess að biðja karlkyns maka um að koma á dansnámskeið? Er ekki fyrsta svarið alltaf nei? Danskennarar segja að komist hjónabandið í gegn- um dansnámskeið þá sé það fært í flestan sjó. Af hveiju eru karlmenn tregari til dansiðkana en kven- menn? Finnst þeim leiðinlegt að dansa? Hafa karlmenn alltaf verið litlir dansiðkendur? Hvað segir sag- an? * Igegnum tíðina eru þau mörg karlmennin sem hafa haft yndi af dansi og jafnvel hvatt kynbræður sína til að spreyta sig. Upp í hug- ann koma stór nöfn eins og Loðvík XIV Frakklands- konungur sem hélt hirð sinni dansandi í gegnum valda- tíma sinn og lagði grunninn að klass- ískum ballett. En hvað með karl- menn á íslandi? í Gömlu dansarnir í tvær aldir, eina heildstæða heimild- arriti okkar íslendinga um gömlu dansana hér á landi, er minnst á nokkra karlmenn sem höfðu áhrif á dansiðkun. Jörundur hundadaga- konungur var liðtækur í dansleikja- haldi, til þess meðal annars að geta dansað við hvaða konu sem var. Hann steig valsinn með biskups- frúnni, ljósmóðurinni og fisk- verkunarkonunni. í eitt þessara skipta segir sagan að hann hafi dansað við konu sem rak höfuðið upp undir ljósakrónuna, hún missti hárkolluna og stóð sköllótt eftir, ballgestum til mikillar undrunar og skemmtunar. Annar maður, sam- tímamaður Jörundar, hafði sérstak- lega gaman af dansi, en það var Magnús Stephensen dómsstjóri. Sagt var að hann væri „lipur dans- ari, en sérlega sólginn í dans“. í dag fara ekki sögur af danselskum embættismönnum, þó öðru máli gegni ef til vill um forfeður þeirra. Skólapiltum Lærða skólans í Reykjavík var kenndur dans í skól- anum, allt frá árinu 1867, svo þeir væru samboðnir stúlkum á dansi- böllum. Hvort nokkrar hárkollur hafi fokið á þeim böllum er óvíst, en ófá voru þau böllin sem haldin voru. Áhugi nemenda á dansiðkun var misjafn eins og gengur og ger- ist. Einn áhugasamur dansunnandi, Kristján Eldjárn Þórarinsson, festi vangaveltur sínar um dans niður á blað. Þar skorar hann á samnem- endur sína sem ekki kunna að dansa, að læra það, því ekkert sé leiðinlegra en „horfa á dansleik, og geta ekki tekið þátt í honum“. Krist- ján telur fyrirlitningu samtíma- manna sinna á dansi komna frá föðurlandsvinum - þeim sem hati dans vegna þess hann sé kominn frá Dönum - en þeir telji allar nýj- ungar slæmar og óþjóðlegar. Hann telur einnig að það sé „öllum mönn- um eiginlegt að láta í ljósi bæði með rödd sinni og limaburði, að vel liggur á þeim“. Þó tímarnir breytist virðist sem viðhorf karlmanna til dansins hald- ist óbreytt. Karlmenn íslands í dag hafa einnig fest niður á blað vanga- veltur um dans. Einn af þeim er Guðmundur Andri Thorsson, sem í nýlegri grein sinni i Alþýðublaðinu; Ég vildi að ég kynni að dansa, seg- ir: „Ég vildi að ég kynni að dansa vals í víðri höll sem væri uppljómuð af risastórum kertastjökum . . . hlykkjast um í rúmbu . .. og fleygja dömunni bálreiður um í tangó . . . Ég vildi að ég kynni að dansa.“ Hver ætli hafi mótað hugmynd Guðmundar um dans? Það er víst að fáir kannast ekki við Fred Asta- ire og dansa hans. Hann fyllti dans- inn rómantískum blæ á fjórða ára- tugnum. í kvikmyndum hans var venjan sú að þegar hann steig fyrstu danssporin fyrir framan stúlku heillaðist hún umsvifalaust og sveif brátt um gólfið í örmum hans. Það eru ekki margir sem hafa náð að feta i fótspor Astaire, hins ókrýnda konungs söngva- myndanna, sem með einstökum hætti fékk bíógesti til að fá fiðring í tærnar. Áður en Fred Astaire hafði sýnt og sannað að dans karlmanna gæti verið rómantískur og karlmannlegur í senn, hafði danstegund, sem hélt innreið sína í hinn vestræna heim snemma á 20. öldinni, sett karlmenn í hlutverk sölumanna. Þetta var tangóinn, hinn ástríðuþrungni arg- entíski dans. Hann gerði það að verkum að hinn almenni karlmaður hætti skyndilega að dansa. Ástæðan var líklega sú að tangóinn kallaði á hæfni karlmannsins og hann skyldi stjóma bæði kvenmanninum og sjálfum sér. Þar sem flestir karl- menn höfðu verið að dansa vals síð- astliðin hundrað ár varð þeim þung- ur róðurinn í tangónum, en talað er um að hlutverk karlsins í valsinum hafí leyft honum latari vinnubrögð. Það varð því úr að til varð ný teg- und atvinnu fyrir karlmenn sem kunnu að dansa tangó. Gigolóinn dansaði við þurfandi kvenmenn með- an karlmenn þeirra skýldu sér bak- við störfín á skrifstofunni. Þijú hundruð árum áður en tangóinn komst í tísku var klassísk- ur ballett í fæðingu, og af honum höfðu eingöngu karlmenn atvinnu. Helstu dansarar 17. og 18. aldar voru allt karlmenn, rómaðir fyrir sín háu stökk og margföldu hringi. Það var ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar sem kvenmenn komu til sögunnar. Eftir það datt karlmann- legur dans úr tísku og ekkert þótti (að mati nokkurra gagnrýnenda) jafn ljótt og „klunnalegur dans karl- mannsins". Sú tíska stöð þó ekki lengi yfir og á seinni árum hafa klassískir dansarar verið jafnt karl- sem kvenkyns. Við höfum farið víða í tíma og rúmi og víst er að Loðvík XIV, Jör- undur hundadagakonungur, Magn- ús Stephensen, Kristján Eldjám, Guðmundur Andri, Fred Astaire og margir, margir fleiri eiga það sam- eiginlegt að hafa yndi af dansi. Sagan sýnir að karlmönnum finnst ekki leiðiniegt að dansa, þegar þeir byrja á því. Konum þykja karlmenn sem bera sig vel á dansgólfinu heill- andi. Karlmenn, er ekki spurning um að endurvekja gamlar hefðir, drífa sig á dansnámskeið og láta reyna á hjónabandið. Stærðir 33-39 Ekta leður Grófur sóli Verð aðeins 1.990 SKÓUERSLUN KÓPAU0GS HAMRAB0RG 3 * S: 554 1754 ^ ^ NAI> m blabib - kjarni málsins! SNJ3GG- UT LA Nú þarf ekki lengur að ganga frá rörum og rafmagni inn í vegg. Gólflistar yfir rör Festingar settar á vegg. Gengið frá öllum rörum og leiðslum - Stokk lokað Inn- og útlæg horn, lok á enda. Einar Guðmundsson PLASTLAGNIR HF. LAUFBREKKU 20 / DALBREKKU MEGIN - KÓP. SÍMI 554 5633 - BRÉFSÍMI 554 0356 Gólflistar, hvítir, viðarlitaðir eða tilbúnir til klæðningar m/teppi. Þýsku rörastokkarnir frá HZ eru auðveldir í upp- setningu, öruggir og vel hannaðir. cas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.