Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þórhildur Þorleifsdóttir ráðin leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur til ársins 2000
Eger í
ræktun-
arhug
Morgunblaðið/Kristinn
LEIKFÉLAGSFÓLK samgleðst Þórhildi Þorleifsdóttur á félagsfundinum í gær en hún
var jafnframt afmælisbarn dagsins ásamt Sigurði Karlssyni formanni LR.
LEIKHÚSRÁÐ Leikfélags Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að ráða Þórhildi Þorleifsdóttur í starf
leikhússtjóra til 31. ágúst árið 2000. Hlaut hún
þrjú atkvæði stjórnar Leikfélagsins en fulltrúi
borgarstjóra í ráðinu sat hjá.
Sigurður Karlsson, formaður LR, sem gerði
grein fyrir ráðningu Þórhildar á félagsfundi í
gær, sagði meðal annars að niðurstaða ieikhús-
ráðs hefði, að vel athuguðu máli, verið sú að
auglýsa stöðuna ekki að þessu sinni, heldur leita
í þann hóp sem sótti um hana síðastliðið haust.
Að sögn Sigurðar var ákvörðunin að bjóða Þór-
hildi starfið byggð á vinnunni sem þá var unnin.
„Við teljum að þessi niðurstaða sé bæði góð og
skynsamleg og verði Leikfélagi Reykjavíkur til
farsældar."
„Þetta er stór stund í mínu lífi,“ sagði Þórhild-
ur í fyrsta ávarpi sínu til félagsmanna í LR.
Kvaðst hún líta fram á veginn með tilhlökkun í
huga en auðvitað líka með kvíða. Ráðninguna
hefði borið«að með bráðum hætti og því mætti
hún ekki jafnvel undirbúin til leiks og hún hefði
kosið. „En auðvitað koma fjörutíu ár í leikhúsi
til með að nýtast mér.“
Þórhildur hefur aldrei verið félagi í Leikfélagi
Reykjavíkur og ekki starfað innan vébanda þess
í áratug. Sagðist hún þó vonandi eiga eftir að
læra fljótt að rata í Borgarleikhúsinu — bæði í
eiginlegum og óeiginlegum skilningi — og bætti
við að aðstoð félagsmanna yrði vel þegin. „Fyrsta
skylda mín er að kanna hug allra starfsmanna
til starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og læra að
þekkja drauma þeirra og vonir.“
Mun endurskoða uppsagnir
í samtali við Morgunblaðið sagðist Þórhildur
vera í ræktunarhug, þótt ekki yrði framhjá því
horft að erfíðleikar hefðu steðjað að Leikfélaginu.
Fólk væri hins vegar sjaldan tilbúnara til átaka
og samstöðu, heldur en einmitt að undangengnum
erfiðleikum og umróti.
Stefna og starfsmannamál eru málefni sem
Þórhildur kvaðst ekki vera í stakk búin til að
ræða til hlítar að svo stöddu en sem kunnugt er
hugðist Viðar Eggertsson, sem leikhúsráð vék
úr starfí leikhússtjóra á dögunum, gera breyting-
ar á leikarahópi LR fyrir næsta vetur. Sagði
Þórhildur að sér væri ekki enn kunnugt um lög-
formlega stöðu þeirra mála. „Ég þarf að kynna
mér vel hvernig gengið hefur verið frá uppsögnum
og ráðningum. Ég reikna hins vegar með að
endurskoða uppsagnir enda er algjört gru'ndvall-
aratriði að reyna að styrkja og stækka þennan
leikhóp eins og hægt er. Þá hlýtur það alltaf að
vera skylda hvers leikhússtjóra að halda í eða
laða að þá starfskrafta sem honum þykja girnileg-
astir hveiju sinni.“
Þórhildur dró enga dul á að vinna þyrfti kapp-
samlega að verkefnavali á næstunni enda hefði
hún þegar tapað hálfu ári til þeirra starfa. „Ég
mun auðvitað fyrst líta til þeirrar vinnu sem þeg-
ar hefur verið unnin — annað myndi flokkast
undir heimskulegt stolt — og sjá hvað mér líst á
þar. Okkur liggur á og ég verð því eftir föngum
að stytta mér leiðir."
Að sögn Þórhildar gegnir sama máli um afmæl-
issýningu í tilefni af hundrað ára afmæli Leikfé-
lagsins í janúar 1997. „Mér hefur ekki gefíst ráð-
rúm til að lesa verkin sem þegar hafa verið borin
undir leikhúsráð og þótt ég þekki til grísku harm-
leikjanna verður að skoða þessi mál í samhengi."
Ornólfur Thorsson, fulltrúi borgarstjóra í leik-
húsráði, bókaði þá afstöðu sína á fundi ráðsins
15. mars síðastliðinn að hann sæi ekki ástæðu
til að koma að ráðningu nýs leikhússtjóra að sinni.
I bókun við atkvæðagreiðslu á fundinum í gær
tekur Örnólfur fram að sú afstaða hafi ekki breyst.
Það megi því líta svo á að stjórn LR hafi verið
að ráða félaginu leikhússtjóra, ekki leikhúsráðið.
Því sitji hann hjá í atkvæðagreiðslunni.
Óvissa
Ennfremur segir í bókun Örnólfs: „Óvissa ríkir
nú um framtíðarskipan þess starfs sem fram
hefur farið i Borgarleikhúsinu með tilstyrk
Reykjavíkurborgar. Um það starf gilda tveir
samningar milli borgarinnar og LR, stofnskrá frá
1975 og samkomulag frá 1992. Samkomulagið
fellur úr gildi um næstu áramót og ber að ljúka
endurskoðun þess fyrir þann tíma. Þar þarf m.a.
að kveða á um skipan og starfssvið leikhúsráðs-
ins, ráðningu leikhússtjórans og styrkveitingar
borgarinnar til LR en engin ákvæði eru um þau
efni í gildandi samningum heldur hafa styrkir
verið háðir ákvörðun borgarstjórnar við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar hvetju sinni. Þá hefur
hlutdeild annarrar starfsemi en leiklistarstarfs á
vegum LR vaxið mjög undanfarið leikár, raunar
svo að gestafjöldi í Borgarleikhúsi mun tvöfald-
ast milli leikára einvörðungu vegna þessara ný-
mæla í húsinu. Ég hlýt að efast um að leikhús-
stjóri, sem einvörðungu starfar í skjóli félagsfund-
ar LR, hafi umboð og stöðu til að tryggja fram-
tíð þessa starfs í Borgarleikhúsi."
Og Örnólfur heldur áfram: „Ég lagði það til í
leikhúsráði að leikhússtjórinn yrði einungis ráðinn
til eins árs og taldi það ekki meiri frávik frá lög-
um og venjum en að ráða Imnn án auglýsingar.
Á það féllst stjórn LR ekki. Ég hlýt því að undir-
strika þann fyrirvara sem orðaður er í starfslýs-
ingu leikhússtjórans um hugsanlegar breytingar
í kjölfar nýs samkomulags Reykjavíkurborgar og
LR um rekstur Borgarleikhúss. Ekki er unnt að
ábyrgjast að starfsvettvangur, umboð, valdsvið
og ábyrgð leikhússtjóra haldist óbreytt frá því
sem verið hefur.“
í samtali við Morgunblaðið sagði Ömólfur að
þessi afstaða snerist ekki á nokkurn hátt um per-
sónu Þórhildar Þorleifsdóttur, sem væri að hans
mati mjög hæfur leikhúsmaður. „Ég hefði hins
vegar óskað að þessa ráðningu hefði borið að með
öðrum hætti, þótt ég fagni því að tekist hafí að
binda enda á óvissuna sem ríkt hefur í húsinu."
V orlaukar í
Þjóðleikhúsinu
LISTDANS
Þ jóðlcikhúsið
NEMENDASÝNING
Nemendur Listdansskóla íslands.
Þriðjudagurinn 19 marz.
ÞAÐ ER vor í lofti og svo
sannarlega var vorstemmning í
Þjóðleikhúsinu þegar ungviðið í
Listdansskóla íslands brá á leik -
eða öllu heldur dans á sviði þess
síðastliðinn þriðjudag. Þarna voru
á ferðinni vorlaukar íslenskrar
danslistar - nemendasýning List-
dansskóla íslands. Sýningar af
þessu tagi eru nauðsynlegur þáttur
í starfí skólans. Bæði nemendur
og kennarar uppskera eftir erfiði
vetrarins, átta sig á stöðunni og
kennurunum gefst kostur á að
skoða nemendur í öðru ljósi en því
venjulega í æfingasalnum. Hér
sleppir æfingunum, hinni daglegu
„rútínu“ og við tekur dansinn, hið
eiginlega takmark kennslunnar.
Listdans er list leikhússins - sviðs-
ins - og því ómetanlegt fyrir nem-
endur að komast á svið og máta
kunnáttu sína og getu við leikhús-
ið og ekki spillir að sjálft Þjóðleik-
húsið skuli lagt undir.
Það er best að að segja strax,
áður en lengra er haldið, að það
var mjög gaman í Þjóðleikhúsinu
þetta kvöld en jafnframt verður að
taka það með í reikninginn að þeir
sem á sviðinu stóðu höfðu heilmikið
í forgjöf, sem sagt það að vera
ungir! Hver hrífst ekki af stórum
hópi barna og unglinga, sem með
von í augum og hreinleika hins
óskrifaða blaðs fyllir sviðið og dans-
ar af hjartans Iyst. Sá sem ekki
hrifist með hlyti að hafa hjarta úr
steini. Með þessum orðum er ekki
á nokkurn hátt verið að draga úr
því að sýningin var sérstaklega vel
og skemmtilega unnin og mikill
metnaður lagður í að allt mætti
fara sem best fram.
Fyrri hluti sýningarinnar bar
heitið „Afmælisgjöfin“ og þar komu
yngstu nemendurnir talsvert við
sögu. Hugmyndin er sótt í Hnotu-
brjótinn og fleiri sígilda balletta,
þar sem veisluhöid af einhveiju til-
efni gefa höfundum tækifæri til að
útbúa dansveislu á sviðinu í formi
skemmtiatriða til að hafa ofan af
fyrir veislugestum. En ekki er hug-
myndin verri fyrir það, að hún eigi
sér fyrirmyndir - þvert á móti -
góðar hugmyndir á að nota ef færi
gefst. Enda nýttu danshöfundarnir
Ingibjörg Björnsdóttir, skólastjóri
Listdansskólans, David Greenall og
Margrét Gísladóttir afmælisveisl-
una vel og leiddu saman á sviðinu
nemendur á öllum aldri. Þarna gaf
að líta afmælisgesti, náttúruöfl og
höfuðskepnur og inn á milli komu
svo þjóðdansar frá ýmsum löndum,
listilega æfðir af Tom Bosma. Allt
þetta gaf nemendum tækifæri til
að dansa mikið og vel, kröfum stillt
í samræmi við getu hvers hóps svo
allir nutu sín vel, auk þess - sem
ekki er minnst um vert - að
skemmta sér og okkur sem í salnum
sátu hið besta.
Seinni hlutinn var svo eingöngu
helgaður eldri nemendum og settur
saman úr stuttum atriðum úr sígild-
um ballettum og frumsömdum fyrir
þetta tækifæri. Þarna gat að líta
eitt atriði eftir Hany Hadaya og
gaman að vita til þess að hann
skuli ekki alveg hafa sagt skilið við
danslistina, _ þótt hans njóti ekki
lengur við í íslenska dansflokknum,
þar sem hans hlýtur að vera sárt
saknað. Ekki er að orðlengja það
að auðvitað voru hnökrar hér og
þar - skárra væri það nú - hér
eru nemendur á ferð, en ekki full-
mótaðir atvinnudansarar, en flest
bar þó kennurunum fagurt vitni og
greinilegt að vel er á málum haldið
í skólanum og skilar árangri. Sumt
var reyndar svo vel gert að undrum
sætti. Ekki skulu nein nöfn nefnd,
enda kynni undirrituð ekki einu
sinni að nefna þau, en þarna eru
ýmis góð dansaraefni á ferðinni sem
gaman verður að fylgjast með í
framtíðinni. Karlmannsskorturinn
leynir sér ekki frekar en fyrri dag-
inn, en í þeim fámenna hópi drengja
og ungra manna sem þarna var,
má innan um og saman við greina
augljósan efnivið. Vona að þeir
haldi sig við leistann - en ástæða
til að varpa fram þeirri spurningu
hvort verði ekki að leggja upp ein-
hveija áætlun, til að laða karlkynið
að þessu listformi.
Áð lokum. Ánægjulegt var að sjá
hvað vandað var til allra verka, til
að ljá sýningunni fagmannlegt yfir-
bragð. Faliegir og fjölbreyttir bún-
ingar, gervi einföld en vel útfærð
þar sem þar átti við og allt streymdi
snurðulaust fram, þrátt fyrir íjölda
þátttakenda og atriða. Sérstakt lof
eiga ljósahönnuðirnir Páll Ragnars-
son og Björn B. Guðmundsson skil-
ið fyrir þá alúð sem þeir lögðu í
sitt verk.
Ingibjörg Björnsdóttir, skóla-
stjóri, og allt hennar lið eiga heiður
skilinn fyrir sitt starf og uppskera
svo sannarlega eins og þau hafa
sáð til.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Umræður
eftir Am-
lóða sögu
EFTIR sýningu Bandamanna á
Amlóða sögu á litla sviði Borgar-
leikhússins í kvöld, þriðjudagskvöld,
verður efnt til umræðu. Þar situr
leikhópurinn ásamt höfundi, leik-
stjóra og tónskáldi fyrir svörum um
tilurð sýningarinnar, þær vinnuað-
ferðir, sem Bandamenn hafa tamið
sér, svo og merkingarlega innviðu
leiksins.
Amlóða saga var frumsýnd í Dan-
mörku í byijun mánaðarins, en. hef-
ur að undanförnu verið sýnd á litla
sviði Borgarleikhússins, enda er sýn-
ingin eitt af samvinnuverkefnum
Leikfélags Reykjavíkur í ár. Hefur
sýningin fengið afburða góðar við-
tökur gagnrýnenda bæði hér og í
Danmörku og Svíþjóð, enda þykir
hún bæði skemmtileg og nýstárleg.
Soffía Auður Birgisdóttir orðar þetta
svona í Morgunblaðinu: „Banda-
menn bjóða upp á fyrsta flokks leik-
hússkemmtun, sýningu sem er ólík
öllu öðru, sem íslenskt leikhús hefur
á boðstólum í dag. Áhugamenn um
leiklist ættu ekki að missa af þess-
ari sýningu," segir í kynningu.
Á meðan á Danmerkurdvöl
Bandamanna stóð, var tekinn upp
útvarpsþáttur um sýninguna og fer-
il hennar. Guðni Rúnar Agnarsson
útvarpsmaður, sem starfar í Svíþjóð
og Danmörku, hafði umsjón með
þeim þætti, sem verður útvarpað í
dymbilvikunni, eftir að sýningum
hér heima lýkur.
Sýningum á Amlóða sögu lýkur
um næstu helgi, þar sem einn leik-
arinn, Borgar Garðarsson, er bú-
settur í Finnlandi og getur ekki
dvalist hér heima lengur að sinni
vegna annarra skyldustarfa. Voru
því aðeins fyrirhugaðar 10 sýningar
og eru fimm eftir með sýningunni
í kvöld, á fimmtudags- og laugar-
dagskvöld og síðdegis á laugardag
og sunnudag.
-------------
Vortónleikar
Skólahljóm-
sveitar
Kópavogs
HINIR árlegu vortónleikar Skóla-
hljómsveitar Kópavogs verða haldn-
ir í Digraneskirkju í kvöld, 26.
mars kl. 20.00. Þar koma fram lið-
lega 100 ungir hljóðfæraleikarar í
þremur hljómsveitum og flytja lög
úr ýmsum áttum eftir höfunda á
borð við George Gershwin, Andrew
Lloyd-Webber og Georges Bizet.
Einnig kemur fram á tónleikunum
Þröstur Þorbjörnsson, fulltrúi eldri
félaga hljómsveitarinnar og leikur
einleik á gítar.
Skólahljómsveit Kópavogs hefur
starfað af miklum krafti í vetur og
má til marks um það nefna tónleika
í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í þessum
mánuði, æfingabúðir og tónleika í
Njarðvík, sameiginlega tónleika
með Skólalúðrasveit Selfoss og æf-
ingabúðir á Akranesi um síðustu
helgi.
Stjórnandi á tónleikunum er Öss-
ur Geirsson, og aðgangseyrir er 300
krónur.
----♦ ♦ ♦----
Djasstónleikar
í Borgarnesi
TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar
heldur djasstónleika í Hótel Borgar-
nesi miðvikudaginn 27. mars kl. 21.
Flytjendur eru: Tríó Tómasar R.
Einarssonar ásamt Olafíu Hrönn. Á
tónleikunum verða flutt lög af plöt-
unni Koss og fleiri djasslög. Að-
gangseyrir fyrir utanfélagsmenn er
1.000 kr. Frítt fyrir börn innan 12
ára. Félagsgjald, 3.500 kr., er hægt
að greiða við innganginn.