Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ á sömu filmutegundina og áferðin á mismunandi myndskeiðum því ólík, sem undirstrikar átökin milli aðalpersónanna. Var þetta þín hugmynd? „Nei, það var hugmyndin hans Malik að nota mismunandi filmu- tegundir, mismunandi grófleika og annað til að gera leggja mis- munandi áherslur á mismunandi stöðum í myndinni, það er ákveðin áferð á atriðunum í fátækrahverf- inu, það er önnur áferð á atriðum sem sýna endurminningarnar o.s.frv. Allt þetta hjálpar til við að segja söguna.“ Það hefur verið sagt um þig að þú sért ástríðufullur kvikmynda- gerðarmaður. Margir kvikmynda- gerðarmenn, rithöfundar og aðrir listamenn segja að það sé erfitt að halda ástríðunni eftir fyrsta verkið. Ertu ennþá ástríðufullur og reiður kvikmyndagerðarmaður, •SVIPMYNDIR úr The Clockers. A stærstu myndinni sjást aðalleikararnir Harvey Keitel, uppgötvunin Mekhi Phifer og John Turturro. sem deilir á samféiagið? „Ég er ástríðufullur, en ástríðan er ekki knúin áfram af reiði, ég bý ekki til kvikmyndir af því að ég er reiður, heldur af því að mér finnst gaman að búa til kvikmyndir, það er gleði í minni kvikmyndagerð." Geta kvikmyndir breytt heimin- um? „Ég er ekki sannfærður um að myndir geti breytt neinu, ég held að þær geti komið af stað umræðu og fengið fólk til að hugsa, en það er langt frá því að ég haldi að fólk labbi út af kvikmynd gjörbreytt á einn veg eða annan. Ég reyni að koma ákveðnum skilaboðum til skila í mínum myndum, en ég ætlaðist t.d. ekki til að kynþáttahatur hyrfi af yfirborði jarðar eftir að „Do The Right Thing“ kom út, en ég vona að hún hafi virkað, sem hvati á einhveija til að gera eitthvað í málinu. Ég veit t.d. að það var mikið af ungum krökkum svörtum jafnt sem hvítum sem lásu ævi- sögu Malcolm X eftir að hafa séð myndina. Þau hefðu kannski aldr- ei heyrt hans getið eða tekið til við lesturinn ef þau hefðu ekki séð myndina. Hvati... ég er ánægður með það orð, hvati." Eftir viðtalið tókum við til við myndatökuna og það var þá sem ég spurði hvort hann hefði nokk- urn tímann komið til íslands. „Jú, ég hef einu sinni millilent í Keflavík.“ Skoðaðirðu þig eitthvað um? „Nei, ertu frá þér, það er svo djö... kalt maður, ég gat ekki beðið eftir því að komast aftur í loftið, ég var hræddur um að einhverjir mikilvægir líkamspart- ar myndu fijósa og detta af mér.“ SUNNUDAGUR 12. MAf 1996 B 7 Átt þú viðskiptahugmynd? Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Kvöld- og helgarnámskeið um stofnun og rekstur smáfyrirtækja hefst 18. maí. Innritun og nánari upplýsingar ■ síma 587 7000. Iðntæknistof nun ■ I /fr._" C c U 'v >\ _____________J ‘ * I bT; í]íTTffv______ * I i »J, STÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 31. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. maí kl. 16-19 báða dagana. 150 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík 50 ára afmæli Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. Haettul VTI6CirilH Vertu með á 8 - vikna námskeiði í umsjón Hrafns Friðbjörnssonar Á þessu hnitmiðaða og árangursríka námskeiði lærir þú hvernig þú getur losnað við aukakílóin og haldið þeim frá fyrir fullt og allt en jafnframt notið lífsins og borðað Ijúffengan mat. Hefst 21. maí. Námskeiðið byggist þannig upp: # Gönguferðir 3x í viku # Æfingar 1 x í viku # Vikulegir fundir - mjög mikið aðhald stuðningur og fræðsla # Girnileg uppskriftabók með 150 léttum réttum # Sálfræðilega hliðin, sjálfstraustið og margt fleira fróðlegt og uppbyggjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.