Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 33 F ÍL "J 0 ,T S H L I Ð xf-t....M-' )Lr ■ yvJ^yótsdaluTTT Pvejf_______f'' Þórólfsfell Æ- ' cÆ £f x'-'-'S— - M a r ka rflrjvH— Æurur^ M qtAí&X *<ó* ÉÉllt! ,^vi ' 4- E oe 5- {•? \í SjRJorgíI ' CiVVd DajjmáUi- ijall y'Æ' ' "■ 'Z' : - - ^§É||í£5pH ' **«' NsSgggSy c-. 9g8aB| hh|hhh||HHíbmhhK3 Staðsetning flaksins 'I ym Gpðasteinn' EYJAFJAÍLAJÖKVLL koma flugdrekanum upp og loftbelgur, sem einnig fylgir og gegnir sama hlutverki, næst ekki að blása upp. Þess í stað eru loftnetsvír- arnir dregnir upp í brekkuna og reynt að senda þannig út. Þeir opna fallhlíf sem tekin hefur verið með til að reyna að fá meira skjól. Nokkrir svefnpokar eru meðferðis sem skríða má ofan í, en útlitið er ekki gott. Þeir eru á svipstundu orðnir gegnblautir og vind- kælingin er mikil. Hvorki fallhlífín né annar búnaður virðist veita skjól og smám saman kólnar þeim. Vistin þarna er ömurleg og sömu- leiðis sú tilhugsun að verða úti eftir að hafa komist svo giftusamlega af í lending- unni. Skömmu áður höfðu þeir hugsað um orustur við Þjóðverja en fyrr en þá grun- aði voru þeir komnir í or- ustu, reyndar ólíkri þeirri sem þeir áttu von á; orustu við íslenskt veðurfar. Slyddan breytist í rigningu en það er eins og að fara úr öskunni í eldinn. Eftir um tveggja stunda vist þama fara flugstjórinn og vélvirkinn af stað að vélinni. Eldurinn er dáinn út þótt eitthvað ijúki enn. Sunnanrokið og rigningin hafa haldið eldinum frá því að breið- ast út og slökkt hann að lokum. Hægri vængurinn og hluti búksins sem hann liggur að hafa brunnið og auk þess hluti af af ytra byrði stéls- ins. Polick vélstjóri fer og lætur þá sem eru við skerið vita. Þeir snúa því aftur með það mesta af blautum búnaðinum en í afturhluta flaksins má hafast við. Sprengjugeymslan var notuð sem farangursgeymsla á feiju- flugi. Þar ná þeir sér í þau þurru föt sem tiltæk eru og þeir skólausu ná sér í hermannaklossa. Lokað er fyrir þær rifur sem komið hafa á búkinn með dúkyfirbreiðslum hreyflanna, fallhlíf og fleiru lauslegu. Siglinga- fræðingurinn fer fram í nefið og nær í þau kort sem tiltæk eru. Honum til furðu þá snýr nef og framhluti vélin er komin á kaf í snjó. Þeir nota bensínleifar, timbur utan af neyðar- mat og skotfærum til að kveikja upp í frumstæðri kabyssu sem þeir búa til. Þannig fæst örlítill ylur sem þeir reyna að nota til að þurrka fötin eitt- hvað. Vatni á brúsa er skipt milli manna og innihald neyðarpakkanna er allt étið upp. Eftir því sem á sunnudaginn líður verður það ljósara að þeir verða að bjarga sér sjálfir niður. Þeir fara því að undirbúa nið- urferð. M.a. skera þeir niður fallhlíf- ar og búa til líflínu. í birtingu næsta morgun, mánu- daginn 18. september, lúnir eftir illa vist, yfirgefa þeir „virkið" bundnir saman í línu. Ofan í hermannakloss- ana troða þeir fallhlífarbútum til að halda snjónum úti. Hiti er við frost- mark, skyggni sáralítið en hlífðar- gleraugu koma sér vel þó þau vilji frjósa við andlit þeirra. Huldar sprungur gera jökulinn viðsjárverð- an, vegna snjókomunnar daginn áð- ur. Víða er eingöngu glær ís, sem gerir þeim erfitt fyrir, svo betra er ferð var G.F. Behrend. Jón Kjartansson í Eyvindarholti stjórnaði leiðarvalinu og fylgdi þeim upp Skerin og þaðan í austur alveg að vélinni. Framhluti hennar var alveg á kafi í snjó en rétt sást í afturhlutann. Þeir grófu sig inn í aftur- hlutann gegnum glugga bakborðsskyttunnar. Fjarskiptaherbergið var fullt af snjó og útilokað var að komast í framhlutann. Aðeins lítilræði var tekið úr vélinni, persónulegir munir áhafnarinnar, ein fallhlíf og síðan haldið í snatri til baka. Síðari leiðangurinn, sem farinn var 30. september, var öllu róstursamari eins og fram hefur komið. Ekki var farið upp Skerin eins og þeir heimamenn, Guð- mundur Sæmundsson frá Stórumörk og Guðjón Ól- afsson í Syðstumörk, lögðu tii. Foringinn tók stefnu beint á Goðastein og upp á brún jök- ulsins. Það sem kemur á óvart er að í þessum leiðangri er foringinn sá sami og tveimur dögum fyrr, þ.e. sjálfur G.F. Behrend. Ástæðan fyrir því að hann ákveður að stjórna leið- arvalinu sjálfur og fara ekki sömu leið og áður virðist vera þokuslæðing- ur sem hann er smeykur við. Hann ætlar sér upp á brún jökulsins og telur betra að sjá vélina þaðan og rata til baka. Vegna tungumálaörð- ugleika þá komst þessi ætlun hans aldrei til skila til heimamanna, sem olli togstreitu og óróa. Skömmu eftir að Guðjón fellur í sprungu telur Be- hrend jökulinn of hættulegan til að halda áfram svo hann snýr leiðangr- inum við án þess að nokkuð sjáist til hins „týnda virkis“. Leið vélarinnar átti að liggja sunnan Vestmannaeyja en hún lend- ir þess í stað í um 1400 m hæð í stórbrotnum norðanverðum Eyja- fjallajökli. Skýringin á rangri stefnu er talin geta legið í mistökum sigl- ingafræðingsins að draga misvísun- Morgunblaðið/Ragnar Axelsson FLJUGANDI virkið brotlenti rétt austan við jökulhrygginn þar sem mennirnir sjást á ferð. vélarinnar í 270o. Vélin sem var í flugstefnu í austur snýr nú í vestur, þ.e. öfugt miðað við flugstefnuna. Það lítur því út fyrir að vélin hafi snúist hálfhring áður en hún hefur stöðvast. Fjarskiptabúnaður vélarinnar virð- ist allur ónýtur þrátt fyrir að mikið sé haft fyrir því að reyna að koma tækjunum í gang. Neyðarsendirinn er þess vegna tengdur við loftnet flugvélarinnar og haldið áfram send- ingum með honum. Þeir setja strax á vaktir, þar sem tveir menn senda reglulega út neyðarmerki, auk þess sem þeir fylgjast með hvort eitthvað sjáist frá vélinni. Hinir reyna að koma sér sem best fyrir og hrúga yfir sig öllu því einhveija einangrun veitir. Óllum líður þeim illa. Þeir eru blautir, þeim er kalt og sumir eru mikið veikir. Vistin er hreint út sagt hörmuleg. Þótt brotlendingunni hafi ekki verið lýst sem harkalegri eru gríðarlegir kraftar sem fylgt hafa í kjölfarið, sérstaklega þegar vélin er að stöðvast. Þau áhrif hafa að líkind- um haft verulega áhrif á hluta áhafn- arinnar ásamt andlega áfallinu. Um kvöldið rofar til í örskamma stund og þeir sem eru á vakt sjá ljóstýru í dal langt fyrir neðan. Þeir skjóta upp neyðarblysum í daufri von um að yinhver sjái þau. Á sunnudeginum 17. september hefur veðrið ekkert gengið niður og að skríða en reyna að standa upprétt- ur. Þeim finnst kaldhæðnislegt að kompás, sem ættaður er úr frum- skógarbúnaði þeirra, sé notaður til halda stefnunni á berum jöklinum. Memovitch siglingafræðingur, sem eitthvað hefur átt við fjalla- mennsku, stýrir ferðinni niður og notar prik til að finna huldar sprung- ur. Þótt ekki sé leiðin löng norður og niður af jöklinum tekur það um sex klukkustundir að komast á auða jörð. Líklegast koma þeir niður af jökli ofan Smjörgilja. Ferðin niður brúnina þarna í giljunum er erfíð fyrir örþreytta mennina og það tekur um þijá klukkutíma að komast niður á sléttlendið í Jökultungum. Þaðan tekur svo við ferð yfir Markarfljót, líklega meira af vilja en getu. Að öllum líkindum verða þeir við- skila þarna í fljótinu. Þeir sex úr áhöfninni, sem komast yfir vötnin, koma að bænum Fljótsdal eftir 13 klukkutíma ferðalag úr flaki vélar- innar. Þar gista þeir en hinir fjórir sem verða innlyksa „milli vatna“, liggja úti um nóttina og eru sóttir illa hraktir daginn eftir. Björgunarleiðangrar Eins og fram hefur komið gerðu Bandaríkjamenn út tvo leiðangra á jökulinn til að komast að vélinni. Sá fyrri var farinn með nokkurri leynd þann 27. september. Foringi í þeirri ina frá í stað þess að bæta henni við, en slík mistök koma stöku sinn- um fyrir. Áhöfnin vissi líklegast aldrei með vissu hvar hún var niður komin meðan á jökulvistinni stóð og enn síður hversu stórbrotið um- hverfið þarna var. Vélin lendir á svo til eina slétta og sprungulausa blettinum á þessu svæði í jöklinum. Að vélin skuli lenda svo vel má lík- lega skýra með því að flugstjórinn er byijaður að beygja frá „fjallinu" og við það hallar’ vélin samsíða jökulbrekkunni í stað þess að reka hægri vængmn í. Svo virðist sem vélin snarsnúist, brotni og stöðvist í skaflinum eftir að hafa skautað eftir jöklinum. Hefði slíkt ekki gerst hefði hún skollið beint á klettasker- ið umrædda. Nokkrum sekúndum fyrr hefði hún lent á háum jökul- hrygg en sekúndum seinna hefði hún lent á klettaskeijum eða ofan í Gígjöklinum. Einskær lukka hefur því hvílt yfir þessari annars ólán- sömu vél sem jökulinn geymir enn. Heimildir: Skýrstur frá Bandaríkjaher: History records of the 1386th Base Unit, North Atlantic Division, Air Transport Command; Friðþór Kr. Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins ; munnl. uppl. Höfundur er ættaður frá Stórumörk undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir FRÁ Pálmalundi á Hvolsvelli. Hús andanna í Pálmalundi Hvolsvelli. Morgunblaðið. í NÆSTA nágrenni við Stórólfs- kirkju á Hvolsvelli hefur nú verið útbúin lítil tjörn og fjöldi tijáa gróð- ursettur í kring. Á tjöminni synda nú nokkrar endur og hafa þær eign- ast lítið hús sem kallað hefur verið Hús andanna en ekki er vitað hvort nafngiftin á rætur sínar að rekja til návistarinnar við kirkjuna. Endurnar hafa verið í óðaönn að fjölga sér í vor og taldi ungviðið á Hvolsvelli það stórfréttir þegar sást til fyrstu unganna á tjörninni. Tijá- lundurinn í kringum tjörnina er að hluta til kostaður af sjóði sem stofn- aður var að tilstuðlan Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, fyrrverandi al-' þingismanns, en hún beitti sér fyrir söfnun í tilefni af 70 ára afmæli Pálma Eyjólfssonar, fyrrverandi sýslufulltrúa, fyrir 6 árum. Vildi hún að sjóðurinn yrði notaður til að gera tijálund sem bera myndi nafn Pálma. í framtíðinni mun þarna vaxa upp hinn veglegasti lundur og víst er að margir hafa nú þegar notið þess að ganga að tjörninni til að fylgjast með andalífinu. Sumir hafa haft á orði að Skotar hafi flutt Mývatn til Skot- lands en Hvolsvellingar hafi flutt Tjörnina í Reykjavík á Hvolsvöll. 0 í0B0MBM0BJMB0M0MBMElíB0M00MBIM05M0BÍBMB0M5Íj0 Erum flutt í Skipholt 50D Ýmis opnunartilboð t.d. 10 stórar rósir, verð 1.850 Sjón er sögu ríkari Opið laugardag frá kl. 10-19, sunnudag og mánudag frá kl. 13-17 I 1 I i MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM[ er oóru visi tvær umfer innan [ Langvarandi vörn gegn ryc Innbyggður h. grunnur Slett eSo hömruð óferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.