Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 10
10 D FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Háir hitareikningar en kalt í húsinu Lagnafréttir Rennslisstillingin má ekki gleymast, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Hver ofn á að fá það vatn í gegnum sig, sem hann ræður við að nýta eða kæla. GETUR þetta gengið upp að það sé kalt í húsinu en hitareikn- ingarnir þó háir? Því miður er þetta ótrúlega al- gengt á höfuðborgarsvæðinu, vatnseyðslan mikil en hitinn léleg- ur. Þannig getur ástandið verið ár eftir ár en þrátt fyrir það situr fólk heima í stofu við ónógan hita og bórgar hitareikningana með ólund. Ekki nema von að ólund geri vart við sig, en hvað veldur? Er þetta hitaveitunni að kenna, mælir hún vatnsmagnið ekki rétt? Rétt mælt en vitlaust gefið innanhúss í hnotskurn er vandinn innanhúss og það verður að ráða bót á honum þar. Það er vitlaust gefið þannig að vatnið steymir inn í gegnum mælinn og_fer út aftur auðveldustu leiðina eins og vatn gerir alltaf. Hver hefur ekki í leik í æsku reynt að stífla lækjarsprænu með sandi eða mold, þegar stíflan er fullgerð hækkar vatnsborðið og brýst í gegn þar sem mótstaðan er minnst. Það er nákvæmlega þetta sem gerist í hitakerfinu þar sem ástandið er „háir reikningar/lélegur hiti“. í litla ofninum er mótstaðan minnst, í stóra ofninum i stofunni er hún mest, litli ofninn er sá stað- ur í „stíflunni" sem fyrst gefur eft- ir og þar streymir vatnið í gegn, eftir situr sá hluti „stíflunnar" sem er stóri ofninn, hann fær engan eða lítinn hluta af vatninu í gegnum sig. Þessvegna er kalt i stofunni þeg- ar sjóðheitt er í forstofu, forstofu- salerni, í göngum, geymslum eða kjöllurum. Þar er frárennslið frá ofninum, neðri leiðslan næstum jafnheit og innrennslið, efri leiðslan. Á meðan sitja þú og þínir hundfúlir í stofunni og vita ekkert af þeirri sóun sem á sér stað annars staðar í húsinu. Það má líkja þessu við að kaupa sér flösku af eðal rauðvíni, njóta þess niður fyrir axlir og hella af- ganginum í vaskinn. Örstutt námskeið Það er geysilega mikilvægt að hver húseigandi hafi nokkurn skiln- ing á því hvað er að gerast, hann verður að geta leitað sér aðstoðar og verður að vera þess umkominn að geta skilið hvað sá sem kemur á vettvang segir og gerir. Það eru til tvennskonar sjálfvirk- ir ofnkranar, retúrlokar sem hafa verið í óýrúlegu uppáhaldi fag- manna á íslandi en hvergi annars staðar og eru á neðri leiðslu ofns- ins, hinsvegar túrlokar sem eru á efri leiðslu ofnsins. Retúrlokinn stjórnast eingöngu af hitastigi vatnsins sem rennur út af ofninum, en túrlokinn stjórnast af hitastigi loftsins í herberginu og það er hann einn sem getur gefið þér þægilegan hita, hvorki of mik- inn né of lítinn. En það er einmitt hann sem er á ofnunum þegar fyrrnefnd mishit- un verður og liggur þá ekki beinast við að dæma hann til dauða og velja retúrlokann þó hann gefí ekki jafnan og þægilegan hita og haldi áfram að hita upp þó sólin eða elda- mennskan sé einfær um það? Nei, aldeilis ekki, þá ertu að hengja bakara fyrir smið. Það er ekki nóg að setja vand- aða, fullkomna túrloka á alla ofna og láta þá opna og loka fyrir vatn- ið eftir þörfum, sá sem setur upp lokann verður að fullkomna sitt verk. Það má ekki gleyma innri föstu stillingunni sem er gerð í upphafi í eitt skipti fyrir öll. Það er rennslis- stillingin sem má ekki gleymast, að stilla rennslið inn á hvern ofn miðað við stærð hans og stærð þess rýmis sem á að hita, lögmálið er: hver ofn á að fá það vatn í gegnum sig sem hann ræður við að nýta eða kæla. í öllum nýrri gerðum af túrlokum er nákvæmur búnaður til þessarar stillingar, en það verður hins vegar að nota hann til að árangur náist. EF einhver fagmaður segir þér að fleygja túrlokunum og fá þér retúrloka skaltu segja honum að fara heim og læra lexíurnar. í eldri lokum er hann ekki en lík- lega er kominn tími til að end- urnýja þá og látirðu framkvæma það áttu kröfu á að allir ventlar verði rennslisstilltir, vatnið látið renna í gegnum alla ofna í einu dágóðan tíma og síðan mælt með nákvæmum hitamæli að útrennsli frá öllum ofnum sé svipað. Síðan þarf að stilla innrennslið á mæla- grind, að það sé hæfilega mikið. Ef þetta er gert getur þú notað hitastillana á hvetjum ofni, fengið það hitastig í hvert rými sem þú óskar en samt verið viss um að það er ekki verið að sóa heitu vatni, varminn er kreistur úr því eins og mögulegt er. Þá er eðal rauðvíninu ekki lengur hellt í vaskinn. Bretland Þúsund ára ættarsetur til sölu Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-18, laugardaga kl. 11-14. ATHUGIÐ! Yfir 600 eignir á Rvíkursvaeð- inu á söluskrá FM. Skiptimöguleikar yfir- leitt í boöi. Einbýli HÁHOLT-GBÆ 7509 Fallegt 296 fm einb. á tveimur hæðum með innb. tvöf. bílsk. 5 svefnherb. Arinn. Skemmtil. staðsetn. Stutt í útivistar- svæði. Fráb. útsýni. Ýmis skipti mögul. t.d. á minni eign. Verð 16,9 millj. MOSFELLSDALUR 7638 Til sölu áhugavert hús í Mosfellsdal. Um er að ræða einb. úr timbri ásamt bílsk. Stærð samt. um 190 fm. Sólpallur um 80 fm. Húsinu fylgir um 1,5 ha eignar- land. Fráb. staðsetn. MOSFELLSBÆR 7679 Til sölu 135 fm einb. á einni hæð. Húsið stendur á góðum útsýnisst. rétt v. Kaupf. í Mosbæ. Laust nú þegar. Verð 9,9 millj. Raðhús/parhús SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á einni hæö með innb. bflsk. samt. 137,5fm. Húsínu skilað fullb. að utan með grófjafnaðri lóð en fokh. að innan. Traustur eelj- andi. Afh. strax. Mjög hagstætt verð 7,3 miltj. Hæðir FLÓKAGATA 5363 FRÁBÆR STAÐSETNING Áhugaverð 150 fm 2. hæð í góðu húsi v. Flókagötu. 4 svefnherb., þvhús og geymsla í íb. Stórar suð- ursvalir. Einnig ca 23 fm bílsk. Stærö samt. 172,4 fm. Getur verið laus strax. BARMAHLÍÐ 5373 Til sölu áhugaverö 95 fm efri hæð við Barmahlíö. íb. fylgir hálfur kj. þar sem m.a. er íb. sem leigö er út. KÁRSNESBRAUT 5375 Til sölu áhugaverð hæð í tvíbh. á glæsil. útsýnisstað við Kársnesbraut. Stærð 121,3 fm auk 30 fm bílsk. 3 rúmg. svefn- herb., tvær stofur, lítið vinnuherb. og rúmg. eldh. Sérinng. Góður bílsk. 4ra herb. og stærri ESKIHLÍÐ 2857 Stórgl. 102 fm íb. v. Eskihlíð. íb. hefur mikið verið endurn. m.a. eldhús, gólfefni sem er parket og granít, hurðir, gluggar og gler. íb. fylgir 1 herb. í risi sem mætti nýta sem vinnuherb. Eign í sérfl. V. 8,2 m. VESTURBERG 4111 Til sölu 4ra-5 herb. íb. í litlu fjölb. við Vesturberg. Stærð 97,6 fm. 3 góð svefnh. öll með skápum. Rúmg. og björt íb. með fallegu útsýni yfir borgina. Verð 6,9 m. ENGIHJALLI 3638 Til sölu 97 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Lyfta. 3 svefnherb., rúmg. stofa m. svöl- um. Þvhús á hæðinni. Verð 6,7 millj. HÁALEITISBRAUT 3566 Góð 102 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu fjölb. 23 fm bílsk. fylgir. Frá- bært útsýni. Laus. Verð 7,8 millj. GAUTLAND 3622 HAGSTÆTT VERÐ Áhugaverð 4ra herb. íb. f litlu fjölb. á þessum vinsæla stað í Fossvogí. Tvennar svalir. Góðar innr. Stórt baðherb. með þvaöstöðu. Parket á holi og eldhúsl. Mjög góð ib. Verð 6,8 millj. RAUÐARÁRSTÍGUR 3565 Til sölu nýl. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. (b. er á tveimur hæðum og skemmtil. innr. Parket á gólfum. Bílskýli. Góð sameign. ÁLFHEIMAR 3634 Ágæt ib. í góðu fjölb. íb. er 97,2 fm. Gler og gluggar endurn. Falleg viðarinnr. i eldh. Áhv. vaðdlán 3,5 mlllj. Verð 7,5 mlllj. EYRARHOLT — HF. 3639 Til sölu glæsíl. 3ja-4ra herb. 113 fm íb. á 1. hæð í fallegu lyftuh. 2 svefnherb. m. skápum, stofa og boröstofa. Sérþvhús. Sjónvarpsdyrasími. Parket og flísar. Lyklar á skrifst. Verð 8,9 millj. 3ja herb. íb. HRAUNBÆR 2850 Vönduð 3ja herb. 77,7 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölbýli. Eldh. með nýl. innr. og tækj- um. Baðherb. flísal. Björt 'stofa með út- gangi út á suðursv. Góð gólfefni. Áhuga- verð íb. Áhv. byggsj. 2,4 millj. ARNARSMÁRI - KÓP. 2849 Vorum að fá í sölu nýja og glæsil. 3ja herb. 84 fm íb. á 3. hæð. Vandaðar innr. og tæki. Fallegt eldh. og baðherb. Áhv. 4,4 millj. húsbr. íb. getur verið laus strax. STELKSHÓLAR 2867 Mjög snyrtil. 76,4 fm íb. á 1. hæð í nýl. viðg. húsi. Áhv. 4,5 millj. Verð 6,5 millj. MJÖLNISHOLT 2866 Mjög rúmg. og mikiö endurn. 84,4 fm 3ja herb. íb. í tvíbhúsi. Parket á gólfum. Áhv. veðd. 3,1 millj. m. 4,9% vöxtum. BARMAHLÍÐ 2852 Mjög góð 3ja herb. íb. 66,7 fm sem töluv. hefur verið endurn. m.a. gler, gluggar og baðherb. Áhv. rúml. 3,0 millj. hagst. langtlán. Verð 5,5 millj. Laus. BARMAHLÍÐ 2844 Til sölu falleg 61 fm kjíb. í góðu fjórb- húsi. Fallegur garður. Ról. gata. Áhuga- verð íb. NÓATÚN 2773 Til sölu áhugaverð 3ja herb. íb. í ágætu húsi v. Nóatún. Stærð 56,8 fm. Getur verið laus fljótl. Verð 5,5 millj. RAUÐÁS 2685 Glæsil. 77 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð með sérgarði. Parket og flísar. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,2 millj. FRÓÐENGI 2743 87 fm 3ja herb. ib. i nýju fjölb. á fráb. útsýnisstað. ib. skilast tilb. til innr. Verð 6,3 millj. 2ja herb. ib. GAUKSHÓLAR 1607 Mjög góð 2ja herb, ib. á 1. hæð. Stærð 54,8 fm i snyrtil. fjölb. Áhv. 2,5 millj. hagst. langtlán. Verð aðeins 4,5 millj. ÁSVALLAGAT A 1626 Snyrtil. 2ja herb. kjíb. um 50 fm á þessum vinsæla stað. Verð 3,8 millj. VEGHÚS - HAGST. LÁN 1614 Áhugaverð, falleg 60,4 fm 2ja herb. íb. í góðu fjölbýli. Parket og flísar. Góðar innr. og tæki. Áhv. um 4,8 millj. byggsj. með 4,9% vöxtum. Hagst. verð 6,4 millj. Nýbyggingar GRAFARVOGUR 1621 BYGGVERKTAKAR - IÐNMENN Tll sölu heilt stlgshús í fjölbýlish. í Grafaryogi. Stærð íbúða 40-140 fm. ib. eru tll afh. nú þegar í fok- heldú ástandi. Nánari uppl. á skrifst. FM. SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á einní haeð með innb. bllsk. samt. 137,5 fm. Húsinu skilað fullb. að utan með grófjafnaðri lóð en fokh. að Irman. Traustur selj- andi. Afh. strax. Mjög hagstætt verð 7,3 mlllj. FJALLALIND 6458 Til sölu skemmtil. parh. 176,4 fm á góðum stað í þessu vinsæla hverfi. Húsið getur verið til afh. nú þegar. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Einnig getur húsið afh, lengra komið. Verð 8,4 millj. EIÐISMÝRI 6421 Nýtt glæsil. 200 fm raðh. m. innb. bílsk. á eftirsóttum stað á Seltjn. Hægt að fá húsið afh. á ýmsum byggstigum. Teikn. á skrifst. Húsið getur verið til afh. strax. Atvinnuhúsnaeði o.fl. FAXAFEN 9256 Til sölu 829 fm lagerhúsn. m. góðum jnnk- dyrum. Um er aö ræða kj. í nýl. húsi. Snyrtil. húsnæði. 4 m lofthæð. SUÐURLANDSBRAUT 9205 Til sölu á hagst. verði um 900 fm hús- næði á 2. hæð v. Suöurlandsbr. Húsn. þarfn. lagf. en gefur ýmsa mögul. Góð staðsetn. s ÍÞRÓTTASALIR 9224 Til sölu um 870 fm húsnæði m. 2 íþrsöl- um, gufubaði, búningskl. o.fl. Ýmsir aðrir notkunarmögul. Teikn. á skrifst. FM. GRENSÁSVEGUR 9162 Til sölu um 400 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð í vel staösettu húsi. Eignin þarfn. lagfæringar en gefur mikla möguleika. Teikn., lyklar og nánari uppl. á skrifst. Landsbyggðin ÖNDVERÐARNES 13292 Vorum að fá í sölu mjög fallegt sumarhús í landi Öndverðarness í Grímsnesi á þess- um eftirsótta stað. Húsið er allt viðar- klætt að utan sem innan m. góðum sól- palli. Landiö er eignarland. Verð 4,0 millj. JÖRÐIN ÍSÓLFSSKÁLI 10414 Til sölu jörðín ísólfsskáli. Um er að ræöa landmikla jörð (jafnvel allt að 1100 ha) stutt frá Grindavík. Á jörð- Innl er m.a. fbhús og fjárhús. Jöröin á land að sjó. Mikil néttúrufegurð. Verðhugmynd 15,0 míllj. ATHUGIÐ! Á söluskrá FM er mikill fjöldi sumarhúsa og bújarða og annarra eigna úti á landi. Fáið senda söluskrá. ÞÚSUND ára ættarsetur á Eng- landi hefur verið sett á markað til að greiða skuldir vegna taps á rekstri skemmtigarðs á landar- eigninni. Hefur eigandinn, Sir Charles Wolseley, gert árangurs- lausar tilraunir til að halda jörð- inni, sem er 1162 ekrur og nálægt bænum Rugeley í Staffordshire. Forfaðir hans fékk jörðina að gjöf árið 975 frá Edgari hinum friðsama Saxakonungi fyrir að hreinsa sýsluna af úlfum að því er sagan segir. Verð það sem upp er sett mun vera um 7.5 milljónir punda. Talið er að kostað hafi 1.75 milljónir dollara að koma upp skemmtigarði og tívolí á landareigninni, sem tók til starfa 1990, en tekjur af að- göngumiðum námu innan við 30.000 pund fyrsta árið. Tilraunir sem Wolseley hóf fyrir fjórum árum til að komast hjá gjaldþroti báru ekki tilætlaðan árangur. Þá skuldaði hann rúm- lega 100 lánardrottnum 4.6 millj- ónir punda og þar af skuldaði hann National Westminster bank- anum 3 milljónir punda. Hann hét því að gera allt sem í lians valdi stæði til að greiða skuldir sínar innan fjögurra ára. Einn lánardrottinn Wolseleys er garðyrkjumaður hans, Kevin Tyl- er, sem á inni ógreidd laun að upphæð 3.000 pund. Skemmti- og tívolígarðurinn var hugmynd Wolseleys og banda- rískrar konu hans, Jeannie. Wolse- ley kennir National Westminster bankanum um að hann hefur nú neyðst til að setja ættaróðalið á markað til að greiða skuldir sínar eftir gjaldþrot skemmtigarðsins. VELJIÐ FASTEIGN Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.