Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR MINNINGAR konunnar; Liotta í Ógleymanleg. Ógleym- anleg Linda EIN besta myndin sem kom hingað í bíóin á síðasta ári var Táldreginn eða „The Last Seduction" með Lindu Fior- entino í leikstjórn Johns Dahls. Þau tvö hafa nú gert aðra mynd saman sem heitir „Unforgettable" eða Ógleym- anleg og nú hefur Ray Liotta bæst í hópinn. Táldreginn var neo-noir sakamálamynd en þessi nýja mynd byggist á vísindaskáld- skap ekki ósvipuðum þeim i „Strange Days“. Fiorentino leikur vísindamann sem vinn- ur að læknisrannsóknum og hefur fundið upp efni sem gerir ekkjumanninum Liotta kleift að kynnast minningum látinnar eiginkonu sinnar og nota þær í leit að morðingjum hennar. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í þessum mánuði og er væntanleg í bíó- hús hér með vorinu. UBandaríski ieikstjór- inn Ed Zwick er þekkt- astur fyrir þrælastríðs- myndina „Glory“ með Denzel Washington. Nú hafa þeir aftur tekið upp samstarf og vinna við myndina „Courage Under Fire“. Aðrir leikarar í myndinni eru Meg Ryan og Lou Diamond Phillips en myndin segir frá iiðnum atburðum sem leiddu til þess að persóna Ryans fær nú heiðursmerki. ULeikkonan Michelle Pfeiffer mun á næst- unni leika í mynd sem heitir því skrýtna nafni „To Gillian on Her 37th Birthday" eða Til Gillian á 37 afmælisdag- inn. Mótleikari hennar er Peter Gallagher. USíðustu misserín hefur verið rætt um að endur- gera framtíðartryllinn Apaplánetuna eða „The Planet of the Apes“ og hafa margir verið nefndir sem leik- stjórar hennar. Arnold Schwarzenegger mun enn fara með aðalhlut- verkið og nú síðast þeg- ar síðast fréttist átti Chris Columbus, að vera leikstjórí myndarinnar. Skrítið það. Columbus er gamanmyndaleik- stjóri og gerði m.a. „Mrs. Doubtfire". Hverjir munufá tilnefningamarf Kapphlaupið um Oskarinn BRÁTT mun tilkynnt hveij- ir verða útnefndir til Ósk- arsverðlaunanna í Banda- ríkjunum 1996, eftirsótt- ústu verðlaunanna í kvik- myndaheiminum. Sem fyrr eru margir tilkallaðir en fáir útvaldir. Verðlauna- veitingar einstakra sam- taka í kvikmyndagerðinni vestra hafa gefið ákveðnar vísbendingar um hveijir eru - líklegirtil að verða áberandi við Oskarsafhendinguna í Iok mars og menn eru farn- ir að spá í spilin um heim allan. Nú síðast veittu samtök erlendra fréttaritara í Hollywood sín árlegu Gold- en Globe-verðlaun, en þau þykja ávallt gefa tóninn. mmmmmmmmmm Sam- kvæmt því er Emma Thompson örugg með tilnefn- ingu ef ekki sem besti handrits- höfundurinn þá besta leik- konan í „Sense and Sensibi- lity“; Thompson gerir sjálf handritið eftir sögu Jane eftir Arnald Indriðoson Austen. Myndin sú var einnig valin besta myndin og má því búast við að hún raði á sig tilnefningunum þegar þær verða tilkynntar seinna í þessum mánuði og að leikstjóri hennar, Ang Lee, komi mjög til álita sem besti leikstjórinn. Af öðrum myndum sem eiga möguleika sem besta myndin og eru líklegar til að fá fjölda tilnefninga má nefna stórmyndir á borð við Apollo 13 eða „Braveheart" eða „Casino“ þar sem Shar- on Stone þykir fara á kost- um. Þó bendir margt til þess að smámyndirnar verði sigurvegararnir eins oft áður. Ein af þeim líklegustu er „Leaving Las Vegas“ eftir breska leikstjórann Mike Figgis með Nicholas Cage í aðalhlutverki en hún hefur hreppt hver gagnrýn- endaverðlaunin á fætur öðr- um vestra. Einnig má nefna „To Die For“ eftir Gus Van Sant þar sem Nicole Kid- man þykir fara á kostum en hún hreppti einmitt Golden Globe-verðlaun fyrir bestan leik í henni. Líka „Dead Man Walking" eftir Tim Robbins og gaman væri ef Woody Allen fengi inni með „Mighty Aphrod- ite“. Cage er sagður eiga góða möguleika sem besti leikar- inn fyrir túlkun sína á drykkjuhrúti í sjálfsmorðs- hugleiðingum og gæti komið i veg fyrir að Tom Hanks hreppi styttuna í þriðja sinn í röð í þetta sinn fýrir að leika geimfarann James Lo- vell í Apollo 13. Ekki er ólík- legt að Hanks fái tilnefningu en ótrúlegt að hann hreppi verðlaunin. Aðrir leikarar sem koma til greina eru Mel Gibson fyrir „Braveheart“, jafnvel John Travolta fyrir „Get Shorty", ómögulegt er að segja til um Anthony Hopkins í Nixon eða Robert De Niro og Joe Pesci í „Cas- ino“. Leikkonurnar eru meira afgerandi. Thompson er í miklu uppáhaldi vestra en aðrar nefndar með henni eru Jennifer Jason Leigh sem söngkona í „Georgia" og Elisabeth Shue í „Lea- ving Las Vegas“ að ógleymdri Sharon Stone í „Casino“. Einnig kemur Susan Sarandon vel til greina fyrir nunnuhlutverk í „Dead Man Walking". Mira Sorvino þykir líkleg LÍKLEGAR til stórræðna; Cage og Elisabeth Shue í „Leaving Las Vegas og Sean Penn og Sarandon í „Dead Man Walking". til að hljóta útnefningu fyr- Góðkunningja lögreglunnar ir leik í aukahlutverki fyrir eða sakamálahrollvekjuna frammistöðu sína í „Mighty Sjö. Aphrodite" en Brad Pitt og Allt kemur þetta í ljós Kevin Spacey gætu barist innan tíðar. Eitt hvimleitt um verðlaun fyrir aukahlut- einkenni er á Óskari gamla, verk karla, Pitt fyrir 12 apa hann kemur sjaldnast á en Spacey fyrir annaðhvort óvart. En hver veit? SÝND á næstunni; Hopkins og James Woods í Nixon. Coenbræður gera „Fargo" 9.153 séð ALLS höfðu um 9.153 séð spennumyndina Sjö á forsýningum og eftir fyrstu sýningarhelgina að sögn Magnúsar Gunnars- sonar í Laugarásbíói. Þá sagði hann að 7.600 hefðu séð „Mortal Kombat“ eftir síðustu helgi og 13.000 Agnesi. Næstu myndir Laugarás- bíós eru„Now and Then“ höfðu Sjö með Demi Moore,„Get Shortv“ með John Travolta og Gene Hackman, Nixon með Anthony Hopkins í leikstjórn Olivers Stones og „Sudden Death“ með Jean Claude van Damme. Aðrar væntanlegar myndir eru m.a. gaman- myndin „School Trip“, „Up Close" og „Bed of Roses" með Christian Slater. EIR kvikmyndabræður Joel og Ethan Coen eiga að baki margar skraut- legustu og skemmtilegustu Hollywoodmyndir síðustu ára þótt þeim hafi ekki vegn- að sérlega vel í miðasölunni. Nægir að nefna síðustu mynd þeirra, „The Hudsuc- ker Proxy“, sem dæmi. Þeir senda nú frá sér nýja mynd sem heitir „Fargo" en með aðalhlutverkin í henni fara Frances McDormand, Will- iam H. Macey, Steve Busc- emi og Peter Stormare. Hún segir sanna sögu úr norðurhéruðum Bandaríkj- anna en aðalpersónan er sölumaður, víst ekki ósvip- aður Willy Loman í Sölumað- ur deyr, sem fær tvo leigu- morðingja til að ræna eigin- konu sinni svo hann geti haft lausnarfé úr moldríkum tengdaföður sínum. Um leið og hann hefur sett viðbjóðs- legt ráðabrugg sitt í gang fer allt að ganga á afturfót- unum hjá honum og enn versnar það þegar Frances McDormand í hlutverki þungaðrar lögreglukonu tek- ur að rannsaka málið af ósveigjanlegri einurð. Coenbræður eru með alla frumlegustu leikstjórum í Hollywood og gera myndir eftir sínu eigin höfði á þess að hafa áhyggjur af metsölu- listum og vinsældum og eiga dyggan hóp aðdóenda. IBIO SENNILEGA á njósnari hennar hátignar James Bond hvergi eins dygga aðdáendur í heiminum og á íslandi. Nú hafa tæplega 50.000 manns séð Gull- auga sem hlýtur að vera besta aðsókn sem nokkur Bond-mynd hefur fengið hér á landi og ef miðað er við hina góðkunnu höfðatölu er sjálfsagt leit- un að annarri eins aðsókn á myndina á jarðarkringl- unni. Oft hefur verið reynt að giska á hvers vegna Bond er svona vinsæll hér á landi en ekkert eitt svar er til við því. Fáar ef nokkrar þjóðir sækja kvik- myndahús ,af jafnmiklum þrótti og íslendingar og virðist Bond eiga einhvern alveg sérstakan samastað í vitund bíóþjóðarinnar. Demantar endast að eilífu. í okkar tilviki á það sama við um Bond.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.