Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Nýmaveiki leiðir
til gjaldþrots
NÝRNAVEIKI hefur greinst í lax-
eldisstöð Sveinseyrarlax ehf. á
Tálknafirði. Af þeim sökum og
vegna verðhruns á eldislaxi síð-
ustu misseri hefur stjórn félagsins
óskað eftir því við Héraðsdóm
Vestfjarða að bú þess verði tekið
til _gjaldþrotaskipta.
í tilkynningu frá stjórn félags-
ins segir að til þess að útrýma
veikinni úr stöðinni sé óumflýjan-
legt að tæma hana af fiski, sótt-
hreinsa og láta standa auða um
nokkurn tíma. Þær aðgerðir leiði
til þess að félagið verði án rekstr-
artekna í allt að tvö ár.
Lágt markaðsverð á afurðum
félagsins um langa hríð er önnur
ákvörðunarástæða þess að gjald-
þrotaskipta er óskað, að því er
fram kemur í tilkynningu félags-
ins. Á vordögum vann stjórn fé-
lagsins að því að styrkja rekstrar-
grundvöll félagsins í samvinnu við
lánadrottna. Horfur voru á því að
sú vinna gæti borið árangur þrátt
fyrir lágt afurðaverð þegar nýrna-
veikin greindist.
Stjórn félagsins telur að við svo
búið, þegar saman fari afar lágt
markaðsverð á afurðum félagsins
og nýrnaveiki, sé rekstrargrund-
völlur félagsins endanlega brostinn.
Annir í
sveitum í
einstakri tíð
Syðra-Langholti. Morgunblaðið.
ÞEGAR veðrið breyttist í viku-
byrjun úr sunnanrigningu í norð-
angolu og bjartviðri hófu margir
bændur heyskap í Hrunamanna-
hreppi. Veðrið hefur leikið við
Sunnlendinga þessa vikuna og
hitatölur víða farið yfir 20 gráður.
Sláttur byijar í ár 2-3 vikum
fyrr en í meðalári og svo gott vor
mun ekki hafa komið síðan 1974.
Sumir telja jafnvel að fara megi
lengra aftur. Mikil gróska er í
öllum jarðargróðri og garðyrkju-
bændur segja að uppskeruhorfur
séu mjög góðar. Búast megi við
garðávöxtum mun fyrr í verslanir
en verið hefur. A myndinni sést
Stefán Jónsson í Hrepphólum við
slátt.
♦ ♦ ♦----
Prestastefna
hefst á
þriðjudag
PRESTASTEFNA hefst með messu
í Dómkirkjunni klukkan 10.30 á
þriðjudag, þar sem Björn Jónsson
predikar. Klukkan 14 sama dag verð-
ur setningarathöfn í Digraneskirkju
og flytur Ólafur Skúlason, biskup
íslands, yfirlitsræðu. Þorsteinn Páls-
son kirkjumálaráðherra flytur ávarp
og Sólveig Sigríður Einarsdóttir sér
um orgelleik.
í frétt frá biskupsritara segir að
umræður á prestastefnu fari fram
undir orðunum „íslenska þjóðkirkjan
- á leið til nýrrar aldar“. Frum-
mælendur eru dr. Hjalti Hugason,
séra Kristján Valur Ingólfsson, séra
María Ágústsdóttir, dr. Sigurður
Árni Þórðarson og Steinunn Jóhann-
esdóttir rithöfundur. Auk þess verður
rætt um frumvarp um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar og ný
lög sem kveða á um afnám æviráðn-
ingar presta.
í&arklæönaöui
ig dagfatnaður.
ráögjöt
• Tilliuiiinlalnaður.
aiíaLovísa,
lölavörðuslig 8.
ími562 6999.
8-vikna fitubrennslu-
námskeið:
• Þjálfun 3-5x í viku
• Fræðslu- og kynningarfundur
• Fitumælingar og vigtun
• Matardagbók
• Uppskriftabókin “Léttir réttir,,
150 frábærar uppskriftir
• Mappa m. fróðleik og
upplýsingum
• Mjög mikið aðhald
• Vinningar dregnir út
í hverri viku
• Frítt 3ja mán. kort fyrir
5 heppnar og samviskusamar
'ÚV t
Kvöldhópar
Daghópur
Morgunhópur
Framhaldshópur
535-
■fyrir allar þær sem hafa verið
áður á námskeiðunum okkar.
Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald.
Barnagæsla
mimam
RGUSTU & HRHFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355
UHURÞÓ
AUKAÚPIN
ÍVHGIAHRP
Utan á stúlkunni hanga samtals
8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna
fitubrennslunámskeið er
algengt að konur losni við sama
magn af fitu um leið og þær
byggja upp vöðva og auka þol.
Láttu skrá þig strax í síma
533-3355.
Hefst 1. júlí