Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HÁHRAÐAFJARSKIPTI - RANNSÓKNASAMVINNA INNAN EES Sæmundur Þór Jes Þorsteinsson Þórisson SKIPTING rannsóknarfjár í fjórðu rammaáætluninni. 180 Upplýs.t. Fjarsk.t. Umhv. Landb. Hafranns. loftsl. fiskv. RANNSÓKNARSVIÐ er njóta mestra styrkja úr sjóðum ESB. MEÐ SAMNINGN- UM um Evrópska efnahagssvæðið fengu Islendingar að- gang að rannsókna- sjóðum Evrópusam- bandsins innan fjórðu rammaáætlunarinn- ar. Þar á meðal er sjóður sem styrkir rannsóknir á sviði háhraðáfjarskipta. Það svið nefnist XCTS (Advanced Communications Tec- ^nologies and Servic- és). Þessi ramma- áætlun nær yfir árin 1995-1998. Heildarfjárveitingar til 4. rammaáætlunarinnar eru 11.764 milljónir ECU eða um 976 milljarðar króna. Þar af er veitt til ACTS 671 milljón ECU eða um 66 milljörðum kr. Fyrsta útboð í &CTS var í september 1994 og bárust 333 verkefnistillögur. Þar áf urðu 116 að verkefnum. Öðru útboði lauk í mars sl. og bárust 111 tillögur, þar sem allmargar voru viðbætur við verkefni úr fyrsta útboði. Þátttaka íslendinga, 114 milljónir kr. frá ESB Rannsóknir á sviði háhraðafjar- skipta voru nær engar á íslandi þegar EES-samningurinn gekk í gildi 1994. Með tilliti til þess að háhraðafjarskipti eru ein af undir- stöðum upplýsingaþjóðfélagsins má segja að mikilvægi þess að stunda rannsóknir á þessu sviði verði seint of metið, enda er rann- sóknastarfsemi forsenda þess að öðlast þekkingu. Þátttaka í ACTS er því sérstaklega mikilvæg fyrir ^Tsland, enda er ekki unnt að byggja upp upplýsingaþjóðfélag án þekkingar á undirstöðum þess. Menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með rannsóknasam- starfínu og sér Rannsóknarráð íslands (Rannís) um framkvæmd þess. Að okkar mati hafa þessir aðilar staðið vel að málum þegar íslendingar eru að stíga sín fyrstu spor í samstarfi þessu . Á sviði ACTS hafa menntamálaráðuneyt- ið, Póstur og sími og Kerfísverk- fræðistofa Háskólans sýnt mikinn stuðning í verki með því að fjár- magna hið mikla undirbúnings- starf sem til þurfti. Stærsta verkefnið sem Islend- ingar taka þátt í er AMUSE-verk- efnið (Advanced multimedia services for residential users), en það er jafnframt stærsta verkefnið sem ESB styrkir á sviði margmiðl- unarfjarskipta. Umfang þess er alls um 1.280 milljónir króna. Hlutur íslendinga er um 166 mkr. og nema styrkir ESB helmingi þeirrar upphæðar eða um 83 mkr. Islendingar taka þátt í þremur öðrum verkefnum sem nefnast MultiPort (Multimedia Portable Digital Assistant), NICE (National Host Interconnection Experiment) og InfoWin (Information Window). Umfang þeirra á íslandi er sam- tals um 31 mkr. og nema styrkir ESB rúmum 19 mkr. Auk þessa tóku íslendingar þátt í verkefni sem nefndist SONAH (Services and Information Infrastructure of National Hosts) og tilheyrði það 3. rammaáætluninni. Þar námu styrkir ESB rúmum 12 mkr. Alls mun ESB því styrkja fjarskipta- rannsóknir hér á landi um a.m.k. 114 mkr. á árunum 1995-1998. Á mynd 2 er yfirlit yfír þau verkefni sem unnið er að hér á landi. Rannsóknir á sviði há- hraðafjarskipta voru nær engar á íslandi þegar EES-samningur- inn gekk í gildi 1994. Nú hefur orðið þar breyting á, eins og Sæ- mundur E. Þorsteins- son og Þór Jes Þóris- son rekja í þessari grein sinni. ESB veitir jafnframt styrki til rannsóknarstarfsemi á öðrum sviðum. Á mynd 3 eru sýnd stærstu rannsóknarsviðin á íslandi sem njóta styrkja ESB. Sóknarfæri á sviði upplýsingatækni Undanfarin ár hefur Póstur og sími ráðist í mikla uppbyggingu á fjarskiptakerfum sínum með því að leggja stofnleiðir í breiðbands- neti um landið allt og byijað er að leggja bandbreiðar brautir til notenda. Þetta skapar íslending- um mikil sóknarfæri á upplýs- ingatæknisviðinu sem verða best undirbúin með öflugu rannsókna- samstarfi við aðrar þjóðir. Þau verkefni, sem þegar eru í gangi innan ACTS, ættu eingöngu að vera byijunin á þessu starfi. Hjá ESB er undirbúningur fyrir 5. rammaáætlunina hafinn. Þar verður framhald á þeirri áherslu að fá lítil og meðalstór fyrirtæki til þátttöku í rannsóknum enda koma oft nýstárlegar og frjóar hugmyndir frá slíkum aðilum. Háþróað fjarskiptakerfi ásamt nýjungagirni íslendinga gera ís- land að ágætis prófunaraðstöðu fyrir nýjar hugmyndir í upplýs- ingatækni. Sumarskóli ACTS Dagana 9.-12. júlí nk. verður haldinn sumarskóli um háhraða- fjarskiptatækni á vegum ACTS- áætlunarinnar. Sumarskólinn er sjálfur sýnikennsla á því sem hægt er að gera með nútíma fjarskipta- tækni. Þetta verður í fjórða skipti sem slíkur sumarskóli er haldinn og í fyrsta skipti sem hann mun hafa „útibú“ hér á landi. Þetta byggist á því að á vegum NICE- verkefnisins hefur verið sett upp háhraða ATM-tenging (Async- hronous Transfer Mode) til Kanada, Þýskalands og þaðan til níu annarra Evrópulanda. Með þessari tengingu verður íslenska útibúið tengt við aðalstaði sumar- skólans, sem verða í fimm Evrópu- löndum (mynd 4). Fyrirlesarar skólans verða staddir á aðalstöð- unum fímm en mörg önnur útibú verða einnig tengd þeim með gagnvirkri tengingu. Þetta þýðir að hægt verður að senda hljóð og mynd samtímis til og frá aðalstöð- um og öllum útibúum. Nánari upp- lýsingar um fyrirlestra, tímasetn- ingu og stað sumarskóians verða veittar á miðlara íslensku lands- miðstöðvarinnar, http://www.simi.is/icenh/. Þess má geta að uppbygging þess miðl- ara fór fram á vegum SONAH- verkefnisins og er fram haldið undir verkefninu InfoWin. Þriðja útboð, fjórir milljarðar i boði Nú hefur verið tilkynnt að 3. útboð í ACTS muni fara fram að hausti árið 1997. Þar verða rúmir 4 milljarðar kr. til ráðstöfunar. Við hvetjum hér með þá sem hug hafa á að stunda rannsóknastarf- semi á þessu sviði að taka þátt í þessu útboði. Upplýsingar má nálgast víða, t.d. hjá Rannís, Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna og undirrituðum. Jafnframt má fletta upp á heimasíðu lands- miðstöðvar fyrir rannsóknir á fjar- skiptasviðinu, http://www.simi.is/icenh/. Þar er m.a. lýsing á ACTS-áætluninni og tilvísanir til margra annarra upp- lýsingalinda. Skal sérstaklega bent á http://www.analy- sys.co.uk/acts/. Gegnum gagna- grunninn CORDIS fá menn m.a. FORSETAKJÖR 1996 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON '1 $0k 1 % 4" ** 1 Kópavogur Ém| f f ■ 1 * Fundur með Ólafí Ragnari og Guðrúnu Katrínu í félagsheimilinu Fannborg kl. 20:30 í kvöld. F \ i«>ra*rtur, áxörp oí* lyrirs|>uniir % # Allir vclk&mnirí Stuðningsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Kópavogl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.