Morgunblaðið - 12.05.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 12.05.1996, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR Schwarzenegger fram úr áætlun EIN af stóru sumar- myndunum í ár er með sjálfum sumarmynda- kónginum Arnold Schwarz- enegger. Hún heitir „Eras- er“ og leikstjóri hennar er Chuck Russell, sem síðast stýrði Jim Carrey til ævar- andi frægðar og ríkidæmis í Grímunni. í „Eraser“ leikur austur- ríska tröllið lögreglustjóra sem flækist inn í vitnavernd FBI með tilheyrandi sum- armyndabombum. Sagt er að tökur myndarinnar hafí farið nokkrar vikur fram úr áætlun og að kostnaður- inn hafí orðið óstjómlegur, aukist um 30 milljónir doll- ara og endað í 100 milljón- um. Er Russell kennt um því hann þykir ekki hafa neina reynslu af gerð 100 MILUÓNIR dollara; Schwarzenegger og Vanessa Williams í „Eraser“. Hvab er nýtt afþýskum kvikmyndum? Eftirsóttasti maðurínn ÞÝSKAR bíómyndir hafa ekki verið áberandi í kvikmynd- aúrvalinu hér á landi frekar en annarstaðar í heiminum í mörg herrans ár en ýmislegt bendir til þess að það geti breyst á næstunni. Ný kynslóð þýskra kvikmyndagerðar- manna hefur gert þýskar bíómyndir eftirsóttar í heimalandi sínu og það smitar út frá sér. Á skömmum tíma hefur þeim tekist að stórauka áhugann fyrir þýskum myndum og að- sóknin hefur rokið upp úr öllu valdi. Athyglisvert er að þróunin hér heima er þveröfug. Við lifum blómaskeið ís- lenskra bíómynda en þær hafa ekki náð miklum vinsældum heimafyrir. ÞJÓÐVERJAR TAKA VIÐ SÉR; framan við Babels- berg, sem nú er eitt best búna kvikmyndaverið í Evrópu. Hver er formúla Þjóðveij- anna? Léttar, sérþýsk- ar gamanmyndir er eitt svarið. Samkvæmt úttekt í nýlegu hefti bandaríska vikuritsins Time hafa þeir lagt tilgerðarlegu vitsmuna- myndum sínum, sem fengu í mesta lagi dreifíngu. í litl- um listabíóum, en snúið sér að því að ná til breiðari áhorfendahóps. Útkoman eru þýskar métsölumyndir þar sem Hollywood-myndir réðu áður ríkjum. Þijár þýskar myndir náðu því eft- irsótta markmiði á síðasta ári að þær sóttu fleiri en ein milljón manna. „Það ergam- an að vera kvikmyndagerð- armaður núna,“ er haft eftir leikstjór- anum Sönke Wort- hmann. „Fyrir fímm árum vildu þýskir áhorfend- ur ekki sjá þýskar myndir en nú er öldin önnur.“ Wort- hmann þessi á vinsælustu þýsku myndina sem gerð hefur verið í áratug eða meira. „Der Bewegte Mann“ eða Eftirsóttasti maðurinn. Hún er gamanmynd sem sjö milljónir Þjóðveijar hafa keypt sig inná og fjallar um þýskan Don Juan sem flytur inn til nokkurra homma eft- ir að kærastan segir honum upp. Þar er hann litinn hýru auga og jafnvel eftir að kærastan hefur tekið hann í sátt spyr hann sjálfan sig: Getur verið að ég sé hommi? Eftirsóttasti maðurinn græddi 3,5 milljarða ísl. króna. Nýjasta mynd leik- stjórans, „Superweib" eða Ofureiginkona, rauk upp í fyrsta sæti metsölulistans tveimur vikum eftir frum- sýningu. Sagt er að Þjóðverjar séu í öðru sæti yfir þær þjóðir sem mest sækja kvikmynda- húsin. Á síðasta ári seldust 125 milljónir bíómiða í land- inu. Vinsælasta kvikmynda- stjarnan er Til Schweiger, sem leikur elskhugann mikla í Eftirsóttasta mann- inum og fer með aðalhlut- verkið í nýjasta þýska smell- inum, „Mannerpension“ eða Góðkunningjum lögreglunn- ar, sem fjailar um fanga er skráir sig í endurhæfíngar- prógramm til að geta framið bankarán. „Þar til fýrir skemmstu voru gaman- myndir litnar hornauga í Þýskalandi og vinsælar myndir nutu lítillar virðing- ar,“ er haft eftir honum. Kvikmyndahúsunum þótti enginn akkur í að sýna þýsk- ar bíómyndir og tóku Holly- wood-myndirnar framyfir. Frumsýning á þýskri mynd var lítt spennandi viðburður. Engu var til kostað. Inn- lenda framleiðslan féll al- gerlega í skuggann af Holly- wood-framleiðslunni. Með nýju metsölumyndunum hefur þetta breyst til muna og nú eru þýskar myndir frumsýndar með viðhöfn. Eins og sjá má hefur end- urreisn þýsku kvikmynd- anna Iítið sem ekkert að gera með Wenders, Herzog og aðra jöfra þýsku nýbylgj- unnar. Léttmeti og aðsókn- armyndir eru boðorð dags- ins. Til að ýta undir enn frekari framleiðslu hefur hið sögufræga kvikmyndaver í Berlín, Babelsberg, verið endurbyggt undir stjórn Volker Schlöndorff. Þar störfuðu áður menn eins og Fritz Lang og Emst Lu- bitsch og er það nú aftur orðið eitt stærsta og best búna kvikmyndaver í Evr- ópu. eftir Arnald Indriðason SYNINUM rænt; Howard stýrir Mel Gibson SÝND ð næstunni; úr „The Bridcage". 10.000 á Dauða mann ALLS höfðu tæplega 10.000 manns séð Dauðamann nálgast með Susan Sarandon og Sean Penn í Háskólabíói eftir síð- ustu sýningarhelgi. Þá höfðu 5.000 manns séð Skrýtna daga, 2.000 Neðanjarðar, 3.500 Vamp- íru í Brooklyn og 2.500 stuttmyndina Gas. Tólf apar byijaði fyrir helgi í Háskólabíói en næstu myndir þess verða ástralska gamanmyndin „Lucky Bre- ak“, bandaríska gaman- myndin „The Birdcage", sem fmmsýnd verður þann 31. maí og verður einnig í Sambíóunum, „Primal Fear“ með Richard Gere og „Lock Ness“ með Ted Danson. Aðrar væntanlegar myndir eru „Clockwork Mice“ með Ian Hart og „Frankie Starlight“ með Matt Dillon. Helstu sumar- myndir Háskólabíós em „Twister", sem frumsýnd verður um miðjan júlí, og „Mission Impossible", sem kemur um miðjan ágúst og verður einnig í Sambíóun- um. Gibson í Lausn- argjaldinu MEL Gibson var sigur- vegari síðustu Osk- arsverðlaunahátíðar og tók sér hlé frá tökum á nýjum spennutrylli til að vera við- staddur verðlaunaafhend- inguna. Tryllirinn heitir Lausnargjald eða „Ransom“ en leikstjóri hennar er Ron Howard, sem síðast gerði Apolló 13. Spennutryllirinn segir af eiganda flugfélags. Hann verður fyrir því að syni hans er rænt en í stað þess að borga lausnargjaldið og láta kjurt liggja reynir hann að snúa á mannræningjana. Rene Russo leikur eiginkonu Gibsons í myndinni en þau léku síðast saman í „Lethal Weapon 3“, og Gary Sinise leikur lögreglumann en hann fór með stórt hlutverk í Apolló 13. Sonurinn er leik- inn af Brawley Nolte, syni Nick. Sinise hafnaði mllunni í fyrstu til að geta leikið aðal- hlutverkið í nýrri spennu- mynd byggðri á sögunni „Without Remorse" eftir Tom Clancy en svo var hætt við hana í miðju kafí. ÍBÍÓ |7"vikmyndahúsin -IVí Reykjavík hafa ver- ið iðin við að fmmsýna myndir upp á síðkastið. Hvorki fleiri né færri en sex myndir voru fmm- sýndar um síðustu helgi og þar af var ein heims- fmmsýning en sýningar á Síðasta dansinum með Sharon Stone hófust á sama tíma á íslandi og í Bandaríkjunum. Vikuna þar á undan hafði annar eins fjöldi mynda verið frumsýndur svo skiptingamar em hraðar þessa dagana. Vorið er oft hægur tími í kvikmyndahúsunum. Þá hafa allar óskarsmynd- imar hafa verið sýndar og sumarmyndimar em á næsta leyti. Fmmsýn- ingum fækkaði nokkuð á síðasta ári miðað við árin á undan og má sjálfsagt kenna samsýningunum um að nokkm leyti. Dregið hefur úr þeim og með þessu áframhaldi stefnir í að fjöldi fmm- sýninga á árinu aukist aftur. mynda af þessari stærð- argráðu. Lokaskotbardag- inn einn fór þijár vikur fram úr tökuáætlun. Warner Bros. kvik- myndaver-ið hafði í hyggju að láta Russell fjúka eftir að hafa séð tökurnar frá honum en þær fóru dag- batnandi og hann hélt starfínu. Schwarzenegger kallaði „handritslækninn" William Wisher (Brotin ör) til að gera nokkar lagfær- ingar og setti fréttabann á framleiðsluna. Eölk ■Fjölskyldumyndin Litla prinsessan hef- ur verið sýnd í Sam- bíóunum. Leikstjóri hennar er Alfonso Cuaron en næsta mynd hans er ný út- gáfa af sögu Dickens, „Great Expectati- ons“. Hér er um Holly- woodmynd að ræða og með aðalhlutverkin fara Robert De Niro og Ethan Hawke. MÞá mun Ieikstjóri Náið þeim stutta, Barry Sonnenfeld leikstýra á næstunni vísindaskáldskapar- myndinni „Men in Black“ en leikaraliðið er ekki af verri end- anum: Linda Fiorent- ino, Tommy Lee Jo- nes og Will Sinith. ■Náið þeim stutta er byggð á metsölubók Elmore Leonards. í undirbúningi er að kvikmynda enn eina Linda Tommy sögu höfundarins í þetta sinn „Pronto“, sem segir af veðbókara mafíunnar og hvernig honum gengur erfið- lega að draga sig í hlé kominn á efri ár. Lík- lega mun Peter Falk fara með aðalhlutverk- ið. MSumarmyndahetjan Schwarzenegger hef- ur afráðið að leika í mynd sem gerist í seinni heimstyijöldinni (þær eru ekki útdauð- ar). Hún heitir Á arn- arvængjum eða „With Wings of Eagles“. MÞegar Tim Robbins er ekki að leikstýra frábærum bíómyndum tekur hann að sér aðal- hlutverk í annarra manna myndum. Sú nýjasta er „Nothing to Loose“. Hún segir af auglýsingamanni sem fær bílaþjóf (Martin Lawrence) í lið með sér til að koma fram hefndum á ótryggri eiginkonu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.