Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra um afnám einkaréttar til verktöku á fundimeð starfsmönnum hjá varnarliðinu Eðlilegt að ríkið selji hlut sinn í Aðalverktökum „ÉG TEL enga ástæðu til að vera með svartsýni í þessum efnum. Ég tel að hér liggi mikilvæg sóknarfæri og að þau fyrirtæki sem hér hafa starfað hafi alla burði til þess að standast samkeppni og vera sterk á almennum markaði ef rétt er á mál- um haldið,“ sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra á fjölmennum fundi með íslenskum starfsmönnum hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli síðdegis í gær. Þar kynnti utanríkisráðherra sam- komulag íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnarsamnings ríkjanna næstu fimm árin en það felur í sér að einkaréttur verktaka- fyrirtækja á varnarframkvæmdum verður afnuminn í áföngum á næstu átta árum. „Ég tel að þessi samning- ur muni skapa stöðugleika og að það sé ekki ástæða til að ætla að starf- semin dragist saman í neinum veru- legum mæli,“ sagði ráðherra. „Óhjákvæmilegt að hér yrði breyting á“ „Það mun að sjálfsögðu koma til endurskoðunar af hálfu ríkisins hvað verður um eignarhlut ríkisins í ís- lenskum aðalverktökum. Ég er þeirr- ar skoðunar að þegar það fyrirtæki fer út á aimennan markað, sé eðli- legt að ríkið selji smátt og smátt sinn hlut í fyrirtækinu. Það er ekki markmið ríkisins að standa í at- vinnustarfsemi og það á ekki að stunda atvinnustarfsemi í sam- keppni við aðra aðila, þannig að það hlýtur að vera eðlilegt að nýir aðilar komi þar inn, sem vonandi verður til að styrkja fyrirtækið enn frekar. En ég tek skýrt fram að það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra sagði ekki ólík- legt að ýmsum fyndist að hér hefðu verið stigin skref sem væru ekki að öllu leyti til heilla og kvaðst hann geta skilið það. Miklir hagsmunir væru í húfi, m.a. þeirra starfsmanna sem starfa hjá verktaka- og þjón- ustufyrirtækjum hjá varnarliðinu. Fyrirtækin móti sér nýja stefnu „En menn þurfa samt að gera sér grein fyrir því að það var óhjá- kvæmilegt að hér yrði breyting á og við erum eingöngu að bregðast við með þeim hætti. Við lögðum mikla áherslu á að umþóttunar- tíminn væri nægilega langur þannig að þessi fyrirtæki gætu aðlagað sig nýjum aðstæðum," sagði ráðherra. Halldór sagði að fyrirtækin sem Morgunblaðið/Ásdís UTANRÍKISRÁÐHERRA kynnti íslenskum starfsmönnum hjá varnarliðinu breytt fyrirkomulag verktöku á Keflavíkurflugvelli á fundi í mötuneyti íslenskra aðal verktaka síðdegis í gær. hér um ræðir verði nú að aðlaga sig að breyttum aðstæðum til að geta tekist á við nýja tíma og breytt við- horf. „Ég hef þegar rætt við forystu- menn þessara fyrirtækja og það ligg- ur ljóst fyrir að nú þurfa þau að móta sér nýja stefnu, þannig að þau geti farið út á almennan markað og tekið þátt í atvinnustarfsemi í þjóð- félaginu eins önnur fyrirtæki, ekki eingöngu hér á Keflavíkurflugvelli, heldur annars staðar á landinu. Ég legg á það áherslu að þessi aðlögunartími sé notaður til að styrkja fyrirtækin og starfsemi þeirra sem ætla sér að starfa áfram í íslensku þjóðfélagi, þannig að með því verði það tryggt að fyrirtæki, eins og til dæmis Islenskir aðalverk- takar, geti starfað áfram af fullum karfti. Þetta höfum við ekki síst í huga vegna atvinnusjónarmiða hér á þessu þessu svæði þannig að það fyrirtæki verði vel í stakk búið til að takast á við framtíðina og hafi í raun yfirburði umfram önnu'r fyrir- tæki sem hugsanlega vildu hasla sér hér völl. Hið sama á við um Keflavík- urverktaka, sem nú hljóta að und- irbúa nýja tíma í þessum el'num og takast á við framtíðina," sagði Hall- dór. Kaupskrármál brunnu á fundarmönnum Nokkur hundruð starfsmenn á varnarsvæðinu sóttu fundinn og var ljóst að deilur um störf kaupskrár- nefndar brunnu á fundarmönnum, sem beindu fjölmörgum spurningum að ráðherra um þann ágreining sem lengi hefur verið uppi um kaupskrár- mál en nefndin úrskurðar um kjör starfsmanna hjá varnarliðinu. Halldór sagði að skipuð hefði verið ný kaupskrárnefnd sem væri í betri tengslum við aðila vinnumarkaðarins en áður hefði verið. Ef nefndin kæm- ist ekki að samhljóða niðurstöðu hefði nú verið opnað fyrir þann möguleika að formaður viki sæti fyrir nýjum formanni útnefndum af Héraðsdómi Reykjaness. Einnig hefði verið ákveð- ið að ráða lögfræðing til að starfa að þessum málum á Suðurnesjum. „Við vonum að það verði til þess að lagfæra þessi samskipti," sagði Hall- dór. Hann sagði ljóst að ef óánægja starfsmanna vegna samskipta við varnarliðið væri jafn mikil og fram hefði komið á fundinum þá væri við mikið vandamál að stríða, sem taka þyrfti á. Útgerð og eigandi litháíska togarans Vydunas eiga í deilu um skuldauppgjör Ekkert amar að * Islendingunum dunas á leib Litháen 7 Norbur- Finnland o : i Noregurj £ . , £ <rEi$íland ■X. : * / , ..-s £ Lettland / \ Lettli s/or DanmörkX Á í........ / \ „ V Lithá R ú s s I a n d iáen v/; Hvíta- Ermarsund Rússland Pólland ( Þýskaland y" —' ' I ll/rsína UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur fengið staðfestingu frá stjórnvöldum í Litháen þar sem segir að Búnaðarbankinn í Litháen, einn eigenda togarans Vydunas, hafi stefnt skip- inu heim til Litháens vegna viðskiptalegs ágreinings. Líðan íslenskra skipveija er góð og munu þeir fá bestu fyrirgreiðslu og þeim verður séð fyrir flugi til íslands strax við komu til Litháens. Utanríkisráðuneytið hefur krafist þess í ljósi atburða að íslendingarnir geti haft ijarskiptasamband við ættingja sína og íslenska málsvarsaðila. Formlegt svar við kröfu utanríkisráðuneytisins hafði ekki bor- ist í gærkvöldi. Skipið er í eigu Búnaðar- banka Litháens, Agricultural Bank of Lithu- ania, sem litháíska ríkið á um 92% í, að sögn Sigurðar Grétarssonar hjá Uthafsafurð- um hf. Skipið hefur verið leigt til Jitháíska útgerðarfyrirtækisins Jurulutas. Úthafsaf- urðir hf. í Fellabæ á Héraði hafa gert fimm ára samning við Jurulutas um stjórnun á veiðum og vinnslu skipsins og hafa fjármagn- að útgerð skipsins að nokkru leyti. Að sögn Sigurðar Grétarssonar er deilt það um hvort eigandi skipsins skuldi útgerðinni eða út- gerðin skuldi eigandanum. Benedikt Jónsson, skrifstofustjóri hjá ut- anríkisráðuneytinu, segir að óskað hafí verið eftir því að ráðuneytið hlutaðist til um að öryggi fjögurra íslenskra ríkisborgara um borð í Vydunas yrði tryggt. Ráðuneytið hafði samband við utanríkisráðuneyti Litháens í fyrrinótt og fól sendiráði íslands í Danmörku að leita til danskra stjómvalda um að þau fengju mennina leysta frá borði þegar skipinu væri siglt í lögsögu Danmerkur. Einnig upp- lýsti utanríkisráðuneytið sendiráð Litháens í Danmörku, sem jafnframt er sendiráð Lithá- ens á íslandi, um málið. „Mér skilst að Danir hafi ekki séð ástæðu til þess að aðhafast í málinu,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að viðfangsefni utanríkis- ráðuneytisins í þessu máli hafí einvörðungu verið, það að athuga hvort ástæða væri til þess að ætla að hætta steðjaði að íslensku ríkisborgurunum um borð í Vydunas. Hann segir að hjálparkall sem barst frá skipveijun- um íslensku til sýslumannsfulltrúans á Seyð- isfírði sl. laugardag hafi verið óvanalegt og þess vegna hafi utanríkisráðuneytið blandað sér í málið. Enginn aðdragandi Sigurður Grétarsson hjá Úthafsafurðum segir að skipinu hafi verið siglt aðra stefnu sl. föstudag en fyrirhugað var. Til stóð að skipið kæmi til hafnar á írlandi og tæki þar veiðarfæri og kost. Einnig átti einn íslend- inganna að fara í land af heilsufarsástæðum. Hann mun þó ekki vera veikur. Vydunas var hins vegar snúið frá írlandi og gerðu ís- lensku skipveijarnir Úthafsafurðum viðvart. Fyrirtækið leitaði eftir skýringum á þessu hjá eiganda skipsins en fékk engin svör. Sigurður sagði að enginn aðdragandi hefði verið að því að skipið var kallað heim til Litháens. Samskiptin hafi verið á eðlilegum nótum og samningaviðræður hafí verið í gangi um að Jurulutas keypti skipið af bank- anum. Skipið var að frysta makríl í breskri lögsögu þegar það var kallað heim. Til stóð að sækja veiðarfæri frá Hampiðjunni til ír- lands og þaðan átti það líklegast að halda á úthafskarfaveiðar. „Síðan virtist deilan harðna um borð í skipinu. Við fengum skeyti frá lslendingun- um á föstudag um að þeim væri bannað að hafa samband í land nema samskiptin færu fram á ensku. Þar næst fengum við skeyti um áð þeir hefðu efasemdir um að þeir fengju yfirhöfuð að senda fleiri skeyti til íslands. Á laugardag fékk ég skeyti þar sem þeir kváð- ust hræddir um að þeim yrði meinaður að- gangur að skeytastöð," segir Sigurður. „Loks barst þetta uppkall í gegrium radíó á sunnudagsmorgun þar sem þeir segja að þetta sé síðasta samtal sem þeir fái að hringja. Þeir gera sennilega rétt í því að hringja í sýslumannsfulltrúann en ekki mig. Hann gaf mér skýrslu um málið og ég reyndi að setja utanríkisráðuneytið í málið. Við sendum síðan utanríkisráðuneytinu í Litháen bréf og öllum æðstu stjórnendum þar í landi. Einnig sendum við Landsberghis fyrrverandi forseta bréf sem tók afar fast á málinu. Hann sendi út opinbera yfirlýsingu sem hleypti málinu loksins af stað,“ sagði Sigurð- ur. í gær fengu Úthafsafurðir skeyti á lithá- ísku frá sendiráði Litháens í Danmörku með þeim boðum að það yrði sent um gervihnött um borð í skipið. „Ég virðist koma skeytum til skipsins en þeir svara engu. Ég skil ekki orð í þessu en sjálfsagt tengist þetta mál- inu,“ sagði Sigurður. Skulda útgerðinni stórfé Sigurður segir að Úthafsafurðir hf. eigi engan hlut í Jurulutas. „Þetta er fyrst og fremst litháískt fyrirtæki sem leigir skipið af bankanum í samráði við okkur. Við höfum hjálpað þeim við alla samningagerð og við veiðar og vinnslu með ákveðinni tryggingu í afla og öðru slíku," sagði Sigurður. Sigurður segir að bankinn og litháíska ríkið skuldi útgerðinni stórfé. Þeir hafi verið látnir vita af því og í kjölfar þess hafi þeir kallað skipið heim. „Það læðist að manni sá grunur að nú sé skipið komið í það ástand sem þeir sætta sig við og þeir telji því að kominn sé tími til þess að kalla það heim. Það er búið að fjárfesta geysilega mikið í þessu skipi og endurbæta það,“ segir Sigurður. Hann segir að búið sé að fjárfesta fyrir á aðra milljón dollara í skipinu. Auk þess hafi útgerðin greitt um 400 þúsund dollara fyrirfram fyrir leigu. Samningurinn sem Úthafsafurðir hafa gert við Jurulutas er til fimm ára og var hann gerður árið 1994. „Úthafsafurðir eiga þarna hagsmuna að gæta en við erum fyrst og fremst að hugsa um mennina og tryggja öryggi þeirra. Síðar verður hægt að skera úr um hvor hafi rétt fyrir-sér í hinu málinu," segir Sigurður. í fréttum Ríkisútvarpsins í gær segir að Búnaðarbankinn í Litháen hafi útnefnt sér- stakan formælanda hér á íslandi vegna Vydunas málsins. Formælandinn segir að Úthafsafurðir í Fellabæ á Héraði skuldi leigu fyrir skipið síðan í júní síðastliðnum. Þá skuldi fyrirtækið áhöfn annars togara, An- iksjæ, sem það er með á leigu og liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn, hátt í þijár milljónir króna í laun. Tíu af skipveijum þess fóru til Litháens en þeir sem eftir eru hafi ekki fengið kost í nokkra daga. Ástæða þess að Vydunas var látinn sigla til Litháens sé sú að leigutakinn skuldi bankanum stórar upp- hæðir í leigu, samtals 700 þúsund dollara, eða hátt í 50 milljónir kr. Þá hafi bankinn óttast að skipið yrði kyrrsett í höfn erlendis vegna skulda en leigutakinn ætlaði að stefna því til Englands til að taka veiðarfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.