Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjávarútvegsráðherra Rússlands í opinberri heimsókn í Noregi
Kröfur Islendinga um síld-
arkvóta ekki raunhæfar
Osló. Morgunblaðið.
Víkinga-
sveitin að-
stoðaði við
handtöku
MENN úr Víkingasveit lögreglunnar
aðstoðuðu RLR við handtöku manna
í Reykjavík í gær, en að sögn Harð-
ar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns
hjá RLR, var talið hugsanlegt að
mennirnir væru vopnaðir.
„Við vorum að svipast um eftir
mönnum og höfðum ástæðu til að
gæta alls öryggis. Þess vegna var
þetta gert svona,“ sagði Hörður, sem
að öðru leyti vildi ekki tjá sig um
þetta mál. Hann sagði að það hefði
áður komið fyrir að RLR hefði leitað
aðstoðar Víkingasveitarinnar.
VLADIMIR Korelskí, sjávarútvegs-
ráðherra Rússlands, veittist harka-
lega að kröfu íslendinga um síldar-
kvóta eftir að hafa átt fund með Jan
Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð-
herra Noregs, í gær.
„Krafan um 245 þúsunda tonna
kvóta af norsk-íslenska síldarstofn-
inum er óraunhæf," sagði Korelskí.
Korelskí skoraði á Þorstein Páls-
son, sjávarútvegsráðherra íslands,
að sýna meira raunsæi og meðalhóf
þegar sjávarútvegsráðherrar ríkja
Fiskveiðiráðs Norðvestur-Atlants-
hafs koma saman til fundar í Reykja-
vík í lok maí til að ræða skiptingu
síldarkvóta.
„Ég get ekki samþykkt að íslend-
ingar fái stærri kvóta en Rússar, sem
hafa 150 þúsund tonna kvóta,“ sagði
Korelskí.
Hann sagði einnig ljóst að það
væri ótímabært að veita Evrópusam-
bandinu stærri kvóta en Rússum.
Áður en fundurinn verður haldinn
í Reykjavík er ráðgert að haldin
verði flórða umferð kvótaviðræðna
milli færeyskra, íslenskra, norskra
og rússneskra embættismanna.
Rússar verða gestgjafar og verða
viðræðurnar að öllum líkindum
haldnar í Moskvu 10. til 12. apríl.
Ýmsar efasemdir eru þó uppi um
að af fjórðu umferðinni verði. Rúss-
ar og Norðmenn hafa farið fram á
skýrar vísbendingar frá íslendingum
um aukinn sveigjanleika. Þar sem
slíkra vísbendinga hefur ekki orðið
vart telja ýmsir að ekki sé ástæða
til að efna til viðræðna um síldark-
vóta.
Korelskí er í för með Borís Jelts-
ín, forseta Rússlands, sem er í opin-
berri heimsókn í Noregi.
45 þúsund tonn af
úthafskarfa
Aætlað
verðmæti
tveir millj-
arðar kr.
ÁÆTLAÐ er að úthafskarfakvóti
íslendinga á þessu ári geti skilað
aflaverðmæti upp á um tvo milljarða
íslenskra króna, að mati Þjóðhags-
stofnunar. Kvóti íslendinga verður
45 þúsund tonn, eða sem samsvarar
52.200 tonnum upp úr sjó. Sam-
kvæmt tölum frá Fiskifélaginu má
áætla að um 50 kr. fáist fyrir kílóið
af úthafskarfa.
Uthafskarfaveiðar íslendinga eiga
sér ekki langa sögu. Tilraunaveiðar
hófust árið 1989 þegar um 1.000
tonn veiddust en ári síðar var aflinn
kominn upp í 4 þúsund tonn. Síðan
má segja að hann hafi því sem næst
tvöfaldast á ári. Árið 1991 veiddu
íslendingar 7.500 tonn af úthafs-
karfa, 14.000 tonn árið 1992 að verð-
mæti um 678 milljónir króna, 20.000
tonn 1993 að verðmæti 932 milljónir
króna og 47.000 tonn árið 1994 að
verðmæti 2.037 milljónir króna. Á
síðasta ári varð aflinn aðeins um
28.000 tonn en á veiðitímabilinu stóð
yfir sjómannaverkfall sem dró mjög
úr sókninni.
NOKKRIR tugir barna úr leik-
skólum á Seltjarnarnesi tóku í
gær fyrstu skóflustungurnar
að nýjum leikskóla á homi
Nesvegar og Suðurstrandar.
Börnin vora eins og nærri má
geta stolt yfir því að fá að taka
þátt í framkvæmdum við nýja
skólann. Eftir að hvert þeirra
hafði grafið holu tóku stór-
virkar vinnuvélar við.
Böm grafa
fyrir
leikskóla
Fjórar deildir verða í leik-
skólanum fyrir samtals 80
börn. Með breytilegum vistun-
artíma er gert ráð fyrir að
hann geti þjónað allt að 130
börnum. Þegar skólinn verður
kominn í notkun verða leik-
skólamál komin í gott horf á
Seltjarnarnesi. Aætlaður
kostnaður við byggingu leik-
skólans er 49,3 milljónir. Bygg-
ingin á að verða tilbúin 15.
október nk.
Andlát
GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON
GUÐLAUGUR Þor-
valdsson, fyrrverandi
háskólarektor og rík-
issáttasemjari, er lát-
inn á sjötugasta og
öðru aldursári. Hann
hafði átt við veikindi
að stríða um nokkurt
skeið.
Guðlaugur fæddist
í Grindavík 13. októ-
ber 1924. Foreldrar
hans voru Stefanía
Tómasdóttir húsmóðir
og Þorvaldur Klem-
ensson útvegsbóndi.
Guðlaugur varð stúd-
ent frá MA 1944 og lauk viðskipta-
prófi frá Háskóla íslands árið
1950. Guðlaugur starfaði hjá Hag-
stofu íslands 1950-1966. Hann
var ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu 1966-67
og prófessor við við-
skiptadeild Háskóla
íslands 1967-1979.
Guðlaugur gegndi
starfi háskólarektors
1973-1979. Árið 1979
tók hann við starfi rík-
issáttasemjara og
gegndi bví til starfs-
ioka árið 1994.
Guðlaugur gegndi
mörgum trúnaðar-
störfum. Hann sat í
stúdentaráði Hl
1946-47, var formað-
ur Félags viðskipta-
fræðinema 1946-47, formaður
Félags viðskiptafræðinga
1951-56, formaður Starfsmanna-
félags Stjórnarráðsins 1959-60,
stjórnarformaður Happdrættis HÍ
1969-79, stjórnarformaður Líf-
eyrissjóðs bænda 197U78, stjórn-
arformaður Stofnunar Árna
Magnússonar 1973-79, sat í
stjórn Vísindasjóðs 1975-78 og í
stjórn Norræna hússins 1978-90
þar af í átta ár sem formaður.
Hann sat ennfremur í mörgum
nefndum á vegum stjórnvalda,
Háskóla íslands og Norræna fé-
lagsins.
Guðlaugur bauð sig fram til
embættis forseta íslands árið 1980
og hlaut næstflest atkvæði á eftir
Vigdísi Finnbogadóttur.
Guðlaugur hlaut riddarakross
Hinnar íslensku fálkaorðu árið
1975 og stórriddarakross árið
1979.
Guðlaugur var kvæntur Krist-
ínu Kristinsdóttur og eignuðust
þau fjóra syni.
Þingmenn Reykjaneskjördæmis vilja
lýsingu Reykjanesbrautar í forgang
Aætlaður kostnað-
ur 160 milljónir kr.
ÞINGMENN Reykjaneskjördæmis
hafa á fundi með Vegamálastjóra
samþykkt að ráðist verði í lýsingu
Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að
Leifsstöð og er stefnt að því 'að verk-
inu verði lokið fyrir næsta vetur.
Áætlaður kostnaður við lýsinguna er
um 160 milljónir króna, en að sögn
Kristjáns Pálssonar alþingismanns
er talið að með lýsingunni eigi slysa-
hætta á Reykjanesbraut að minnka
um 30% frá því sem nú er.
Kristján sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þingmenn Reykjanes-
kjördæmis hefðu ákveðið að lýsing
Reykjanesbrautar yrði forgangsverk-
efni í vegamálum í kjördæminu á
þessu ári.
„Samkvæmt erlendum stöðlum um
hættumat er hættustuðullinn 0,37
fyrir Reykjanesbraut en með lýsingu
næst hann niður í 0,26 og því er nokk-
um veginn verið að minnka siysahætt-
una um 30%. Framkvæmdin kostar
lítið miðað við aðrar framkvæmdir
sem myndu minnka þennan stuðul
meira. Þetta er talið kosta tæpar 160
milljónir en með útboðum eru menn
sammála um að þetta eigi að geta
farið verulega niður fyrir það,“ sagði
Kristján.
Tvær milljónir bíla árlega
Hann sagði að ef þriðju akreininni
yrði bætt við Reykjanesbraut næðist
hættustuðullinn niður í 0,20, en sú
framkvæmd með gatnamótum og
öðru myndi kosta yfir 600 milljónir
króna. Ef brautin yrði tvöfölduð frá
því sem nú er yrði kostnaðurinn um
1,3 milljarða króna, en þá myndi
hættustuðullinn lækka niður í 0,10.
„Með lýsingu Reykjanesbrautar
næst þama verulegur árangur í fyrir-
byggjandi aðgerðum á mjög skömm-
um tíma fyrir tiltölulega litla fjár-
muni. Tvöföldun Reykjanesbrautar
hefur verið ofarlega á blaði hjá Suður-
nesjamönnum, en ég held að þeir séu
almennt ánægðir með að sjá þetta sem
fyrsta áfanga. Um þessa braut fara
á hveiju ári um 5 milljónir manna eða
um 2 milljónir bila, og okkur fínnst
mjög margt styðja þá ákvörðun að
þetta verði gert að forgangsverkefni,“
sagði Kristján.
I
ft
ft
i
ft
ft
I
:
ft
i
i
i
i
(
i