Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Nýskipan í forsetaembætti Frá Gísla Helgasyni: NÚ STENDUR íslenska þjóðin frammi fyrir þeim vanda að velja sér forseta á sumri komanda. Hið íslenska lyngvinafélag, sem berst fyrir verndun lyngsins gegn lyng- varginum, rjúpunni, hefur löngum látið sig þjóðarhag varða og vill leggja sitt á vogarskálarnar til þess að forsetaembættið verði jafn far- sælt og fyrrum og haldi myndug- leik sínum. Vér í Hinu íslenska lyngvinafé- lagi höfum sætt oss við þá stað- reynd að enginn núlifandi karlmann geti gegnt þessu embætti. Hins vegar höfum vér fundið konu eina, hávaxna, dökkhærða, á sextugs aldri. Hún er af göfugum ættum sem rekja má langt aftur í aldir til höfðingja, talar fjölda tungumála og er mjög vön að koma fram er- lendis og hérlends. Hún uppfyllir allar kröfur til þeirra kvenna, svo að þær geti talist frambærilegar til embættis til forseta íslands. Þessi kona heitir Þórhildur Friðriksdóttir og skal nú gerð nánari grein fyrir henni. Faðir hennar, Friðrik Kristjáns- son, sonur Kristjáns Friðrikssonar, var krónprins íslands fram til 17. júní 1944. Friðrik gat sér og gott orð hér á landi á þriðja tug aldarinn- ar sem danskur hermaður og hafði auk þess mikinn áhuga á verndun iyngsins. Vegna þess hve Þórhildur er af göfugum ættum og vel gefin, viljum vér leggja til að þess verði farið á leit að hún taki að sér forsetaemb- ættið hér á landi til frambúðar og fái greitt fyrir samkvæmt fjölda embættisverka. Hún myndi dvelja hérlendis frá 16. júní ár hvert og fram að undandögum, en þá yrði Jörundar hundadagakonungs minnst með viðeigandi hætti. Haldin yrði hátíð við komudag Þórhildar. 17. júní yrði að sjálf- sögðu þjóðhátíðardagur vor, sem áður. 18. júní myndi haldinn hátíð- legur sem sérstakur karlréttinda- dagur. 19. júní yrði kvenréttinda- dagurinn haldinn og 20. júní yrði síðan almennur mannréttindadag- ur. Við embættistöku Þórhildar sem forseti lýðveldisins myndi sparast stórfé. Hægt væri að leigja Bessa- staði t.d. ríkum olíufurstum þá mánuði, sem Þórhildur Friðriksdótt- ir dveldi erlendis vegna anna, og standa þannig af kostnað við for- setaembættið. Þá myndu sparast umtalsverðir fjármunir vegna dag- peninga erlendis, en Þórhildur Frið- riksdóttir myndi njóta áframhald- andi skattfríðinda þann tíma, sem hún væri á launaskrá hér. Leigan af Bessastöðum myndi auk þess nægja fyrir áframhaldandi upp- greftri fornleifa þar og viðhaldi staðarins. Það er von hins íslenska lyng- vinafélags að þjóðin meti þessar tillögur að verðleikum og skorað verði á Þórhildi Friðriksdóttur að taka að sér embætti forseta Islands um ókomin ár. Við þetta myndi einnig sparast stór fé þar sem ekki þyrfti að efna til kosninga að loknu kjörtímabili. Sjái Þórhildur Frið- riksdóttir sér ekki fært að takast á hendur hið virðulega embætti foreta íslands, leyfum vér oss að leggja til að embætti verði boðið út á alþjóðlegum þjóðhöfðingja- markaði. Skilyrði væru þau að sá eða sú, sem tæki embættið að sér væri starfandi þjóðhöfðingi og þekkti einhver deili á landi og lýð þess. Óhjákvæmilega yrði að gera viðamikla stjórnarskrárbreytingu vegna þessa alls. Stjórnarmenn Hins íSlenska lyngvinafélags, sem eru að eigin sögn vel menntaðir og víðsýnir, munu að sjálfsögðu verða ríkisstjórn og alþingi til ráðuneytis við þessar stjórnlagabreytingar og vinna verk sín af þegnskap og í kyrrþey. GÍSLI HELGASON, Skildingatanga 6, Reykjavík. Eitt land, eitt ríki... Frá Ragnari Þór Péturssyni: „HVER segir að ég sé ekki undir sérstakri vernd Guðs?“ á Hitler eitt sinn að hafa sagt. Þessi orð leituðu á huga minn þegar ég innbyrði boð- skap Einars S. Jónssonar, formanns Norræns mannkyns. Þrátt fyrir sakleysislegt upphaf er áðurnefnd grein lítið annað en moldviðri hentiraka og rangfærslna í bland við gerræðislega trúaraf- stöðu. Einar heimtar brottrekstur ósam- stofna fólks úr landi en vill ólmur hleypa Jesú í hjarta sitt. Skítt með það þó að Jesú hafi verið a_f kyn- stofni Miðjarðarhafsbúa sem Islend- ingum eru dekkri á brún og brá. Guð hefur að sjálfsögðu ekki valið besta kynstofninn undir sína útvöldu þjóð og síðar sinn einkason. í raun, ef marka má Einar, er kynstofn inn útlendinga og skerða með því kaup og kjör hinna hreinræktuðu. Það er náttúrulega fyrir hreina illkvitni að erlent starfsfólk á ís- landi harðneitar að taka við mann- sæmandi launum fyrir vinnu sína. Allt _er það gert í þeim eina tilgangi að íslendingar hafi það skítt. Á sama hátt vita allir að af sömu hvöt- um hafa konur gert það að lífs- starfi sínu að tæta niður kaupið í hverri starfsstéttinni á fætur ann- arri. Við sáum þess gleggst dæmi með kennarastarfið. Annað dæmi um illgirni útlend- inga er ofsóknir múslima á hendur kristnum. Allir þekkja sögur af því hvernig arabar lokkuðu kristna menn til heimkynna sinna í kross- ferðunum. Með bros á vör létu arab- arnir síðan kristnu gestina brytja sig niður með það eitt að leiðarljósi að valda þeim skaða á sálinni. Það er ekkert gaman að höggva menn, konur og börn niður. Sé Gamla testamentið metið á sama hátt og við vestrænir menn, metum kóraninn, kemur í ljós að ef eitthvað er þá er kóraninn mild- ari í garð kvenna. Munurinn er bara sá að múslimarnir hlýða kór- aninum út í hörgul. Kristnir menn láta sér nægja að glugga í Nýja testamentið af og til og þróa með sér æðruleysi við lestur þess gamla. Þegar Guð bannar blóðgjöf, svína- kjötsát, blóðmörsát og annað í þeim dúr, meinar hann það ekki bókstaf- lega. Láttu prestinn þekkja kauða. í raun meinar Guð, og leggur áherslu á, einmitt það sem vestræn- um nútímamönnum hentar í það og það skiptið. Aðrir, sem ekki eru í svona góðu sambandi við Guð og fylgja einhveijum skruddum frem- ur en innsæi sínu á guðlegt eðli, eru öfgamenn og barbarar. Þeir eru altént ekki undir sérstakri vernd Guðs. RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON, Rauðamýri 16, 600 Akureyri. Nissan Sunny SLX 4x4 Artic Edition stati- on '95, gránsans., 5 g., ek. 11 þ. km., rafm. í rúðum, fjarst. læsingar, þjófavörn, álfelgur, toppgrind o.fl. V. 1.590 þús. Dodge Caravan LE 4x4 ’91, 7 manna, sjálfsk., ek. 91 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 1.980 þús. Nýr bfll (óekinn) Suzuki Sidekick JXi '96, grásans., 5 g. (bein innsp.), spegilrúður, toppgrind o.fl. V. 1.980 þús. MMC Lancer GLi Sedan ’93, rauður, 5 g., ek. 56 þ.km. Gott eintak. V. 920 þús. Pontiac Trans Sport SE ’92, rauður, sjálfsk., ek. 73 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.980 Mazda 121 1.3 16 ventla '92, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ. V. 750 þús. Tilboðsverð 650 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station ’94, steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasata Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Nissan Primera 2000 SLX 5 dyra '95, rauður* sjálfsk., ek. aðeins 5 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1.650 þús. Daihatsu Feroza 2000 SLX 5 dyra '95, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 5 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1.650 þús. Cherokee Country 4.0 L High Output '93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km. Gott eintak. V. 2.350 þús. Ford Bronco 302 cc ’76, læstur aftan og framan. Toppeintak, 36" dekk. Verð kr. 390 þús. Tilboðsv. 250 þús. BMW 316i '93, ek. 52 þ. km., 5 g., 4ra dyra, hvítur, 2 dekkjagangar. V. 1.600 þús. Sk. á dýrari jeppa, allt að 2,3 millj. V.W. Golf CL '92, 3ja dyra, hvítur, ek. 110 þ. km., fallegur bíll. V. 680 þús. 'Sk. é dýrari 4ra eða 5 dyra bíl. Toyota Landcruiser stuttur bensfn '88, steingrár, 5 g., 33" dekk, álfelgur. V. 1.190 þús. Sk. ód. Fiat Panda 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 43 þ. km., bíll í toppstandi. V. 390 þús. Suzuki Fox langur '86, hvítur, 33" dekk B-23 Volvo-vél. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bfll. V. 3.950 þús. Plymouth Voyager SE '95, 7 manna, blár, sjálfsk. (6 cyl.), ek. 18 þ.km. Rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 2.850 þús. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang- ur) '86, 5 g., ek. 220 þ.km. 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ.km. V. 960 þús. Nissan Patrol Turbo diesel langur '92, 5 g., ek. 156 þ.km., rafm. í rúðum, læst drif, áfelgur o.fl. V. 2.550 þús. Toyota Hi Lux Extra Cap '91, ek. 80 þ. km., plasthús, flækjur, 38" dekk, álfelgur, 5:71 drifhlutföll. No-Spin að aftan, geisla- spilari o.fl. V. 1.580 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33“ dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Toyota Hi-Lux Extra Cab '87, ek. 114 þ. km., 31“ dekk. Fallegur bíll. V. 680 þús. Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km., rafm. í rúðum, grjótagrind o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Mercedes Benz 190 '88, blárL4 g., ek. 134 þ. km. V. 1.080 þús. Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Renault Clio TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Trefjagifsplötur tií notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI * MJÖG GOn SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS PP &CO t>. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI553 8640 / 568 6100 Jesú meingallaður og ofbeldis- hneigður. Nú hlaupa þeir um með sprengjur tjóðraðar við sig og sprengja í tíma og ótíma. Allt er þetta sakir galla í kynstofni þeirra, að sjálfsögðu. Þetta hefur ekkert með ívilnanir hinna norrænu Breta að gera að senda á svæðið vestræna gyðingalandnema vopnaða rifflum og Biblíum. Einhver arabagen hafa svo slæðst í irska stofninn sem lýsir sér í sprengingafíkn þeirra. Það gerðist þó allt löngu síðar en áar Islend- inga rændu írsku kvenfólki til kyn- bóta íslenska stofnsins. „Niðurrifs- menn“ kallar Einar þá, sem „í fá- visku sinni og blindni“ vilja flytja Alfræði unga fólksins Alþjóðleg metsölubók (yfir tvær miljónir eintaka seld) ISLENSKA BÖKAÚTGÁFAN HF. Síðumúla 11 - Sími 581 3999 , „ Starlite CD-105 Ferðageislaspilari meó Ferðageislaspilari m/útvarpi heyrnartólum, straumbreyti o.fl. 0g kassettutæki. Verð kr. 13.900 stgr. Verð kr. 14.989 stgr. BRÆPURNIR DJ ORMSSON HF Lágmúla 8, s. 553 8820 Skynsamkgat fermingargjafir Midi Denver MC88 1 disks geislaspilari, útvarp og segulband. Verð Kr. 14.996 stgr. Lenco PPS 2024 1 disks geislaspilari, útvarp með 20 stöðva minni, segulband, fjarstýring með öllum aðgerðum, 200 W pmpo. Verð aðeins kr. 29.900 * ONWA Mini 3248 Hljómtækjasamstæða með útvarpi, magnara. tvöföldu kassettutæki, geislaspilara, stöðvaminni í útvarpi, fullkominni fjarstýringu og plötuspilara. Kr. 31.887 st l2L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.