Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést 23. mars. Ingibjörg Júnía Gísladóttir, Þorsteinn Gíslason. Elsa G. Jónsdóttir, Finnbogi Aðalsteinsson, Pétrún Pétursdóttir, Ólafur Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖGNI JÓNSSON lögmaður, lést á heimili sínu í Reykjavík 23. mars. Kormákur S. Högnason, Judith Hall Högnason, Guðrún E. Högnadóttir, Gunnar Högnason, Kristín Ósk Rfkharðsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BALDVINSDÓTTIR, Brekkutanga 1, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 23. mars sl. Útför hennar fer fram frá Lágafells- kirkju föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Baldur Snæland, Dagmar Sigurðardóttir, Óskar Þór Snæland, Karen Rebsdorf, Baldvin Snæland, Vigdfs Braga Gísladóttir og barnabörn. t Bróðir okkar, MAGNÚS BJÖRGVIN JÓNSSON, Öldugranda 3, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum þann 22. mars. Ólafur Jónsson, Unnur Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, GunnarJónsson, Eygló Jónsdóttir, Grétar Jónsson, Óli Garðar Jónsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VEIGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Túngötu 9a, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 14.00 Gylfi Þór Eiðsson, Guðmundur Gylfason, Sigrún Traustadóttir, Eiður Þór Gylfason, Kirstine Jensen, Guðbjörn Gylfason, Jónfna Helga Ólafsdóttir, Járnbrá Hrund Gylfadóttir og barnabörn. SVEINLAUG SIGMUNDSDÓTTIR + Sveinlaug Sig- mundsdóttir fæddist 30. júní 1922 á Hjarðarhóli í Norð- firði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 13. mars síð- astliðinn eftir stutta legu. Foreldrar Sveinlaugar voru Sigmundur Stefáns- son, skósmíðameist- ari í Neskaupstað, fæddur á Hólum í Norðfirði 5. nóvem- ber 1875, dáinn 18. febrúar 1953, og Stefanía Arnadóttir, fædd 6. febrúar 1886, dáin 1. júní 1960. Sigmundur Iærði skó- smiði og rak skósmíðaverkstæði í húsi sínu til dauðadags, þar sem nú er Miðstræti 1 í Neskaupstað. Húsið var gefið og er þar nú Náttúrugripasafn Neskaupstað- ar. Foreldrar Sigmundar voru Stefán Sveinsson, bóndi í Seldal, fæddur 27. júlí 1830, og Guðrún Ögmundsdóttir, f. 13. júní 1835. Foreldrar Stefaníu voru Arni Davíðsson, bóndi í Grænanesi í Norðfirði, og Guðríður Torfa- dóttir, f. 24. ágúst 1855. Svein- laug var þriðja yngsta þrettán systkina, en tíu systkini náðu fullorðinsaldri. Þeirra elst er Guðrún, f. 1908, þá Guðríður, f. 1909, d. 1993, Valborg, f. 1911, d. 1983, Stefán, f. 1912, Valgeir, f. 1913, d. 1980, Sigrún, f. 1915, Jóhann, f. 1917, d. 1987, Ingi, f. 1921, d. 1985, og Árnína, f. 1927. Sveinlaug giftist Baldri Leví Benediktssyni, rafvirkja- meistara, f. 20. júní 1919 á Barkarstöðum í Miðfirði, d. 21. nóv. 1973. Foreldrar Baldurs heitins voru Benedikt Björnsson, bóndi á Barkarstöðum, f. 24. febrúar 1885, og kona hans, Þá vissi ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir - bijósti veitir sár - er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi’ eg hér á jörð; er flutt mér var hin sára sorgarfregn, - er sálu mína og hjarta nísti’ í gegn - að þú hefðir háð þitt hinzta strið svo harla fjarri þeim, sem þú varst blíð. Þér þakka’ eg, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð þú striddir vel, unz stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu fjalla þakkartár. (Jóhann M. Bjamason) Stefanía. Látin er í Reykjavík móðursystir mín Sveinlaug Sigmundsdóttir eða Lauga frænka eins og við systkinin kölluðum hana. Sveinlaug ólst upp á Norðfirði hjá afa og ömmu í stórum systkinahóp en fluttist til Reykjavík- ur ung stúlka og réð sig í vist eins og þá tíðkaðist um ungar stúlkur. Einnig starfaði hún á Barnaheimili Sumargjafar um tíma. Um það leyti kynntist hún Baldri tilvonandi eigin- Jenný Karólína Sigfúsdóttir, f. 26. júni 1895. Börn Sveinlaugar og Baldurs eru fjögur: 1) Stefanía, lækna- ritari, f. 1947, gift Atla Snædal Sig- urðssyni, prentara, f. 1945. Þeirra börn: Sveinlaug, hjúkrun- arfræðingur, f. 1967, í sambúð með Sigurði Sigurðs- syni, húsasmið, f. 1964, þeirra börn, Atli Snædal, f. 1990, og Stefán Fannar, f. 1994. Sigurður Jóhannes, iðn- rekstrarfræðingur, f. 1970. Baldur Leví, stúdent f. 1975. 2) Jens Benedikt, kennari, f. 1952, í sambúð með Ragnheiði Þóru Grímsdóttur, kennara, f. 1948. Börn Ragnheiðar Þóru: Rann- veig Jóna, fóstra, f. 1967, hennar barn: Þórhallur, f. 1990. Margrét Huld, f. 1979, Sigríður Heiða, f. 1980. 3) Herbert Viðar, við- skiptafræðingur, f. 1957, kvænt- ur Margréti Lilju Reynisdóttur, húsgagnasmið, f. 1959. Þeirra barn: Brynhildur Mörk, f. 1994. Börn Margrétar: Danlel, f. 1985, og Kristrún Friðsemd, f. 1990. 4) Sigmundur Heimir, húsasmið- ur, f. 1958, kvæntur Arnfríði Eysteinsdóttur, sjúkraliða, f. 1964. Þeirra börn: Lilja Björk, f. 1988, og Baldur Þór, f. 1993. Sveinlaug lærði fatasaum og vann við þá iðn ásamt fleiri störf- um í Neskaupstað. Árið 1942 fluttist hún til Reykjavíkur og starfaði sem fóstra í Suðurborg í nokkur ár. Utför Sveinlaugar verður gerð þriðjudaginn 26. mars frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. manni sínum, en þau bjuggu lengst af í Akurgerðinu þaðan sem mínar fyrstu minningar um Laugu eru. Það var ailtaf gaman að koma til Laugu frænku, hún var svo hlý og alltaf glöð og kát, hörku dugleg og mynd- arkona á allt heimilishald auk þess að vera mjög gestrisin. Lauga var rétt liðlega fimmtug þegar Baldur dó. Þá duldist engum sem til þekktu hversu dugleg hún var. Með aðstoð barnanna var flutt úr Akurgerðinu í minni og hentugri íbúð og Lauga tók bílpróf sem átti eftir að koma sér vel síðar meir, því hún átti eftir að eiga þægilegan smábíl sem hún ferðaðist mikið á alla tíð. Fór hún meðal annars hring- veginn á þjóðhátíðarárinu ásamt Herberti og Heimi sonum sínum. Árið 1980 kom í ljós að Lauga gekk ekki heil til skógar, hún fór til London i mikinn hjartaskurð og var Iengi að jafna sig. Ég held að hjart- að hafi alltaf meira og minna háð henni það sem eftir var. En Lauga frænka kvartaði aldrei, var alltaf svo hýr og vel til höfð eldri kona, með fallegu silfurgráu lokkana sína og henni tókst að mestu að hyija hvað heilsufarið var í raun bágborið. Síðastliðið sumar fór hún í sína síðustu heimsókn á æskustöðvarnar í Norðfirði. Þar dvaldi hún hjá Sig- Minnismerki úr steini Steinn er kjorið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 > SÍMI 557 6677 KAUVN OK'tni rúnu systur sinni í um vikutíma. Seinustu misserin bjó Lauga í íbúð fyrir aldraða á Lindargötunni. Hún hafði komið sér þar vel fyrir og undi hag sínum vel. Við hjónin hittum þær mæðgur á förnum vegi í byrjun febr- úar. Það var greinilegt að það var farið að kvelda að hjá Laugu frænku og að veturinn hafði verið henni erf- iður. Samt var hún glöð og ánægð að vanda og var farin að hlakka til að kíkja við í afmælið mitt, enda alltaf verið selskapsmanneskja. Við ræddum aðeins um hannyrðir og hún sagðist vera að prjóna leista á litlu bamabarnabörn yngstu systur sinnar, svona var Lauga frænka, allt- af að hugsa um aðra. Þegar ég hitti Laugu í síðasta sinn hafði ég á tilfinningunni að ég yrði að koma því í verk fljótlega að heim- sækja hana, en ekki vannst tími til þess, Lauga var búin að kveðja áður. Blessuð sé minning hennar. Börnum hennar og öðru vensla- fólki votta ég mína dýpstu samúð. Valborg Einarsdóttir. I dag er kvödd hinstu kveðju mág- kona mín og vinkona Sveinlaug Sig- mundsdóttir. Við hjónin minnumst hennar með þakklæti og söknuði, gaman var þeg- ar hún kom með hópinn sinn í skó- greit ættarinnar í Barkarstaðagili. Þó svo hún gæti ekki unnið sjálf við hreinsun og áburðargjöf var alltaf sama elskulega viðmótið. Nú síðast 17. júní sl. þegar ættar- mótið var í Laxahvammi var hún hrókur alls fagnaðar. Hver dagur sem hún lifði var ævintýri. Eftir að Sveinlaug missti mann sinn, vann hún að uppeldi barna þeirra og bamabarna og fylgdist með þroska þeirra og framförum. Hin síð- ari ár átti hún við mikla vanheilsu að stríða, varð af þeim sökum að fara til Englands' í mikla læknisað- gerð, náði nokkurri heilsu en sótti aftur í sama farið. Hin síðari ár dvaldist hún á Lind- argötu 57, fallegri lítilli íbúð sem hún keypti sér í íbúðarblokk aldraðra og átti þar ánægjulegan tíma. Við þökkum þær stundir sem við áttum með henni og biðjum guðs- blessunar börnum hennar og öllum afkomendum, þau hafa mikið misst, þar sem hún er horfin sjónum, en miningin um góða konu lifir ætíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Arndís og Ragnar, Barkarstöðum. Nú þegar Sveinlaug, tengdamóðir mín, er borin til grafar, langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég geri mér grein fyrir því að þau orð verða fátækleg því að á stórum kveðjustundum eru viðeig- andi orð vandfundin. Fyrir u.þ.b. áratug var ég kynnt fyrir fíngerðri, hvíthærðri konu. Hún var bein í baki og bar sig vel. Þó var eftirtektarverðast i fari hennar hlýja handtakið og brosandi augun. Þessi kona var Sveinlaug verðandi tengdamóðir mín. Mér og mínum tók hún opnum örmum og við dætur mínar kom hún fram sem besta amma. Sveinlaug hafði einstakt lag á því að laða að sér fólk. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og oftast var hún fljót að finna það sem tengdi ættir saman. Oftar en ekki mundi hún eftir skemmtilegri sögu af ættingja viðmælanda. Þá var oft glatt á hjalla því Sveinlaug kunni þá list að láta sögupersónur halda reisn. Ég tek heils hugar undir með Guðmundu vinkonu Sveinlaugar þegar nún sagði: „Það er heiður að fá að kynn- ast svona fólki.“ Með virðingu og gleði í hjarta minnist ég Sveinlaugar. Þóra Grímsdóttir. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, _ Engjateigi s. 5884460
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.