Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU/A UGL YSINGA R Akranes lifandi bær Við auglýsum lausar til umsóknar eftirtaldar stöður á leikskólum bæjarins. • Stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Garðaseli. • Stöður leikskólakennara við leikskólana, • Stöðu þroskaþjálfa í 70% stöðuhlutfall. í dag eru starfandi á vegum Akraneskaup- staðar 4 leikskólar fyrir börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Þar dveljast á degi hverjum 254 börn. Leikskólinn Garðasel sem tók til starfa 1991 er 3ja deilda leikskóli. Ef þú hefur áhuga á að búa í blómlegum bæ og starfa með börnunum okkar á Akranesi þá veita Brynja Helgadóttir, leikskólastjóri, í síma 431-2204 og Sigrún Gísladóttir, leik- skólafulltrúi, í síma 431-1211 þér allar nán- ari upplýsinar. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til föstudagsins 24. maí nk. Leikskólafulltrúi - félagsmálastjóri. Endurskoðun Vegna aukinna umsvifa auglýsum við eftir nemum á sviði endurskoðunar. í boði er starf á vaxandi endurskoðunarskrifstofu með fjöl- breytt verkefni og góðri vinnuaðstöðu þar sem lögð er áhersla á frumkvæði og dugnað starfsmanna. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í við- skiptafræði af endurskoðunarsviði eða munu útskrifast á árinu. í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um menntun, náms- árangur, fyrri störf og önnur þau atriði sem umsækjandi telur skipta máli. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu okkar eigi síðar en 20. maí nk. IBDO BDO SamEnd ehf., löggiltir endurskoðendur, Ármúla 10, 108 Reykjavík, sími 568 7210, fax 568 8352. BDO SamEnd ehf. (Sameinaða endurskoðunarskrifstofan) er aðili að BDO Binder sem eru alþjóðasamtök um 460 endurskoð- unarskrifstofa í um 80 þjóðlöndum. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir Laus störf kennara í Reykholti í Borgarfirði Skólaárið 1996-1997 verður skólahald í Reyk- holti á vegum FVA. Auglýst er eftir kennurum sem áhuga hafa á að starfa við skólann í Reykholti. Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf í: Dönsku, ensku, íslensku, listgreinum, íþróttum- og félagsmálum, matreiðslu, sam- félagsgreinum, sérkennslu og smíðum. Kennarar í Reykholti þurfa að geta unnið náið með öðrum og vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum við mótun skólastarfsins. Þeir þurfa að vera reiðubúnir að vinna að fjölbreytilegum verkefnum með nemendum, þannig að áhugi og hæfni nemenda sé virkj- uð í þroskandi skólastarfi. Einnig þarf kennara eða aðra starfsmenn til að annast heimavistargæslu og fleiri störf í skólanum. Þeir, sem vilja sækja um þau störf er hér var lýst, sendi umsóknir sínar til Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Nánari upplýsingar um störfin má fá hjá undirrituðum. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1996. Skólameistari. Deloitte & Touche & Stýrimaður Einn umbjóðanda okkar vantar annan stýri- mann í fast afleysingastarf á frystitogara sem gerður er út frá Suðvesturlandi. Frystitogar- inn veiðir bæði innan og utan landhelgi. Umsóknir skulu sendar Endurskoðun Sig. Stefánssonar - Deloitte & Touche - Ármúla 40, pósthólf 8736, 128 Reykjavík, merktar: „Stýrimaður". Upplýsingar verða ekki veittar í síma. DeloitteTouctie Tohmatsu Intemational Varmalandsskóli Borgarfirði Kennarar Lausar kennarastöður við Varmalandsskóla. Meðal kennslugreina hannyrðir, smíðar, heimilisfræði, enska, sérkermsla og almenn kennsla. Varmalandsskóli er í 135 km. frá Reykjavík og nemendur eru um 110 í 7 deildum. Við rekum heimavist fyrir 6.-10. bekk, kennum fjóra daga og notum fimmta dag vikunnar m.a. til kennarafunda, vinnu vegna skólaþró- unar og samstarfs við aðra skóla. Við leitum að fjölhæfum kennurum með mikinn áhuga á kennslu og vinnu með börnum og ungling- um. Laun samkvæmt samningum Kennara- sambands íslands (sem sagt ekki há), en möguleiki á yfirvinnu m.a. lesvaktir og félags- starf. Mötuneyti Frá og með 15. ágúst 1996 vantar okkur starfskraft til þess að veita mötuneyti skól- ans forstöðu. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, skóla- stjóri Varmalandsskóla, símar 435 1300 skóli og 435 1302 heima. Frá Háskóla íslands Við viðskiptaskpr Viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla íslands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: • Sérstök tímabundin lektorsstaða í við- skiptafræðum. Lektornum er einkum ætlað að stunda kennslu og rannsóknir á sviði reikningshalds og endurskoðunar. • Sérstök tímabundin lektorsstaða í viðskiptafræðum. Kennsla og rannsóknir lektorsins geta verið á sviði rekstrarhag- fræði, upplýsingatækni, markaðsmála, stjórnunar eða skyldra greina. Áætlað er að ráða í stöðurnar frá 1. ágúst 1996. Umsækjendur um stöðurnar skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís- indastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknum skulu send eintök af vísinda- legum ritum og ritgerðum umsækjenda prentuðum og óprentuðum. Laun skv. kjara- samningi Félags háskólakennara og fjár- málaráðherra. Umsóknarfrestur er til 12. júní 1996 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Há- skóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Vélstjóri óskast á nótaskip, skipið stundar loðnu- og síldveið- ar. Æskilegt er að viðkomandi geti sinnt við- haldi á skipinu í þann tíma sem það er verk- efnalaust. Það er ekki krafist fullra réttinda, en kunnáttu í viðgerðum. Skipið verður gert út frá suðvesturhorninu. Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Nóta- skip - 1020“. Náttúrufræðingar Náttúrustofa Suðurlands íVest- mannaeyjum - Staða forstöðumanns - í samræmi við lög nr. 60/1992 og reglugerð nr. 643/1995 óskar stjórn Náttúrustofu Suð- urlands í Vestmannaeyjum eftir forstöðu- manni. Starfssvið: Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri stofunnar, semur rekstr- aráætlanir, mótar rannsóknastefnu og ræður starfslið með samþykkt stjórnar. Hann er í fyrirsvari fyrir stofuna og annast samskipti út á við. Gert er ráð fyrir að hluti starfsins felist í rannsóknum. Leitað er eftir náttúrufræðingi. Starfið krefst góðra skipulagshæfileika, sjálfstæðra vinnu- bragða, frumkvæðis, samviskusemi, lipurðar í samstarfi og umgengni við fólk. Umsækj- endur skulu vera vel máli farnir og ritfærir. í boði er fjölbreytt, krefjandi og áhugavert starf við að byggja upp og skipuleggja nátt- úrurannsóknir á Suðurlandi og taka þátt í að móta framtíðarstefnu stofunnar. Staðan er veitt til 5 ára. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita formaður stjórnar, Svanhildur Guðlaugsdóttir hf. 481-2041 og vs. 897-1155 eða Guðmundur Þ.B. Ólafsson, hs. 481-1714 og vs. 481-1980. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf berist til Náttúrustofu Suðurlands, Ráðhúsinu, Vestmannaeyjum, eigi síðar en 8. júní 1996. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. A KÓPAVOGSBÆR Lausar stöður Eftirlitsmaður fasteigna Óskað er eftir tæknimenntuðum starfsmanni til þess að sjá um viðhaldsframkvæmdir, áætlanagerð fyrirfasteignir bæjarins, rekstur trésmíðaverkstæðis og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á sviði húsbygginga (eftirlit/hönnun). Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðing- ur í síma 554 1570. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 20. maí nk. Leikskólakennarar Lausar eru stöður leikskólakennara við leik- skólann Fögrubrekku við Fögrubrekku. Komið og kynnið ykkur starfið og kjörin. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 554 2560. Matráður Laus er staða matráðs við leikskólann Kópa- hvol við Bjarnhólastíg. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 554 0120. Einnig gefur leikskólafulltrúi upplýsingar um stöður leikskólakennara og matráðs í síma 554 5700. Starfsmannasstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.