Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ . SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 B 17 ATVIN N M3AUGL YSINGAR Forritarar/kerfis- fræðingar Forritun ehf. óskar eftir að ráða tvo forrit- ara/kerfisfræðinga. Starfið felst í: - Þróun hugbúnaðar í Windows. - Uppsetningu hugbúnaðar fyrir netkerfi og AS/400. - Þjónustu og aðstoð við viðskiptavini For- ritunar. Umsögn um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „F - 16018“ fyrir 17. maí 1996. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Upplýsingar ekki gefnar ísíma. Aðalbókari Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Tangi hf. á Vopnafirði auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Meðal helstu verkefna aðalbókara eru: • Færsla fjárhags- og viðskiptabókhalds Tanga hf. og dótturfyrirtækja. • Afstemmingar. • Gerð virðisaukaskattsskýrslna. • Tollskjalagerð. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur: • Hafa viðskiptamenntun og/eða mark- tæka reynslu af bókhaldsstörfum. • Vera samviskusamir, nákvæmir og töluglöggir. • Hafa haldgóða tölvuþekkingu. • Vera reglusamir og áreiðanlegir. Launakjör eru samkomulagsatriði og aðstoð- að er við útvegun húsnæðis á staðnum. Umsækjendur skulu senda skriflegar um- sóknir, merktar: „Aðalbókari", til Tanga hf., Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði, eða í mynd- síma 473-1513. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristjánsson fjármálastjóri í síma 473-1143. AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar í grunnskólunum á Akureyri næsta skólaár: Barnaskóli Akureyrar: Almenn bekkjarkennsla, ein staða, og heimil- isfræði, hálf staða. Sími 462-4449. Gagnfræðaskóli Akureyrar: íslenska, heil staða, stærðfræði, heil staða, enska, hálf staða, danska, hálf staða, hand- mennt, heil staða og heimilisfræði 2/3 staða. Sími 462-4241. Glerárskóli: Staða forstöðumanns vistunar, heil staða, smíðar, heil staða, saumar, 2/3 staða, heimil- isfræði, heil staða og tónmennt, hálf staða. Sími 461-2666. Lundarskóli: íþróttakennsla, ein staða, sérkennsla, ein staða og heimilisfræði, hálf staða. Sími 462-4888. Oddeyrarskóli: Sérkennsla, ein staða. Sími 462-4999. Sfðuskóli: Staða forstöðumanns vistunar, heil staða, smíðar, heil staða, myndmennt, hálf staða og heimilisfræði, hálf staða. Sími 462-2588. Nánari upplýsingar hjá viðkomandi skóla- stjórum, skólaskrifstofu, sími 460-1450 og starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 462-1000. Starfsmannastjóri. Verslunarstjóri Húsgagnaverslun í góðum rekstri óskar eftir að ráða dugmikinn einstakling til verslunar- stjórastarfa. Helstu verkefni Verslunarstjórinn annast daglegan rekstur verslunar, en í því felst m.a. ábyrgð á sölu í búð, umsjón með útstillingum og framsetn- ingu auglýsinga og að vera tengiliður verslun- ar við framleiðslu. Hann þarf jafnframt að vinna söluáætlanir og annast samskipti við erlenda birgja. Kröfur um hæfni Umsækjandi þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Reynsla á sviði rekstrarog í markaðsmál- um ásamt reynslu í stjórnun er æskileg. Við- komandi þarf að vera góður leiðtogi og þægilegur í samskiptum, nákvæmur í vinnu- brögðum og tilbúinn að leggja sig allan fram. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda umsókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 18. maí 1996. inna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 108 Reykjavík Sími Fax 588-3375 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... KRABBAMEINSLÆKNINGADEILD Deildarlæknir/aðstoðarlæknar Tvær stöður aðstoðarlækna og ein staða deildarlæknis við krabbameinslækningadeild Landspítalans eru lausar til umsóknar. Önn- ur aðstoðarlæknisstaðan er laus nú þegar, hin frá 1. júní að telja, staða deildarlæknis frá 1. júlí. Starfið er fólgið í vinnu á legu- og göngudeild í samvinnu við sérfræðinga deild- arinnar. Möguíeg rannsóknarverkefni til staðar. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sveins- son, forstöðulæknir, í síma 560 1440. GEÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á geðdeildir Landspítalans á Landspítalalóð, að Kleppi, Vífilsstöðum og barna og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. í boði er einstaklingsbundin starfs- þjálfun. Leikskólar eru í tengslum við spítal- ann og íbúðarhúsnæði sem tengt er 100% starfi. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560 2649 og 560 2600 skiptiborð. Leikskólinn Sólhlíð Leikskólakennarar Leikskólinn Sólhlíð, Engihlíð 6-8, óskar eftir leikskólakennurum til starfa frá 1. júní eða eftir nánara samkomulagi. í Sólhlíð eru dag- lega 75 börn á aldrinum 1-6 ára og þar er verið að vinna að áhugaverðu þróunarverk- efni. Nánari upplýsingar veitir Elín María Ingólfs- dóttir, leikskólastjóri, í síma 560-1594. Grunnskólakennarar Næsta skólaár vantar kennara til almennrar kennslu á yngsta stigi, miðstigi og unglinga- stigi við Borgarhólsskóla, Húsavík. Einnig vantar þroskaþjálfa til starfa með fötl- uðum nemendum. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Nánari upplýsingar gefa Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660 og hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðar- skólastjóri, vs. 464 1660 og hs. 464 1631. ÓLAFSFJÖRDUR rm Kennarar Við Barnaskóla Ólafsfjarðar eru lausar 4 kennarastöður. Um er að ræða alm. bekkjar- kennslu í 1 .-7. bekk, hand- og myndmennt. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar L. Jó- hannsson skólastjóri í síma 466-2245. Við Gagnfræðaskóla Olafsfjarðar er laus 1 kennarastaða. Um er að ræða sérkennslu og raungreinar. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Sigur- björnsson skólastjóri í síma 466-2134. Leikskólakennarar Leikskólakennara vantar á leikskólann Leik- hóla, Ólafsfirði. Um er að ræða 3 stöður. Leikhólar er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára. Ráðningartími er frá 1. september 1996. Allar nánari upplýsingar veitir Svandís Júlíus- dóttir leikskólastjóri í síma 466-2397. Gott húsnæði í boði, ódýr hitaveita og niður- greidd húsaleiga. Umsóknarfrestur um ofan- greindar stöður er til 24. mat 1996. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa á neð- angreinda leikskóla: Allan daginn: Efrihlíð v/Stigahlíð. Upplýsingar gefur Steinunn Helgadótir, leik- skólastjóri, í síma 551 8560. Múlaborg v/Ármúla. Upplýsingar gefur Ragnheiður Gróa Haf- steinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 568 5154. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Droplaug Pétursdóttir, leikskólastjóri, í síma 553 3280. Sæborg v/Starhaga. Upplýsingar gefur Þuríður Anna Pálsdóttir, leikskólastjóri, í síma 562 3664. Tjarnarborg v/Tjarnargötu. Upplýsinar gefur Inga Rósa Joensen, leik- skólastjóri, í síma 551 5798. Eldhús Matráði vantar í neðangreinda leikskóla: Efrihlíð v/Stigahlíð (75% staða. Upplýsingar gefur Steinunn Helgadóttir, leik- skólastjóri, í síma 551 8560. Njálsborg v/Njálsgötu. Upplýsingar gefur Hallfríður Hrólfsdóttir, leikskólastjóri, í síma 551 4860. Aðstoðarmenn vantar í eldhús á leikskólann Sæborg v/Starhaga. Upplýsingar gefur Þuríður Anna Pálsdóttir, leikskólastjóri, í síma 562 3664. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.