Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 B 19 Vatnsskortur fjrrirsjáan- legur eftir þrjátíu ár Washington. Reuter. FOLKSFJOLGUN er nú það hröð að á næstu 30 árum mun hún leiða til skorts á ferskvatnsforða nema reynt verði að breyta neysluvenjum í landbúnaði, iðnaði og á heimilum, að því er banda- rískir vísindamenn skrifa f tíma- ritið Science fyrir skömmu. „Þegar horft er á jörðina utan úr geimnum blasir við blár hnött- ur,“ sagði Gretchen Daily, líf- fræðingur við Stanford-háskóla, í vikunni. „Manni dettur í raun ekki í hug að hér sé um að ræða takmarkaða auðlind, eða að vatn, ferskt vatn, geti sett athafnasemi mannsins skorður." Aðeins 2‘/2% vatns á jörðinni eru fersk og % ferskvatns eru í jöklum og íshettum. Því er í raun aðeins 1% vatns ferskt og það er að finna á grunnvatnssvæðum, í ám, jarðvegi, vötnum, fenjum, gróðri og andrúmsloftinu, sögðu vísindamennirnir, sem auk Dailys eru Paul Ehrlich, einnig við Stan- ford, og Sandra Postel, sem vinn- ur hjá bandarískri stofnun um alþjóðlega stefnu í vatnsmálum. Oft er erfitt að komast að þessu vatni. Vatnasvæði Amazonfljóts og freðmýrar norðursins eru gott dæmi um það að oft er mikið vatn þar sem lítið er af fólki. Oft er hins vegar lítið um vatn þar sem aðstæður eru að öðru leyti ákjósanlegar fyrir mannabústaði. Höfundarnir segja erfitt að nýta það ferskvatn, sem fyrir hendi er, betur en nú er gert. Nú þegar eru 26% rigningarvatns nýtt og jarðnæði til landbúnaðar, sem byggir á mikilvægi rigning- ar, er á þrotum. Þeir segja að möguleikar á að nota vatn úr ám og vötnum séu hálfnýttir. Á næstu 30 árum megi auka nýtinguna um 10% með því að reisa stíflur, en spáð sé að jarðarbúum fjölgi um 45% á sama tíma. Aukið álag á vatnsból sjáist meðal annars á því að fiskstofnar í fersku vatni hafi minnkað. Mesti vandinn verði hins vegar vegna matarforða og geti leitt til átaka á alþjóðavettvangi, álags vegna fólksflutninga og heilbrigðis- vanda. Maðurinn verði að fara að hegða sér í samræmi við um- hverfi sitt og draga til dæmis úr mengun í stað þess að nota vatn til að hreinsa hana. „Niðurtalningin til að grípa til aðgerða hefst núna,“ sagði Daily. „Þessum hlutum verður ekki breytt á einni nóttu.“ ■ RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. ENGJATEIGUR 11 SVRNR. 2, 5,10,12,15 : : : :“ Yinmnniðlim skólafólks Opnum 4. mars Vinnumiðlun skólafólks 16 ■ 25 ára Umsóknarfrestur er lil 30. apríl 1996. Skráning hefst 4. mars 1996. Opið alla virka daga kl. 8.20-16.00 sími 588 2599 Vinnumiðlunin er lil húsa á Engjateig 11. jarðhæð, inngangur frá vestri. ÚTSALA Húsgagnaútsala ársins Rýmum fyrir nýjum vörum Sófasett, hornsófar, stakir sófar, borðstofu húsgögn, sófaborð, hvíldarstólar o-fl- Frábært verð Gerið góð kaup Yalhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 Staður: Hótel KEA, Akureyri Tími: Fimmtudaginn 7. mars frákl. 14:00 til 17:00 Efni: Kynntar verða allar helstu nýjungar í aðgangsstjómun, meðal annars tímaskráning, viðveruytirlit og heimsóknareftirlit. Sýndur verður nýr íslenskaður Windows hugbúnaður fyrir aðgangsstýrikerfi og hvernig hægt er að endumýja gömul aðgangskortakerfi á hagkvæman hátt. Skráning: Hjá Securitas Akureyri hf. í síma 462 6261 fyrir klukkanl6:00 miðvikudaginn 6. mars. 3 OPIÐ SUIXIIMUDAG 13-17 LOKADAGAR - VERÐHRUIM cn Q benetíon \\Laugavegi 97 » sími 552 2555/ (fí >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.