Morgunblaðið - 26.03.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.03.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 13 Stukku aftan af skólabílnum á 60 km hraða og slösuðust Reynum þennan ferða- máta aldrei aftur „VIÐ gerðum þetta í algjöru hugs- unarleysi, þetta voru bara einhver strákapör. Ég er sannfærður um að við reynum þennan ferðamáta aldrei aftur og mælum ekki með honum við nokkum mann,“ sagði Sveinn Björnsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla í Öxarfirði, sem ásamt Friðrik Einarssyni, skóla- bróður sínum, stökk aftan af skóla- bílnum sem þeir héngu aftan í. Skólabíllinn lagði af stað frá skól- anum um kvöldmatarleytið á fimmtudag, en nemendur 10. bekkj- ar áttu að gista í skólanum aðfara- nótt föstudags. Þeir félagar fengu skyndilega þá hugdettu að fara í heimsókn á bæ sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá skólanum. Á þeim bæ býr piltur sem jafnan fær far með skólabílnum og stoppar hann því þar. Piltarnir stukku aftan á skólabílinn þegar hann lagði af stað, Sveinn hélt sér í stiga en Frið- rik í hjólbarða. Enginn rúða er aft- an á skólabílnum. Töldum upp að þremur og stukkum „Við héldum að bíllinn myndi stoppa við bæinn og hleypa strákn- um út, en okkur leist ekkert á blik- una þegar hann hélt áfram. Við vissum upp á okkur skömmina, það yrði allt bijálað ef við héldum áfram með bílnum og upp um okkur kæm- ist. Ég var því ákveðinn í að stökkva af bílnum og við töldum upp að Morgunblaðið/Kristján SVEINN Björnsson á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en hann stökk ásamt skólabróður sínum, Friðrik Einarssyni, af skólabílnum í Oxarfirði fyrir helgi. þremur og stukkum," sagði Sveinn. Báðir eru piltarnir mikið skrám- aðir, einkum á höndum og fótum, en bíllinn var á um 60 kílómetra hraða. Sveinn slasaðist meira og var fluttur með sjúkraflugi frá Kópaskeri á Fjórðungssjúkrahúsið á Ákureyri þar sem hann liggur enn. Hann tognaði á báðum fótum, hlaut höfuðkúpubrot og fékk heila- hristing. „Ég held við höfum báðir rotast, ég man eitthvað örlítið eftir mér liggjandi í götunni og aðeins þegar komið var með okkur í skól- ann,“ sagði Sveinn. Sluppum ótrúlega vel Þröstur Aðalbjörnsson var að vinna við smíðar við íþróttahúsið og sá hann piltána aftan á skóla- bílnum. Hann brá skjótt við og ók í hasti á eftir bílnum og hugðist láta bílstjórann vita, en strákarnir voru búnir að stökkva af bílnum og kom Þröstur að þeim hálfrænu- lausum á götunni. „Ég held við getum ekki annað en talist heppnir, við sluppum ótrú- lega vel,“ sagði Sveinn og ítrekaði að þeir félagar myndu næst fá að sitja inni í skólabílnum. Föstumessa SÍÐASTA föstumessan að þessu sinni verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 27. mars og hefst hún kl. 20.30. - kjarni málsins! verður haldinn þriðjudaginn 2. apríl 1 996 kl. T 7 á Hótel KEA. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hlutabréfamarkaðurinn 1996: Erindi Jóns Halls Péturssonar, framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands hf. um horfur á hlutabréfamarkaði á árinu 1996. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sumardagurinn fyrsti er 5. apríl hjá SAS! Sumaráætlun SAS milli íslands og Kaupmannahafnar hefst 5. apríl næstkomandi. í Kaupmannahöfn gefst farþegum kostur á tengiflugi samdægurs um allan heim en einnig er tilvalið að dvelja í Kaupmannahöfn áður en lengra er haldið. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.