Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn UM þessar mundir eru þrjár íbúðir að losna hjá Sunnuhlíðarsamtökunum, þar af ein 2ja og önnur 3ja herbergja íbúð að Kópavogsbraut 1 og ein 3ja herbergja íbúð í Fannborg 8. Eignamiðlunin sér um endurúthlutun þeirra. Þessi mynd er af byggingum Sunnuhlíðarsamtakanna við Kópavogsbraut. íbúðir hjá Sunnu- hlíð í Kópavogi Á undanfömum árum hefur fram- boð af sérhæfðu íbúðarhúsnæði fyr- ir eldra fólk vaxið mjög mikið og er nú svo komið að í nánast öllum íbúðahverfum á höfuðborgarsvæð- inu er að finna einn eða fleiri val- möguleika að þessu leyti. Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð var sett á laggimar af fulltrúum ýmissa félaga og klúbba í Kópavogi árið 1979. I dag eiga Sunnuhlíðar- samtökin og reka 108 íbúðir að Kópavogsbraut 1 og Fannborg 8 í Kópavogi, auk hjúkranarheimilis við Kópavogsbraut. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 og 27 Almenna fasteignas. bls. 27 Ás bls. 9 Ásbyrgi bls. 20 Berg bls. 23 Bifröst bls. 3 Borgir bls. 28 Borgareign bls. 25 Eignamiðlun bls. 15 Eignasalan bls. 26 Fasteignamarkaður bls. 6 Fasteignamiðlun bls. 25 Fasteignamiðstöðin bls. 10 Fjárfesting bls. 17 Fold bls. 21 Framtíðin bls. 7 Garður bis. 27 Gimli bls. 22 Hóll bls. 4 - 5 Hraunhamar Hs.12-13 Huginn bis 28 Húsakaup bls. 9 Húsvangur bls. 1»MK Kjörbýli bls. 5 Kjöreign bls 19 Laufás bls. 28 Óðal bls. 8 Skeifan bls. 13 Valhús bls. 23 Valhöll bls. 11 Þingholt bls. 14 Sá kostur sem Sunnuhlíðarsam- tökin bjóða upp á er á margan hátt frábragðinn því sem almennt gerist á þessum markaði. Þar er fyrst til að taka að eignarform íbúðanna er óvenjulegt en hefur gefist mjög vel. Þetta felst í því, að enginn íbúi á þá þjónustuíbúð sem hann nýtir heldur tryggir hann sér óskoraðan rétt til að búa þar eins lengi og hann óskar. Sunnuhlíðarsamtökin era hinn formlegi eigandi íbúðanna og gera íbúðarréttarsamning við þá sem festa sér íbúðir. Samningurinn er EGAR gerðar era áætlanir um íbúðakaup eða húsbyggingar, era helstu erfiðleikar þeirra áætlana, hversu vel unnt er að treysta þeim forsendum sem gengið er út frá. Margt getur breyst eftir að ákvörðun um kaup eða byggingu hefur verið tekin, eins og dæmin sanna. Á það jafnt við um kaupendurna eða byggj- enduma sjálfa, svo sem varðandi tekjur þeirra, svo og þau ytri skil- yrði sem þeim eru búin á hveijum tíma. Hugsanlegar breytingar á for- sendum íbúðakaupa eða húsbygg- inga eru því eitt þeirra vandamála sem kaupendur og byggjendur þurfa að takast á við og gera ráð fyrir að upp geti komið. En þær era jafn- framt það sem veldur húsnæðisráðg- jöfum, sem mjög hefur fjölgað að undanfómu, mestum erfðleikum í starfi þeirra. Misgengi á vísitölum Margir muna eflaust eftir ástand- inu í húsnæðismálum hér á landi fyrir rúmum áratug. Misgengi á launum og lánum í framhaldi af því að stjórnvöld tóku launavísitölu úr sambandi, en lánskjaravísitölu ekki, varð til þess að fjölmargir íbúðaeig- endur lentu í verulegum greiðsluerf- iðleikum. Afborganir af lánum og eftirstöðvar skulda uxu á meðan laun hækkuðu minna eða'jafnvel ekki, og forsendur margra íbúða- kaupenda og húsbyggjenda brustu þannig algjörlega. Eignarhluti þeirra sem skulduðu minnkaði, og margir misstu húsnæði sitt eða urðu að selja. Upp úr þessum jarðvegi spratt svonefndur Sigtúnshópur, sem þarft er að minnast á öðru hveiju. Ráðgjöf sett á fót í framhaldi af þeim erfiðleikum sem upp komu á húsnæðismarkaðn- um á þessum tíma, var á árinu 1985 í fyrsta skipti tekin upp sérstök og skipulögð fjármálaleg ráðgjöf af hálfu opinberra aðila hér á landi ætluð íbúðaeigendum, húsbyggjend- um og íbúðakaupendum: Ráðgjafar- stöð Húsnæðisstofnunarinnar var þá sett á fót. í byrjun fékk hún það óuppsegjanlegur af hálfu samtak- anna og gildir því til æviloka ef íbúi óskar þess, en hann getur að sínu leyti sagt honum upp hvenær sem er. Endursala tryggð í íbúðarréttarsamningi skuld- binda samtökin sig til að endur- greiða á 18 mánuðum frá uppsögn samnings fullt gangverð sambæri- legra íbúða í Kópavogi samkvæmt mati á hveijum tíma. Með þessu móti er endursala eignarinnar í raun tryggð fyrirfram og aðilar losna verkefni að útdeila sérstökum greiðsluerfiðleikalánum, sem íbúða- eigendur gátu sótt um, en í fram- haldi varð almenn fjármálaleg ráð- gjöf um húsnæðismál hluti starfsem- innar. Greiðsluerfiðleikalánunum var ætlað að mæta þeim erfiðleikum, sem ætia mátti að stöfuðu af breytt- um forsendum íbúðakaupenda og húsbyggjenda. Húsnæðisstofnunin afgreiddi tæplega 7 þúsund greiðslu- erfiðleikalán á tímabilinu frá 1985 til 1991, samtals rúmlega 6 milljarða króna á núverandi verðlagi. Aukin ráðgjöf Ráðgjöf varðandi fjármál og hús- næðismál hefur stóraukist á undan- förnum árum. Bankar, sparisjóðir og aðrar fjármálastofnanir bjóða nú almennt upp á slíka þjónustu auk alfarið við greiðslu þinglýsingar og stimpilgjalda af kaupsamningi. íbúar greiða húsgjöld fyrir hveija íbúð vegna sameiginlegs kostnaðar við þjónustu utan húss og innan. Þau gjöld era þó langt í frá að vera sambærileg við hefðbundin hús- gjöld, þar sem þau fela m.a. í sér allan rekstur og viðhald hveiju nafni sem nefnist. Þannig þurfa íbúamir aldrei að hafa áhyggjur af því hvenær þarf að mála eða skipta um teppi svo dæmi séu tekin. Þá eru öll fasteig- nagjöld innifalin í húsgjöldunum og öryggisvakt er allan sólarhringinn, tengd símtæki hverrar íbúðar. Hjá Sunnuhlíð er rekin sérstök deild á hjúkrunarheimilinu fyrir fólk með heilabilun og hefur sú þjónusta gefist mjög vel. Hjúkranarheimili er rekið að Kópavogsbraut 1 svo og dagdvöl og sjúkraþjálfun sem mikið er sótt. Þá má nefna ýmsa aðra þjónustu sem finna má á staðnum, svo sem verslun, hár- greiðslustofu, fótsnyrtingu, banka o.fl. Matur er seldur á hóflegu verði alla daga ársins. Giæsilegar setu- stofur og samkomusalir standa íbú- um til boða til einkanota ef þess er óskað. Þijár íbúðir að losna Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar, formanns Sunnuhlíðarsamtakanna, hefur fremur lítil hreyfmg verið á íbúðunum í Sunnuhlíð, enda kæra íbúamir sig almennt ekki um að flytjast á brott eftir að þeir hafa komið sér fyrir. Þó er alltaf eitthvað um að íbúðir komi til úthlutunar. Fyrir rúmu ári tók Eignamiðlunin að sér að afla tilboða í þær íbúðir sem losna og að sögn Sverris Krist- inssonar, fasteignasala í Eignamiðl- unni, hefur endurúthlutun þeirra gengið mjög vel. Um þessar mund- ir eru þijár íbúðir að losna, ein 2ja og önnur 3ja herbergja íbúð að Kópavogsbraut 1 og ein 3ja her- bergja íbúð í Fannborg 8. Verðið er mjög hagstætt eða 6,2 til 8,0 millj. kr. og boðið er upp á vaxta- laus gi-eiðslukjör til 18 mánaða. Húsnæðisstofnunar. Greiðslumatið í húsbréfakerfinu var fært yfir í bankakerfið á árinu 1991. Það varð án efa til þess að auka almenna ráðgjöf þar. Framhald á aðgerðum í lok árs 1993 gerðu félagsmála- ráðuneytið, Húsnæðisstofnunin, bankar og sparisjóðir, í samstarfí við samtök lífeyrissjóða, sérstakt samkomulag um aðgerðir, sem mið- uðu að því að aðstoða íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum. Um hefur ver- ið að ræða skuldbreytingar á van- skilum og/eða frestun á greiðslum af lánum. Ákveðið hefur verið að framhald verði á þessum aðgerðum og fleiri aðilar hafa jafnframt komið að þeim. Þessu til viðbótar hefur verið sett á fót sérstök ráðgjafar- Morgunblaðið/Þorkell Stórt einbýlis- hús við Safamýri HJÁ fasteignasölunni Hátúni er ur nú til sölu húseignin Safamýri 18. Þetta er einbýlishús, byggt árið 1967 og er tvær hæðir og kjallari. Að sögn Brynjars Frans- sonar hjá Hátúni er húsið 290,7 fermetrar að stærð. Það er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt. „Á aðalhæðinni er gengið inn í hol og garðstofu. Stórar stofur með ami eru á hæðinni svo og eldhús. Öll gólfefni era ný, parket á stofum og steinflísar í eldhúsi og garðstofunni,“ sagði Brynjar. „Á efri hæð era þijú svefnher- bergi,“ sagði Brynjar ennfremur. „Þar er líka stórt hol og baðher- bergi. Úr holinu er gengið út á góðar suðursvalir. í kjallara era tvö stór íbúðarherbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslur. Garðurinn í kringum húsið er hæfilega stór og skjólgóður. Öll þjónusta er þarna í góðu göngufæri en samt er þetta rólegt umhverfi því húsið stendur ekki alveg niðri við götuna. Safamýrin tilheyrir Háleitishverfi, sem hefur löngum verið eitt af eftirsóttustu hverfum bæjarins. Ásett verð er 19,5 millj. kr.“ stofa um fjármál heimilanna, til við- bótar þeirri ráðgjöf fjármálastofn- ana sem fyrir var. Erfiðleikar þrátt fyrir ráðgjöf Þrátt fyrir alla þá ráðgjöf sem í I boði er, jafnt um húsnæðismál al- mennt sem um fjármál, lenda fjöl- margir íbúðaeigendur í greiðsluerf- iðleikum. í þeim hópi eru að sjálf- sögðu alltaf einhveijir sem þyrftu ekki að lenda í erfiðleikum, fólk sem tekur einfaldlega rangar ákvarðanir eða lifir um efni fram. Hins vegar er það næsta víst, að stærsti hluti þeirra sem lenda í erfiðleikum, lenda i í þeim vegna breyttra forsendna eft- ir að kaup eða bygging voru ákveð- in og af ýmsum ástæðum. Það verður líklega seint unnt að koma í veg fyrir alla greiðsluerf- iðleika íbúðaeigenda. í húsbréfakerf- inu var reynt að taka tillit til þess að hugsanlega breytist forsendur eftir kaup eða byggingu með því að herða greiðslumatið frá því sem áður var. Það var gert í lok árs 1994. Mörgum fínnst líklega nóg um og | að greiðslumatið sé of stíft. Það * skýrist að mestu af því að þannig I er reynt að fyrirbyggja greiðsluerfði- leika sem best. Að treysta forsendum Það er hægt að bæta og auka þá ráðgjöf sem boðið er upp á hjá lána- stofnunum vegna húsnæðismála og fjármála. Þannig væri t.d. unnt að kanna betur en gert hefur verið hvað hinar mismunandi fjölskyldu- | gerðir þurfa til framfærslu eftir bú- 3 setu og ýmsu fleiru. Þess má þó I geta, að slík nákvæm ráðgjöf hefði ekki komið að miklu gagni fyrir rúm- um áratug, þegar launavísitölunni var kippt úr sambandi og allar for- sendur breyttust. Það er lítið gagn í nákvæmri ráðgjöf, nema unnt sé að treysta forsendum. Hugsanlegar breytingar á forsendum íbúðakaupa eða húsbygginga skapa óvissu um möguleika kaupenda eða byggjenda, en þær eru auk þess væntanlega stærsti höfuðverkur sérhvers hús- næðisráðgjafa. Erfiðleikar húsnæðis- ráðgjafa Markaðurinn Það er næsta víst, að erfíðleika fiestra íbúð- arkaupenda má relga til breyttra forsendna, eftir að kaup eða bygging voru ákveðin, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrar- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.