Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ,8 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 á 20-30 tegundum af afgöngum aðeins þessa viku. KR. 999 pr. m2 Vörur ekki teknar frá. Fyrstur kemur - fyrstur fær I , öiýIílt ta. t-3" " ipÍÍS' m StórhöftJa 17 við Gullinbrú, sími 567 4844. SÉRSTÖK - SPENNANDIPÁSKAFERÐ QjómífiíAanay Fararstjórar: Hildur Björnsdóttir I nótt í New York - 2 dagar í Santo Domingo - 8 dagar i Puerto Plata Village Heillandi nýjung á fegurstu eyju Karíbahafs. Flug um NewYork með gistingu og síðan til hinnar lífsglöðu höfuðborgar SANTO DOMINGO með Ingólfur elstu minjar um landnám Spánverja íVesturheimi Guðbrandsson Qg jgancjj skemmtanalíf. Gist 2 nætur á góðu hóteli. Ferð þvert yfir landið til PUER.TO PLATA, hins vinsæla baðstaðar, þar sem allt er innifalið: Matur, drykkur, strandlíf, skemmtanir í heila viku og þú þarft ekki að taka upp budduna, en tært loftið, veðrið, ströndin, volgur sjórinn og glitrandi gróðurinn niður í flæðarmál, leikur við þig. Flug aftur heim um NewYork. 12 DAGAR Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI. Fá sæti laus. Staðfesta verður pöntun. Brottför 29. mars. Komið til íslands að morgni 9. apríl. Aðeins 3 vinnudagar. Þú sérð mikið af fegurð Dóminíkana á þessu ferðalagi, há fjöll og gróðursæla dali, fegursta blómagróður í bland við ávaxtatré, n.öbaks-, kakó- og sykurekrur. Landið sjálft hefur lítið breyst frá dögum Kólumbusar, sem sagði: „Svo fagurt land hafa augu mín aldrei litið fyrr.“ JANÚARBROTTFARIRTIL PUERTO PLATA - UPPSELDAR. FÁEIN SÆTI LAUS í LOK FEBRÚAR OG BYRJUN MARS. Brottfarir á föstudögum. Síglíngar á hinum frábæru skipum Carnival Cruise Lines: Imagination, Sensation, Celebration. Nokkrir viðbótarklefar á sérkjörum 2 fyrir I. Pantið með góðum fyrirvara. Uppselt 30. mars. Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavik, sími 56 20 400, fax 562 6564 Reykti 800 sígarettur á sex mínútum Búkarest, Reuter. TUTTUGU og níu ára Rúmeni sem annaðhvort varð heltekinn af lönguninni til að deyja eða að öðlast frægð reyndi í vikunni að komast á metaskrár með því að vinna afrek á sviði reykinga. Stefan Sigmond komst á forsíð- ur rúmenskra blaða á miðviku- dag eftir að hafa reykt 800 sígar- ettur af vestrænni tegund á innan við sex mínútum. Þar með sló hann met frá í fyrra sem hljóðaði upp á 750 sígarettur. Sígaretturnar reykti Sigmond allar í einu en þeim hafði verið komið fyrir í sérstöku hringlaga sogtæki. „Mig svimar og ég er með höf- uðverk og hrikalega vont bragð í munninum en það hlýtur allt GEISLAVIRKAR gufur sluppu út í andrúmsloftið frá rannsóknarstöð í miðhluta Rússlands, að því er rúss- neskir embættismenn staðfestu á fimmtudag. Atvikið átti sér stað í kjarnorku- veri í borginni Dmítrovgrad, sem er 650 km austur af Moskvu. Full- að lagast með tímanum," sagði Sigmond í samtali við blaðið Li- bertatea. í fyrra reyndi hann að slá tvö illskiljanleg met. Annars vegar með því að sporðrenna 29 eggjum á fjórum mínútum og hins vegar með því að stökkva ofan í stöðu- vatn fram af 41 metra háum palli. Afrek hans á sviði reykinga verður tæpast til að auka hróður hans því þarlendir eru annálaðir stórreykingarmenn. Ársnotkunin í Rúmeníu nemur 30 milljörðum sígaretta. Þá fæst reykingametið ekki skráð í Guinness-metabók- inni því þar á bæ er hætt að skrá „græðgis- og ofátsmet." yrt var að lífi eða heilsu fólks staf- aði_ engin hætta. í gufunni voru einnig gastegund- ir en talið er að um eitt tonn af gufu hafi sloppið út áður en starfs- mönnum tókst að gera við bilun í öryggisloka á kjarnaofinum. Glæpum kvenna fjölgar í Rússlandi Moskvu. Reuter. RÚSSNESKAR konur frömdu á sjötta þúsund morð að yfirlögðu ráði í fyrra. Juk- ust glæpir rússneskra kvenna mjög frá árinu áður en hið sama á einnig við um glæpi karla. Júrí Kalínín fangelsismála- stjóri Rússlands rakti ástæð- ur aukinna kvennaglæpa til atvinnuleysis, nauðunga- flutninga fólks, þverrandi sið- ferðisgilda og glataðs verð- mætamats. Kalínín sagði að ástandið hefði hríðversnað í fyrra hvað varðaði glæpi kvenna. Konur hefðu framið 230.000 glæpi árið 1995 miðað við 142.000 glæpi árið áður en engar töl- ur var að hafa fyrir árið 1994. í fyrra hefðu þær framið 5.650 morð að yfirlögðu ráði, valdið miklum líkamsmeiðsl- um í 3.347 tilvikum og átt aðild að 190 nauðgunum. Glæpum óbreyttra borgara hefur fjölgað í Rússlandi frá því Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru framin 31.500 morð í Rússlandi í fyrra mið- að við 15.500 árið 1990. Þá voru framin a.m.k. 500 leigu- morð í landinu í fyrra. YFIRBREIÐSLIRÁ SANDKASSA sérsaumum eftir máli sterk dúkefni handhægar festingar SEQLAGERÐHN Geislavirkar gufur láku út Moskvu. Reuter. 200 þúsund króna verélaun! SAMKEPPNIIIM BESTl] MYNDSKREYTTl BARNI Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú í annað sinn til samkeppni þar sem leitað er eftir bestu myndskreyttu bókinni fyrir börn á aldrinum 3 til 7 ára. Verðlaunin nema 200.000 krónum auk höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli haustið 1996. Höfundar skulu skila handriti að sögunni ásamt útlitsteiknirtgu sem sýnir samspil mynda og texta. Nægilegt er að skila einni fullunninni mynd en skissum af öðrum. Sagan skal vera sem næst 24 blaðsíðum að lengd. Handrit skulu merkt dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja með í umslagi. Skilafrestur er til 15. maí nœstkomandi. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík Veislan i barnavagninum eftir Herdísi Egilsdóttur og Erlu Sigurðardóttur bar sigur úr býtnm í samkeppni Verðlannasjóiis íslenskra barnabóka mn bestu myndskreyttu barnasögnna á síðasta ári. Í,£S Uuíui, VAKA-HELGAFELL • Síðumúla 6 • 108 Reykjavík • Sími 550 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.