Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________ERLENT______________________________ Don Abelson aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í fjarskiptamálum Heimurinn gæti misst af einstöku tækifæri Donald Abelson er aðalsamningamaður Bandaríkjastjómar í viðræðum um samning um aukið frelsi í fjarskiptum. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Abelson, sem segir hættu á að einstakt tækifæri renni heims- byggðinni úr greipum náist ekki samkomulag. Morgunblaðið/Þorkell DONALD Abelson, samningamaður Bandaríkjastjórnar í fj arskiptamálum. baksvið VIÐRÆÐUM um víðtæk- an alþjóðlegan fjar- skiptasamning átti að Ijúka fyrir maí á þessu ári. Á síðustu stundu kom hins vegar í ljós að BandarSkin töldu sig ekki geta gengið frá samkomu- lagi miðað við þær forsendur sem þá voru til staðar. Viðræðurnar voru framlengdar til 15. febrúar á næsta ári og standa enn vonir til að nýr fjarskiptasamningur geti tekið gildi 1. janúar 1998. Gífur- legir hagsmunir eru í húfi. Sam- kvæmt mati Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) veltir fjarskipta- markaðurinn í heiminum 513 millj- örðum dollara (rúmum 34.000 milljörðum króna) í dag og velta upplýsingaiðnaðarins er 1,3 billjón- ir dollara. Viðræðurnar eru hins vegar ekki síst mikilvægar sökum þess að frekari framþróun upplýs- ingaþjóðfélagsins á heimsvísu er háð því að sú tækni er því fylgir, fái að dafna og verða öllum að- gengiieg. Bandaríkjastjórn var harðlega gagnrýnd af öðrum ríkjum er hún lýsti því yfir í apríllok að þau til- boð er lægju fyrir í samningavið- ræðunum væru ófullnægjandi. Donald Abelson, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna í viðræðun- um um fjarskiptasamning, segir stöðuna hafa verið þá að tilboð Asíuríkja, sem boðuð hefðu verið í samningaviðræðum, hefðu aldrei litið dagsins ljós. „Það komu engin tilboð frá Indónesíu og Malasíu, tilboð Tælands var ekki þess virði að ræða, tilboði Filippseyja var stórlega ábótavant og í tilboði Sin- gapore var gert ráð fyrir að mark- aðurinn yrði opnaður árið 2002, það er að segja eftir sex ár og fjór- um árum síðar en allir aðrir. Menn verða að hafa hugfast að símafyrir- tæki Singapore hefur fjárfest fyrir tvo milljarða dollara í öðrum ríkj- um. Samt töldu þeir sig ekki geta opnað eigin dyr fyrir öðrum. Tveimur vikum eftir að samninga- lotunni lauk greindu stjórnvöld í Singapore raunar einhliða frá því að þau myndu slaka á kröfum sín- um og opna markaðinn árið 2000.“ Fjölmennustu ríkin ekki með Abelson segir að Suður-Kórea hafi krafist takmarkana á erlend- um fjárfestingum en ljóst væri að Kórea ætti eftir að gegna mik- ilvægu hlutverki á ýmsum sviðum upplýsingatækninnar en vildi samt ekki opna markað sinn fyrir banda- rískum fyrirtækjum. Hong Kong hefði ekki haft í hyggju að opna markað sinn fyrir alþjóðasímtöl fyrr en 2006. „Það hljómar ekki sem samkomulag í mínum eyrum. Indverska tilboðið kom seint og hafði takmarkað gildi en Indland er annað fjölmennasta ríki verald- ar. Ef við iítum á þetta út frá markaðssjónarmiðum var því stað- an ekki vænleg. Fjölmennasta ríki veraldar, Kína, tók ekki þátt í við- ræðunum þar sem það á ekki aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Indland kom ekki með neinar raun- verulegar skuldbindingar og það lá ekkert á borðinu frá þriðja fjöl- mennasta ríkinu, Indónesíu." Aðspurður um tilboð íslenskra stjórnvalda sagði Abelson að Bandaríkin hefðu ekkert haft við það að athuga. Það hefði komið til móts við allar þeirra kröfur og raunar harla undarlegt að mun fjölmennari ríki, t.d. Frakkland, hefðu ekki treyst sér til að leggja fram jafnvíðtæk tilboð. Abelson sagði að það sem aftur á móti skipti meginmáli væri hvort hægt yrði að ná viðunandi niður- stöðu í viðræðum næstu níu mán- aða. Hann teldi góðar líkur á því að því gefnu að bandamenn Banda- ríkjanna í Evrópusambandinu og Japan legðu lóð sitt á vogarskál- arnar. „Ég held að skynsamlegasta stefnan sé sú að Bandaríkin, Kanada, Evrópusambandið og Jap- an sameinist um að leggja nú fram bestu mögulegu tilboð þannig að umheimurinn viti opinberlega hvað við höfum í hyggju og hafi tæki- færi til að gera slíkt hið sama.“ Næðist samkomulag yrði fyrir- tækjum tryggður aðgangur að mörkuðum þeirra ríkja er ættu aðild að því. Abelson sagði nauð- synlegt að fyrirtæki hefðu trygg- ingar af þessu tagi og vissu að hveiju þau gengju. „Tökum dæmi af bandarísku fyrirtæki sem hæfi starfsemi í Póllandi. Það hefði tryggingu fyrir því að það hefði sömu stöðu og þýskt fyrirtæki. Pólveijar gætu ekki valið sam- starfsaðila, hvort sem væri innlent fyrirtæki eða erlent, út frá klíku- sjónarmiðum.“ Telja sig geta gert minna en aðrir Þegar Abelson var spurður hvort ríki í Asíu, sem er það svæði heims þar sem hagvöxtur hefur verið hvað mestur á undanförnum árum, hafi ekki hag af því að auka frelsi á þessu sviði sagði hann það tví- mælalaust vera svo. „Því miður voru línurnar lagðar í samninga- viðræðum um fjármálaþjónustu á síðasta ári en þar brugðust asísku „tígrarnir" sem og Suður-Kórea. Eg held að það sé útbreitt viðhorf hjá ríkisstjórnum þessara ríkja að þær telja sig komast upp með að gera minna en aðrir. Þetta eru mjög verndaðir markaðir. Ástæða þess að þeir geta fylgt þessari stefnu er að þetta eru sveigjanleg- ir markaðir og þeir hafa þegar þá fjárfestingu sem þeir telja æskilega án þess að skuldbinda sig gagn- vart öðrum ríkjum. Helstu ijármagnslindir þeirra í fjarskiptamálum hafa verið póst- og símafyrirtækin, sem eru vel stæð þar sem þau hafa getað verð- lagt þjónustu sína hátt í ljósi ein- okunar og alþjóðlegra peninga- stofnana. Alþjóðabankinn spáir því að þetta muni breytast í framtíð- inni vegna þess hve miklar fjárfest- ingar verður að ráðast í og að þessi ríki muni þá verða að reiða sig fyrst og fremst á einkareknar lánastofnanir. Þegar það byijar að gerast tel ég að þessi ríki muni komast að annarri niðurstöðu.“ En hversu alvarlegt telur Abel- son það vera ef ekki næst sam- komulag á næstu níu mánuðum? Væri hreinlega hægt að fram- lengja viðræðurnar aftur um eitt til tvö ár til viðbótar? „Flest fyrirtæki munu auðvitað halda áfram sínum viðskiptum samkvæmt þeim kringumstæðum sem verða til staðar. Þau munu hins vegar ekki hafa þessar trygg- ingar og það öryggi sem þeim fylg- ir. Ég held að heimsbyggðin myndi tapa á því ef ekki næðist samkomu- lag og það myndi hamla þróun. Mest yrðu áhrifin á minni hag- kerfi en fyrir til dæmis Bandaríkin væri það ekkert stórslys." Abelson sagði þessar viðræður mjög sérstakar að því leyti að Bandafíkjastjórn myndi halda áfram í þá átt sem hún legði til óháð því hvað önnur ríki gerðu. „Samkeppni verður efld, þjónusta aukin og tæknisvið renna saman. Á þessum tímapunkti erum við Bandaríkjamenn reiðubúnir að setjast niður og semja um þær reglur sem eiga að gilda á þessu sviði. Ef gæsin verður ekki gripin er óvíst hver staðan verður í fram- tíðinni. Bandaríkjastjórn á ekki á hættu að missa af tækifæri heldur umheimurinn." Evrópsk fyrirtæki vilja frelsi Abelson hefur um árabil átt í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið um ýmis svið viðskipta- mála og meðal annars verið helsti samningamaður Bandaríkjanna í viðræðum um tónlist og myndefni milli Bandaríkjanna og ESB, en ekki tókst að leysa þau mál í síð- ustu lotu GATT-viðræðnanna. Innan Evrópusambandsins hef- ur á síðustu árum átt sér stað líf- leg umræða um samkeppnisstöðu sambandsins gagnvart öðrum efnahagssvæðum. „Varaforseti Bandaríkjanna hefur mikinn áhuga á upplýsingahraðbrautinni, sem kannski má ekki síst rekja til þess að faðir hans tók virkan þátt í því að byggja alvöru hraðbrautir í Bandaríkjunum. Eftir að við höfð- um starfað að þeim málum í Bandaríkjunum í um tvö ár höfðu fulltrúar evrópskra stórfyrirtækja og framkvæmdastjórnarinnar samband við okkur árið 1993 og vildu eiga viðræður um hvert við stefndum. Við áttum einstakan fund í apríl 1994 þar sem fulltrúar bandarísks og evrópsks efnahags- lífs og háttsettir stjórnmálamenn komu saman. Fundurinn var ekki síst haldinn að frumkvæði Martins Bangemanns í framkvæmdastjórn- inni og markmiðið var frá upphafi að fá evrópsk fyrirtæki til að gegna virkara hlutverki. Ég hef aldrei séð jafnmikið af mikilvægum mönnum saman- komnum á einum stað og líklega hefur látið nærri að fulltrúar fyrir um þriðjung af efnahagslífi heims- ins hafi setið þennan fund. Þarna voru lagðar lír.ur og í júlí 1994 var ákveðið á fundi sjö helstu iðnríkja heims að taka upp viðræður um fjarskiptamál. Evrópskir forystu- menn höfðu miklar áhyggjur af forskoti Bandaríkjamanna og al- veg frá upphafi hafa skilaboðin frá viðskiptalífinu til stjórnmálamann- anna verið að veita þeim aukið frelsi og leyfa þeim að taka þátt í samkeppninni.“ Abelson sagði að stærsta spurn- ingin hvað evrópsk fjarskiptamál varðaði væri hvort stóru símafyrir- tækjunum yrði leyft að skipta Evr- ópu upp á milli sín eða hvort þau yrðu neydd til að keppa hvert við annað. Yrði það raunin myndi mik- il uppstokkun eiga sér stað. Tii þessa hefur ekkert fyrirtæki boðið þjónustu um alla Evrópu. „Fyrsta fyrirtækið til að gera það mun fá mjög sterka stöðu og mín ágiskun er sú að það verði ekki evrópskt fyrirtæki. Ég er ekki sannfærður um að það verði endilega banda- rískt fyrirtæki en ég held að það verði ekki evrópskt." Fjarvera Kínveija ekki ókostur Þar sem Kínveijar eiga ekki aðild að Alþjóða viðskiptastofnun- inni taka þeir ekki þátt í viðræð- unum um fjarskiptamál. Abelson segir það hins vegar ekki vera ókost að fjölmennasta ríki veraldar eigi ekki aðild að þeim. „Það er miklu frekar kostur. Kína er ekki ríki sem fer að lögum og allt starf WTO byggir á lögum. Ef menn virða ekki lög er ekki hægt að gera samninga. Það síðasta sem við þurfum á að halda er ríki sem þannig er ástatt með. Stundum hugsa ég með mér á fundum í Genf: „Hvernig í ósköpunum væri að hafa Kínveija hérna líka? Þetta er nógu erfítt samt.“ FORSETAKJÖR 1996 III ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Háaleitishverfí, Fossvogur, Smáíbúðahyerfí, yogar, Sund Framboðskynning í Réttarholtsskóla með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu kl. 20:30 á þriðjudagskvöld. Viúræöur. á\örp oí> fyrirspuruir Állir velkomnir! Sluðningsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.