Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VEX EKKERT í AUGUM Unga konan Rannveig Rist, sem er að taka ——— — ~ — við forstjórastarfí Islenska álfélagsins, nærri 450 manna fyrirtækis sem framleiðir fyrir 10-12 milljarða á ári og selur 10-12% af útflutningi þjóðarinnar, hefur víða tekið til hendi auk þess að vera verkfræðingur með viðskiptamenntun. Elín Pálmadóttir ræddi við hana um stjómunarstörf hennar hjá ÍSAL, fyrri störf sem vatnamælinga- maður, vélstjóri á skipum o.fl. RANNVEIG Rist var að koma úr steypuskálanum í Álver- inu í Straumsvík í bláum vinnugalla og með hjálm á höfði þegar blaðamann bar að garði klukkan hálf níu. En þar mætir hún sem yfirmaður fyrir klukkan átta til að ná tali af næturvaktinni. Að loknu blaðaviðtali klukkan 10 var hópur manna að tínast á skrifstofu hennar á daglegan fund - allt karl- menn auðvitað. Hvað hana snertir er það alvanalegt, hvort sem hún er á fundum hér eða hjá álverk- smiðjunum erlendis. Hún tekur varla eftir því, enda hefur ferill hennar allt frá barnæsku verið á slóðum sem konur sækja lítt á. Blaðamaður hafði fyrst séð hana endur fyrir löngu í vosbúð og vatna- sulli við vinnu á hálendinu með föð- ur sínum Siguijóni Rist vatnamæl- ingamanni. „Ég fór snemma að fara á fjöll og vann svo með pabba við vatna- mælingar í 11 sumur,“ svarar Rannveig. „Það er rétt, þetta var erfið vinna og lélegur aðbúnaður. Við vorum á stórum trukkum sem buðu ekki upp á mikil þægindi. Við gengum mikið og bárum þung tæki. Eg áttaði mig ekkert á því fyrr en ég fór að vinna aðra vinnu að þetta hefði verið býsna erfitt, en þó skemmtilegt. Það hafði þann kost að mér þykir engin vinna erfið. Hún vex mér ekki í augum. Við fórum um allt miðhálendið. Vorum mikið á Vestfjörðum og Austfjarðahá- lendinu líka.“ Rannveig segir að útivistin sé enn í blóðinu og hún hafi ákaflega gam- an af að ferðast, sem komi sér vel í núverandi starfi, þótt starfinu í álverinu fylgi mest utanlandsferðir. Móðir Rannveigar, María Sigurð- ardóttir, sem var fyrsta konan til að ljúka _ viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands, var yfirmaður sparisjóðsdeildar Útvegsbankans, en var síðan heimavinnandi um nokkurra ára skeið. Þegar Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti hóf göngu sína fór hún að kenna þar. Vélstjóri til sjós Meðan Rannveig var í Mennta- skólanum við Sund hóf hún nám í Vélskóla íslands. Hvernig datt henni það í hug? „Ég hafði áhuga á að fara til sjós. Gömul hjón pössuðu mig þegar ég var lítil. Hann hafði verið skipstjóri og frásögn hans kveikti áhuga minn. Ég hafði líka fengið áhuga á vélum, var orðin vön slíkri vinnu eftir veru mína í vatnamælingunum." Var ekki lítið um stúlkur í Vél- skólanum þá? „Jú, það lauk ein námi með fjórða stigs vélstjórapróf áður en ég byrj- aði og ég var ein í Vélskólanum öll árin. Engin hefur lokið þessu námi frá því ég lauk því 1983, því mið- ur. Ég var líklega með fyrstu ef ekki alira fyrsta konan til að verða sveinn í vélvirkjun 1985 og varð þar með vélfræðingur. Síðan veit ég um eina sem lauk því hjá ísal 1992. Mér vitanlega eru ekki fleiri konur með sveinspróf í vélvirkjun. Þetta er svolítið skrýtið. Stúlkum virðist bara ekki detta það í hug.“ Svo fór Rannveig að fara til sjós. Hvernig gekk það? „Ég reyndi að komast á sjóinn en fékk hvergi pláss. Þekkti enga útgerðarmenn eða sjómenn til að hjálpa mér, engir slíkir í minni ætt. Þeir beinlínis höfnuðu mér. Ég fékk neitun hjá 7 togurum, sem réðu menn með minni réttindi, en það er í rauninni ólöglegt, því þetta er lög- verndað starf. Þeir buðu mér að vera háseti, treystu ekki stelpu fyr- ir vélinni. Þá fór ég á samning í vélvirkjun og komst strax að hjá Frystivélaverkstæði Sveins Jóns- sonar. Ég vann líka um tíma í vinnuflokki, sem var að taka upp túrbínur í Búrfelli." L/)ks fór það samt svo að Rann- veig komst að sem vélstjóri á tog- skipinu Óskari Halldórssyni RE 157. Ekki vcantraust heldur fervitni Hvernig líkaði henni svo eftir allt saman til sjós? „Mjög vel, sérstaklega við mann- skapinn. Ég hefí alltaf verið mjög heppin og verið með góðum mönn- um. Enda finnast mér góðir menn meira atriði en góður vélbúnaður.“ Rannveig var alltaf að vinna með skólanum og þegar hér var komið RANNVEIG Rist tekur við forstjórastöðunni í álverinu í Straumsvík um áramótin. lauk hún sveinsprófinu. Að því loknu lá leiðin vestur á firði. „Þá fékk ég strax pláss hjá Herði Guð- bjartssyni á Guðbjarti IS 16 frá ísafirði og var þar fyrsti vélstjóri í afleysingum 1986 og 1987. Það voru góðir dagar á Guðbjarti, enda var áhöfnin góðir og skemmtilegir ísfirðingar. Eg kunni líka mjög vel við mig á ísafirði." Við veltum því fyrir okkur hvort Rannveig sé ekki eina konan sem hefur verið yfirmaður á íslenskum togara, höldum að svo sé. Rannveig segir það umhugsunarefni hjá þess- ari fiskveiðiþjóð, því konur eru há- setar á frystitogurum, svo að íjar- vistir að heiman virðast ekki vera fyrirstaða. Tregóa karlaveldisins eólileg Sú spurning vaknar hvort þessi tregða sem konur mæta verði til þess að þær sækja ekki í slík störf. Rannveig hafnar þeirri skýringu. „Þær láta ekki reyna á það. Mjög fáar konur sækja í þessi störf. Það er vandamálið,“ segir hún. „Það er eðlileg tregða karlaveldisins, óvani og forvitni, ekki beinlínis tor- tryggni. Þarna mæta menn ein- hverju öðru en þeir eru vanir og mér finnst mjög eðlilegt að þeir staldri aðeins við og taki ekki öllu nýju sem gefnu. Við mundum ekki kalla karlaveldið veldi ef það sýndi ekki mótspyrnu gegn innrás. Líkja má karlaveldinu við himnaríki. Nokkrir karlar stilla sér upp sem Lykla-Pétur við hliðið og spyrja konuna sem kemur líkra spurninga og skipsfélagar mínir spurðu mig úr díselvélfræði þegar ég byrjaði til sjós, í þeim tilgangi að kanna hvort RANNVEIG er yfirmaður steypuskálans í álverinu í Straumsvík. Hér er hún með nokkrum starfsmanna þar. ég væri alvöru vélstjóri. En svo þegar einhvern veginn hefur tekist að skutla sálinni inn, þá er maður hólpinn. Konurnar reyna bara ekki nógu ákveðið á það. Körlunum kem- ur þetta ókunnuglega fyrir sjónir og konurnar átta sig ekki á því að það er eðlilegt. Þær taka þessu hiki sem kemur á karlana sem einhvers konar andstöðu og gefast strax upp. Ég lít ekki á það sem and- stöðu heldur að þeir þurfi að átta sig - og við líka. Þarna er auðvitað veldi og verið að breyta reglum. Mér sýnist karlarnir miklu tilkippi- legri að fá konur inn í karlaveldið en konurnar að fara þangað. Mín skoðun er sú að þetta hik sé eðli- legt. Það er ekki vantraust heldur forvitni, óvani sem tekur svolítinn tíma að yfirvinna." Í verkfræói- og vióskiptanám Rannveig lauk prófi í vélaverk- fræði frá Háskóla íslands og lagði leið sína til Bandaríkjanna haustið 1987, þar sem hún lauk MBA-prófi (Master of Business og Administr- ation) frá San Francisco-háskóla. Þá var hún orðið gift kona. Hafði kynnst manni sínum, Jóni Heiðari Ríkharðssyni, þegar bæði voru við nám í verkfræðideild. Og þau fylgd- ust að í sama stjórnunarnámi í Bandaríkjunum, en Jón Heiðar er vélaverkfræðingur og starfar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.