Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilmæli í úrskurði séra Bolla vegna sóknarnefndarmanna og starfsmanna Tveir yrðu að víkja úr sókn- amefnd Langholtskirkju TVEIR sóknarnefndarmenn í Lang- holtskirkju eru óhæfir til að sitja í nefndinni ef tekið er mið af tilmæl- um séra Bolla Gústavssonar vígslu- biskups í úrskurði hans í deilunum í Langholtskirkju. Um er að ræða Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, gjaldkera sóknarnefndar og eigin- konu Jóns Stefánssonar organista, og Margréti Leósdóttur, sóknar- nefndarmann og kirkjuvörð. Baldur Kristjánsson biskupsritari segir að tilmælin eigi fyrst og fremst við í stærri sóknum með launaða starfs- menn. í úrskurðinum er tekið fram að mikilvægt sé að stjórnsýslunefndir gæti hlutlægni í störfum sínum og því hafi verið litið svo á að óæski- legt sé að þeir einstaklingar eigi sæti í þeim nefndum sem fyrirsjáan- legt sé að muni oft verða vanhæfir til meðferðar einstakra mála á grundvelli hinna sérstöku hæfis- reglna í 3. gr. stjórnsýslulaga. Það sjónarmið eigi tvímælalaust við sóknarnefnd í svo ijölmennri sókn sem Langholtssókn sé. „Með vísun til þess,“ segir í úr- skurðinum, „er rétt að þeir einstakl- ingar víki úr sóknarnefnd Lang- holtssóknar sem annaðhvort eru sjálfir starfsmenn sóknarinnar eða eru venslaðir sóknarpresti eða ein- hveijum starfsmönnum sóknarinn- ar með þeim hætti sem greinar í 2. tl. 3. gr. stjórnsýsluaga," segir ennfremur og tekið er fram að eðli- legt sé að það gerist á næsta aðal- safnaðarfundi." „Mér sýnist að í úrskurðinum sé mælt með því að launaðir starfs- menn sókna og/eða makar þeirra séu ekki í sóknarnefndum vegna hugsanlegs hagsmunaágreinings,“ sagði Baldur Kristjánsson biskups- ritari í þessu samandi og tók fram að ekki væri um eindregin fyrir- mæli að ræða heldur gæti starfs- maður verið í nefndinni og vikið sæti þegar um hans mál væri fjall- að. „Tilmælin gilda fyrst og fremst í stærri sóknum sem eru með laun- Morgunblaðið/Kristinn FJÖLMENNI var við messu í Langholtskirkju á sunnudaginn. Eftir langt hlé lék Jón Stefánsson organisti á orgelið á meðan séra Flóki Kristinsson sóknarprestur messaði. Kór Langholtskirkju söng af fremstu sætaröðum kirkjunnar. aða starfsmenn. í minni sóknum er kirkjustarfið borið uppi af um- hyggju og eldmóði án nokkurra launa. Almennt séð í dreifbýli ætti úrskurðurinn því ekki að hafa áhrif einfaldlega vegna þess að þar er presturinn iðulega eina manneskjan á launum, þótt hann sé ekki á laun- um hjá söfnuðinum, er hann starfs- maður kirkjunnar," sagði hann. Hann taldi ólíklegt að margir mak- ar sóknarpresta væru í sóknar- nefndum. Mörk um vinnuframlag Hann taldi eðlilegt að sett væru ákveðin mörk vegna vinnuframlags. „Þótt einhver sóknarnefndarmaður sé í lítilsháttar starfi, t.d. þiggi ein- hver lítiisháttar laun fyrir að vera með sunndagaskóla eða eitthvað slíkt, er ekki þar með sagt að hann SÉRA Bolli Gústavsson vígslubiskup þakkar séra Flóka Kristinssyni sóknar- presti fyrir messuna að henni lokinni. sé vanhæfur. Að mínu viti er þetta orðið umhugsunarefni þegar um er að ræða hálft starf eða meira.“ Hjá Guðmundi E. Pálssyni, for- manni sóknarnefndar Langholts- sóknar, kom fram að tilmælin ættu við um tvo sóknarnefndarmenn. Hann sagðist hins vegar ekki vita hvort eða hvernig tilmælin hefðu áhrif á setu þeirra í nefndinni. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, annar um- ræddra sóknarnefndarmanna, sagðist vera að velta því fyrir sér hvort hún myndi bregðast við til- mælunum og yrði búin að gera upp hug sinn fyrir aðalsóknarnefndar- fundi á vordögum. Hins vegar tók hún fram að víða úti á landi væru sóknarnefndarmenn skyldir starfs- mönnum kirkjunnar og því væri hætt við því að margir þyrftu að víkja ef tilmælin ættu að eiga við í öllum sóknum. Eldur í söluturn- inum Pinnanum Vestmannaeyjum. Morgunblaðid. TALSVERÐAR skemmdir urðu á söluturninum Pinnan- um í Vestmannaeyjum er eldur kom þar upp seint á sunnu- dagskvöld. Að sögn lögregl- unnar í Eyjum var slökkviliðið ræst út laust fyrir miðnætti. Sprenging hafði þá orðið í Pinnanum og er talið að ga- skútur hafi sprungið, en rann- sókn eldsupptaka er ekki lokið. Elías Baldvinsson, slökkvil- iðsstjóri, sagði að mikill reykur og eldur hefði verið á lager söluturnsins er slökkviliðið kom að en greiðlega hefði gengið að ráða niðurlögum eldsins. Hann sagði að greini- legt hefði verið að talsverð sprenging hefði átt sér stað því rúður hefðu sprungið úr og einnig hefði hurðarkarmur söluturnsins sprungið af. Elías sagði að miklar skemmdir hefui orðið í söluturninum, bæði á tækjum og myndbönd- um sem þar voru til leigu og öðru innanstokks. Eigandi Pinnans var í sölut- uminum er sprengingin varð og brenndist hann á eyra en slapp að öðru leyti við meiðsl að sögn lögreglunnar. Brottfluttir 126 fieiri en aðfluttir FYRSTU tvo mánuði ársins fluttust 512 manns til landsins en 638 af landi brott, eða 126 fleiri en aðfluttir. Á sama tíma- bili í fyrra fluttust 410 til landsins og 506 frá landinu, og fyrstu tvo mánuði ársins 1994 fluttust 355 til landsins og 338 frá landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands fluttu flestir brottfluttra á þessu ári til ein- hvers hinna Norðurlandanna. Flestir fluttust til Danmerkur, eða 392, til Noregs fluttu 89 og til Svíþjóðar 76. Biskup segist ekki hafa ráðlagt sóknarnefnd að veita Jóni Stefánssyni leyfi Skipulagning' og veit- ing leyfa alfarið á valdi sóknarnefndar HERRA ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands, segist ekki hafa ráðlagt sóknarnefnd Langholtssóknar að veita Jóni Stefánssyni umbeðið leyfi yfir jólahátíðina eins og fram hefur komið í tengslum við úrskurð séra Bolla Gústavssonar vígslubiskups í deilunum í sókninni. Hann segist hins vegar hafa sagt Guðmundi E. Pálssyni, formanni sóknarnefndar, að skipulagning og veiting leyfa væri alfarið á valdi sóknarnefndar. Guðmundur leggur áherslu á að ákvörðun um að veita Jóni leyfi hafi verið sjálfstæð ákvörðun sókn- arnefndarinnar. Herra Ólafur segir að Guðmundur hafi hringt heim til hans fyrir jólin. „Mér komu fréttir hans um að Jón væri að fara fram á frí algjörlega í opna skjöldu. Ég spurði hvort hann ætti inni leyfi hjá söfnuðinum og hann svaraði því til að á því væri ekki nokkur vafí. í framhaldinu tók ég svo fram að skipulagning og veit- ing leyfa starfsmanna safnaðanna væri alfarið á valdi sóknarnefnd- anna. Sjálfur hef ég ekki komið nærri því að ijalla um leyfi organ- ista síðan við Guðni Þ. Guðmundsson vorum í góðu samstarfi í Bústaða- kirkju," sagði herra Ólafur og lagði áherslu á að eðlilegt væri að prestur og organisti töluðu saman um hve- nær leyfi væru tekin, „en að biskup fari að skipta sér af leyfum starfs- manna safnaðanna er náttúrulega alveg út í hött. Jafnvei þótt söfnuð- urinn sé hinn frægi Langholtssöfn- uður í Reykjavík." Herrá Ólafur sagðist ekki vita hvaðan sú hugmynd, að hann hefði ráðlagt sóknarnefndinni að veita Jóni Stefánssyni leyfið, væri komin. Atburðarásin væri raunar farin að minna sig á furðuleikrit. „Úrskurð- urinn er kveðinn upp af séra Bolla Gústavssyni af því að ég taldi víst að mín persóna yrði aðalatriðið en ekki úrskurðurinn sjálfur ef ég kvæði hann upp. En í staðinn fyrir að fjalla um úrskurðinn er allt í einu farið að leita uppi eitthvað sem hægt er að klína á mig. Að ég hafi átt þátt í því að Jón Stefánsson fór frí. Ég hafði ekki hugmynd um að honum hefði dottið þetta í hug.“ Séra Flóki aðstoðaður Herra Ólafur segist hafa fregnað að séra Flóki hafi haldið því fram að hann ætti sök á því að messur hafi ekki verið með eðlilegum hætti í Langholtskirkju. „Séra Flóki hringdi í mig eftir að samstarfíð við Ragnar Jónsson varaorganista var runnið út í sandinn og sagði skyldu mína að sjá til þess að hann gæti messað með eðlilegum hætti í Lang- holtskirkju. Næsta morgun talaði ég því við Kjartan Sigurjónsson, for- mann Félags íslenskra orgelleikara, og fékk vilyrði hans fyrir því að engin afskipti yrðu af því að annar orgelleikari kæmi að orgelinu í Langholtskirkju. Síðan ræddi ég við Guðmund Pálsson og Jón Stefánsson og fékk sömu svör. Flóki hafði hringt í Eirík Tómasson lögmann, sem var að vinna með mér að úrskurðinum, sama kvöld og hann hringdi í mig og Eiríkur hafði talað við formann Félags íslenskra hljóðfæraleikara og fengið sömu svör. Ekki yrði lagður steinn í götu orgelleikara í Lang- holtskirkju þótt Jón væri í fríi,“ sagði hann og tók fram að um hádegið hefði séra Flóki hins vegar tilkynnt honum að hann væri hættur við að hafa orgel. „Hann ætli að messa án hljóðfæraleiks." Herra Ólafur lagði áherslu á að hann hefði ekkert vitað um að Jón Stefánsson ætlaði í frí. „Ég lagði mig allan fram, eftir að séra Flóki og Ragnar Jónsson skildu, til að fá leyfi fyrir því að annar organisti mætti vera í kirkjunni og ég lagði alla áherslu á og lagði mig allan fram um að fá Jón og séra Flóka til að slíðra sverðin yfir hátíð jól- anna, friðar og fagnaðar og þakk- lætis yfir fæðingu frelsarans. Áð ég hafi reynt að trufla eðlilegt helgi- hald í Langholtskirkju er eins fjarri sannleikanum og svo margt annað sem borið er á borð fyrir fólk í þess- ari vitleysu." Óheppilega stuttur fyrirvari og tímasetning á leyfi Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju, hef- ur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar fullyrðingar að biskup ís- lands hefði haft áhrif á ákvörðun sóknarnefndarinnar um að veita Jóni Stefánssyni leyfþ frá 24. desember til 15. janúar sl. í henni kemur fram að persónulegt símtal Guðmundar við biskup uppúr miðjum desember hafi ekki verið lagt fyrir sóknarnefnd sem grundvöllur að ákvörðun sókn- arnefndar um að veita Jóni Stefáns- syni umbeðið leyfi og reyndar ekki nefnt á þeim fundi. „Þannig að það var sjálfstæð ákvörðun sóknarnefndar að veita Jóni Stefánssyni leyfið og var sam- þykkt á sóknarnefndarfundi 20.12.95 með öllum greiddum at- kvæðum, 1 sat hjá,“ segir í yfírlýs- ingunni. í meðfylgjandi svarbréfi til Jóns vegna leyfisbeiðni er tekið fram að sú leið að biðja um leyfi með sex daga fyrirvara og á þessum tíma árs sé ákaflega óheppilegt. En með tilliti til þess sem á undan sé gengið og með skírskotun til viðtala og bréfa sem farið hafi milli hlutaðeig- andi sjái sóknarnefndin sér ekki annað fært en að veita umbeðið leyfí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.