Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 11
10 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir hvorki vert að vanþakka né gera lítið úr stuðningi ríkis- ins við landbúnaðinn hér á landi. í samtali við Pétur Gunnarsson ræddi hann mistök fortíðar og möguleika framtíðar í landbúnaði. ÞAÐ TEKUR SINN BÆNDUR og samtök þeirra hafa snúist við langvar- andi samdrætti í kinda- kjötsframleiðslu með því að huga að markaðssetningu af- urðanna erlendis með áherslu á hreinleika landsins og náttúrulegar framleiðsluaðstæður. Nokkrir aðil- ar vinna að markaðssókn erlendis á þessum forsendum, bæði félög sem einstakir bændur hafa stofnað og einnig átaksverkefnið Áform, sem er rekið úr Bændahöllinni. Gert er ráð fyrir að Áform njóti 25 milljóna króna styrks úr ríkis- sjóði árlega næstu fimm árin til að markaðssetja íslenskar land- búnaðarvörur á forsendum holl- ustu, hreinleika og gæða. Vistræn markaðssókn með íslenskar land- búnaðarafurðir er tilefni þess að Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, er tekinn tali en samræðurnar beinast fremur að almennum atriðum tengdum fortíð og framtíð íslensks landbúnaðar. - Er hugsanlegt að beitarálag geri ykkur erfitt fyrir að vinna Islandi sess sem vistræntu land- búnaðarlandi. „Nei, ekki hef ég verulegar áhyggjur af því. Það eru einstaka þröng svæði sem því miður hefur ekki enn náðst sátt um. En það er verið að vinna að því, t.d. varð- andi girðingar í Mývatnssveit og friðun afrétta á Suðurlandi. Áð því er ég best veit er að mestu búið að ná samkomulagi í þeim efnum. Beitarálagið hefur minnkað mikið undanfarin ár vegna fækkunar fjár og þess að það er minna rekið á afrétti. Þannig að ég sé þetta ekki sem vandamál varðandi sauðfjár- ræktina. Það gæti orðið meiri nún- ingur um beit hrossa í framtíðinni." Tónninn þróast i rétta ótt - Ertu, sem talsmaður íslensks landbúnaðar, ánægður með sam- skipti milli bænda og neytenda núna? „Já, mér finnst tónninn hafa þró- ast í rétta átt. Því miður vantar enn nokkuð á sátt þéttbýlis og dreifbýl- is en við höfum fuilan hug á að bæta þessi samskipti. Við höfum til dæmis á síðustu árum verið að opna búreksturinn fyrir almenningi og neytendum með átakinu „Bænd- ur bjóða heim“ og við höfum lagt áherslu á að bæta umgengni um landið; bæta beitarstjórnun og taka á ofbeitarvandamálum, hreinsa bet- ur til og bæta ásýndina. Svo hafa landbúnaðarvörur lækkað í verði.“ - Telur þú að umræðan um stöðu landbúnaðarins á Ísiandi og ríkis- framlög til hans hafi ýtt undir sam- dráttinn? „Það er hugsanlegt. Þetta hefur örugglega haft áhrif á nýliðun í stéttinni, sem er mjög lítil. Þessi umræða hefur heldur ekki alltaf verið sanngjöm. Þótt stuðningur við landbúnaðinn á íslandi sé vissu- lega mikill hefur hann farið minnk- andi miðað við aðrar þjóðir. Við erum með sambærilegan stuðning og þær þjóðir sem mest styðja sinn landbúnað, t.d. Noregur, Japan og Sviss. Ef við erum á annað borð með landbúnað — sem ég held að sé fullur vilji á — getum við af veður- fars- og landfræðiástæðum ekki miðað við að við séum með öllu minni stuðning en þessi lönd. Þessi umræða um að við séum í sérflokki með stuðning byggir svolítið á því að menn horfist ekki í augu við landfræðilega legu landsins. Auð- vitað þarf líka meiri stuðning ef við erum að tala um að framleiða úr- valsvöru, það kostar meira. En það er þó ekki vafi á því að þessi stuðn- ingur er mikill og það er hvorki vert að vanþakka það né gera lítið úr því.“ Aukin kjötsala - Er raunhæft að gefa sér að botni sé náð varðandi eftirspurn innanlands eftir kindakjöti og ef svo er hvernig er raunhæf framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað? „Menn hafa nú verið að vona síðan 1978, þegar framleiðslan náði hámarki, að botni væri náð í neyslu en það er ákveðin breyting að verða núna. Þó að það gæti að einhveiju leyti stafað af meiri kaupmætti og meiri bjartsýni hjá þjóðinni held ég að breytingin sé aðallega að verða vegna þess að það skiptir neytand- ann meira máli en áður að vita hvað hann er raunverulega að borða. Menn hafa almennt traust á íslenskum landbúnaðarvörum og deila ekki um gæðin en þeir hafa vissulega verið ósáttir um verðið. Þessi aukni skilningur á gæðunum gæti hjálpað okkur til að viðhalda neyslu á íslenskum vörum. Við höf- um verið að sjá teikn um aukningu í kjötsölu á síðustu mánuðum. I apríl 1996 var notað 12% meira af kjöti en í apríl 1995 og sala á kjöti frá því í apríl 1995 til apríl 1996 er 8,4% meiri en var 1994 til 1995. Þannig að við erum að sjá jákvæða þróun í kjötneyslu, sem við vitum ekki nákvæmlega af hveiju stafar, en höldum að það sé m.a. vegna aukins skilnings landans á því að þetta sé holl vara. Ég býst við að nautariðan í Bretlandi hafi líka eitthvað opnað augu manna fyrir því að okkar vara sé tiltölulega örugg.“ - Hveiju breytir kúariðan? „Okkur er sagt að kjötmarkaður- inn i Evrópu sé breyttur eftir hana í þá veru að sá hópur er miklu stærri en áður sem spyr: „Hvaðan kemur varan, hvernig var hún framleidd?" Þetta eru bestu viðskiptavinirnir og þeir eru tilbúnir að boi'ga aukalega fyrir hreina vöru. Hérna voru Belg- ar um daginn, að ræða við okkur um hugsanleg kaup á lambakjöti. Þetta er ástæðan fyrir þeirra áhuga á að kaupa vottað lambakjöt af okkur. Þannig að þetta gæti orðið til að hjálpa okkur og vekja athygli á hvað það skiptir miklu máli við hvaða aðstæður varan er framleidd og hvernig er staðið að frumfram- leiðslunni og vinnslunni. I Evrópu eru menn að átta sig á að þessi harða hagfræði markaðslögmál- anna getur knúið menn mjög langt í því að leita allra leiða til að ná niður framleiðslukostnaðinum á kostnað öryggis og hollustu. Að vissu marki má færa rök fyrir að það hafi einmitt verið það sem gerð- ist í Bretlandi. Kornveró og Kinverjar En ef við snúum okkur aftur að framtíðarsýninni þá skiptir t.d. máli hvernig kornverðið í heiminum kemur til með að þróast. Það hefur orðið uppsveifla á þeim markaði síðustu mánuði og ýmsir spá því að hún sé varanleg. Meginástæðan fyrir því eru aukin kaup Kínveija á korni. Ef hagvöxtur verður áfram í Kína, Kóreu og öðrum Asíulöndum má leiða líkur að því að kornverð verði hátt áfram. Eftir því sem dýrara verður að framleiða svínakjöt og kjúklinga úr korni þá styrkist auðvitað staða grasræktarlanda, eins og íslands, og möguleikarnir aukast. Þetta eru athyglisverðir hlutir sem við höfum náttúrulega ekki á okkar valdi að neinu leyti en nýtum ef þeir gef- ast. Eins er með kornrækt hér. Við höfum verið að ná betri árangri á því sviði. í sumar hefur verið aukin sáning og það horfir vel með fram- leiðslu á korni á Suðurlandi. Síð- ustu ár hafa verið ívið hlýrri en menn hafa átt að venjast og það er talað um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Auðvitað veit enginn hvernig veðurfarið þróast en sumarhitinn þarf ekki mikið að breytast til að gefa möguleika á komframleiðslu á bestu svæðum. Annað sem skiptir máli í sam- bandi við framtíðina er mjög vax- andi umræða meðal ábyrgari hluta heimsins um hversu lengi við getum lifað á þessum hnetti vegna koltví- ildismengunar. Ég á von á að í framtíðinni verði lögð aukin áhersla á ræktun bæði skóga og graslend- is, bæði til þess að eyða koltvíildi og til nytja." Bein íhlutun í formi stuðnings skapar alltaf ákveðna áhættu. Auðvitad á hún að geta skapað mönnum viss tækifæri en hún getur snúist upp f andhverfu sína. - Er miðstýring í landbúnaði á íslandi of mikil til þess að hug- myndaríkir menn hafi svigrúm til að taka áhættu og leggja í nýjung- ar? „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það nema vilji manna til að taka eigin fjármálalega áhættu. Það hefur orðið þróun á þessu sviði, til dæmis til þess að koma lambakjöt- inu á markað fyrir skyndimáltíðir. Ég get nefnt naggana. Fleira slíkt er í gangi og ég á von á að það verði meiri áhersla lögð á svoleiðis í framtiðinni. Hefóin er rik - Kindakjöt gegnir ekki sama hlutverki í neyslu heimilanna og fyrir tiltölulega fáum árum. Eigið þið svar við neysluþróuninni. „Jú, þessi þróun er ákveðið áhyggjuefni en eina svarið er að þróa kindakjötið á þennan markað og það er verið að reyna það með nöggum og fleiru, eins og ég nefndi. En kindakjötshefðin er rík hér og meiri en víðast annars stað- ar. Kindakjöt er ekki hinn hefð- bundni réttur í mörgum öðrum löndum.“ - En hvernig eru bændur al- mennt í stakk búnir til að takast á við samkeppnisrekstur í landbúnaði á næstu árum? „Það er margt sem bendir til að bændastéttin sé velupplýst og fær um að takast á við slíkt umhverfi, hún sé rekstrarlega menntuð og yfirleitt fróð um rekstur og mark- að. En það er mjög brýnt að efla vitund manna um rekstrarhæfni sína og sinnar greinar." - Hvenær sérðu fyrir þér að þró- un til samkeppnisrekstrar verði komin svo langt að bændur umberi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 1-1 Morgunblaðið/Ásdís ekki lengur þau miklu ítök sem Bændasamtökin hafa á daglegan rekstur? „Nú er það ekki svo að Bænda- samtökin ráði í raun hvað menn framleiða. Það er ekki framleiðslu- stýring í sauðíjárræktinni lengur þannig að hver bóndi getur fram- leitt það sem honum sýnist. Eftir 1997 verður öll framleiðslan jafn- rétthá á innlendan markað. Þannig að frá 1997 tekur bóndinn algjör- lega ákvarðanir á grundvelli mark- aðarins og óháður öðrum. Þetta stefnir allt mjög í átt til fijáls mark- aðar en það tekur sinn tíma.“ - Menn hljóta þá að koma að þeim vegamótum að stjórnkerfi sem miðast við að halda sem flestum störfum í greininni frekar en að framleiða með sem minnstum til- kostnaði gengur ekki. Hvenær sérðu slíkt uppgjör fyrir þér og hvernig breytist hlutverk Bænda- samtakanna? „Það verður sjálfsagt núningur þarna á milli, en ekki er víst að það verði beint uppgjör. Það verður oft að rnenn ná lendingu. Ég held að það séu líkur á að hlutverk Bændasamtaka verði meira á sviði fræðslumála og fag- legrar aðstoðar. Mér sýnist að markaðurinn muni ráða meiru um verðlagningu búvaranna. Á móti kemur að hlutverk okkar samtaka verður að gera menn hæfari til að takast á við markaðinn." Erfitt undanhald - Fyrir 18 árum var framleiðsla kindakjöts í hámarki en í dag blas- ir við að meðaltals sauðfjárbúið í landinu stendur undir því að greiða um 500 þús. kr. árslaun. Er hægt að kalla þetta eitthvað annað en áfellisdóm yfir því hvernig til hefur tekist um stjórnun landbúnaðar- mála á íslandi undanfarna áratugi? „Það má örugglega margt finna að því. Það var aldrei raunhæft að gera ráð fyrir að við héldum okkar markaði í kindakjötinu. Árið 1978 hafði kindakjöt helming kjötmark- aðarins og innanlandsneyslan var yfir 10 þúsund tonn. Síðan hefur þróunin orðið sú að það hefur orðið meira og fjölbreyttara framboð á öðrum tegundum; svínakjöti, nauta- kjöti og kjúklingum. Fiskúi-valið hefur stóraukist og síðan hafa kom- ið fram ýmsir vinsælir kolvetnarétt- ir og neysla kolvetna hefur aukist. Allt hefur þetta áhrif á neyslumun- strið. Varðandi tekjuþróunina, þá er alltaf mjög erfitt að vernda stétt Ef þú sérð skilti úti á landi þar sem stendur: y)Óvið- komandi bannað- ur aðgangur“ þá eru miklar líkurá að það sé þétt- býlisbúi sem á þá jörð. sem er á undanhaldi. Menn trúðu ekki á að það yrði svona mikill sam- dráttur á svo skömmum tíma og það hafa ekki verið atvinnutæki- færi til að koma í staðinn fyrir sauðljárræktina á landsbyggðinni. Það er miklu auðveldara að aðstoða menn við að hætta ef það er hægt að bjóða þeim önnur störf en það hefur ekki verið hægt hér á landi síðustu 10 árin. Þróunin hefur orðið sú að at- vinnutækifærunum hefur fækkað og gert þetta erfiðara. Iðnþróun og aukin framleiðni eykur ekki bara framleiðslumöguieikana, hún dreg- ur líka úr vinnuaflsþörfinni. Það hefur ekki bara verið að gerast í landbúnaði heldur í ýmsum öðrum greinum, sem aftur veldur atvinnu- leysi. Þetta er mjög flókið og erfitt viðureignar. Bein íhlutun í formi stuðnings skapar alltaf ákveðna áhættu. Auðvitað á hún að geta skapað mönnum viss tækifæri en hún getur snúist upp í andhverfu sína. Nei, ég held að lokaniðurstaðan hefði ekki orðið önnur þótt höggið hefði kannski orðið sneggra ef menn hefðu nýtt markaðsöflin fyrr og betur. Það má náttúrulega deila um einstakar aðgerðir en ég held að menn geti samt verið sammála um það að það hefði ekki verið æskilegt fyrir þjóðina ef flutningar hefðu orðið örari hingað á suðvest- urhornið en orðið er, það held ég að hefði engum orðið til góðs.“ - Hvernig skynjar þú stöðu byggðaþróunarinnar núna. Er að komast á jafnvægi í byggð landsins? „Það virðist vera að svo sé þessa dagana, en það er spurning hvað verður. Þessa dagana virðist vera mikil ásókn í þær jarðir sem losna og það er ekki allt fólk sem ætlar að búa sem sækist eftir þeim. Það er vaxandi að fólk flytur sig úr borgarskarkalanum út í sveitir og sinnir þar störfum sínum. Tölvu- heimurinn opnar möguleika í því. Hestaáhugi margra þéttbýlisbúa ýtir undir þetta líka og auðvitað eru mjög margir sem gjarnan viidu vera meira út af fyrir sig en þéttbýlið leyfir þannig að ég er ekki endilega viss um að það verði samdráttur í búsetu á landsbyggðinni á næstu árum en það þarf ekki að vera að þeir verði jafnmargir sem lifa á landbúnaðarframleiðslu. Ég held að það verði fjölbreyttara mannlíf á landsbyggðinni en það má auðvitað búast við að það verði einhver lands- hlutamunur á því. Það hefur reynd- ar verið áberandi að bestu jarðirnar í grennd við Reykjavík eru ekki lengur nýttar til þessa hefðbundna búskapar. Það þarf ekki annað en fara austur í Ölfus eða í Mosfells- sveit þar sem voru fínustu bújarðir fyrit' 20-30 árum. Þessi þróun held- ur áfram en þetta er þó ekki að öllu leyti til þess að skapa sátt milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þegar þéttbýlisbúar eignast sína eigin jörð úti á landi hafa þeir gjarnan svolít- ið annað viðhorf til nágrannanna heldur en þeir sem búið hafa á landsbyggðinni. Ef þú sérð skilti úti á landi þar sem stendur: „Óvið- komandi bannaður aðgangur“ þá eru miklar líkur á að það sé þéttbýl- isbúi sem á þá jörð — þó ekki sé hægt að fullyrða það. Þetta ræðst af því að hér í þéttbýlinu þurfa menn að hafa skýr mörk á eigna- rétti, umráðarétti og umgengnis- rétti. í þröngu sambýli verða menn harðari." Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson 500 stelpur í fótbolta Vestmannaeyjum. Morgunblaðið PÆJUMÓTIÐ í fótbolta var sett í Eyjum í vikunni og talið að hátt í 500 stelpur alls staðar að af land- inu taki þátt auk tveggja stelpnaliða frá Færeyjum sem komu til landsins af þessu tiiefni, en myndin er tekin í Færeyjum. Liðsmenn úr Framheija í Vestmannaeyjum vildu keppa við Færeyinga og eru nú í Götu í þeim til- gangi og nýttu færeysku stúlkurnar tækifærið og fóru með vélinni sem þeir komu með aftur til Eyja. Pollamótið verður sett 26. júní og búist við að um 1.000 manns verði í Vestmannaeyjum í tengsl- um við það. Júlísprengja Heimsferða til Benidorm frá kr. 39.932 Viðbótaí' Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin í júlí. Heimsferðir bjóða nú glæsilegt kynningartilboð í júlí til Benidorm, en nú er uppselt í nánast allar ferðir fram í júlímánuð. Hér eru í boði afbragðs gististaðir og nú bjóðum við sérstakt kynningartilboð á aðalgististaðnum okkar, E1 Faro, sem býður betri aðbúnað en þú átt að venjast á Benidorm. Einnig höfum við fengið viðbótargistingu þann 16. júlí á Central Park, góðum íbúðum með frábærri staðsetningu í hjarta Benidorm. 39.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2., 9., og 16. júlí, E1 Faro/Central park, 2 vikur. 49.960 Verð kr. M.v 2 í íbúð, E1 Faro, 2., 9., og 16. júlí, 2 vikur. —*"SSXS* \/prð kr 37.932 M.v hjón með 2 börn, 3 vtor. Verð kr. 49.960 M.v 2 í íbúð, 3 vikur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.