Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýmaveiki leiðir til gjaldþrots NÝRNAVEIKI hefur greinst í lax- eldisstöð Sveinseyrarlax ehf. á Tálknafirði. Af þeim sökum og vegna verðhruns á eldislaxi síð- ustu misseri hefur stjórn félagsins óskað eftir því við Héraðsdóm Vestfjarða að bú þess verði tekið til _gjaldþrotaskipta. í tilkynningu frá stjórn félags- ins segir að til þess að útrýma veikinni úr stöðinni sé óumflýjan- legt að tæma hana af fiski, sótt- hreinsa og láta standa auða um nokkurn tíma. Þær aðgerðir leiði til þess að félagið verði án rekstr- artekna í allt að tvö ár. Lágt markaðsverð á afurðum félagsins um langa hríð er önnur ákvörðunarástæða þess að gjald- þrotaskipta er óskað, að því er fram kemur í tilkynningu félags- ins. Á vordögum vann stjórn fé- lagsins að því að styrkja rekstrar- grundvöll félagsins í samvinnu við lánadrottna. Horfur voru á því að sú vinna gæti borið árangur þrátt fyrir lágt afurðaverð þegar nýrna- veikin greindist. Stjórn félagsins telur að við svo búið, þegar saman fari afar lágt markaðsverð á afurðum félagsins og nýrnaveiki, sé rekstrargrund- völlur félagsins endanlega brostinn. Annir í sveitum í einstakri tíð Syðra-Langholti. Morgunblaðið. ÞEGAR veðrið breyttist í viku- byrjun úr sunnanrigningu í norð- angolu og bjartviðri hófu margir bændur heyskap í Hrunamanna- hreppi. Veðrið hefur leikið við Sunnlendinga þessa vikuna og hitatölur víða farið yfir 20 gráður. Sláttur byijar í ár 2-3 vikum fyrr en í meðalári og svo gott vor mun ekki hafa komið síðan 1974. Sumir telja jafnvel að fara megi lengra aftur. Mikil gróska er í öllum jarðargróðri og garðyrkju- bændur segja að uppskeruhorfur séu mjög góðar. Búast megi við garðávöxtum mun fyrr í verslanir en verið hefur. A myndinni sést Stefán Jónsson í Hrepphólum við slátt. ♦ ♦ ♦---- Prestastefna hefst á þriðjudag PRESTASTEFNA hefst með messu í Dómkirkjunni klukkan 10.30 á þriðjudag, þar sem Björn Jónsson predikar. Klukkan 14 sama dag verð- ur setningarathöfn í Digraneskirkju og flytur Ólafur Skúlason, biskup íslands, yfirlitsræðu. Þorsteinn Páls- son kirkjumálaráðherra flytur ávarp og Sólveig Sigríður Einarsdóttir sér um orgelleik. í frétt frá biskupsritara segir að umræður á prestastefnu fari fram undir orðunum „íslenska þjóðkirkjan - á leið til nýrrar aldar“. Frum- mælendur eru dr. Hjalti Hugason, séra Kristján Valur Ingólfsson, séra María Ágústsdóttir, dr. Sigurður Árni Þórðarson og Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur. Auk þess verður rætt um frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og ný lög sem kveða á um afnám æviráðn- ingar presta. í&arklæönaöui ig dagfatnaður. ráögjöt • Tilliuiiinlalnaður. aiíaLovísa, lölavörðuslig 8. ími562 6999. 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar 'ÚV t Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur 535- ■fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Barnagæsla mimam RGUSTU & HRHFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355 UHURÞÓ AUKAÚPIN ÍVHGIAHRP Utan á stúlkunni hanga samtals 8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna fitubrennslunámskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533-3355. Hefst 1. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.