Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ JMatgtutlritaMfe VIKAN 9/6-15/6. ► ENN slitnaði upp úr við- ræðum íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar Islendinga í Barentshafi á fundi í Ósló um síðustu lielgi. Eftir óformlegar viðræður ráða- manna hér heima við sjávar- útvegsráðherra Rússa voru vonir bundnar við fundinn. Samkvæmt þeim var talað um ákveðinn kvóta í Smug- unni og síðan frekari þorsk- veiðiheimildir innan lög- sögu Rússa og þeir fengju heimildir til loðnuveiða hér við land í staðinn. Norð- menn vildu þá að hluti veiði- heimilda okkar i Barents- hafi yrði tekinn í norskri lögsögu og á móti fengju þeir veiðiheimildir innan lögsögu okkar. Fyrir vikið gekk ekki saman með þjóð- unum þremur. ► HALLINN á ríkissjóði fyrstu fjóra mánuði ársins var 2.780 milljónir, en á sama tímabili í fyrra var hallinn 4.120 milljónir. Þetta er afkomubati um 1.340 milljónir króna. Betri afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum vegna meiri veltu I þjóðfé- laginu. ►ÞRÁTT fyrir niðurskurð og lokanir á sjúkrahúsunum í Reykjavík er útlit fyrir að kostnaður við rekstur þeirra verði 300-400 milljónum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ennfremur er út- lit fyrir að kostnaður ríkisins vegna lyfja fari um 200 mil|j- ónir fram úr áætlun. ► ICELAND SEAFOOD, dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS) í Bandarikjunum, er nú að kanna hvort reist verður ný fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjunum eða núver- andi verksmiðja í Harris- burg endurnýjuð. Sophiu dæmdur tveggja mánaða um- gengnisréttur HALIM A1, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Hansen, var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi á fimmtudag. Sophiu var dæmdur umgengnisréttur við stúlk- umar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Niðurstöðunni verður áfrýjað. Flosi fór á hliðina TÍU manna áhöfn Flosá ÍS 15 komst um borð í Börk NK 122 þegar Flosi lagðist á stjómborðshliðina um kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Verið var að dæla síld úr nótinni hjá Berki yfir í lestar Flosa og vora 50-60 tonn komin í þær þegar skipið hallaðist skyndilega. Áhöfnin kom með Berki til hafnar í Neskaupstað á þriðjudag og varðskipið Týr kom þangað með Flosa í togi á fimmtudag. Talið er að skilrúm í lest skipsins hafí gefíð sig með þeim afleiðingum að farmur- inn lenti allur stjórnborðsmegin. Flosi verður sendur aftur á síldveiðar. Rannveig Rist ráðin forstjóri ÍSAL STJÓRN Alusuisse-Lonza hefur sam- þykkt að ráða Rannveigu Rist for- stjóra íslenska álversins hf. frá og með næstu áramótum. Dr. Christian Roth, sem verið hefur forstjóri fyrir- tækisins í átta á_r, lætur þá af starfí að eigin ósk. Ákvörðun þessi var kynnt starfsmönnum á þriðjudag. Heyskapur hafinn HEYSKAPUR er hafinn á túnum sem ekki hafa verið beitt á nokkrum bæj- um í Landeyjum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum og búist er við að í þess- ari viku verði farið að slá víða á sunn- anverðu landinu. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýtingarráðu- nauts hjá Bændasamtökunum, er heyskapur í ár 1-2 vikum fyrr á ferð- inni en í meðalári og þarf að fara allt aftur til ársins 1964 til að finna sambærilegt tíðarfar. KOSIÐ í Grozní. Tvísýnar kosningar í Rússlandi RÚSSAR ganga í dag að kjörborðinu og sé eitthvað að marka skoðana- kannanir vinnur Borís Jeltsín forseti nauman sigur á Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista, og munu þeir tveir takast á í annarri umferð kosn- inganna í fyrri hluta júlí. Kosningabaráttan náði hámarki á föstudag og hét Jeltsín þá rækilegri uppstokkun í stjóm sinni, en Zjúg- anov boðaði hófsemd og sátt. Samkomulag í Tsjetsjníju RÚSSAR og tsjetsjenskir uppreisnar- menn undirrituðu friðarsamkomulag á mánudag, sem kveður á um að rússneskir hermenn verði á brott frá Tsjetsjníju fyrir ágústlok og uppreisn- armenn afvopnist. Átökum linnti hins vegar ekki al- veg þrátt fyrir samkomulagið og enn er meginágreiningsefnið óleyst: framtíðarstaða Tsjetsjníju. Stórtap Sumitomo JAPANSKA fyrirtækið Sumitomo til- kynnti á fimmtudag að það hefði tapað 126 milljörðum króna á kopar- viðskiptum, sem gerð voru í heimild- arleysi á tiu árum á málmmörkuðum í London, og sögðu fjármálasérfræð- ingar að þetta gæti reynst mesta tap í sögu fjármálamarkaða í heiminum. ►TANSU Ciller, fyrrver- andi forsætisráðherra Tyrk- lands, sagði í vikunni líklegt að flokkur sinn, Sannleiks- stígurinn gengi til samstarfs við Velferðarflokk heittrú- aðra múslima. Leiðtogi hans, Ecmettin Erbakan, fer nú með sljómarmyndunarum- boð í Tyrklandi. ► INDVERSKA þingið lýsti á miðvikudag yfir trausti á stjórn H.D. Deve Gowda forsætisráðherra og lauk þar með sex vikna stjómar- kreppu á Indlandi. Stjórn Gowda tekur við af skamm- lífri stjóm bókstafstrúaðra hindúa, Janata-flokksins. ► EDMUND Joensen, leið- togp Sambandsflokksins, myndaði á þriðjudag nýja landstjórn á Færeyjum eftir að fyrri stjórn hans missti meirihluta á þingi við það að jafnaðarmenn gengu úr henni. Stjórnin hefur stuðn- ing 17 þingmanna af 32. ►ÞAÐ þótti ganga krafta- verki næst að 272 farþegar o g flugliðar skyldu komast lífs af þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 727 hafnaði utan brautar eftir misheppnað flugtak í Japan á fimmtudag. Þrír létu lífið. ►NÝ skoðanakönnun bend- ir til að Bob Dole, væntan- legur forsetaframbjóðandi repúblikana, sé að draga á Bill Clinton Bandaríkjafor- seta og nú muni aðeins 6%. ►HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, er óánægður með að geta ekki talað móð- urmálið í útlöndum og hyggst nú auka veg þýskrar tungu í heiminum með rík- isfé. FRÉTTIR Atvinnumiðlun námsmanna með 1.200 manns á skrá 200 störf til námsmanna ATVINNUMIÐLUN námsmanna hefur útvegað u.þ.b. 200 náms- mönnum störf það sem af er sumri, en um 1.200 manns eru á skrá. Eyrún María Rúnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar- innar, segir að vitað sé um 400 manns sem liafi útvegað sér störf sjálfir og sjálfsagt væru það fleiri. „Það hefur gengið verst að út- vega störf fyrir yngsta aldurshóp- inn sem er 16-19 ára og hef ég mestar áhyggjur af þeim. Þau hringja oftast að spyijast fyrir. Auðveldara er að útvega eldri námsmönnum störf. Atvinnurek- endur leggja áherslu á reynslu, setja vissar aldurskröfur og vilja yfirleitt starfsmenn 20 ára og eldri, svo erfitt er fyrir krakkana að fá tækifæri til að sanna sig.“ Mikið hefur verið að gera á miðluninni frá því í byrjun maí og hefur aðeins dregið úr atvinnutil- boðum nú að sögn Eyrúnar. „Fleiri atvinnutilboð berast til okkar núna en síðasta sumar þannig að við stöndum betur að vígi. Helstu at- vinnutilboðin eru skrifstofu,- af- greiðslu- og símavörslustörf, al- menn verkamannastörf s.s. steypu-, málninga- og byggingar- vinna. Talsvert er af bókhalds- störfum og öðrum sérhæfðum við- skiptatengdum störfum. Ferða- málageirinn ræður einnig nokkuð af fólki, t.d. hótelin og gistiheimil- in. í fyrrasumar starfaði miðlunin allt fram í ágúst og útvegaði u.þ.b. 500 námsmönnum störf. Enn er ekki hægt að sjá fyrir hvort sú tala verði svipuð í ár. Þó fleiri at- vinnutilboð berist nú, er spurning hvort þeim fækki, hversu margir eru ráðnir á hvern stað og alltaf er hætta á að tilboð detti út og atvinnurekendur ráði einhvetja aðra,“ sagði hún ennfremur. Eyrún María segist hafa fundið fyrir því að námsfólk úr sumum greinum skrái sig ekki hjá Atvinnu- miðluninni og virðist ganga beint í störf. Til dæmis er eftirspum eftir verk- og tæknifræðinemum, vél- stjóra- og stýrimannaskólanemum, hjúkrunarfræðinemum, tölvunar- fræðinemum og garyrkjunemum. Sömuleiðis er minna af fólki á skrá sem er komið lengra í námi. Atvinnumiðlun námsmanna mun starfa í allt sumar eða allt til um miðjan ágúst. Morgunblaðið/Kristinn Gróðursett í Neskaupstað INGIBJÖRG Magnúsdóttir var að hjálpa mömmu sinni, Láru Garðarsdóttur, að planta sumar- blómum við kirkjuna á Neskaup- stað 11. júní síðastliðinn. Lára sagði að ekki hefði verið hægt að gróðursetja fyrr vegna veðr- áttunnar en aðeins nokkrum dög- um áður hafði verið slydda í bænum. Fjölskyldan hefur séð um gróður fyrir kirkjuna síðast- liðin átta ár. Eiginmaður Láru, Magnús Sigurðsson, er kirkju- garðsvðrður. Með þeim Ingi- björgu og Láru við gróðursetn- inguna var hundur þeirra Gæi. Fleiri vistunar- dagar unglinga AUKNING varð á vistunum á deildum Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga á árinu 1995, sér- staklega síðustu mánuði ársins. Að því er fram kemur í ársskýrslu MRU má að hluta rekja þessa aukningu til lokunar Tinda í lok ágúst 1995, en að öðru leyti virð- ist vera um að ræða almenna þró- un í þessum málaflokki. Ungling- um í vanda fer fjölgandi og meiri eftirspurn er eftir þjónustu MRU en áður. Samanlagt vistuðust 100 ein- staklingar á deildunum í Sólheim- um 7 og 17, Efstasundi og Tind- um árið 1995, sem er u.þ.b. sami fjöldi og árið 1994, sé gert ráð fyrir hinum skerta starfstíma Tinda á Kjalarnesi. Vistunardag- ar voru 5.867, sem er rúmlega 9% aukning frá árinu áður. Af þeim 100 unglingum sem um ræðir áttu 49% lögheimili í Reykjavík, 18% í öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu, en 33% komu frá öðrum stöðum á landinu. Þetta eru svipuð hlutföll og árið áður. 57% stúlkur Stúlkur voru í meirihluta þeirra sem vistuðust á deildum MRU sl. ár, eða 57%. Þetta er í annað sinn frá stofnun Unglingaheimilis ríkis- ins árið 1972 sem stúlkur eru fleiri en piltar, en árið 1994 voru þær 55% vistmanna. Fyrr á árum var algengt að u.þ.b. tveir piltar væru vistaðir fyrir hveija stúlku. í ) ) Ráðstefna um samskipti Islands o g Grænlands RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni Grænland og ísland, nágrannar fyrr og nú hófst í bænum Qaqortoq á S-Grænlandi á fimmtudaginn. Fjórir íslenskir sagnfræðingar halda erindi á ráðstefnunni auk fræðimanna. Frá S-Grænlandi og Danmörku er 29 manna hópur ís- lenskra sagnfræðinga staddur í Qaqortoq vegna ráðstefnunnar. Hann hefur ferðast um byggðir norrænna manna á S-Grænlandi á undanförnum dögum. „Ráðstefnan er fyrsta skrefið í að byggja upp samband við fræði- menn á Grænlandi í tengslum við sameiginlega sögu íslands og Grænlands á miðöldum og sam- skipti á seinni öldum,“ sagði Hrefna Róbertsdóttir, formaður Sagnfræðingafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. Ráðstefnan er haldin á vegum Sagnfræðingafélagsins í sam- vinnu við fræðimenn á Grænlandi og í Danmörku með styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Anna Agnarsdóttir dósent fjallar um stjórnmálaleg og efnahagsleg tengsl á milli Grænlands og ís- lands á árunum 1700-1814, Helgi Þorláksson prófessor fjallar um endalok norskrasiglinga til I Grænlands á árunum 1800 til \ 1900 og Sveinbjörn Rafnsson pró- k fessor fjallar um Grænland á mið- öldum. Auk þess fjallar Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur um náttúrufar og landnýtingu á S-Grænlandi. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefn- unni eru Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður heima- stjórnarinnar, Georg Nyegaard | fornleifafræðingur, Knud J. j Krogh fornleifafræðingur og [ Henrik Lund, fyrrverandi bæjar- * stjóri í Qaqortoq.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.