Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Breyting á bifreiðatollum Guðmundur Kjartansson SUNNUDAGINN 11. febrúar sl. birtist í Mbl. frétt af væntan- legri breytingu á toll- heimtu af nýjum bílum. Af ummælum Friðriks Sophussonar má ráða að menn séu að velta því fyrir sér að halda áfram að ráðskast með möguleika almennings til að velja sér bifreið eftir þörfum og smekk. Krafan er skilyrðislaus leiðrétting. Ofundar- hyggjan sem beinist að unnendum stærri og öruggari fólksbifreiða leggist af og markað- urinn fái að hafa sinn gang án af- skipta neyslustjórnar ríkisins. Eignaupptaka Alþingi hefur með lögum nr. 29. frá 1993 bundið það fastmælum að íslendingar skuli aka í smábifreið- um. Þetta inntak laganna sést af vörugjöldunum, en umfang þeirra meinar fjöldanum að kaupa sér bif- reiðar í millistærðum og stærri flokkum að viðlagðri eignaupptöku er ríkissjóður stendur fyrir. Þessi upptaka er framkvæmd eftir vélar- stærð og útilokar því t.d. bandaríska bíla og flestar stærri gerðir evróp- skra og japanskra bíla. Á síðasta ári voru aðeins fáeinar fólksbifreiðar fluttar til landsins sem lenda í neysluhafti því er felst í hinum sví- virðilegu vörugjöldum. Flestar þess- ar stærri bifreiðar voru handa fólki sem ríkið hefur velþóknun á eða fyrir einstaklinga er vegna skatta- reglna geta ekið í lúxusbílum á' kostnað fyrirtækja sinna. Hagfræðin svari Spurningin gagnvart ríkssjóði er hagfræðileg, ekki félagsleg. Menn hafa haft áhyggjur af því að hol- skeflan frá 1987-88 verði endurtek- in. Það er eðlilegt. Vitað er að eðli- leg endurnýjun hefur ekki átt sér stað á bílaflota landsmanna á und- anförnum árum. Því er óhjákvæmi- legt að veruleg hreyfing verði á markaðinum er saman fara vaxandi þjóðartekjur og afnám haftastefn- unnar. Flatur tollur eða vörugjald upp á 40% af stærri bifreiðum mun skila sér í hreinni aukningu tekna í ríkissjóð. Á s.l. ári voru innan við 30 fólksbifreiðar fluttar til landsins er lenda í 60 og 75% vörugjaldi. Öfundarhyggjan sem réð banni á sölu bandarískra fólksbifreiða og stærri gerða frá öðrum löndum eyði- lagði tekjumöguleika ríkisins af þessum stærðarflokkum bifreiða. Hér er ekki verið að mæla fyrir breytingum er þýða tekjutap fyrir ríkissjóð. Tekjurnar hafa engar ver- ið. Þáttur Alþingis Vangaveltur nokkurra alþingis- manna um að veita tollafslátt af völdum öryggisbúnaði eins og líkn- arbelgjum í bifreiðum eru góðar og gildar, en þær sýna í hverskonar ógöngur handhafar löggjafarvalds rata er þeir fara út fyrir hlutverk sitt. Fyrst voru okurtollarnir og neyslustýringin lögð á. Fljótlega komu vankantarnir og óréttlætið í ljós. í stað þess að afnema óréttið var fólki skipt upp í hópa: þá sem máttu og gátu og svo hina. Einhveij- ir þingmanna hafa heyrt um líknar- belgi og annan öryggisbúnað sem nú er orðinn staðalbúnaður í banda- rískum bifreiðum og mörgum gerð- um evrópskra og japanskra bifreiða. Þá er rokið upp og farið að tala um að gefa tollafslátt af þeim bifreiðum sem innihalda þennan öryggisbún- að. Þá skal þess getið að öryggis- belti voru skylduð með lögum í Bandaríkjunum 1. mars 1966. Hér er því heldur seint af stað far- ið. Það er svo sér mál ef Alþingi vill styðja gott málefni með af- slætti er kæmi til við- bótar almennu afnámi vörugjalds- eða tolla- okurs. Upphaf ríkisafskipta af bifreiðaiðnaði Síðan bandarísku umferðaröryggislögin eða „National High- way Transportation Safety Act“ voru stað- fest af báðum deildum Bandaríkja- þings árið 1966 og undirrituð af Lyndon Johnson er svonefndur ör- yggisbúnaður orðinn nærri þriðj- ungur af framleiðslukostnaðarverði bifreiða. Þessi lög sem sett voru fyrir réttum þrjátíu árum voru upp- hafið að afskiptum ríkisvaldsins um allan heim af bílaframleiðslu. Hefur ástandið lagast? í Bandaríkjunum farast 23-25.000 manns í um- ferðarslysum á ári hveiju. Svarið lá fyrir frá byijun: Mesta öryggið er fólgið í efnismikilli bifreið. Þessa skilnings gætir nú í gjöldum af bif- Ríkisafskipti hafa leitt til þess, segir Guð- mundur Kjartansson, að þessi markaður hefur sveiflast milli hruns og ofurþenslu á fimm til tíu ára fresti. reiðum þar í landi. Samkvæmt því ættu aðflutningsgjöld að vera lægst af stærstu og dýrustu bifreiðunum. Um hlutverk Alþingis Þeim alþingismönnum sem halda að hlutverk Alþingis sé dyravarsla í verslun landsmanna, er bent á að kynna sér skoðun prófessors Sigurð- ar Líndal á því hvert hlutverk Al- þingis sé og eigi að vera. Það sé að setja almenn lög til heilla fyrir fjöldann. Þessa skoðun orðaði Sig- urður á fundi er haldinn var í Lög- bergi í nóvember sl. Efni þess fund- ar var umræða um kjördæmaskipan og mannréttindi á íslandi. Sigurður lýsti því þannig að Alþingi vasist í hagsmunagæslu fyrir einstaklinga eða samtök. Athugasemd hans tengdist flokkaskipaninni sem af- leiðingu af misvægi kosningaréttar. Það er vel til fundið því mörg þau lög sem sett eru til verndar allskyns sérhagsmunum væru óhugsandi ef fullt forsvar fylgdi vegsemd þeirri er þingmennska á með réttu að vera. Ólögum skal eyða Alþingi setti lög nr. 29 / 1993 án fyrirhyggju. Einu gildir hvort menn afsaka sig með því að hafa ekki séð afleiðingar þeirra fyrir. Neytendum var skipt í hópa með lögunum en afleiðingin er sú að fólk býr við skert valfrelsi við kaup á einkabifreiðum. Ríkið skammtar sjálfu sér svo undanþágur frá tolla- okrinu og reglugerðum um mengun- arvarnir er settar hafa verið til að stöðva innflutning á notuðum bif- reiðum. Þessar reglugerðir voru studdar tæknilegu fleipri um um- hverfisvernd. Greinarhöfundur hef- ur áður lýst þeirri skoðun sinni að þessar hömlur sem lagðar hafa ver- ið á frjáls viðskipti og valfrelsi ein- Viðurkenning á efnahagsstefnu staklinga geti verið brot á tilteknum ákvæðum stjómarskrárinnar. Því hefur ekki verið mótmælt. Er þá enn von? íslendingar eru heppnir að eiga nokkra vel þenkjandi ráðamenn er vilja láta til sín taka í þjóðþrifamál- um. En til að geta tekið á vandanum þurfa þeir pólitískan stuðning. Ef fjármálaráðherra vill í rauninni taka á þessu stóra máli, á hann kröfu á stuðningi til þess. Grein þessi er rituð til stuðnings ijármálaráðherra og þeim skoðunum er hann virðist sjálfur hafa á málefninu ef marka má ummæli hans í frétt Mbl. 11. febrúar. Gegn þessu réttlætismáli stendur hins vegar hópur hokur- karla er mega ekki til þess hugsa að amerískir bílar sjáist á vegum landsins að nýju. Allskyns þvættingi um mengun og orkumál er hent á loft og ráðamenn gleypa hann hrá- an. Þeir aðilar sem ríkið kallar til ráðgjafar í tæknilegum málum virð- ast upp til hópa vera þröngsýnir menn sem engan skilning eða áhuga hafa á afleiðingum þess að fórna réttlætinu á altari félagslegrar kreddutrúar. Margt bendir til að reynt verði að halda áfram miðstýringu á neyslunni í einhverri mynd. Það kemur fram í grein Morgunblaðsins hinn 11. febr- úar sl. er fjármálaráðherra segir að „menn hefðu rangt við í þessum málum með að framvísa röngum reikningum", þess vegna eigi að hætta tollútreikningum er byggist á innkaupsverði. Þessi röksemd geng- ur gegn betri vitund. Fjármálaráð- herra veit vel að tollstjóri hefur heim- ild til að meta kaupverð upp ef reikn- ingur þykir óeðlilega lágur. Það tryggir fullkomlega hagsmuni ríkis- sjóðs. Af þessum orðum ráðherrans má hins vegar ráða að ríkið treysti ekki sínum eigin stafsmönnum til að meta svona tilvik. Menn verða að skilja að vísasta leiðin til að af- stýra misferli er að hafa lög svo al- menns eðlis að almenningur geti lifað við áhrif þeirra og neyðist ekki inn á grá svæði til að geta lifað mann- sæmandi lffi. Þetta á sérstaklega við alla skattheimtu. Hún á sér náttúru- leg takmörk. Verði tekið upp gjaidkerfí sem byggir á öðru en innkaupsverði, er önnur afleiðingin sú að innflutning- ur á notuðum bílum mun leggjast af. Þetta hafa vissir aðilar verið að reyna að leiða í lög á Islandi í ára- tugi. Hin afleiðingin verður sú að stærri og dýrari fólksbílar verða áfram skrúfaðir upp í verði þannig að almenningur mun áfram geta látið sig dreyma um að eignast al- mennilegan bíl á sanngjörnu verði. Að pólitísku gildismati, öfundar- hyggju eða öðru sé þröngvað upp á landslýð er óþolandi. Það má ekki standa. \ Bifreiðaumboðin styðji \ markaðslögmálin \ Þessi fásinna virðist þjóna ein- hveijum bifreiðaumboðanna sem af algerlega óskiljanlegum ástæðum virðast hafa þá stefnu í markaðs- málum að selja smábíla eingöngu. Það er mjög skiljanlegt að menn hafí á þeim vígstöðvum áhyggjur af snöggum breytingum en verða að skilja að brot á mannréttindum má ekki í lög leiða á íslandi. Þá er rétt að minna á afleiðingar ríkis- afskipta af þessum markaði. Þau hafa leitt til þess að hann hefur á fimm til tíu ára fresti sveiflast milli hruns og ofurþenslu. Eru þetta í alvöru þau rekstrarskilyrði sem menn vilja búa markaði er veltir milljörðum á ári og veitir þúsundum fjöiskyldna lífsviðurværi? Friðrik Sophusson ÍSLENDINGAR hafa á undanförnum árum styrkt sam- keppnisstöðu sína nokkuð gagnvart öðr- um þjóðum. Bætt sam- keppnisstaða þýðir að fyrirtækin eru betur fær um að skapa verð- mæti og fjölga vel launuðum störfum. Okkur ber stöðugt að vinna að því að styrkja samkeppnisstöðu Is- lands og bæta lífskjör íslensku þjóðarinnar. Fýrir skömmu fengu íslensk stjórnvöld mik- ilvæga alþjóðlega við- urkenningu fyrir efnahagsstefnu sína. Bandaríska matsfyrirtækið Standards & Poor’s hækkaði mat sitt á lánshæfi íslands. Er það í fýrsta sinn í sjö ár sem breyting verður á einkunnargjöf íslands. Einkunn á langtímaskuldbindingum íslands var hækkuð og einkunn á skammtímaskuldbindingum var einnig hækkuð og er sú hæsta sem fyrirtækið gefur fyrir skammtíma- lán. Alþjóðaljármálamarkaður reið- ir sig á mat Standards & Poor’s og því er ljóst að bætt lánshæfí getur sparað umtalsverða ljármuni með lægri vöxtum á lánum hins opinbera og styrkt stöðu Islands og íslenskra fyrirtækja á alþjóða- markaði. Ástæða er til í þessu sam- bandi að minnast sérstaklega á þátt Seðlabanka íslands, sem ann- ast erlendar lántökur og hefur milli- göngu um upplýsingar til matsfyrir- tækja. í frétt frá matsfyrirtækinu kem- ur fram að hækkunin á lánshæfis- mati endurspegli bætta hagstjórn sem ásamt styrkri stjórn á auðlind- um sjávar geri þjóðarbúskapinn síð- ur viðkvæman fyrir ytri áföllum. Þá segir að aukinn sveigjanleiki í ríkisfjármálum og peningamálum ætti að mæta til þess að draga úr HEALTHILIFE TRYGGIR GÆÐIN Heilsuefni sem virka Antioxidant, B-plvítamín, C-vítamín, ! folinsýra, | 4/40 ginseng, | „hair & nailcare” lesetin, þaratöflur, Q-10 BÍÓ-SELEN UMB; SÍMI557 6610 Höfundur er rekstrarhagfræðingur. FERMlNGi F E R GJAFIR L B 0 Ð OKI SHERPA 65 Góður bakpoki I útilegur og t lengri ferðir. Tvískipt aðalhólf.tveir hliðarvasar og : topphólf. Stillanlegt bak svo hann passar vel á hvern sem j er. Er úr vatnsvörðu Oxford nyloni og cordura nyion til styrkingar á álagsstöðum. Þyngd: l,6kg. TILBOÐ 6.800 IStí i Pl-.. SEGLAGERÐIN /EGIR Eyiaslóð 7 Reykjavlk S.SII 2200 háu hlutfalli erlendra skulda opinberra aðila og um leið leggja grunn að stöðugri hag- vexti í framtíðinni. Þessi viðurkenning á efnahagsstefnu und- anfarinna ára er viður- kenning til aðila vinnu- markaðarins, stjórn- valda og landsmanna allra. Efnahagslægðin hefur verið djúp þar sem allir hafa þurft að leggja eitthvað af mörkum til að verjast atvinnuleysi og fjölda- gjaldþrotum. Skilning- ur hefur ríkt á gildi stöðugleika og aukið svigrún fýrir- tækjanna til verðmætasköpunar. Nú erum við að uppskera eins og til var sáð. Viðurkenning Stand- ards & Poor’s er árang- ur erfiðis, segir Friðrik Sophusson, og vottur um styrkari samkeppn- isstöðu okkar. Ekki má við svo búið standa. Við þurfum að halda áfram að styrkja samkeppnisstöðu íslands. í því felst að tryggja áframhaldandi stöðug- leika í verðlagi og gengi, taka rík- isfjármálin tökum, lækka erlendar skuldir og auka samkeppni á sem flestum sviðum, m.a. í fjármálakerf- inu eins og matsfyrirtækið bendir sérstaklega á. Þessi góða einkunn Standard’s og Poor’s kom ekki af sjálfu sér. Hún var árangur erfiðis. Nú þurfum við að setja markið enn hærra. Höfundur er fjármálaráðherra. Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play. Super Drive. Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aögeröir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir myndgæöi, og var valiö besta fjölskyldu- og helmablómyndbandstækiö Tækið endurgreitt! Einn heppinn viðsklptavinur fær tækið endurgreittl 10 leigumyndir fré Videohöllinni fylgja Panasonic myndbandstækjunum I BRAUTARHOLTl OG KRINGlUNNt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.