Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Aðsókn eykst í myndlistarnám Stefnt er að því að Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti verði kjamaskóli meðal annars á listasviði, enda er þar um metnaðarfulla starfsemi að ræða. Hildur Friðriksdóttir ræddi við Sigríði Candi deildar- stjóra, sem hefur verið starfandi við skólann nánast frá upphafí og tekið þátt í mótun deildarinnar. Morgunblaðið/Kristinn SIGRÍÐUR Candi segir að nafngiftinni „kjarna- skóli“ hafi ekki fylgt nein skilgreining en skólinn hljóti þó að verða öðrum fyrirmynd á því sviði. MYNDLISTADEILD Fjölbrauta- skólans í Breiðholti (FB) var sett á laggimar strax og skólastarf hófst haustið 1975. Frá upphafí var lagð- ur metnaður í að gera námið vel úr garði. Hefur aðsóknin farið vax- andi ár frá ári og eru nemendur nú um 230, þar af um 50 í kvöld- skóla. Sigríður Candi deildarstjóri listasviðs segir að svo undarlega sem það kunni að hljóma hafi að- sóknin á undanförnum árum aukist í hlutfalli við vaxandi atvinnuleysi. Nemar af öllu landinu Sambærilegt nám er hvergi að finna í skólakerfinu nema í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands (MHÍ) og Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA), enda hafa nem- endur víðs vegar að af landinu sótt námið í FB. Fjölbrautaskólinn og Verkmenntaskólinn hafa gert samning við MHÍ um að með þessu fornámi komist nemendur, sem hafa lokið prófum, inn á annað ár skólans án inrrtökuprófs. Að sögn Sigríðar er þó alltaf eitthvað um að nemendur fari í erlenda lista- skóla eftir að hafa brautskráðst frá skólanum eða fara í Kennarahá- skóla íslands og þá oftast í handa- vinnudeildir. Af listasviði FB hafa á undan- förnum árum útskrifast 15-20 nem- endur. Fyrstu árin voru þeir mun færri eða 6-8 og síðan um það bil tíu nemendur til fjölda ára. Er nú orðið þröngt um starfsemi lista- deildarinnar og einkum um þá nem- endur sem eru á síðasta ári, að sögn Sigríðar. „Á næsta ári verða nemendur í lokaáfanga 35 og því verður einhver breyting að fara fram nú í vor fyrir næsta skólaár," sagði hún. Hún bendir á að skólinn sé ekki fullbyggður miðað við upphaflegar áætlanir. Þegar stjórnvöldum hafí verið bent á að húsakostur væri orðinn þröngur hafi ákvörðun menntamálaráðuneytis verið að flytja hluta iðngreina í burtu til þess að auka rými í stað þess að byggja nýtt húsnæði. „Verði mikill hluti verklegra greina, s.s. mat- vælasvið og tæknisvið flutt yfir í aðra skóla eru menn hræddir um að fjölbrautaskólarnir færist í svip- að horf og menntakerfið var áður, þ.e. að úr þeim verði hefðbundinn menntaskóli, ef til vill með ein- hveiju sérsviði.“ Ákvörðun ráðuneytisins er að flytja málmiðnaðarbraut frá FB yfir í Borgarholtsskóla, en óvíst er hvort matvælasvið verður einnig ...flutt frá skólanum. Hins vegar er stefnt að því að FB verði kjarna- skóli í myndlist. Þegar Sigríður er spurð hvað það þýði í reynd, segir hún að þeirri nafngift hafi ekki fylgt nein skilgreining. „Maður hef- ur á tilfinningunni að ætlast sé til að hugmyndir að uppbyggingu og skipulag á námi komi héðan. Þann- ig gætu aðrir skólar notið góðs af því að við erum búin að móta náms- braut okkar að einhverju leyti. Þeir skólar gætu þá hugsanlega byggt upp eitthvað svipað hjá sér. Þetta er mín tilfinning, án þess að þessi skilgreining hafi nokkru sinni verið sett á prent.“ Sömu áherslur og í MHÍ Sigríður hefur starfað við myndlistadeildina frá árinu 1976 eða ári eftir að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tók til starfa og segir að þá hafi verið kenndar mun fleiri greinar. „Ég kenndi til dæmis vefn- að en einnig var kennd auglýsinga- teiknun, textílvinna, tauþrykk, smíðisgreinar og grafískar greinar. Við höfum breytt þessu í tímans rás og einbeitt okkur að sömu grein- um og MHÍ er með í fornáminu, þ.e. form- og litafræðinni. Þeir nem- FYRSTA árs nemi spreytir sig við form og liti, endur sem fara síðan í MHÍ velja sér þar ákveðnar leiðir eins og að fara í auglýsingadeild, textíl-, mál- ara- eða höggmyndadeild." Hún tekur fram að það hafi ver- ið geysilega skemmtilegt að starfa með þeim mikla hugsjónamanni sem Guðmundur Sveinsson var og móta starfsemi deildarinnar nánast frá byijun. Guðmundur var fyrsti skólastjóri FB og brautryðjandi þess að tengja saman bóknám og verknám. í fyrstu voru einingar í listgreinum ekki eins margar og nú þó að það hafi fljótlega breyst. Hugmyndir Guðmundar voru að nemendur tækju ákveðinn kjarna af áföngum sama hvort þeir væru á heilsugæslu-, myndlista- eða tæknisviði. Vilji nemendur breyta um svið eiga hvergi að vera blind- götur heldur á að vera auðvelt að skipta á milli með því að nýta þær einingar sem lokið hefur verið við. Algengt er að nemendur úr öðr- um deildum ljúki 140 einingum til stúdentsprófs, en nemendur af listasviði ljúka 156 einingum, þar af 56 einingum í verklegum grein- um. „Það er ómögulegt að koma öllum þessum einingum fyrir á fjór- um árum, svo námið tekur 4'/2-5 ár af listasviði,“ segir Sigríður og bætir við að verið sé að kanna hvort hægt sé að fella niður einhverjar einingar þannig að námið verði sambærilegt að lengd við annað nám í skólanum og þá á kostnað verklegra tíma. „Við getum ekki minnkað bóklega þáttinn, ef námið á að veita réttindi inn í háskóla," segir hún. skólar/námskeið Foreldraráð er bakhjarl skólans en án valds nudd ■ Ungbarnanudd veitir bornunum ró og vellíðan og for- eidrunum ógleymanlegar samverustund- ir með þeim. Nánari upplýsingar í síma 554 1734 hjá Ragnheiði. myndmennt ■ Glerbræðslunámskeið með Krissy Ellis verða haldin 19.-21. aprfl og 26.-28. apríl. Þetta er 4. árið sem Krissy kennir hér. Þeir, sem eiga pantað, eru beðnir að staðfesta strax. Nökkvavogi 19, sími 553 0659. skjalastjórnun ■ Inngangur að skjalastjórnun Námskeið, haldið 1. og 2. aprfl (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjórnun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjöl í síma 564 4688, fax 564 4689. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.treknet.is/tr. E3i Tölvuskóli Reykíavíkur -HiirRamim 5tW9.: „GRUNNSKÓLALÖGIN segja ákveðið að foreldraráð eigi að skoða skólanámsskrána og áætlanir skólanefndar og hafa þannig yfir- sýn yfír fyrirætlanir sem varða for- eldra og börn þeirra. Þannig horfir foreldraráðið í tvær áttir og fylgist með báðum aðilum sem hafa ábyrgð á skólahaldinu, þ.e. skólanum og skólanefnd,“ sagði Hrólfur Kjart- ansson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, spurður um hlutverk foreldraráða. En nokkuð hefur bor- ið á því að foreldrum, skólastjórn- endum, kennurum ogjafnvel sveit- arstjórnum sé ekki ljóst hvert hlut- verk foreldraráða er, þrátt fyrir að langt sé liðið á skólaárið. Ekki til höfuðs skólunum Hrólfur kvaðst hafa orðið var við þann misskilning hjá sumum skóla- stjórnarmönnum að foreldraráð væru sett þeim til höfuðs. „Þeir gleyma því að foreldraráðið á alveg eins að fylgjast með áætlunum skólanefndar, t.d. um byggingar, skólaakstur, viðhald húsa, kaup á kennslubúnaði o.fl. Foreldraráð er þar með orðið bakhjarl og stuðning- ur skólans,“ sagði hann. Skóla- nefndir eru starfsnefndir sveitar- stjórna. í Reykjavík heitir skóla- nefndin Skólamálaráð. ! Hrólfur benti einnig á að skóla- námsskrá væri eins konar rökstudd áætlun starfsmanna skóla. Með henni útskýri kennarar hvaða markmiðum þeir ætli að ná og hvernig. Hún gegni því veigamikla hlutverki að vefa tæki til skólaþró- unar og sé grundvöllur umbóta. Væru einhverjar áætlanir í skóla- námskránni sem foreldrar vildu gera athugasemdir við ættu þeir að snúa sér til skólans. Hrólfur sagði hins vegar óljóst hvenær foreldraráðin væru komin út fyrir verksvið sitt og hvenær ekki. „Engar haldbærar reglur eru til um það. Hins vegar spái ég því að reynslan verði allt önnur strax næsta vetur þegar menn hafa feng- ið reynslu. Ég hef þá trú að foreldraráðin festi sig í sessi smátt og smátt.“ Aðspurður hvort fólk hefði leitað til ráðuneytisins, sagði Hrólfur að aðallega hefði verið spurst fyrir um gögn auk þess sem tilkynningar hefðu borist um stofnun ráðanna. „Menn báðu fyrst í haust um reglu- gerð en ráðuneytið vildi ekkf.verða við því. í fyrsta lagi er engin reglu- gerðarheimild í grunnskólalögunum og í öðru lagi er ekki heppilegt að ráðuneytið segi foreldrum fyrir verkum þegar skólinn er kominn til sveitarfélaga.“ Hrólfur benti á.að greinin í grun- skólalögum um foreldraráð væri til- raun til að búa til formlegan vett- vang fyrir foreldra. Síðan væri það hlutverk foreldra að skipuleggja starfið. „Þar hefur enn einn mis- skilningurinn komið upp. Sumir halda að foreldraráðin hafi völd og geti gefið fyrirskipanir, en það er ekki svo. Foreldraráðin hafa engin formleg völd heldur er þetta form- legur vettvangur til samskipta, enda eru skólar og sveitarstjórnir skyldug að veita upplýsingar." Samskipti við skólanefndir Aðspurður hvort það væri í hlut- verki sveitastjórna að senda for- eldraráðum hvers skóla upplýsingar um áætlanir sínar, benti Hrólfur á að skólastjórnendur sætu fundi skólanefnda. „Þeir gætu því í sjálfu sér miðlað upplýsingum til foreldra um áætlanir. Þessi upplýsingagjöf getur einnig verið á ýmsan annan veg. Til dæmis eru fundargerðir skólanefnda opinber gögn og verði þeirri reglu komið á að foreldraráð fái reglulega sendar fundargerðir geta þau fylgst með því sem þar er að gerast. Foreldrar almennt eiga rétt til setu á fundum skólanefnda, en í stórum bæjum, þar sem marg- ir skólar eru, situr aðeins eitt for- eldri fyrir hönd allra skólanna, eins og til dæmis í Reykjavík."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.