Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 35 AÐSEIMDAR GREIIMAR i » i i ■ í I 1 I j I I 3 3 4 4 4 ú 4 4 4 4 Hvað er að gerast á Orkustofnun? Orkurannsóknir eru eitt þeirra vísindasviða þar sem Islendingar standa framarlega og eru á heimsmæli- kvarða. Orkulindir okkar eru fallvötn og jarðhiti og orkurann- sóknir hér á landi því nátengdar öðrum jarð- vísinda- og umhverfis- rannsóknum. Á Orku- stofnun hefur á undan- förnum þremur ára- tugum verið byggður upp samstæður þverfaglegur hópur vísindamanna, sem hefur öðlast mikla færni og reynslu á sviði orkurann- sókna. Á þessum áratugum hafa flestar helstu stórvirkjanir landsins verið byggðar og notkun jarðhita til húshitunar aukist úr 40% í 86%, sem verður að teljast umtalsverð nýsköpun. Á síðari árum hefur þörf fyrir vinnslurannsóknir á jarðhita- svæðum aukist. Samhliða hafa umhverfisrannsóknir orðið mun stærri þáttur orkurannsókna og er uppbygging þeirra í samvinnu við umhverfisráðuneytið. Samhliða orkurannsóknum hefur Orkustofn- un sinnt rannsóknum á skyldum sviðum eins og jarðfræðikortlagn- ingu, rannsóknum á köldu grunn- vatni, ýmsum jarðefnum og hafs- botnsrannsóknum. Jafnframt stundar stofnunin þjónusturannsóknir og eykur þannig sértekjur og nær betri tækjanýt- ingu. Þjónusturann- sóknir hennar eru m.a. á sviði umhverfis- og mengunarmála, fyrir vatnsveitur, vatnsút- flutningsfyrirtæki og fiskeldisstöðvar. Holl- ustuvernd hefur í sam- vinnu við stofnunina verið að byggja upp eftirlit með hugsan- legri grunnvatnsmeng- un frá sorpurðunar- stöðvum víðsvegar um landið. Við grunnvatnsrannsóknir og umhverfisrannsóknir þarf sam- hæfður hópur sérfræðinga í jarð- fræði, jarðefnafræði, grunnvatns- fræði, jarðeðlisfræði og verkfræði að starfa saman og sú þekking og aðstaða hefur verið byggð upp á Orkustofnun, en ekki hjá öðrum aðilum hérlendis. Fram hefur komið hjá iðnaðar- ráðuneytinu á undanförnum árum að draga ætti úr fjárveitingum ríkisins til orkurannsókna og að tími sé kominn til að orkufýrirtæki legðu meiri íjármuni til þeirra. Ráðuneyt- ið hefur þó ekki á neinn hátt hlut- ast til um að svo yrði. Orkufyrirtæk- in greiða kostnað við alla þjónustu Orkustofnunar og rannsóknir á eig- Það hlýtur að vera krafa allra, segir Hrefna Kristmanns- dóttir, að ekki sé farið gáleysislega með orku- lindirnar og umhverfíð. in virkjunarsvæðum. Hins vegar taka þau tæplega upp á því af sjálfsdáðum að kosta almennar grunnrannsóknir á orkulindum landsmanna né heldur rannsóknir á jarðhitasvæðum fjarri eigin virkjun- arsvæðum. Til að svo megi verða þarf opinbera íhlutun t.d. á formi auðlinda- eða umhverfisskatts. Heyrst hefur sú skoðun að búið væri að rannsaka orkulindir lands- ins nægilega fyrir allar þær virkjan- ir sem til greina kemur að reisa á næstu áratugum. Því er til að svara að rannsóknir og vísindi eru í stöð- ugri þróun og er aldrei fulllokið. Þannig getur t.d. hagkvæmni ákveðinnar virkjunar gjörbreyst með tilkomu nýrra aðferða. Við vinnslu jarðhita er einnig nauðsyn- legt að halda áfram rannsóknum og þróunarstarfi til að nýta orku- forðann sem best. Þótt orkufyrir- tækin greiði mestan hluta slíkra þjónusturannsókna er nauðsyn að Böm í bílum Hvernig má auka öryggi þeirra? FYRIR fáeinum ára- tugum voru fleiri börn en bílar á Islandi. Þessi þróun hefur snúist við og bílarnir eru nú mun fleiri en börnin. Það kemur því engum á óvart að árlega slasast mörg börn sem eru far- þegar í bílum. Þetta gerist þrátt fyrir þann áhrifaríka öryggisbún- að sem til er. Hvenær verða slysin? Flest umferðarslys verða í dagsins önn. Á leið í leikskóla, innkaupaferð eða í skólann, nánar tiltekið í nágrenni heimilisins. Við slíkar aðstæður virð- ist fólk kærulausast að spenna bíl- beltin og sjá um að börnin geri það líka. Samt er það staðreynd að flest- ir árekstrar verða í næsta nágrenni heimilisins. Enn sjást börn laus í bílum, þrátt fyrir ákvæði í lögum um notkun á öryggisbúnaði fyrir börn í bílum og stöðuga fræðslu og áróður. Einnig eru margir sem ekki virðast skilja að þeir sem sitja í aftur- sæti eru ekki síður í hættu en þeir sem sitja í framsæti. Þar við bætist að sá sem situr í aftursæti og spenn- ir ekki belti er lífshættuleg ógn við þá sem sitja í framsæti. Hve mörg börn slasast? Á sl. ári slösuðust 49 börn, 6 ára °g yngri, í umferðarslysum, þ_ar af 40 sem voru farþegar í bílum. í ald- urshópnum frá 7 - 14 ára slösuðust 165 börn í umferðinni, þar af 88 í bílum. Ef litið er 5 ár aftur í tímann kemur í ljós að um 85 börn, 14 ára og yngri, slasast að meðaltali í bílum á ári. Hvernig getum við stuðlað að öryggi barna í bílum? Foreldrar fylgjast almennt vel með þeirri þróun sem á sér stað hvað varðar barnabíl- stóla og annan öryggis- búnað fyrir börn í bíl- um. Algengt er að for- eldrar og aðrir þeir sem ætla að kaupa barnabíl- stóla leiti eftir upplýs- ingum og ráðgjöf hjá Umferðarráði. En í dag er á markaði hér á landi mjög góður öryggis- búnaður sem hentar börnum á öllum aldri. Öryggisbúnaður fyrir börn Öryggisbúnaði barna er skipt í fjóra flokka eftir þyngd barna. • Yngstu börnin sitja í ungbarna- bílstól eða liggja í ungbarnabílkörfu. Ungbarnabílstólar eiga atltaf að snúa baki í akstursstefnu. Foreldrar bera ábyrgð á, segir María Finns- dóttir, að börn noti öryggisbúnað. • Þegar börnin eru orðin u.þ.b. 10 kíló er kominn tími til að huga að næsta barnabílstól. • Ummargastólaeraðvelja, þann- ig að auðvelt á að vera að fá barna- bílstól sem hentar vel, jafnt barni sem bíl. • Talið er öruggara að börn sitji sem lengst með bak í akstursstefnu vegna þess að við árekstur dreifist höggið á stærra svæði líkamans þ.e. á bak og hnakka barnsins í stað þess að lenda aðallega á hálsi og höfði. • Aldrei á að hafa ungbarna- eða barnabílstól í framsæti bíls með loftpúða. • Það er óhemju mikilvægt að barnabílstólar séu festir samkvæmt leiðbeiningum. llla festur stóll gerir ekkeil gagn. María Finnsdóttir Hve lengi þarf barnið sérstakan öryggisbúnað? • Bílpúði er heppilegur fyrir barn sem vaxið er upp úr barnabílstólnum en er enn of lítið til að nota bílbelti sem ætlað er fullorðnum. Barn sem situr á bílpúða situr hærra og á því auðveldara með að nota venjulegt bílbelti. • Þegar barnið er u.þ.b. 36 kg. nýtist bílbeltið án hjálparbúnaðar. Þar sem rannsóknir sýna að lítill munur er á slysahættu hvort sem farþegar sitja í fram- eða aftursæti er mikilvægt að barnið spenni alltaf beltið hvort sem það situr í fram eða aftursæti, - líka í stuttum ferðum. • Sætisbak (eða höfuðpúði) á að vera nógu hátt til að höfuð barnsins fái góðan stuðning. • Mikilvægt er að bílbeltið liggi rétt yfir mjaðmir og öxl barnsins. • Bílbeltið á að sitja þétt að barn- inu. • Aldrei má bregða bílbeltinu ur.dir hendur barns eða aftur fyrir bak. Bílbelti sem sett er undir handlegg barns getur virkað sem hnífur stoppi bíllinn snögglega. Barnið kastast fram og skábeltið skerst inn í líkama þess. Á hvað ber að leggja áherslu? Foreldrar bera ábyrgð á að börn noti þann öryggisbúnað sem hentar hveiju sinni. Þeir bera einnig ábyrgð á að öryggisbúnaðurinn sé rétt not- aður, þ.e. að hann sé rétt festur í bílinn og barnið rétt fest í búnaðinn. Foreldrar eru líka fyrirmyndir barn- anna, - og eiga því alltaf að spenna bílbeltið. Börn eiga rétt á að vera vel varin í bílum - alltaf. Með það í huga ætla Umferðarráð, Slysavarnafélag Islands og „Betri borg fyrir börn“ (samvinnuverkefni Reykjavíkur- borgar og S.V.F.Í.) að efna í samein- ingu til átaks um öryggi barna í bílum dagana 25. - 29. mars. í leik- skólum, grunnskólum og á heilsu- gæslustöðvum verður fjallað um þessi mál og lögreglan mun beina athygli sinni að búnaði barna í bif- reiðum. Markmiðið er að allir í bílum spenni beltin - sérstaklega börn, og þar með takist að fækka alvarlegum slysum á börnum í bílum. Höfundur er leikskólafulltrúi. tryggja langtímasjónarmið og þró- un nýjunga, því um er að ræða auðlindir þjóðarinnar allrar. Þetta atriði er sambærilegt við það að yfirvöld tryggja að fiskistofnarnir séu rannsakaðir af óháðum aðilum, en láta - ekki einstaka úvegsmenn um hvort og hvernig sé staðið að rannsóknum á þeim. Við starfsmenn Orkustofnunar höfum talið okkur vera að vinna að þjóðhagslega mikilvægum störf- um, nýsköpun og hagvexti í þjóðfé- laginu og fengið fullvissu um góðan árangur okkar bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Á undan- förnum árum hafa verið gerðar nokkrar úttektir á starfsemi Orku- stofnunar og hafa niðurstöður þeirra verið þær að faglega stæði stofnunin sterkt, stjórnun verkefna og fjármálaumsýsla væri í góðu lagi, en bent hefur verið á að yfir- bygging væri heldur mikil og stjórn- ununarvandamál hafa verið nefnd. Starfsmenn hafa vissulega vitað af þessum agnúum í starfseminni en talið góðar líkur á að þá mætti lag- færa í náinni framtíð. Fjárveitingar til Orkustofnunar hafa á undanförnum árum verið skornar verulega niður og hefur stofnunin brugðist við því með niðurskurði á starfseminni og aukn- ingu á sértekjum og eru grunnrann- sóknir stofnunarinnar farnar að líða nokkuð fyrir fjárskort. Stofnunin hefur þó alltaf haldið sig innan ramma fjárveitinga frá ríkinu. í sjónvarpsviðtali 13. mars sl. skýrði iðnaðarráðherra, Finnur Ing- ólfsson, frá niðurstöðum nefndar, sem hann skipaði, um endurskoðun á starfsemi Orkustofnunar og Iðn- tæknistofnunar. í lokaskýrslu nefndarinnar er lagt til að starfsemi Orkustofnunar verði endurskipu- lögð þannig að hún verði alfarið stjórnsýslustofnun, sem afli og varðveiti þekkingu á sviði orkumála og jarðhita og sé ráðherra til ráð- gjafar. Vinna við rannsóknar- og þjónustuverkefni, sem í dag er unn- in hjá stofnuninni fyrir ríkisfé verði framvegis boðin út og/eða aðkeypt á almennum markaði eins og frek- ast er unnt. Einnig er lagt til að látið verði reyna á hvort Orkustofn- un eða ríkið og orkufyrirtæki lands- ins hafi áhuga á því að stofna með sér félag um orkurannsóknir, þar sem orkufyrirtækin geti keypt þjón- usturannsóknir. Starfsmenn Orkustofnunar hafa vitað um nokkurn tíma af þeim hugmyndum, sem í gangi voru hjá umræddri nefnd, en fengið sárafá tækifæri til að tjá sig og ekki hefur verið tekið tillit til þeirra ábendinga og tillagna, sem frá þeim hafa kom- ið. Þessar tillögur ganga þvert á þróunina í öllum nágrannalöndum okkar þar sem öflugar ríkisstofnan- ir sinna sambærilegum rannsókn- um. Almenn skoðun starfsmanna er að tillögur nefndarinnar séu óskynsamlegar og órökstuddar og gangi þvert á þær faglegu úttektir . sem gerðar hafa verið á stofnuninni. Eitt alvarlegasta atriðið varðandi téða nefnd er bakgrunnur nefndar- manna. í nefndinni er enginn, sem talist getur hafa reynslu af orku- rannsóknum, né heldur grunnrann- sóknum af neinu tagi. Það er var- hugavert að taka ákvarðanir um framtíðarrannsóknir á orkulindum þjóðarinnar byggðar á mati manna, sem engan veginn geta talist hæfir til að Ijalla um málið. Spurningin er hvort þarna hafi ekki ráðgjafar ráðherra brugðist honum. Annað varhugavert atriði er stjórnsýslustofnunin. Sá tilgangur að stofnunin eigi að kaupa að grunnrannsóknir lýsir mikilli van- þekkingu á eðli rannsókna. Flest raímsóknarverkefni á sviði þróunar tengjast vísindalegum vandamálum og til'að geta skilgreint þau þurfa menn að vera faglega virkir og þekkja vandamálin. Sérfræðingar á slíkri skrifræðisstofnun mundu fljótlega komast úr .tengslum við rannsóknir og verða ófærir um að skilgreina nauðsynlega rannsóknar- þætti. Önnur verkefni, sem stofnun- in á að sinna, eru nú unnin af 4-5 mönnum á Orkustofnun og í ráðu- neytinu. Á stofnuninni eiga hins vegar, samkvæmt tillögunum, að starfa 20-30 manns. Tillagan felur því í sér stóraukið fjármagn í skrif- ræði á kostnað mikilvægra orku- rannsókna í þágu nýsköpunar og hagvaxtar. Enginn rökstuðningur hefur komið fram um nauðsyn slíkr- ^ ar skrifræðisstofnunar. Samhæfing í þverfaglegum rann- sóknum, sem nú er til staðar á Orkustofnun, hefur verið byggð upp á löngum tíma og ef hún Sundrast mun taka langan tíma að byggja hana upp aftur. Nánast óhugsandi er að grunnrannsóknarþáttur starf- seminnar geti þrifist á almennum markaði eða í hlutafélgi í eigu orku- fyrirtækja og ríkisins. Ljóst er að sundrung mun ekki einungis koma niður á orkurannsóknum á íslandi heldur einnig grunnvatns-, jarð- efna- og umhverfisrannsóknum. Enginn rökstuðningur hefur heldur komið fram um nauðsyn þess eða hugsanlegan ávinning við að bijóta niður þetta rannsóknarumhverfi. Tillögur téðrar nefndar fela hvorki í sér hagkvæmni né sparnað í ríkisrekstri. Nánast enginn pen- ingasparnaður verður til skamms tíma litið. Til lengri tíma litið má búast við kostnaðarauka í formi óhagkvæmari og dýrari virkjana og aukinnar hættu á umhverfisslysum. Óviðunandi er að órökstudd henti- stefna, hagsmunir einstakra aðila eða skammtímasjónarmið séu látin ráða í svo mikilvægu máli. Það hlýt- ur að vera krafa allra að ekki sé farið gáleysislega með fjöregg þjóð- arinnar, orkulindirnar og umhverfið og orkurannsóknir_ fái áfram að þrífast og dafna á íslandi, þjóðinni til hagsbóta. Höfundur er deildarstjóri jarð- efnafræðisviðs á jarðhitadeild Orkustofnunar. Minmngargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. um aðsendum greinum. Ritstjórn birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var papp- írskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undanförn- um misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugíHzt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjá- kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blað- inu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almenn- Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálk- sentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.