Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 13 Stukku aftan af skólabílnum á 60 km hraða og slösuðust Reynum þennan ferða- máta aldrei aftur „VIÐ gerðum þetta í algjöru hugs- unarleysi, þetta voru bara einhver strákapör. Ég er sannfærður um að við reynum þennan ferðamáta aldrei aftur og mælum ekki með honum við nokkum mann,“ sagði Sveinn Björnsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla í Öxarfirði, sem ásamt Friðrik Einarssyni, skóla- bróður sínum, stökk aftan af skóla- bílnum sem þeir héngu aftan í. Skólabíllinn lagði af stað frá skól- anum um kvöldmatarleytið á fimmtudag, en nemendur 10. bekkj- ar áttu að gista í skólanum aðfara- nótt föstudags. Þeir félagar fengu skyndilega þá hugdettu að fara í heimsókn á bæ sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá skólanum. Á þeim bæ býr piltur sem jafnan fær far með skólabílnum og stoppar hann því þar. Piltarnir stukku aftan á skólabílinn þegar hann lagði af stað, Sveinn hélt sér í stiga en Frið- rik í hjólbarða. Enginn rúða er aft- an á skólabílnum. Töldum upp að þremur og stukkum „Við héldum að bíllinn myndi stoppa við bæinn og hleypa strákn- um út, en okkur leist ekkert á blik- una þegar hann hélt áfram. Við vissum upp á okkur skömmina, það yrði allt bijálað ef við héldum áfram með bílnum og upp um okkur kæm- ist. Ég var því ákveðinn í að stökkva af bílnum og við töldum upp að Morgunblaðið/Kristján SVEINN Björnsson á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en hann stökk ásamt skólabróður sínum, Friðrik Einarssyni, af skólabílnum í Oxarfirði fyrir helgi. þremur og stukkum," sagði Sveinn. Báðir eru piltarnir mikið skrám- aðir, einkum á höndum og fótum, en bíllinn var á um 60 kílómetra hraða. Sveinn slasaðist meira og var fluttur með sjúkraflugi frá Kópaskeri á Fjórðungssjúkrahúsið á Ákureyri þar sem hann liggur enn. Hann tognaði á báðum fótum, hlaut höfuðkúpubrot og fékk heila- hristing. „Ég held við höfum báðir rotast, ég man eitthvað örlítið eftir mér liggjandi í götunni og aðeins þegar komið var með okkur í skól- ann,“ sagði Sveinn. Sluppum ótrúlega vel Þröstur Aðalbjörnsson var að vinna við smíðar við íþróttahúsið og sá hann piltána aftan á skóla- bílnum. Hann brá skjótt við og ók í hasti á eftir bílnum og hugðist láta bílstjórann vita, en strákarnir voru búnir að stökkva af bílnum og kom Þröstur að þeim hálfrænu- lausum á götunni. „Ég held við getum ekki annað en talist heppnir, við sluppum ótrú- lega vel,“ sagði Sveinn og ítrekaði að þeir félagar myndu næst fá að sitja inni í skólabílnum. Föstumessa SÍÐASTA föstumessan að þessu sinni verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 27. mars og hefst hún kl. 20.30. - kjarni málsins! verður haldinn þriðjudaginn 2. apríl 1 996 kl. T 7 á Hótel KEA. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hlutabréfamarkaðurinn 1996: Erindi Jóns Halls Péturssonar, framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands hf. um horfur á hlutabréfamarkaði á árinu 1996. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sumardagurinn fyrsti er 5. apríl hjá SAS! Sumaráætlun SAS milli íslands og Kaupmannahafnar hefst 5. apríl næstkomandi. í Kaupmannahöfn gefst farþegum kostur á tengiflugi samdægurs um allan heim en einnig er tilvalið að dvelja í Kaupmannahöfn áður en lengra er haldið. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.