Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 B 23 ATVINNUAUGÍYS/NG/AR Starfskraftur óskast Um er að ræða tvö hálfsdagsstörf. Okkur vantar starfskraft sem er: ★ Milli 30 og 40 ára. ★ Langar til að koma aftur út á vinnumark- aðinn eftir vinnu við bú og börn. ★ Langar til að takast á við krefjandi og gefandi starf. ★ Snyrtilegur, reglusamur og reyklaus. Starfið felst í að selja, þjóna, hlusta og sinna þörfum viðskiptavinarins. Við bjóðum starfsmenntun í versluninni auk námskeiða utan hennar, vinnufatnað, reyk- lausan og lítinn vinnustað. Vinsamlegast sendið umsóknir, merktar: „Misty", í pósthólf 35, 121 Reykjavík, fyrir 10. mars nk.. Afgreiðsla/ helgarvinna Starfskraft vantar í húsgagna/innréttinga- deild IKEA um helgar - einnig gæti verið um sumarstarf að ræða. Óskað er eftir starfsmani ekki yngri en 22 ára. Þarf að vera glaðlegur og þjónulipur. Upplýsingar veitir Hulda Haraldsdóttir á staðnum, ekki í síma IKEA, Holtagörðum við Holtaveg, milli kl. 14.00 og 17.00 dagana 4. og 5 mars. Reyklaus vinnustaður. I® Þjónustusvið Þjónustusvið EJS starfar á upplýsingatækni- sviði við uppsetningu og þjónustu á tölvubún- aði, hugbúnaðarkerfum og netkerfum. Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa á þjónustu- sviði okkar. 1. Starfsmann með menntun og reynslu á sviði hugbúnaðar fyrir einkatölvur. Æskilegt er að umsækjendur séu rafeinda- virkjar eða hafi sambærilega menntun. 2. Starfsmann fyrir þjónustu við notendur Microsoft- og EJS hugbúnaðar. Æskilegt er að umsækjendur hafi kerfisfræði- menntun eða aðra sambærilega og góða þekkingu á einkatölvum og notkun Micro- soft hugbúnaðar. 3. Starfsmann sem sérfræðing í netkerfum og víðnetum. Leitað er eftir starfsmanni með góða þekkingu á Microsoft eða No- vell netstýrikerfum og samskiptahugbún- aði. Æskileg menntun: Tölvunarfræði, verkfræði eða tæknifræði. Upplýsingar um störfin veita Helgi Þ. Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs, og Finnur Torfi Guðmundsson, þjón- ustustjóri. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar ekki síðar en 15. mars nk., merktar: „UMSÓKN". Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. EiriarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 128 Reykjavík, sími 563 3000. HllEIiIl ERIGIIIIB lllllll Háskóli íslands Lektor íhjúkrunarfræði í námsbraut í hjúkrunarfræði er laus tíma- bundin staða lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun fullorðinna. Ráðgert er að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst 1996 til þriggja ára. Umsækjendur um ofangreinda stöðu skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um hjúkrunar- og vísindastörf þau, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil. Með umsóknunum skulu send ein- tök af vísindalegum ritum og ritgerðum um- sækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Frekari upplýsingar veitir Kristín Björnsdótt- ir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrun- arfræði, í síma 525 4978. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, fyrir 3. apríl nk. FERÐASKRIFSTOFA Viltu bæta laun þín og starf? Virt fyrirtæki í ferðaþjónustu óskar að ráða sem fyrst: 1. Ferðafræðing til sölustarfa og útgáfu farseðla. Skilyrði góð menntun, metnaður og áhugi ásamt starfsreynslu í sölu og farseðlaútgáfu. Amadeuskerfið. 2. Gjaldkera/bókhaldara með reynslu og leikni í tölvubókhaldi og umsjón með fjárreiðum. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Ferðaskrifstofa”. Hagvangur hf Skeifunni 19 108 Reykjavík 8 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Markaðsrannsóknir Hlutastarf 24 ára duglegan og snjallan mann í háskóla- námi vantar góða vinnu með náminu. Allt mögulegt kemur til greina. Ýmsu vanur, t.d. sjómennsku. Áhugasamir vinsamlega hringi í síma 551 8704 eftir kl. 19.00. Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins Laus staða f leikfangasafni Starfsmaður óskast frá 6. ágúst. Um er að ræða 80-100% starf í eitt ár. Áskilinn er menntun á sviði uppeldis- og sérkennslu- mála, sem og reynsla af starfi með ung, fötluð börn. Upplýsingar veita forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og forstöðumaður leik- fangasafns í síma 564-1744. Umsóknir berist fyrir 1. apríl. F I S K S T O F A Fiskistofa - tölvusvið Fiskistofa óskar eftir að ráða háskólamennt- aðan tölvunarfræðing eða einstakling með sambærilega menntun og/eða reynslu til starfa. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 569 7900 á skrifstofutíma. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars nk. Sjúhvtthúsib í Húsflvík s.f. Heilsugæslustöðin U-J Húsavík - sími 41333 Læknaritari óskast sem fyrst í 50% starf við Heilsugæslu- stöðina og Sjúkrahúsið á Húsavík í a.m.k. eitt ár. Einnig óskað eftir læknaritara í 100% starf til sumarafleysinga frá 1. júní til 1. sept. nk. Getum útvegað húsnæði ef þörf krefur. Kjörið tækifæri í góðu vinnuumhverfi! Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða full- trúi hans í síma 464 0500. þicj til að reyna ..+ - ■... eitthvað nyiT og HOTELVINNA OG MÁLASKÓLI í BRETLANDI. í samstarfi við ENGLISH 2000, School of English bjóðum við starfsnám (Work Expe- rience) á hótelum á Suður-Englandi. , * V Pf» w SkiptÍ AuPAIR • MALASKÓLAR • STARFSNAM LÆKJARGATA 4 101REYKJAVIK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 HOTELVINNA OG MÁLASKÓLI í AUSTURRÍKI. í samstarfi með AMADEUS FERIEN- SCHULE bjóðum við starfsnám á hótelum í Salzburg, Tyrol og Vínarborg. Haföu samband. SÍMINN ER 562 2362 og vib veitum þér allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.