Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk VES, MAAM..TMIS IS tM D06.. NO, HE LiJON'T CAU5E _ ANY TROUBLE.. HELL JU5T SIT HERE ANP COLOR THE PICTURE5 IN 14(5 C0L0RIN6 0OOK.. Já, kennari - þetta er hundurinn minn - nei, hann verður ekki til neinna vandræða. Hann mun bara sitja hérna og lita myndirnar í litabókinni sinni. Hann er nokkuð leikinn í því - Ég lita himininn alltaf bláan - BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Til stuðla- stólpans GG Frá Tryggva V. Líndal: NÝLEGA skrifaði Grímur Gíslason nokkur á Blönduósi (Mbl. 3.3.’96) svargrein við varnarræðu minni (Til óljóðabanans G.G.: Mbl. 15.2.’96), gegn aðför Guðmundar Guðmundar- sonar (Mbi. 3.2.’96) að órímuðum kveðskap. Kennir þar ýmissa grasa: Lítt lesinn Grímur kveðst ekki hafa tekið eftir að hinn órímaði kveðskapur minn í Lesbók Morgunblaðsins síðustu þrett- án árin, hafí staðið neitt uppúr. Þakk- ar hann það helst áhugaleysi sínu um órímuð ljóð, svo og bólusetningu rím- þjóðarinnar almennt gegn slíku. Ætli hann geti þá nefnt nokkra aðra höf- unda órímaðra ljóða sem hann hefur lesið með athygli? Grímur kveðst ekki þekkja til mín af neinum öðrum vettvöngum en ljóðaritvelli Lesbókar. Greinilegt er að hann les ekki Tímann, en þar fékk ég sl. sumar heila síðu undir ljóða- bálk; bundið uppgjör mitt við rímþjóð- ina. Einnig er greinilegt að hann er ekki áskrifandi að Dagblaðinu Vísi, því þar hef ég verið óþreytandi við að ganga til hólms við hefðbundin viðhorf íslendinga; pundað þar á landslýð með Kjallaragreinum, næst- um mánaðarlega í fimmtán ár, án þess að neinn hafi hreyft skriflegum mótmælum. Ennfremur les hann tæpast Morg- unblaðið heldur, fyrst hann hefur ekki orðið var við greinar mínar þar í gegnum tíðina. Hvað þá að ljóðabækur mínar tvær á söfnum landsins hafi orðið honum að fótakefli. Hér með upplýsist ennfremur, að ergelsi mitt út í óþurftarmenn órím- aðra ljóða stafar ekki af öfund útí þá sem kunna að fara skammlaust með stuðla og höfuðstafi. Hins vegar er ég sammála Grími um það að Stór-Reykvíkingum beri að taka sér til fyrirmyndar hið fagra hefðbundna orðalag í ræðu og riti, sem einkennir marga dreifbýlinga. Ég held t.d. að ég hafi ekki komist nær trúarlegri reynslu en þegar ég fór frá Kópavogi til náms við Mennta- skólann á Akureyri; en þá heyrði ég fyrst hina fögru norðlensku vel talaða. Ég held líka að það hafí verið tryggðin við ritmálið íslenska sem dró mig aftur heim á skerið, eftir Iangt mannfræðinám erlendis. Margir aðrir höfðu ekki þessháttar tryggð í sér, og settust að erlendis til frambúðar. Grimur vænir mig um að vera hald- inn hroka gagnvart bændamenning- unni. Það skal viðurkennast að ég tolldi lítt við í sveitastörfum á sumr- in, borgarbamið. Og seinna þegar ég fór að kenna bömum úti í dreifbýl- inu, komst ég að því að ég náði ekki sama sambandi við þau og við Reykja- víkurböm. Þó líkaði mér hið besta við bænduma í kirkjukómum. Hitt þótti mér þó lakara að áhugi þeirra á reyk- vísku ritmenningunni var allur með dræmasta móti. Ég held nefnilega að það séu fleiri en ein þjóð sem búa í þessu landi, og kannski fleiri en tvær. Það sem skiptir þó máli er að okkur lærist að þykja vænt um hvert um annað, þótt við séum ólík; því þjóðin okkar er svo lítil og lífið svo stutt. (Og auk þess er ekkert framhaldslíf.) Enda hef ég ekki trú á öðru en að flestir íslendingar séu orðnir eins og sauðkindin; mestu meinleysisgrey, sem ekki mega neitt aumt sjá. Helst er að þeir vegist á með orðsins byssu- stingjum, og láti það svo gott heita. Eins og ég vék áður að, upplifði ég það að stunda háskólanám í Kanada í heil sex ár. I því landi reynd- ist mér miklu erfíðara að skilja fólk, eða að finna til með því, af því mað- ur hafði alist upp á íslandi. Síðan þá hlýt ég að líta með sposku brosi; gjána hér heima milli þéttbýlis og dreifbýl- is, milli órímaðs kveðskapar og rím- aðs, og milli nútímans og fortíðar íslands. Hins vegar held ég að þeir íslend- ingar séu nútímalegri, og menn að meiri, sem geta hleypt heimdragan- um, kastað af sér rímböndunum, og gerst landnemar í erlendum stórborg- um, án þess að sakna gömlu bænda- menningarinnar íslensku. íslendingar nútímans eru nefnilega orðnir evr- ópskir borgarbúar frekar en íslenskir sveitamenn, og það verður ekki aftur snúið. ' Og ég held líka að það sé tímasóun að reyna að viðhalda sér-íslenska rím- inu okkar yfirleitt, til þess eins að skapa okkur sérstöðu meðal annarra vísnabænda heimsins; meðan við erum um leið að dragast aftur úr með skólamenntun okkar og menn- ingarviðleitni almennt. Takmarkið okkar á ekki að vera að gera íslendinga aftur að rímna- þjóð, heldur að upplýsingaþjóð; sem þyrstir mest eftir að nema og reyna nýjar hugmyndir, til að komast í gegnum móðuharðindi nýrrar tölvu- aldar. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Vangaveltur konu Frá Vigdísi Bjarnadóttur: ÉG VIL þakka Ólafi Þ. Þórðarsyni fyrrv. alþingismanni fyrir hans frá- bæru grein í Morgunblaðinu 7. mars sl. um biskupsmálið svokallaða. Er svarið það að hlutverkum er snúið við í frásögn konunnar í Bústaða- kirkju fyrir sautján árum. Getur ekki eins verið að konan hafi sjálf verið farin að hrífast af hinum hlýja og myndarlega presti er hún átti svo marga fundi með honum og látið það í ljósi en fengið höfnun. Flestir vita að það getur verið sárt að fá höfnun á einn og annan hátt. Er þar komin skýring á því hyldjúpa, óskiljanlega hatri er hún virðist bera til þessa embættismanns enn í dag? Ég spyr eins og Kristín Sigmunds- dóttir í sama blaði 7. mars og fleiri spyija: Hvers vegna öll þessi ósköp núna? VIGDÍS BJARNADÓTTIR, Framnesvegi 57, Reykjavík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.