Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Að tigna með söng LISTIR ALFA Romeo hefur löngum þótt einn af tindum bílahönnunar. Heimskautshrif og sunnlægir vindar Nokkrar sýningar, sem gefur að líta í menn- ingarhöfuðborginni evrópsku um þessar mundir vöktu athygli Sigrúnar Davíðsdótt- ur, sem lýsir hér því sem fyrir augu bar. ÞAÐ kennir margra grasa í mynd- list og annarri list á sýningum í Kaupmannahöfn, menningarhöf- uðborginni, um þessar mundir. Inn- blástur úr norðri, alla leið frá norð- urheimskautinu, en líka að sunnan á sýningu um Alfa Romeo og hönnun þessa merka bíls. TÓNLIST Árbæjarkirkja KÓRTÓNLEIKAR Kirkjukórar Dalvíkurkirkju og Ar- bæjarkirkju sungu trúarleg og ver- aldleg tónverk undir stjórn Hlínar Torfadóttur, Sigrúnar Steingríms- dóttur Einsöngvarar voru Sigríður Gröndal, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, Jón Þorsteinsson og séra Jón Helgi Þórarinsson en undirleikari var Lidia Kolosowska. Laugardagur- inn 23. mars, 1996. DEILUR um starf tónlistarmanna við kirkjur landsins, sem hafa verið mikið til umræðu undanfarið, eru ekki nýtt brauð, en flest málin hafa verið leyst með því að organistamir hafa ýmist sagt upp eða verið rekn- ir, þegar herti að, þar sem þeir vildu einhverju ráða og kirkjukórinn var orðinn góður. Með vorgolunni að sunnan barst nýlega ómur af einum slíkum viðburði og hafa menn ekki enn náð tii hafnar í því máli. Presturinn við Dalvíkurkirkju, séra Jón Helgi Þorsteinsson , ásamt kórnum sínum, undir stjórn Hlínar Torfadóttur, gerði hér „stuttan stanz“ að hætti Jóns Arasonar og söng kirkjugestum í Árbæjarkirkju veraldieg og kirkjuleg tónverk eftir Mozart, Faure, Elgar, Nyberg, Jón Nordal og fleiri. Saman sungu svo kórar kirknanna og kom þá til leiks Sigrún Steingrímsdóttir, organisti Árbæjarkirkju, er stjórnaði bæði sameiginlegum söng kóranna og kór Árbæjarkirkju. Kór Dalvíkurkirkju hóf tónleikana með nokkrum veraldlegum söngv- um, Hjá lygnri móðu við.texta eftir Halldór Laxness, Smávinir fagrir, lag Jóns Nordals við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, Heilræðavísur eftir Jón Nordal, skemmtilegt lag er var sérlega vel sungið. tvö erlend lög við texta eftir Jón Óskar og Friðrik Guðna Þórleifsson, Máríuvers eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Ó undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sig- urbjömsson, raddsetningu eftir Rób- ert A. Ottósson Mín sál og söngur hljómi og lauk íslenska hlutanum með Gefðu að móðurmálið mitt. Kór Dalvíkurkirkju syngur hreint og fal- lega og auðheyrt að Hlín Torfadóttir kann sitthvað fyrir sér og er á góðri leið með að byggja upp góðan kór. Kór Árbæjarkirkju söng nokkur kirkjuleg lög og kom eitt þeirra nokk- uð á óvart, en það var hljómsetning Harðar Áskelssonar á 27. Davíðs- sálmi en lagið er af þeirri gerðinni sem nefnist tónles, þótt nokkuð sé það lagbundið, þ.e.a.s. unnið út frá ákveðnu tónferli. Söngur kórsins var fallega mótaður og sérstaklega í því elskulega lagi Koparlokkunni sem Þorsteinn Valdimarsson orðklæddi svo fallega. Kór Dalvíkurkirkju lauk tónleik- unum með söngverkum eftir Faure og Mozart og var lokaverk tónleik- anna Regina coeli (K.276) fyrir ein- söngvarakvartett, kór, 2 óbó, 2 trompetta, páku, 2 fiðlur og orgel og er þetta verk liklega samið 1779. Til eru þijú verk eftir Mozart með þessu nafni og tvö þeirra eru samin 1771-2 fyrir sópraneinsöng og kór og litla hljómsveit. Regina coeli K.276, er eitt af því síðasta sem Mozart samdi fyrir Colle- redo, erkibiskupinn í Salzburg, áður en hann strauk úr vistinni og fluttist til Vínarborgar. Verkið er samið fyr- ir 10 til 12 manna hljómsveit, ein- söngvarakvartett og kór og er hin fegursta tónsmíð og þar sýndi kórinn sína bestu hlið. Einsöngvararnir Sig- ríður Gröndal, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Jón Þorsteinsson sungu vel og af öryggi en bassinn í þessum einsöngvarakvartett var séra Jón Helgi Þórarinsson og hann söng einnig í kómum. Jón hefur góða og hljómfallega rödd og hefur, eftir því sem ráða má af söng hans, notið kennslu í raddbeitingu. Það þarf í raun ekki að fara mörgum orðum um hlut einsöngvaranna sem kunna sitt og gerðu sínum litla hlut mjög góð skil en kórinn undir stjóm Hlín- ar Torfadóttur, var sérlega góður og mátti vel heyra að hann er í stakk búinn til stærri og erfiðari átaka. Lidia Kolsowska lék undir í Mozart og gerði það af öryggi. Ástæða er til að óska Dalvíkingum til hamingju með kórinn og vonandi munu Dalvík- ingar ekki skilja á milli, þar sem al- mættið er tignað með söng eða orði. Jón Ásgeirsson Heimskautið og íslenskt jaðarsvæði þess Strangers in the Arctic, eða „Út- lendingar á norðurheimskautinu", er heiti sýningar, sem er uppi á lofti í Trinitatiskirkjunni, gengið inn frá Sívala turninum við Strikið. Fjórtán listamönnum víða að var boðið að heimsækja snjóauðnir heimskautsins og skapa síðan eitthvað undir inn- blæstri frá ferðinni. Og er nokkuð hægt að vera annað en útlendingur þar, spyr rússneski listamaðurinn Ilya Kabakov, sem í innsetningu sinni og landa síns Pavel Pepperstein leik- ur sér að þessari og fleiri spurning- um. Stingur upp á því sem efni í andlegan borðtennis, rétt eins óg lærðir menn léku sér að því að kasta á milli sín lærðum setningum. Efnin hefur þessi snjalli Rússi skrifað upp á gamaldags skólatöflu, en eins og hans er von og vísa rissar hann einn- ig upp hvernig mætti koma svona andlegum borðtennis fyrir og skýrir hugmynd sína. Daninn Per Kirkeby hefur oft áður ferðast um norðlægar slóðir, bæði á Grænlandi og á íslandi. Hann sýnir þarna vatnslitamyndir en einnig stór- ar myndir unnar með krít og öðrum litum á svarta töflu, kröftugar og miklar með anda norðursins undir niðri. Aðrir þátttakendur eru Rússinn Sergei ’Afrika’ Bugaev, Anne Katr- ine Dolven frá Noregi, Bandaríkja- mennimir Jimmie Durham og Maura Sheen, Finnarnir Jussi Kivi, Esko Mánnikkö og Pekka Turunen, Ric- hard Prince frá Kanada, Ulf Rollof frá Svíþjóð og Svisslendingurinn George Steinmann. Bók samnefnd sýningunni hefur einnig verið gefín út, þar sem lista- mennimir skrifa um verk sín og af- stöðu til verkefnfsins og sérfræðing- ar skrifa um heimskautið. Þarna er meðal annars grein eftir danska mannfræðinginn Kirsten Hastrup um íslenska menningu og Isiand, sem jaðarsvæði heimskautsins. Sýningin stendur lil 28. apríl og er ómissandi fyrir áhugafólk um nútímalist. Sportbíllinn Alfa Romeo og hönnunarsaga hans Alfa Romeo, ítalski sportbíllinn, hefur löngum þótt einn af tindum bílahönnunar. Þeir sem hafa áhuga á hönnun eða/og bílum gætu haft gaman af sýningu Kunstindustri- museet í Bredgade, upp frá Kóngsins nýja torgi, um hönnun þessa sögu- fræga bíls. Nokkrir bílar þessarar gerðar standa utan við safnið, en inni eru teikningar, módel og annað sem þarf til að sýna þróun bílsins. Sýningin stendur til 14. apríl. Fram til 5. maí stendur yfir á Stat- ens Museum for Kunst yfirlitssýning á verkum danska málarans Christen Köbke. Hann var uppi á síðustu öld, samtímamaður Kierkegaards, H.C. Andersens og fleiri andans manna og einn af þeim sem gaf Dönum ástæðu til að kalla þetta tímabil gullöldina. Hann málaði hugljúfar myndir með sérkennilega uppnum- inni birtu frá Austurbrú, en einnig málaði hann uppi á nyrsta hluta Danmerkur, Skagen, eins og svo margir aðrir málarar á hans tíma. Myndir hans og annarra Skagenmál- ara, eins og þeir hafa verið kallaðir, hafa löngum þótt vera kjarninn í skilningi og miðlun norrænna málara á norrænni birtu. Köbke málaði einnig myndir af konu sinni og fleirum í kringum sig og bregður þar upp andblæ þessa tíma á upplýsandi hátt. Fyrir utan að hafa ánægju af sýningunni sökum snilldar Köbke má ekki síður hafa gleði af henni sem glugga að inann- lífi og hugblæ þessa tíma. Þá sakar ekki að hafa í huga að þetta eru einnig þeir tímar, sem íslenskt menn- ingarlíf átti sér bólstað í stúdentalífi íslendinga í Kaupmannahöfn. Menning í Múhameðstrúarlöndum er efni þriggja sýninga, sem opnaðar verða í lok mánaðarins. ArtGENDA 96 er samheiti tveggja sýninga og tónleikaraðar, þar sem ungir lista- menn víðs vegar að af Eystrasalts- svæðinu fá tækifæri til að sýna og láta í sér heyra. Þessi fyrirferðar- mikla listauppákoma hefst í lok mán- aðarins. Schumanniana TÓNLIST Borgarlcikhúsiö LJÓÐATÓNLEIKAR Robert Schumann: Ýmsir ástardúett- ar úr Op. 34, 37,74,78 & 101 við (jóð eftir Riickert, Goethe, Burns o. fl., 3 píanóverk úr Waldszenen Op. 82 og Þijú fantasíuverk f. klarínett og píanó úr Op. 73. Jóhanna V. Þór- hallsdóttir alt, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bassa-bariton, Jó- hannes Andreasen, pianó, Guðni Franzson, klarínett. Upplestur: Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Ljóðaþýðingar: Karl Guð- mundsson. Umsjón og leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir. Borgarleikhús- inu, þriðjudaginn 19. marz kl. 20.30. SCHUMANIA hópurinn stóð sl. þriðjudagskvöld fyrir svokölluðum sviðsettum flutningi á ljóðadúettum eftir Robert Schumann á vegum Tónleikaraðar Leikfélags Reykja- víkur með stuðningi frá m.a. Go- ethe-stofnuninni og Germaníu undir yfirskriftinni Að nóttu. í inngangs- orðum tónleikaskrár segir efnis- lega, að hópurinn hafi orðið til kringum áhuga Hlínar Agnarsdótt- ur leikstjóra á dúettum Schumanns, sem hún kynntist fyrst í Uppsölum fyrir 17 árum. Óhætt er að segja, að vel sé til fundið að kynna þessa fáheyrðu tónlist, því þrátt fyrir að nánast annað hvert ljóðasöngskvöld bjóði upp á ódauðleg einsöngslög Schu- manns, er með fádæmum hljótt um tvísöngsverk hans, og raunar fleiri sígildra tónhöfunda. Kæmi ekki á óvart, ef margt á umræddri söng- skrá hafi verið frumflutningur á íslandi, og skortir nú sáran greinar- góða íslenzka tónlistarsögu með upplýsingum um helztu frumflutn- inga heimstónmennta hér á landi. Vonandi hafa einhveijir haldið tón- leikaskrám til haga, svo að heimild- ir glatist ekki áður en íslenzk tón- listarsaga verður fáanieg á prenti, því þangað til er hætt við að ýmis vitneskja hverfi fyrir fullt og allt. E.t.v. er það tímanna tákn, að áhugi á sígildum samsöng skuli aukast í takt við stóraukið framboð á menntuðum söngvurum. Því ber að fagna, enda vaxandi þörf á meiri fjölbreytni í efnisvali, auk þess sem samsöngur virðist vannýtt grein í óperunámi. Mætti vel ímynda sér, að víða leynist, gersemi í handröðum góðskáldanna fyrir 2, 3 eða jafnvel 4 einsöngvara, og eflaust margt af því aðgengilegt og líklegt til lýð- hylli, eins og t.d. Ástarvalsar og Sígaunaljóð Brahms. Hinn færeysk-ættaði píanóleikari Jóhannes Andreasen sá um allan undirleik, auk þess að leika einleik í Eintritt, Vogel als Prophet og Verrufene Stelle úr Waldszenen Op. 82. Andreasen hafði feikilega fal- legan tón, mjúkan áslátt og átti svo til hnökralausan leik. Með söngvur- unum var leikur hans til fyrirmynd- ar og tillitssamur í hvívetna, en píanistinn hefði að ósekju mátt sleppa sér meir í einleiksköflunum, auk þess sem dýnamík og hryn- skerpa virtust full daufar í sam- leiknum við Guðna Franzson í Fant- asíuverkunum. Guðni blés létt og liðugt að vanda, en hefði augsýni- lega kosið að etja kappi við heldur svipmeiri meðleikara. Hugmyndin að „sviðsetja" ijóða- söng - í þessu tilviki með því að klæða flytjendur í búninga, er minntu á uppstrílaða sígauna á veit- ingastað, og með því að láta leikara lesa upp söngtexta hvers ljóðs á undan í íslenzkri þýðingu í dulúðugu kastljósi - þarf ekki að vera fráleit í sjálfu sér. Þó læddist að mannni sá grunur, að Kaffileikhúsið, þar sem áheyrendur sitja við borð, hefði kanhski verið heppilegri staður fyr- ir einmitt þetta. Áð mínum smekk var uppsetningin í Borgarleikhúsinu í það formlegasta fyrir hið lauslega yfirbragð af kabarett, sem búning- ar, lýsing og andrúmsloft báru með sér. Engu að síður mátti álykta af undirtektum leikhúsgesta, að meiri- hluti þeirra væri á annarri skoðun. Leikararnir Margrét Vilhjálms- dóttir og Hilmir Snær Guðnason lásu margt vel upp og af slíkri inn- lifun, að þeim hlustendum, sem á annað borð eru ofnæmir gagnvart rómantískum ástÁrljóðum, hlaut að finnast histríóníska sönglið í taland- inni fremur truflandi, þó að maður hafi að vísu heyrt það verra. Spurn- ingin sem eftir stóð var því, hvort sviðsetningin hafi dregið athygli frá hljómlistinni eða skerpt hana, og hallast undirritaður heldur að hinu fyrra, þó að tilraunin hafi vissulega verið athygliverð. Ljóðaþýðingarnar eftir tungu- málasnilling Leikfélagsins, Karl Guðmundsson, virtust ekki aðeins vandaðar, heldur féliu þær líka að lögunum, og því upplögð spurning, hvers vegna þær voru ekki sungn- ar. Mætti helzt hugsa sér, að tillit- semi við þýzkumælandi gesti og stuðningsaðilja hafi lagt lóð á vog- arskálina. Söngvararnir stóðu sig með ágætum, þrátt fyrir að ýmsar að- stæður hafi gert þeim erfitt fyrir. í fyrsta lagi ólíkar raddgerðir. Sig- urður Skagfjörð Steingrímsson söng með þýðum og þéttum bassa- baríton, sem að auki var óþarflega hlédrægur að styrk miðað við bold- ungsaltrödd Jóhönnu Þórhallsdótt- ur, er barst hlutfallslega betur út í sal. Víbrató Jóhönnu var nokkuð 'mismunandi, stundum með hliðsjón af texta, sem var mjög virðingar- vert, líka af því að slíkum túlkunar- tilþrifum fylgir veruleg áhætta þeim er ekki hafa tamið sér sléttan söng snemma, en vantaði sum staðar á tónsviðinu þann þéttleika að baki sem hefði gert röddinni betur kleift að blandast við mótsöngvarann. Til að gera illt verra bauð skraufþurr akústík Borgarleikhússins ekki upp á þá samjöfnun og enduróm sem góðu konserthúsi fylgir og leyfir ólíkum raddgerðum að bræðast saman. Hið þriðja sem vann á móti var, að tónlistin hafði upphaflega verið samin fyrir sópran og tenór, en var hér tónflutt niður, og gerði það bæði samblöndun erfíðari og heildarblæ þyngri á bárunni. Þrátt fyrir þessi ljón á veginum var sungið af natni og smitandi gleði, og saknaði maður helzt hvass- ari samhljóðaframburðar, hvellari r-a og blásnari endahljóða, sem þýzkir ljóðasöngvarar eru svo kunn- ir fyrir. Þó að einn þekktasti söng- kennari landsins hafi líkt því síðastt- alda - í samtali við undirritaðan fyrir inörgum árum - við að skyrpa á gólfið, skipta slík tilþrif nánast sköpum fyrir textameðtöku áheyr- andans. Ekki sízt í slæmu húsi. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.