Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 24
24 D FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Jörundarholt lc á Akranesi er verið að byggja einbýlishús úr einingum framleiddum af sænska fyrirtækinu LB-Hus AB og er þetta fyrsta húsið frá því fyrirtæki, sem byggt er hér á landi. Athygli hefur vakið hve uppsetn- ing hússins gekk hratt fyrir sig. Húsið var reist á tveimur dögum, fullbúið að utan, að þakklæðningu undanskilinni og grunnmálað. Það er Sigurjón Skúlason, bygginga- meistari á Akranesi, sem á húsið og hefur hann jafnframt einkaum- boð fyrir LB-Hus á íslandi. Rótgróið fyrirtæki Fyrirtækið LB-Hus er staðsett í bænum Bromölla í suðurhluta Sví- þjóðar og er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð. Þar vinna um 100 starfsmenn við fram- leiðsluna og að auki 25 manns, sem eingöngu vinna við uppsetningu húsanna. Fyrirtækið var hið fyrsta til að verksmiðjuframleiða tilbúnar hús- einingar í Svíþjóð og hefur nú um 35 ára reynslu að baki á þessu sviði. Afkastageta verksmiðjunnar er 1.500-1.600 hús á ári, sem eng- an vegirin er fullnýtt þar sem kreppa ríkir á byggingamarkaðin- um í Svíþjóð. Um 70-80% framleiðslunnar er flutt út, aðallega til Þýskalands, Danmerkur, Austurríkis og Sviss. Kaupendur geta valið á milli ýmissa gerða af húsum og er lítið mál að breyta húsum til samræmis við óskir þeirra. Ahugi á sölu til Islands Peter Browall, einn af sölustjór- um LB-Hus, var staddur hér á landi á dögunum til þess að hafa eftirlit með uppsetningu hússins á Akra- nesi. Browall sagði í stuttu sam- tali, að þetta hús væri fyrsta skref- ið í markaðssetningu á íslandi og kvaðst bjartsýnn á framhaldið. Is- land væri kröfuharður markaður og LB-Hus hefði metnað til að standast þær kröfur. Browall sagði ennfremur, að mikilvægt væri að vanda vel upp- setningu húsanna og eingöngu reyndum fagmönnum til þess treystandi. Svíar hefðu þróað á löngum ferli vönduð og skilvirk íbúðarhús af sænskri gerð byggt á Akranesi Jón Gunnlaugsson AÐEINS tvo daga tók að reisa húsið á Akranesi. Fyrri daginn voru útveggirnir reistir, en seinni daginn voru sperrur settar upp, timburklæðning lögð á þakið og gengið frá þakpappa og þakkanti. vinnubrögð við byggingu slíkra húsa. Þess vegna væri hann hér til að tryggja, að farið væri í einu og öllu eftir þeirra fyrirmælum. En er eitthvað sérstakt sem ein- kennir LB-Hus? Browall segir, að alltaf hafi verið lögð mikikl áhersla á vöruþróun og gæði framleiðsl- unnar. Aðalatriðið sé, að kaupand- inn sé ánægður. „Anægður kaupandi er okkar besti sölumaður. Við vorum fyrstir í Svíþjóð til að bjóða kaupendum upp á fullfrágengin hús með öllum innréttingum og heimilistækjum á grundvelli eins samnings á föstu verði. Við höfum boðið þessa þjón- ustu frá árinu 1970 og hún hefur gefist vel, enda spara kaupendur sér mikinn tíma og fyrirhöfn. Oll hús sem við seljum á þann hátt, þ.e. með alverktöku, hafa hlotið gæðavottun hins opinbera eftirlitsaðila með húsbyggingum í Svíþjóð. Statens Provningsanstalt. Slík vottun veitir kaupendum tryggingu fyrir því, að húsið sé vel byggt, sparneytið, vel loftræst og eingöngu byggt úr viðurkenndum byggingarefnum. “ Reist á tveimur dögum Eins og áður sagði tók aðeins tvo daga að reisa húsið á Akra- nesi. Pyrri daginn voru útveggirnir reistir, en þeir eru úr tíu tilbúnum einingum, klæddum utan sem inn- an, grunnmálaðum að utan, með ísettum gluggum og útidyrum. Seipni daginn voru sperrur settar upp, timburklæðning lögð á þakið og gengið frá þakpappa og þak- kanti. Browall sagði, að vanir menn í Svíþjóð lykju þessum áfanga á einum degi. Hann sagði jafnframt, að af- greiðslutími slíkra húsa væri um 4 mánuðir, þ.e. tíminn frá undirritun samnings til afhendingar fullbúins húss. Sá tími væri auðvitað skemmri ef hús væri afhent á fyrra byggingarstigi, t.d. tilbúið undir tréverk. Hinn stutti afgreiðslutími hefði síðan í för með sér, að fjár- magnskostnaður á byggingartíma væri mjög lítill. Hús fyrir íslenskar aðstæður Siguijón Skúlason sagði, að LB húsin yrðu löguð að íslenskum að- stæðum og mun Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (VST) hafa eftirlit með allri hönnun húsanna. VST gerði úttekt á burðarvirki hússins á Akranesi og þær breyt- ingar, sem verkfræðistofan lagði til, voru lagðar fyrir Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, sem síðan staðfesti, að húsið uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkra húsa hér á landi. Húsið á Akranesi er með stand- andi timburklæðningu að utan, en einnig er hægt að velja tígulsteins- klæðningu sem er dýrari lausn. Á þaki eru steyptar, bárulaga þak- pönnur. Innveggir og loft eru klædd 13 mm gipsplötum. Þrefalt gler er í öllum gluggum. Frágangur lagna er þannig að litlar líkur eru á vatnstjónum. Eng- ar vatnslagnir eru t.a.m. í veggjum. Þá fylgir loftræstikerfi húsinu, einnig allar innréttingar og heimil- istæki. Sérstaka athygli vekur, hve vel húsin eru einangruð. 23 sm stein- ullareinangrun er í öllum útveggj- um og 40 sm steinullareinangrun í lofti. Siguijón segir þetta mun meiri einangrun en við eigum að venjast, sem hlýtur að lækka hit- unarkostnað. Slíkt kemur sér eflaust vel víða um land að mati Siguijóns, þar sem upphitun húsa er dýr. Browall sagði, að í Svíþjóð hefðu menn lagt mikla áherslu á einangr- un húsa eftir að olíuverð hækkaði á síðasta áratug. Fólk verður að geta treyst því að húsin haldi góð- um hita og að rekstrarkostnaði sé haldið niðri. Getum margt af Svíum lært Siguijón sagðist hafa átt mjög gott samstarf bæði við LB-Hus og Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen um þessa framkvæmd og áframhald á því samstarfi legðist vel í sig. Kvaðst hann bjartsýnn á, að markaður væri fyrir LB hús á Islandi. „Að byggja sér hús á íslandi þarf ekki að vera sú martröð, sem alltof margir húsbyggjendur hafa reynt.Svíarnir hafa sýnt mér fram á það, og við getum margt af þeim lært bæði hvað varðar gæði efnis, vinnu og þjónustu við kaupand- ann,“ sagði Siguijón Skúlason að lokum. Hópur aldraðra hyggst sjálfur byggja umönnunar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Reiknað er með rými fyrir 50 manns. Þegar hefur verið falast eftir lóð norðan við Útvarpshúsið við Efstaleiti en í nágrenni þess eru margar þjónustuíbúðir aldraðra. HAFINN er undirbúningur að byggingu einkarekins hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða í Reykjavík og hefur hópur aldraðra starfað að þessu máli um nokkra hríð. Ljóst þykir að ríki og sveitarfélög standa vart undir þeim auknu kröf- um sem gerðar verða á öldrunar- þjónustu á næstu árum en íjöldi eldra fólks á framfæri hins opin- bera fer sífellt vaxandi. „Það er kominn tími til að endur- skilgreina hlutverk ríkisins í öldrunarþjónustunni áður en allt er komið í hnút. Sú kynslóð sem nú er að fylla flokk aldraðra gerir aðrar kröfur til þjónustunnar en áður og er betur í stakk búin til að greiða fyrir hana,“ sagði Gyða Jóhannsdóttir í samtali við Morg- unblaðið en hún hafði á sínum tíma forgöngu um stofnun Samtaka aldraðra með byggingu þjónustu- íbúða að markmiði og síðar bygg- ingafélagsins Gimli hf., sem byggði 38 íbúðir við Miðleiti. Gyða Jóhannsdóttir segir að heimilið eigi að vera með heimilis- legum blæ, því verði skipt niður í deildir eftir heilsufari hvers og eins og reiknað er með rými fyrir 50 manns. „Hver og einn fær her- bergi út af fyrir sig með rúmgóðri snyrtingu og aðgangi að verönd. Ymislegt í rekstri heimilisins verður frábrugðið því sem nú tíðk- ast, meiri hagræðing og minni kostnaður án þess þó að gæði þjón- ustunnar minnki. Niðurstöður um fyrirkomulag og þjónustu byggjast bæði á tillögum starfsfólks sem hefur mikla reynslu að baki í öldr- unarþjónustu og öldruðum sjálf- um.“ Gyða segir það skoðun hópsins að litlar hjúkrunareiningar eigi að vera í hveiju hverfi borgarinnar. „Þetta er ekki hugmynd mín því að á undanförnum árum hafa margir haft áform uppi um að byggja slíkt heimili en það má segja að ég geri það sem ég get til þess að hrinda því í framkvæmd. Undirbúningur að því heimili sem hér um ræðir hefur átt sitt þróunarskeið og um tíma funduð- um við með Kjalnesingum en þeir hyggjast koma upp umönnunar- heimili á Kjalarnesi sem yrði byggt upp með eignaraðild aldraðra sjálfra og í samvinnu við sveitarfé- lagið,“ segir Gyða ennfremur. Lóð í nágrenni Utvarpshússins Þegar hefur verið falast eftir lóð norðan við Útvarpshúsið við Efsta- leiti en í nágrenni þess eru margar þjónustuíbúðir aldraðra. Samvinna við íslandsbanka um framkvæmd- ina á að tryggja að ekki verður hafist handa fyrr en tryggt fjár- magn til byggingar hússins er fyr- ir hendi. Hluthafar kjósa stjórn sem hefur með höndum rekstur heimilisins. Byggingarkostnað á að fjármagna með því að bjóða einstaklingum að eignast hlut og fá með því for- gang að einu rými. Eignarhlutinn, um fimm milljónir króna, á að skila eiganda eðlilegri ávöxtun sem fæst með því að væntanlegir notendur greiða leigu fyrir vistrými sitt. Gyða nefnir dæmi af íslenskri konu í Grimsby sem bjó síðustu æviár sín á umönnunarheimili sem þessu: „Ef fólk fer inn á ríkis- rekna öldrunarstofnun í Grimsby þarf það að Iáta eignir sínar og verðmæti fylgja með að undantek- inni vissri fjárhæð sem mig minnir að sé 800 þúsund krónur íslensk- ar. Islensk sjómannskona sem nú er nýlega látin var á einkareknu heimili í Grimsby þar til yfir lauk. Fyrir húsnæði, mat, þrif og umönnun greiddi hún á mánuði kr. 120 þúsund íslenskar. Vextir af verðmæti húseignar hennar og bankainnistæðu sem hún hafði komið sér upp með sparnaði og hófsömum lífsvenjum gerði henni fært að greiða þetta gjald. Út- gjöld hennar hefðu orðið meiri ef hún hefði búið áfram í of stóru húsi, greitt af því skatta og skyld- ur og útgjöld fyrir mat, þrif og umönnun sem hefði hvort eð er þurft að greiða fyrir. Gyða segir að lokum að gert sé ráð fyrir niðurgreiðslu á þjón- ustu til þeirra sem eru undir viss- um tekju- og eignamörkum með sama hætti og þeir njóta nú sem búa heima. „ Það er orðið tíma- bært að við fáum fleiri valkosti en þá sem nú eru fyrir hendi í öldrunarþjónustunni og að því vilj- um við vinna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.