Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 30

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 30
30 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HÁHRAÐAFJARSKIPTI - RANNSÓKNASAMVINNA INNAN EES Sæmundur Þór Jes Þorsteinsson Þórisson SKIPTING rannsóknarfjár í fjórðu rammaáætluninni. 180 Upplýs.t. Fjarsk.t. Umhv. Landb. Hafranns. loftsl. fiskv. RANNSÓKNARSVIÐ er njóta mestra styrkja úr sjóðum ESB. MEÐ SAMNINGN- UM um Evrópska efnahagssvæðið fengu Islendingar að- gang að rannsókna- sjóðum Evrópusam- bandsins innan fjórðu rammaáætlunarinn- ar. Þar á meðal er sjóður sem styrkir rannsóknir á sviði háhraðáfjarskipta. Það svið nefnist XCTS (Advanced Communications Tec- ^nologies and Servic- és). Þessi ramma- áætlun nær yfir árin 1995-1998. Heildarfjárveitingar til 4. rammaáætlunarinnar eru 11.764 milljónir ECU eða um 976 milljarðar króna. Þar af er veitt til ACTS 671 milljón ECU eða um 66 milljörðum kr. Fyrsta útboð í &CTS var í september 1994 og bárust 333 verkefnistillögur. Þar áf urðu 116 að verkefnum. Öðru útboði lauk í mars sl. og bárust 111 tillögur, þar sem allmargar voru viðbætur við verkefni úr fyrsta útboði. Þátttaka íslendinga, 114 milljónir kr. frá ESB Rannsóknir á sviði háhraðafjar- skipta voru nær engar á íslandi þegar EES-samningurinn gekk í gildi 1994. Með tilliti til þess að háhraðafjarskipti eru ein af undir- stöðum upplýsingaþjóðfélagsins má segja að mikilvægi þess að stunda rannsóknir á þessu sviði verði seint of metið, enda er rann- sóknastarfsemi forsenda þess að öðlast þekkingu. Þátttaka í ACTS er því sérstaklega mikilvæg fyrir ^Tsland, enda er ekki unnt að byggja upp upplýsingaþjóðfélag án þekkingar á undirstöðum þess. Menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með rannsóknasam- starfínu og sér Rannsóknarráð íslands (Rannís) um framkvæmd þess. Að okkar mati hafa þessir aðilar staðið vel að málum þegar íslendingar eru að stíga sín fyrstu spor í samstarfi þessu . Á sviði ACTS hafa menntamálaráðuneyt- ið, Póstur og sími og Kerfísverk- fræðistofa Háskólans sýnt mikinn stuðning í verki með því að fjár- magna hið mikla undirbúnings- starf sem til þurfti. Stærsta verkefnið sem Islend- ingar taka þátt í er AMUSE-verk- efnið (Advanced multimedia services for residential users), en það er jafnframt stærsta verkefnið sem ESB styrkir á sviði margmiðl- unarfjarskipta. Umfang þess er alls um 1.280 milljónir króna. Hlutur íslendinga er um 166 mkr. og nema styrkir ESB helmingi þeirrar upphæðar eða um 83 mkr. Islendingar taka þátt í þremur öðrum verkefnum sem nefnast MultiPort (Multimedia Portable Digital Assistant), NICE (National Host Interconnection Experiment) og InfoWin (Information Window). Umfang þeirra á íslandi er sam- tals um 31 mkr. og nema styrkir ESB rúmum 19 mkr. Auk þessa tóku íslendingar þátt í verkefni sem nefndist SONAH (Services and Information Infrastructure of National Hosts) og tilheyrði það 3. rammaáætluninni. Þar námu styrkir ESB rúmum 12 mkr. Alls mun ESB því styrkja fjarskipta- rannsóknir hér á landi um a.m.k. 114 mkr. á árunum 1995-1998. Á mynd 2 er yfirlit yfír þau verkefni sem unnið er að hér á landi. Rannsóknir á sviði há- hraðafjarskipta voru nær engar á íslandi þegar EES-samningur- inn gekk í gildi 1994. Nú hefur orðið þar breyting á, eins og Sæ- mundur E. Þorsteins- son og Þór Jes Þóris- son rekja í þessari grein sinni. ESB veitir jafnframt styrki til rannsóknarstarfsemi á öðrum sviðum. Á mynd 3 eru sýnd stærstu rannsóknarsviðin á íslandi sem njóta styrkja ESB. Sóknarfæri á sviði upplýsingatækni Undanfarin ár hefur Póstur og sími ráðist í mikla uppbyggingu á fjarskiptakerfum sínum með því að leggja stofnleiðir í breiðbands- neti um landið allt og byijað er að leggja bandbreiðar brautir til notenda. Þetta skapar íslending- um mikil sóknarfæri á upplýs- ingatæknisviðinu sem verða best undirbúin með öflugu rannsókna- samstarfi við aðrar þjóðir. Þau verkefni, sem þegar eru í gangi innan ACTS, ættu eingöngu að vera byijunin á þessu starfi. Hjá ESB er undirbúningur fyrir 5. rammaáætlunina hafinn. Þar verður framhald á þeirri áherslu að fá lítil og meðalstór fyrirtæki til þátttöku í rannsóknum enda koma oft nýstárlegar og frjóar hugmyndir frá slíkum aðilum. Háþróað fjarskiptakerfi ásamt nýjungagirni íslendinga gera ís- land að ágætis prófunaraðstöðu fyrir nýjar hugmyndir í upplýs- ingatækni. Sumarskóli ACTS Dagana 9.-12. júlí nk. verður haldinn sumarskóli um háhraða- fjarskiptatækni á vegum ACTS- áætlunarinnar. Sumarskólinn er sjálfur sýnikennsla á því sem hægt er að gera með nútíma fjarskipta- tækni. Þetta verður í fjórða skipti sem slíkur sumarskóli er haldinn og í fyrsta skipti sem hann mun hafa „útibú“ hér á landi. Þetta byggist á því að á vegum NICE- verkefnisins hefur verið sett upp háhraða ATM-tenging (Async- hronous Transfer Mode) til Kanada, Þýskalands og þaðan til níu annarra Evrópulanda. Með þessari tengingu verður íslenska útibúið tengt við aðalstaði sumar- skólans, sem verða í fimm Evrópu- löndum (mynd 4). Fyrirlesarar skólans verða staddir á aðalstöð- unum fímm en mörg önnur útibú verða einnig tengd þeim með gagnvirkri tengingu. Þetta þýðir að hægt verður að senda hljóð og mynd samtímis til og frá aðalstöð- um og öllum útibúum. Nánari upp- lýsingar um fyrirlestra, tímasetn- ingu og stað sumarskóians verða veittar á miðlara íslensku lands- miðstöðvarinnar, http://www.simi.is/icenh/. Þess má geta að uppbygging þess miðl- ara fór fram á vegum SONAH- verkefnisins og er fram haldið undir verkefninu InfoWin. Þriðja útboð, fjórir milljarðar i boði Nú hefur verið tilkynnt að 3. útboð í ACTS muni fara fram að hausti árið 1997. Þar verða rúmir 4 milljarðar kr. til ráðstöfunar. Við hvetjum hér með þá sem hug hafa á að stunda rannsóknastarf- semi á þessu sviði að taka þátt í þessu útboði. Upplýsingar má nálgast víða, t.d. hjá Rannís, Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna og undirrituðum. Jafnframt má fletta upp á heimasíðu lands- miðstöðvar fyrir rannsóknir á fjar- skiptasviðinu, http://www.simi.is/icenh/. Þar er m.a. lýsing á ACTS-áætluninni og tilvísanir til margra annarra upp- lýsingalinda. Skal sérstaklega bent á http://www.analy- sys.co.uk/acts/. Gegnum gagna- grunninn CORDIS fá menn m.a. FORSETAKJÖR 1996 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON '1 $0k 1 % 4" ** 1 Kópavogur Ém| f f ■ 1 * Fundur með Ólafí Ragnari og Guðrúnu Katrínu í félagsheimilinu Fannborg kl. 20:30 í kvöld. F \ i«>ra*rtur, áxörp oí* lyrirs|>uniir % # Allir vclk&mnirí Stuðningsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Kópavogl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.