Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNAMARKAÐURINN í Hafnarfirði er að mörgu leyti frábrugðinn því, sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Bær- inn er sjálfstætt markaðssvæði, á meðan eignir í Garðabæ og Kópa- vogi fylgja_ meira markaðnum i Reykjavík. í heild er verð á íbúðar- húsnæði í Hafnarfirði samt mjög sambærilegt við það, sem gerist í Reykjavík og annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu. Við Suðurbraut, sunnanvert í útjaðri gamla bæjarins, eru nú risin tvö ný fjölbýlishús með 26 íbúðum. Þar er að verki byggingafyrirtækið Sigurður og Július hf. I minna hús- inu, sem er þriggja hæða og stend- ur við Suðurbraut 2A, eru ellefu íbúðir, ýmist 2ja eða 3ja herbergja. í stærra húsinu, sem er 4ra hæða og stendur við Suðurbraut 2, eru fímmtán íbúðir og eru þær allar 3ja herbergja nema ein. Húsin eru hönnuð af Ársæli Vignissyni arki- tekt. Byijað var á þessum bygginga- framkvæmdum síðastliðið vor. Hús- in eru steypt upp á hefðbundinn hátt, en klædd að utan með svoköll- uðu Steni. — Það er varanleg klæðning, sem mikil og góð reynsla er komin á, segir Sigurður Sigur- jónsson byggingameistari., en hann rekur fyrirtækið Sigurður og Júlíus hf. ásamt Júlíusi Júlíussyni bygg- ingameistara. — Að mínu mati er þetta sú byggingaraðferð, sem nota á hér á landi nú, segir Sigurður ennfremur. — Steypan er bezta og sterkasta burðarefni, sem við eigum til, en hún hentar engan veginn sem yzta lag á byggingum. Breytingar á veðri eru hér oft miklar og snögg- ar. í rigningu og roki blotna útvegg- ir mjög, enda ekki ofsagt, að þá rigni jafnvel upp í móti. Daginn eftir er kannski komið hörkufrost. Reynslan hefur sýnt, að steypan þolir þessi veðrabrigði illa og steypuskemmdir eru óhjákvæmileg- ar, eins og dæmin sanna. Með steni- klæðningu er fengin varanleg vöm, þannig að þessi hús eiga að vera mjög viðhaldslétt í framtíðinni. — Það er margt sem breytzt hefur til betri vegar á undanfömum áratugum, heldur Sigurður áfram, en hann hefur að baki sér langa reynslu sem byggingameistari. - Nú eru komin miklu betri efni á markað- inn og ekki bara að því er varðar utanhússkiæðningar. Margt hefur einnig breytzt, að því er varðar gleij- un húsa, en nú er algengast að gluggar í hús séu settir í tilbúnir eftir á, sem er til mikilla bóta og em þá fuilgleijaðir og með opnanieg- um fögum, Hönnun húsa hefur einn- ig farið mikið fram að mörgu leyti. Sjálfur hef ég átt þátt í því að byggja hundmð íbúða, eins og t. d. Sunnuhlíð, hús eldri borgara í Kópavogi og hús aldraðra við Sól- vang í Hafnarfirði. Þessi hús em einnig klædd með steni að utan, enda hafa þau reynzt mjög vel og þurft á sáralitlu viðhaldi að halda. Átta íbúðir þegar seldar Húsin við Suðurbraut standa hlið við hlið og em all áberandi í um- hverfí sínu. Því veldur m. a. litur- inn, en húsin em tvílit. Þau em blágrá á neðstu hæð en rauðbrún þar fyrir ofan. Þakið er hvítt og klætt bámstáli. Fjórar íbúðir em á hverri hæð í báðum húsunum nema á neðstu hæð, en þar era þær þijár. Minna húsið er að kalla fullbúið og fímm af íbúðunum þar em þeg- ar seldar og íbúamir fluttir inn í nokkrar þeirra. í stærra húsinu em þegar þijár íbúðir seldar, en íbúð- unm þar verður skilað fullbúnum en án góifefna í maí nk. Lóðin fyr- ir húsin er sameiginleg og verður henni skilað fullfrágenginni, en hún verður tyrfð. Aðkoma að húsunum báðum er frá Suðurbraut, en meðfram henni er verið að setja upp hljóðmön norð- anvert við húsin til þess að draga úr umferðarhávaða, þannig að íbú- amir eiga ekki að verða fyrir tmfl- un af völdum bílaumferðar. Gott útsýni er frá efri hæðum húsanna en allar em íbúðirnar með svölum nema neðstu hæðirnar. Þær hafa aftur á móti sérlóð fyrir sig sunnan- vert við húsin og er útgengt út á MJÖG sérstæður homgluggi er í eldhúsi hverrar íbúðar, sem gefur eldhúsinu skemmtilegan svip. Þessi mynd er tekin út um slíkan hornglugga og sýnir leikskólann, sem er í næsta nágrenni. BYGGINGAMEISTARARNIR Július Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson með annað húsanna við Suðurbraut í baksýn. Svalir eru á öllum íbúðunum nema á jarðhæð. Húsin eru steypt upp á hefðbundinn hátt, en klædd að utan með steni, sem er varanleg klæðning. Hönnuður er Ársæll Vignisson arkitekt. hana úr íbúðunum. Sér þvottahús er inn af eldhúsi í hverri ibúð. í kjallara er sér- geymsla fyrir hveija íbúð og enn- fremur sameiginleg hjóla-og vagna- geymsla, en annars er sameign í húsinu sáralítil. Bílastæði em við húsin að framanverðu en einnig til hliðar og fjöldi þeirra hafður mjög rúmur. Þegar íbúðirnar em skoðaðar, vekur athygli mjög sérstæður hom- gluggi í eldhúsi hverrar íbúðar. Þessi gluggi gefur eldhúsinu skemmtilegan svip og eykur útsýn- ið. — Það hefði vissulega verið ódýr- ara að hafa vegginn beinan og eld- húsgluggann sömuleiðis, segir Sig- urður. — En ég tel, að hornglugg- inn gefí eldhúsinu stóraukið gildi og að það verði mun skemmtilegri íverustaður með þessum hom- glugga. Eldhúsinnréttingarnar eru úr beyki og framleiddar af Tréiðjunni í Garðabæ. Allar aðrar innréttingar í íbúðunum em einnig íslenzkar. — Þetta em mjög vandaðar innrétt- ingar, segir Sigurður. — Það hefði hugsanlega verið hægt að fá eitt- hvað ódýrari innréttingar erlendis, en fyrirtæki okkar hefur ávallt haft það að leiðarljósi að efla íslenskan iðnað eins og frekast er unnt. Innveggir íbúðanna em einangr- aðir með tvöföldu gipsi. Loftin em slípuð fyrst en siðan eru þau einnig gipshúðuðuð og hraunuð. — Þetta er miklu snyrtilegra heldur en með gamla laginu, þegar öll loft vora múrhúðuð líka, segir Sigurður. — Gipsið hefur þá kosti, að það er algjörlega dautt efni, eins og kallað er á fagmáli. Það hreyfist ekki og það koma engar sprungur í það. Gipsið er því afar gott til hljóðein- angrunar. Sumar íbúðir eru það illa hljóðeinangraðar, að það má heyra á milli íbúða. I þessum íbúðum er engin hætta á slíku. Stutt er í margvíslega þjónustu. Nýr leikskóli er í næsta húsi fyrir barnafólk og stutt í barnaskóla og það er ekki heldur langt í íþrótta- svæði Hauka fyrir unglingana. Glæsileg íþróttamannvirki eins og Sundlaug Suðurbæjar er rétt hjá. Jafnframt er gamli miðbærinn í Hafnarfírði innan göngufæris með allri þeirri þjónustu, sem þar er að finna. Hagstætt verð Verð á íbúðunum er að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð. Tveggja herb. íbúðirnar era um 78 ferm. og kosta 6.350.000 kr. fullbúnar án gólfefna en þriggja herb. ibúðirnar rúmir 94 ferm. og kosta 7.290.000 kr. án gólfefna. — Þetta verð á nýjum íbúðum hlýtur að teljast mjög hagstætt, Lítið hefur verið byggt á auðum lóð- um í grónum hverfum í Hafnarfírði undanfarin ár. Hér ræðir Magnús Sigurðsson við Sigurð Siguijónsson byggingameistara, en fyrirtæki hans, Sigurður og Júlíus hf., er að ljúka við 26 íbúðir við Suðurbraut. Morgunblaðið/Ásdís HÚSIN eru tvö og standa við Suðurbraut, sunnanvert í útjaðri gamla bæjarins í Hafnarfirði. Minna húsið stendur fjær. Það er þriggja hæða og í því eru eru eliefu íbúðir, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þetta hús er nánast fullbúið. Stærra húsið, sem stendur nær, er 4ra hæða. í því eru fimmtán íbúðir og eru þær allar þriggja herbergja nema ein. Þær verða afhentar í maí. Ibúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Valhúsum og einnig hjá byggjendunum sjálfum, Sigurði og Júlíusi hf. Nýjar íbúðir í grónu hverfi í Haf narfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.