Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 B 21 ATVINNUA UGL YSINGAR Sölustjóri Stór auglýsinga- og útgáfufyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu óskar eftir að ráða tímabund- ið umsjónamann til þess aða annast upplýs- inga- og auglýsingasöfnun; einnig daglega umsjón með vinnslu á fjölbreyttri útgáfu á sviði kynningarmála. Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga og/eða góða reynslu í sölumennsku, geta unnið sjálfstætt og hafið störf nú í febrúar. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtudaginn 8. febrúar, merkt: „Spennandi verkefni", og hringt verður um hæl. radiomidun Rafeindavirki Radiomiðun hf. óskar eftir að ráða rafeinda- virkja sem kemur til með að sjá um uppsetn- ingu og viðhaid á siglinga- og fiskileitartækj- um. Reynsla á þessu sviði er mjög æskileg. Leitað er að ábyggilegum einstaklingi, sem býr yfir mikilli þjónustulund. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 511 1010. Bílstjóri Okkur vantar snöggan og snaran bílstjóra sem ratar um Reykjavík, getur unnið sjálf- stætt og hefur bein i nefinu. Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunnáttu, reynslu af tölvum og helst stúdentspróf. Starfsmaður ftolladeild Við leitum að nákvæmum, duglegum og sam- vinnuliprum starfsmanni sem hefur góða kunnáttu og reynslu í tollskýrslugerð, er lipur átölvu, býryfirgóðri enskukunnáttu og hefur stúdentspróf. Umsóknir, með mynd og upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til DHL Hraðflutninga efh., Faxafeni 9. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. WORLDW/DE EXPRESS ‘® VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR ÍÁ| Vegna aukinna umsvifa óskar Det Islandske Rejsebureau, Islandia A/S í Kaupmannahöfn að ráða starfsmann. Ferðaskrifstofan, sem er í eigu íslendinga, sérhæfir sig í skipulagningu ferða Dana til lslands. Leitað er að starfsmanni með kunnáttu í farseðlaútgáfu, reynslu af ferðamálum og góðri dönskukunnáttu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist í símbréfi fyrir 10. febrúar til: Islandia Travel Ved Vesterport 4 1612 KBHU Sími: 0045 33330330 Fax: 0045 33330180 MtSlANDIA vel Viðskiptafræðingur Staða viðskiptafræðings hjá Ríkisbókhaldi er laus til umsóknar. Starfið Starfið felst einkum í uppgjöri, bókhaldsum- sýslu og rekstrarúttektum. Um umfangsmikil og sjálfstæð verkefni er að ræða. Óskað er eftir aðila með reynslu af sambæri- legum verkefnum. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf., merktar: „Ríkisbókhald - Við- skiptafræðingur", fyrir 16. febrúar nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRAECJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK ‘C 533 1800 LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Sérfræðingur KVENNADEILD LANDSPITALANS Staða sérfræðings á fæðingar- og með- göngueiningu kvennadeildar Landspítalans er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Sérhæfing á sviði fæðingarfræði og fósturgreiningar er áskilin. Æskilegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu af umönnun kvenna með alvarlega meðgöngusjúkdóma. Starfsvettvangur verður fyrst og fremst bundinn við fæðingargang en einnig við mæðravernd og fósturgreiningar, ásamt kennslu og vísindastörfum á þessu sviði. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna berist fyrir 15. mars nk. til Reynis Tómasar Geirssonar, prófessors, kvennadeild Landspítalans. Aðstoðarmaður á rannsóknarstofu GLASAFRJOVGUNARDEILD Duglegur og vandvirkur starfsmaður óskast á rannsóknarstofu glasafrjóvgunardeildar. Um er að ræða framtíðarstarf og þarf um- sækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00. Starfið felst m.a. í símavörslu, móttöku sýna, sérhæfðum þvottastörfum og fleiru. Meðmæli eru æskileg. Umsóknareyðublöð liggja frammi í upplýsing- um á Landspítala. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Júlíus Gísli Hreins- son og Elín Ruth Reed í síma 560 1176 eða 560 1997 frá kl. 10.00-12.00. Hjúkrunarfræðingar GEÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingur óskast til að taka nætur- vaktir á geðdeildum á Landspítalalóð, 2-3 vaktir að meðaltali í viku. Um er að ræða tímabundna afleysingu í eitt ár vegna barns- burðarleyfis. Einnig er óskað eftir hjúkrunarfræðingum á aðrar geðdeildir Landspítalans. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. í boði er einstaklingsbundin starfsþjálfun. Starfshlutfall og vaktir eftir samkomulagi. Barnaheimili er í tengslum við spítalann. Sérstök athygli er vakin á að nú býðst hús- næði sem tengist 100% starfi. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560 2600. Sölumaður Sjónvörp/hljómtæki Þekkt hljómtækja- og sjónvarpstækjaverslun óskar eftir að ráða sölumann til framtíðar- starfa. Við leitum að starfskrafti sem hefur reynslu af sölustörfum, er glaðlyndur, þjón- ustulipur og áreiðanlegur. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Tæki - 2", fyrir miðvikudaginn 7. febrúar. Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarkennarar Við Tónlistarskólann á Akureyri eru lausar stöður h'ljómborðskennara í alþýðutónlistar- deild og sellókennara frá 1. ágúst 1996. Einnig er laust hlutastarf fyrir tréblásturs- kennara (%) frá sama tíma. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Upplýsingar veita skólastjóri (sími 462-1788) og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar (sími 462-1000). Umsóknarfrestur er til 16. febrúar. Skólastjóri. RÍKISÚTVARP/Ð Störf tæknimanna hjá sjónvarpi og útvarpi Starf tæknimanns á myndtækjaverkstæði Sjónvarpsins. Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf í rafeindavirkjun og helst vera vanir viðgerðum. Starf tæknimanns á tæknideild Útvarpsins. Rafeindavirkjamenntun eða menntun í hljóð- tækni er nauðsynleg. Bæði er um sumar- afleysingar og fast starf að ræða. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 10. febrúar og ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða í Útvarps- húsið, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Nánari upplýsingar í símum 515 3000 eða 515 9000. Verkefnisstjóri Þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavíkurósk- ar eftir að ráða háskólamenntaðan starfs- mann til að hafa umsjón með upplýsinga- og gagnabanka innan þjónustumiðstöðvar fyrirtækisins. Starfið felst m.a. í samantekt og uppfærslu gagna fyrir gagnabanka upplýsingakerfis. Að auki þarf viðkomandi að hafa mikil sam- skipti við markaðsdeildir og ýmsa sérfræð- inga fyrirtækisins, jafnframt því að þjónusta viðskiptavini. Leitað er að röskum og dugmiklum starfs- manni, sem á auðvelt með að starfa sjálf- stætt og í samvinnu við aðra. Góð tölvuþekk- ing og enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.