Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ JMatgtutlritaMfe VIKAN 9/6-15/6. ► ENN slitnaði upp úr við- ræðum íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar Islendinga í Barentshafi á fundi í Ósló um síðustu lielgi. Eftir óformlegar viðræður ráða- manna hér heima við sjávar- útvegsráðherra Rússa voru vonir bundnar við fundinn. Samkvæmt þeim var talað um ákveðinn kvóta í Smug- unni og síðan frekari þorsk- veiðiheimildir innan lög- sögu Rússa og þeir fengju heimildir til loðnuveiða hér við land í staðinn. Norð- menn vildu þá að hluti veiði- heimilda okkar i Barents- hafi yrði tekinn í norskri lögsögu og á móti fengju þeir veiðiheimildir innan lögsögu okkar. Fyrir vikið gekk ekki saman með þjóð- unum þremur. ► HALLINN á ríkissjóði fyrstu fjóra mánuði ársins var 2.780 milljónir, en á sama tímabili í fyrra var hallinn 4.120 milljónir. Þetta er afkomubati um 1.340 milljónir króna. Betri afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum vegna meiri veltu I þjóðfé- laginu. ►ÞRÁTT fyrir niðurskurð og lokanir á sjúkrahúsunum í Reykjavík er útlit fyrir að kostnaður við rekstur þeirra verði 300-400 milljónum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ennfremur er út- lit fyrir að kostnaður ríkisins vegna lyfja fari um 200 mil|j- ónir fram úr áætlun. ► ICELAND SEAFOOD, dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS) í Bandarikjunum, er nú að kanna hvort reist verður ný fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjunum eða núver- andi verksmiðja í Harris- burg endurnýjuð. Sophiu dæmdur tveggja mánaða um- gengnisréttur HALIM A1, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Hansen, var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi á fimmtudag. Sophiu var dæmdur umgengnisréttur við stúlk- umar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Niðurstöðunni verður áfrýjað. Flosi fór á hliðina TÍU manna áhöfn Flosá ÍS 15 komst um borð í Börk NK 122 þegar Flosi lagðist á stjómborðshliðina um kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Verið var að dæla síld úr nótinni hjá Berki yfir í lestar Flosa og vora 50-60 tonn komin í þær þegar skipið hallaðist skyndilega. Áhöfnin kom með Berki til hafnar í Neskaupstað á þriðjudag og varðskipið Týr kom þangað með Flosa í togi á fimmtudag. Talið er að skilrúm í lest skipsins hafí gefíð sig með þeim afleiðingum að farmur- inn lenti allur stjórnborðsmegin. Flosi verður sendur aftur á síldveiðar. Rannveig Rist ráðin forstjóri ÍSAL STJÓRN Alusuisse-Lonza hefur sam- þykkt að ráða Rannveigu Rist for- stjóra íslenska álversins hf. frá og með næstu áramótum. Dr. Christian Roth, sem verið hefur forstjóri fyrir- tækisins í átta á_r, lætur þá af starfí að eigin ósk. Ákvörðun þessi var kynnt starfsmönnum á þriðjudag. Heyskapur hafinn HEYSKAPUR er hafinn á túnum sem ekki hafa verið beitt á nokkrum bæj- um í Landeyjum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum og búist er við að í þess- ari viku verði farið að slá víða á sunn- anverðu landinu. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýtingarráðu- nauts hjá Bændasamtökunum, er heyskapur í ár 1-2 vikum fyrr á ferð- inni en í meðalári og þarf að fara allt aftur til ársins 1964 til að finna sambærilegt tíðarfar. KOSIÐ í Grozní. Tvísýnar kosningar í Rússlandi RÚSSAR ganga í dag að kjörborðinu og sé eitthvað að marka skoðana- kannanir vinnur Borís Jeltsín forseti nauman sigur á Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista, og munu þeir tveir takast á í annarri umferð kosn- inganna í fyrri hluta júlí. Kosningabaráttan náði hámarki á föstudag og hét Jeltsín þá rækilegri uppstokkun í stjóm sinni, en Zjúg- anov boðaði hófsemd og sátt. Samkomulag í Tsjetsjníju RÚSSAR og tsjetsjenskir uppreisnar- menn undirrituðu friðarsamkomulag á mánudag, sem kveður á um að rússneskir hermenn verði á brott frá Tsjetsjníju fyrir ágústlok og uppreisn- armenn afvopnist. Átökum linnti hins vegar ekki al- veg þrátt fyrir samkomulagið og enn er meginágreiningsefnið óleyst: framtíðarstaða Tsjetsjníju. Stórtap Sumitomo JAPANSKA fyrirtækið Sumitomo til- kynnti á fimmtudag að það hefði tapað 126 milljörðum króna á kopar- viðskiptum, sem gerð voru í heimild- arleysi á tiu árum á málmmörkuðum í London, og sögðu fjármálasérfræð- ingar að þetta gæti reynst mesta tap í sögu fjármálamarkaða í heiminum. ►TANSU Ciller, fyrrver- andi forsætisráðherra Tyrk- lands, sagði í vikunni líklegt að flokkur sinn, Sannleiks- stígurinn gengi til samstarfs við Velferðarflokk heittrú- aðra múslima. Leiðtogi hans, Ecmettin Erbakan, fer nú með sljómarmyndunarum- boð í Tyrklandi. ► INDVERSKA þingið lýsti á miðvikudag yfir trausti á stjórn H.D. Deve Gowda forsætisráðherra og lauk þar með sex vikna stjómar- kreppu á Indlandi. Stjórn Gowda tekur við af skamm- lífri stjóm bókstafstrúaðra hindúa, Janata-flokksins. ► EDMUND Joensen, leið- togp Sambandsflokksins, myndaði á þriðjudag nýja landstjórn á Færeyjum eftir að fyrri stjórn hans missti meirihluta á þingi við það að jafnaðarmenn gengu úr henni. Stjórnin hefur stuðn- ing 17 þingmanna af 32. ►ÞAÐ þótti ganga krafta- verki næst að 272 farþegar o g flugliðar skyldu komast lífs af þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 727 hafnaði utan brautar eftir misheppnað flugtak í Japan á fimmtudag. Þrír létu lífið. ►NÝ skoðanakönnun bend- ir til að Bob Dole, væntan- legur forsetaframbjóðandi repúblikana, sé að draga á Bill Clinton Bandaríkjafor- seta og nú muni aðeins 6%. ►HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, er óánægður með að geta ekki talað móð- urmálið í útlöndum og hyggst nú auka veg þýskrar tungu í heiminum með rík- isfé. FRÉTTIR Atvinnumiðlun námsmanna með 1.200 manns á skrá 200 störf til námsmanna ATVINNUMIÐLUN námsmanna hefur útvegað u.þ.b. 200 náms- mönnum störf það sem af er sumri, en um 1.200 manns eru á skrá. Eyrún María Rúnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar- innar, segir að vitað sé um 400 manns sem liafi útvegað sér störf sjálfir og sjálfsagt væru það fleiri. „Það hefur gengið verst að út- vega störf fyrir yngsta aldurshóp- inn sem er 16-19 ára og hef ég mestar áhyggjur af þeim. Þau hringja oftast að spyijast fyrir. Auðveldara er að útvega eldri námsmönnum störf. Atvinnurek- endur leggja áherslu á reynslu, setja vissar aldurskröfur og vilja yfirleitt starfsmenn 20 ára og eldri, svo erfitt er fyrir krakkana að fá tækifæri til að sanna sig.“ Mikið hefur verið að gera á miðluninni frá því í byrjun maí og hefur aðeins dregið úr atvinnutil- boðum nú að sögn Eyrúnar. „Fleiri atvinnutilboð berast til okkar núna en síðasta sumar þannig að við stöndum betur að vígi. Helstu at- vinnutilboðin eru skrifstofu,- af- greiðslu- og símavörslustörf, al- menn verkamannastörf s.s. steypu-, málninga- og byggingar- vinna. Talsvert er af bókhalds- störfum og öðrum sérhæfðum við- skiptatengdum störfum. Ferða- málageirinn ræður einnig nokkuð af fólki, t.d. hótelin og gistiheimil- in. í fyrrasumar starfaði miðlunin allt fram í ágúst og útvegaði u.þ.b. 500 námsmönnum störf. Enn er ekki hægt að sjá fyrir hvort sú tala verði svipuð í ár. Þó fleiri at- vinnutilboð berist nú, er spurning hvort þeim fækki, hversu margir eru ráðnir á hvern stað og alltaf er hætta á að tilboð detti út og atvinnurekendur ráði einhvetja aðra,“ sagði hún ennfremur. Eyrún María segist hafa fundið fyrir því að námsfólk úr sumum greinum skrái sig ekki hjá Atvinnu- miðluninni og virðist ganga beint í störf. Til dæmis er eftirspum eftir verk- og tæknifræðinemum, vél- stjóra- og stýrimannaskólanemum, hjúkrunarfræðinemum, tölvunar- fræðinemum og garyrkjunemum. Sömuleiðis er minna af fólki á skrá sem er komið lengra í námi. Atvinnumiðlun námsmanna mun starfa í allt sumar eða allt til um miðjan ágúst. Morgunblaðið/Kristinn Gróðursett í Neskaupstað INGIBJÖRG Magnúsdóttir var að hjálpa mömmu sinni, Láru Garðarsdóttur, að planta sumar- blómum við kirkjuna á Neskaup- stað 11. júní síðastliðinn. Lára sagði að ekki hefði verið hægt að gróðursetja fyrr vegna veðr- áttunnar en aðeins nokkrum dög- um áður hafði verið slydda í bænum. Fjölskyldan hefur séð um gróður fyrir kirkjuna síðast- liðin átta ár. Eiginmaður Láru, Magnús Sigurðsson, er kirkju- garðsvðrður. Með þeim Ingi- björgu og Láru við gróðursetn- inguna var hundur þeirra Gæi. Fleiri vistunar- dagar unglinga AUKNING varð á vistunum á deildum Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga á árinu 1995, sér- staklega síðustu mánuði ársins. Að því er fram kemur í ársskýrslu MRU má að hluta rekja þessa aukningu til lokunar Tinda í lok ágúst 1995, en að öðru leyti virð- ist vera um að ræða almenna þró- un í þessum málaflokki. Ungling- um í vanda fer fjölgandi og meiri eftirspurn er eftir þjónustu MRU en áður. Samanlagt vistuðust 100 ein- staklingar á deildunum í Sólheim- um 7 og 17, Efstasundi og Tind- um árið 1995, sem er u.þ.b. sami fjöldi og árið 1994, sé gert ráð fyrir hinum skerta starfstíma Tinda á Kjalarnesi. Vistunardag- ar voru 5.867, sem er rúmlega 9% aukning frá árinu áður. Af þeim 100 unglingum sem um ræðir áttu 49% lögheimili í Reykjavík, 18% í öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu, en 33% komu frá öðrum stöðum á landinu. Þetta eru svipuð hlutföll og árið áður. 57% stúlkur Stúlkur voru í meirihluta þeirra sem vistuðust á deildum MRU sl. ár, eða 57%. Þetta er í annað sinn frá stofnun Unglingaheimilis ríkis- ins árið 1972 sem stúlkur eru fleiri en piltar, en árið 1994 voru þær 55% vistmanna. Fyrr á árum var algengt að u.þ.b. tveir piltar væru vistaðir fyrir hveija stúlku. í ) ) Ráðstefna um samskipti Islands o g Grænlands RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni Grænland og ísland, nágrannar fyrr og nú hófst í bænum Qaqortoq á S-Grænlandi á fimmtudaginn. Fjórir íslenskir sagnfræðingar halda erindi á ráðstefnunni auk fræðimanna. Frá S-Grænlandi og Danmörku er 29 manna hópur ís- lenskra sagnfræðinga staddur í Qaqortoq vegna ráðstefnunnar. Hann hefur ferðast um byggðir norrænna manna á S-Grænlandi á undanförnum dögum. „Ráðstefnan er fyrsta skrefið í að byggja upp samband við fræði- menn á Grænlandi í tengslum við sameiginlega sögu íslands og Grænlands á miðöldum og sam- skipti á seinni öldum,“ sagði Hrefna Róbertsdóttir, formaður Sagnfræðingafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. Ráðstefnan er haldin á vegum Sagnfræðingafélagsins í sam- vinnu við fræðimenn á Grænlandi og í Danmörku með styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Anna Agnarsdóttir dósent fjallar um stjórnmálaleg og efnahagsleg tengsl á milli Grænlands og ís- lands á árunum 1700-1814, Helgi Þorláksson prófessor fjallar um endalok norskrasiglinga til I Grænlands á árunum 1800 til \ 1900 og Sveinbjörn Rafnsson pró- k fessor fjallar um Grænland á mið- öldum. Auk þess fjallar Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur um náttúrufar og landnýtingu á S-Grænlandi. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefn- unni eru Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður heima- stjórnarinnar, Georg Nyegaard | fornleifafræðingur, Knud J. j Krogh fornleifafræðingur og [ Henrik Lund, fyrrverandi bæjar- * stjóri í Qaqortoq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.