Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTIIÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sæborg GK 457 frá Grindavík fórst fyrir austan land á leið heim af síldveiðum Ellefu menn björguðust MANNBJORG varð þegar Sæborg GK 457 fórst um 165 mílur aust- norðaustur af Norðfjarðarhorni í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni barst neyðarkall í gegnum Nesradíó kl. 12.35 og örskömmu seinna tilkynn- ing um að 11 manna áhöfn Sæ- borgar væri komin í gúmbjörgun- arbát. Þyrlan send af stað Tilkynningaskyldan athugaði strax hvaða skip væru stödd á svæðinu og var Jóna Eðvalds SF 20, frá Hornafirði, send á staðinn. Hún fann gúmbjörgunarbátinn og voru mennirnir teknir um borð í hana á þriðja tímanum í gærdag, allir heilir á húfi og ómeiddir. Björg- unarbáturinn var tekinn um borð í kjölfarið. Flugvélar tóku að nema neyðar- merki frá gúmbátnum eftir hádegið í gær og var verið að undirbúa flug- vél Flugmálastjórnar til að miða merkin út þegar tilkynning barst um að báturinn hefði fundist. Land- helgisgæslan sendi björgunarþyrl- una TF-LÍF af stað frá Reykjavík og var hún að taka eldsneyti á Höfn í Hornafirði þegar tilkynning barst um að hættuástandi væri af- lýst. Henni var þá snúið til baka til Reykjavíkur. Sæborgin var á leið heim af síld- veiðum. Hún er 233 brúttólesta skip, smíðað í Englandi 1964 og gerð út af Vísi í Grindavík. Páll H. Pálsson, útgerðarmaður Sæborgar, hafði litlar fréttir af slys- inu þegar rætt var við hann í gær. Hann sagði fyrir mestu að allir skipverjar hefðu bjargast ómeiddir. Morgunblaðið/Snorri Snorrason MANNBJÖRG varð þegar Sæborg GK 457 fórst austur af landinu um hádegið í gær. Ellefu manna áhöfn komst í gúmbjörgunarbát og var síðan bjargað um borð í Jónu Eðvalds SF 20 frá Horna- firði. Sæborgin var á heimleið af síldveiðum þegar slysið átti sér stað. \' 4 Morgunblaðið/RAX I Skáleyjum FJÖLDI barna og unglinga er í Skáleyjum á Breiðafirði á vorin enda mikið um áhugaverð og þroskandi störf við eyjabúskapinn sem börn geta tekið fullan þátt i. Börnin eiga einnig sínar frí- stundir og hér eru nokkur þeirra með gæsarunga á túninu við Norðurskemmuna, f.v.: Katrín Árnadóttir, Þórunn Kjartansdótt- ir, Játvarður Jökull Atlason, Viggó Snær Arason og Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson. ♦ ♦ ♦-- Kópurinn heldur fæðu "ÁÍ'RÆKTI kópurinn í Húsdýragarð- inum heldur nú niðri sérstaklega útbúinni blöndu kúamjólkur, lýsis og þrúgusykurs. Að sögn Margrétar Daggar Haildórsdóttur dýrahirðis skoðaði dýralæknir kópinn á föstu- dag og gaf honum lyf og vítamín. Enn er haldið í vonina um að kópur- jnn lifi af þótt algjörlega sé útséð um að urtan hleypi honum á spena. Belgar hafa áhuga á að kaupa 3-500 tonn af kjöti BELGÍSKIR aðiiar hafa sýnt áhuga á að kaupa 3-500 tonn af nýslátruðu íslensku lambakjöti. Viðræður standa yfir en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er rætt um að það verð sem Beigarnir greiða tryggi bændum um 200 króna meðalverð fyrir kílóið. Samband við Belgana komst á fyrir tilstilli átaksverkefnisins Áforms, sem stendur að mark- aðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á for- sendum hollustu og hreinleika og er rekið í tengsl- um við Bændasamtökin. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri á viðkvæmu stigi og samningar væru ekki í höfn. Hann sagði þó að áhugi Belganna beindist fyrst og fremst að svokölluðum pístólum, þ.e. aftur- hluta dilksins. Kjötið yrði af fé sem slátrað yrði í þeim 3-4 sláturhúsum sem fullnægja kröfum þeim sem gerðar eru á Evrópumarkaði. Því yrði síðan fiog- Breytingar á kjötmark- aöi í kjölfar kúariðu ið fersku í hendur kaupenda í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er til skoðunar að framhluti dilkanna verði fluttur til Svíþjóðar og seldur þangað fyrir mun lægra verð, en meðal- verð fyrir skrokk verði eins og fyrr sagði um 200 krónur, sem er nálægt nálægt því sem greitt er fyrir kjöt á innanlandsmarkaði. í viðtali Morgunblaðsins við Ara Teitsson kemur m.a. fram að í kjölfar kúariðunnar í Englandi hafi orðið varanlegar breytingar á kjötmarkaði í Evrópu. „Sá hópur er miklu stærri en áður sem spyr: „Hvaðan kemur varan, hvernig var hún fram- leidd?“ Þetta eru bestu viðskiptavinirnir og þeir eru tilbúnir að borga aukalega fyrir hreina vöru,“ segir Ari og að áhugi Belganna sé til marks um þessar breytingar. Þeir hafí áhuga á að kaupa kjötið ef því fylgir vottun um hvernig staðið er að framleiðslu lambakjötsins. „Þannig að þetta gæti orðið til að hjálpa okkur og vekja athygli á hvað það skiptir miklu máli við hvaða aðstæður varan er framleidd og hvernig er staðið að frum- framleiðslunni og vinnslunni,“ segir Ari Teitsson. Nákvæm skráning lyfjagjafar Hann segir að einu kröfurnar sem gerðar verði sérstaklega til bænda í viðbót við það sem telja megi viðtekna búskaparhætti hér á landi til þess að hægt verði að selja lambakjötið á vistrænum markaði í Evrópu sé að fyrir liggi nákvæm skrán- ing lyfjagjafar. Auk þess að uppfylla kröfur um siátrun á EES-markaði þurfi sláturleyfishafar að halda kjöti því sem framleitt er með vistrænni vottun að- skildu frá öðru kjöti. ■ Það tekur sinn tíma/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.