Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST Svía- popp Söng- kona Card- igans. Frændur á framabraut ÞAÐ HLÝTUR að vera hverri sænskri hljómsveit erfitt að vera í skugga Abba og Ace of Base (sem Svíar kalia reyndar Waste of Space), sérstaklega ef viðkomandi sveit vill láta taka sig alvar- lega. Þessu hefur meðal ann- ars gæðasveitin Cardigans fengið að kenna á, sérstak- lega eftir að henni fór að ganga allt í haginn á Bret- landseyjum. Yonandi hefur það ekki farið fram hjá neinum að sænska sveitin Cardigans er væntanleg hingað til lands í lok febrúar og heldur hér að minnsta kosti tvenna tón- leika. Sú heimsókn er flestum rokkunnendum kærkomin, því plata sveitarinnar, Life, er almennt talin með helstu plötum síðasta árs. Cardigans á rætur í þungarokki með tilheyrandi síðu hári, endalausum gítar- köflum og grenjuðum bull- textum. Þess sér þó varla stað í dag og stofnendur sveitarinnar segjast hafa orð- ið fyrir slíkum áhrifum af Manchester-poppinu sælla minninga að þeir Iétu sníða af sér lokkana og fóru að semja þægilegri tónlist og áheyrilegri. Ekki hafa þeir þó alveg hrist af sér þunga- rokkið, því á plötunni Life má meðal annars fínna lag sem fengið er að láni frá Black Sabbath, Sabbath Blo- ody Sabbath, í stóreinkenni- legri jasssveiflupoppútgáfu. Leið Cardigans inn á vin- sældalista hófst í heimaland- inu, þar sem sveitin var valin helsta hljómsveit ársins á þarsíðasta ári. í Bretlandi hefur popppressan vart mátt vatni halda yfir hljómsveitinn og plötukaupendur hafa líka tekið henni vel. Emilíana í Þjoðleikhusinu EMILIANA Torrini sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári og vinsældir hennar eru slíkar að hún var með söluhæstu plötum ársins og selst enn vel. Annað kvöld heldur Emilíana síðan tón- leika í Þjóðleikhúsinu, en þar eru tónleikar fátíðir. Emilíana treður upp í Þjóðleikhúsinu með hljómsveit valinkunnra tón- listarmanna: Guðmundur Pétursson leikur á gítar, Jó- hann Hjörleifsson á trommur, Jón Ólafsson á hljómborð, og Róbert Þórhallsson á bassa. Þeir félagar í kurteisi Jón Gnarr og Siguijón Kjartans- son troða einnig upp. Eins og áður segir er sjald- gæft að tónleikar séu haldnir í Þjóðleikhúsinu en þeir hafa líka verið eftirminnilegir, til að mynda tónleikar Þursanna þar fyrir margt löngu og tón- leikar Nýdanskrar skömmu fyrir andlát sveitarinnar. Tónleikar Emiliönu nefjast kl. 21.00. WFÉLAGSMIÐSTOÐIN Fellahellir hefur undanfar- in ár gengist fyrir tónleikum sem kallast Vaxtarbrodd- ur, en þá fá bílskúrshljóm- sveitir að spreyta sig á sviði í Fellahelli. A síðasta ári léku 30 hljómsveitir á Vaxt- arbroddi, en að þessu sinni verða tónleikarnir laugar- daginn 2. mars og standa frá 15-22. Zappasafn FRANK Zappa var rokkunn- endum mikill harmdauði þeg- ar hann féll frá fyrir rúmum tveimur árum. Nokkru áður hafði hafist endurútgáfa á öllum verkum hans í endur- bættri útgafu, en slík voru afköstin að margur hefur átt erfítt með að átta sig á hvar ætti að byija, því hann gaf út 53 breiðskífur. Frank Zappa var alla tíð einfari í rokkiríu; hann fór eigin leiðir í tónlist og textum, brá fyrir sig öllum gerðum tónlistar, allt frá sykusætu popppi í ögrandi framúrstefnujass og nútíma- steypu og ögraði viðteknu gildismati og almennu sið- gæði með textunum. Við liggur að tónlistarstefnurnar sem hann tileinkaði sér. séu jafn margar og plöturnar og því vel til þess fundið hjá Rykodisk, sem gefur út allt plötusafnið, að velja úr á einn einskonar kynningardisk, Strictly Commercial, sem kom út fyrir skemmstu. Eins og áður segir gaf Zappa út 53 breiðskífur á ferlinum og þeim vandi fyrir höndum sem fenginn var til að velja úr því safni á einn disk. Sú leið hefur verið farin að velja þau lög sem best hafa gengið í áheyrendur, þó ofsagt sé að segja að þau hafí beinlínis notið vinsælda. Inn á milli eru þó lög sem hvert mannsbarn þekkir, eins og til að mynda Joe’s Garage, Bobby Brown Goes Down, My Guitar Wants to Kill Your Mama og Valley Girl. Frank Zappa var lítið gef- inn fyrir skrum og skjall; hann lagði lítið á sig til að kynna tónlist sína, enda seld- ust plötur hans nægilega vel til þess að hann gæti gefið út að vild. Hann lagði þó blessun sína yfir útgáfuáætl- un Rykodisk, sá líklega" i Hvað liggur ToriAmos á hjartaf gyðja SÖNGFUGLINN Tori Amos á sér sérkennilega sögu í rokkinu. Hún hóf ferilinn í hallærislegri rokksveit og sendi frá sér hörmungaskífu sem seldist minna en ekk- ert. Plötufyrirtækið sem réð hana til sín taldi þó að í hana væri meira spunnið, sendi hana til Englands og þaðan sótti hún síðan inn á heimsmarkað sem söngv- ari/lagasmiður sem lék á píanó og söng persónulegar og nærfæmar poppballöður í bland við rokkskotnara efni. Fyrsta plata þeirrar gerðar, Little Earthquakes, sem hún sendi frá sér seldist afskaplega vel, plata númer tvö síð- ur, en í síðustu viku kom út þriðja breiðskífa hennar eftir hamskipti, Boys for Pele. Felulitir Tori Amos. Tori Amos hefur leikið á píanó frá þriggja ára aldri að hún var farin að spila lög eftir eyranu. Unglingsárunum eyddi hún að nokkru í hana- stéls- básum, þar sem hún lék dægur- jass fyrir þyrsta á hádegis- því sem jókst efíir Árno Matthíosson bamum. Eftir metnaður hennar langaði hana að fást við eigin tónlist og hljópst að heiman, reyndar orðin 21 árs, til Los Angeles að stofna rokksveit. Sú sveit hét því hallærislega nafni Y Kant Tori Read og fátt er eins vel til þess fallið að hleypa upp viðtali við Tori Amos en riíja upp þá sögu. Eins og áður segir var fyrsta skífa Tori Amos eft- ir hamskiptin, Under the Pink, lágstemmd að mestu, en innihald texta hárbeitt og iðulega ískalt, eins og þeir muna sem sáu hana syngja í Hótel Borg á sín- um tíma. Á köflum á ann- arri plötunni, Under the Pink, var sem andinn væri að bera efnið ofurliði og því brá Tori Amos á það ráð þegar kom að því að taka upp plötu núme þijú (fjögur) að fá til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn og í stað vatnslitanna að nota groddalega olíuliti og lit- sterka akrýlliti; textar eru miskunnarlausari, lögin lengri og útsetningar íburðarmeiri. Við fyrstu hlustun vekur þó helst at- hygli að söngurinn er óhefl- aðri en forðum; röddin sveiflast frá því að vera blíðlegt barnahjal í bold- angsbrussugang. Skrautið er og ýmiskonar á diskn- um, fyrir bregður hefð- bundnum rokkhljóðfærum, en einnig afrískum trumbuslætti, sembali og trúartónlistarkór frá New Orleans, en í viðtölum hef- ur Tori Amos sagt að plat- an sé ekki síst mörkuð af dálæti hennar á tónlist frá Irlandi, Vestur-Indíum og Mið-Ameríku. Tori Amos hefur sagt að Boys for Pele sé „strákaplatan“ hennar, en Pele í titlinum er ekki knattspyrnukappinn heldur eldfjallagyðja, sem verður að teljast viðeigandi í ljósi plötunnar, söngsins á henni og textanna. Að sögn urðu lögin flest til um það leyti sem slitnaði upp úr sam- bandi Tori Amos og upp- tökustjóra hennar að tveimur síðustu breiðskíf- um og sá skilnaður var víst báðum erfiður. Ólíkt öðrum söngkonum sem hafa borið tilfinningar sínar á torg fer Tori Amos fínlega í sakirn- ar og setur allt í felulitina. Ekki er gott að segja hve mikið'á eftir að seljast af þessari breiðskífu Tori Amos, en það skiptir kannski minnstu máli. hendi sér að til að hann gæti ögrað og skemmt nýjum kynslóðum yrðu þær að eiga þess kost að kynnast 1; tónlistinni á að- gengilegan % hátt. Sungið um dauðann NICK Cave bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, eins og margsannað er. Hann kom aðdáendum sínum í opna skjöldu fyrir skemmstu með samstarfi við söngkonuna smávöxnu Kylie Minogue, en fáir sem þekktu til hans á annað borð voru hissa þegar barst frá honum breiðskífan Murder Ballads, sem er, eins og nafnið bendir til, helguð morðum ýmiskonar. Dauðinn hefur verið Nick Cave hugleikinn frá því hann hóf sólóferil sinn fyrir fimmtán árum og þangað hefur hann sótt innblástur J í mörg af sínuum merk- ustu lögum. Hann virðist kunna best við sig í skúma- skotum mannlífsins og því ekki ástæða til að láta sér bregða þó hann hafi safnað saman a eina plötu helstu söngvum sínum um morð og ýmsa illmennsku. Óhörðnuðum á aftur á móti vísast eftir að hnykkja við þegar þeir heyra hve Cave fer lipurlega með og hve mikil kímni kraumar undir, sérstaklega í fimmtán mín- | útna hrann- víginu O’Mall- eys Bar, þar 5ii’,m sem sögumað- urinn myrðir tólf manns á hroðaleg- an hátt. í miðju blóðbaðinu er ekki annað hægt en kíma, svo svakalegar eru aðfarirn- ar, ekki síður en í laginu um hana Lorettu, sem vildi láta kalla sig Lottie, en áður en hún komst undir lás og slá lágu óteljandi í valnum. Með- al laga á disknum er eitt eftir Bob Dylan og eitt sem Cave semur við aldagamlan texta um illmennið Stagger Lee, en hann yrkir textann upp á nýtt og færir til nútím- ans. Af tillitssemi við við- kvæmar sálir verður inni- haldið ekki rakið frekar. Morð- söngvar Nick Cave.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.