Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Amlóbarnir á vinnumarkabi Afköst vinnandi fólks eru léleg hér á landi og framleiöni lítil, því er vinnudagurlnn langur og kaupib lélegt. Þessi var boðskapur forsæt- isrábherra til þjóðar slnnar þegar 'ÓAu HO VINNA, vinna, þið þurfið ekki að bæta afköstin nema sem svarar þriggja mánaða vinnu til að ná Danskinum... 7111/ sin Hollensk orkufyrirtæki í Icenet-hópnum Stjórnar- menn skoða Island UM FJÖRUTÍU manna hópur stjómarmanna tveggja af þremur hollenskra fyrirtækja í Icenet-hópnum var hér á landi í vikunni. Icenet er samstarfsverkefni um flutning raforku um sæ- streng frá íslandi til meginlands Evrópu og hafa hollensku fyrir- tækin þijú, sem eru tvö orkufyr- irtæki og eitt fyrirtæki sem framleiðir kapla og strengi, ver- ið í samstarfi við Reykjavíkur- borg og Landsvirkjun. Hópurinn kom hingað til lands á einkaþotu á fimmtudag og voru makar stjórnarmanna með í för. Á föstudag var m.a. farið í skoðunarferð inn á Fljótsdalsheiði og farið til Hafn- ar í Homafirði. Háskólinn á Akureyri og Háskóli íslands Hagnr beggja af auknu samstarfi Morgunblaðið. Akureyri. í UNDIRBÚNINGI er að gera samstarfssamning milli Háskólans á Akureyri og Háskóla íslands, m.a. um nemenda- og kennara- skipti. Fram kom í ræðu Þorsteins Gunnarssonar háskólarektors við brautskráningu kandidata á dögunum að samstarf háskólanna hefði verið nokkuð í umræðu í fjöl- miðlum síðustu misseri og sýndist þar sitt hverjum. Fulltrúar háskól- anna hefðu nýlega hist og orðið sammála um að efla mjög sam- starf háskólanna. í undirbúningi væri að gera samstarfssamning milli háskól- anna m.a. um nemenda- og kenn- araskipti og koma síðan á fót sam- starfsverkefnum á ýmsum sviðum, s.s. menntun kennara, fjarkennslu, hjúkrunarfræði, sjávarútvegs- og matvælanámi, alþjóðasamstarfi, menntun og rannsóknum á sviði ferðaþjónustu og byggðamálum. „Ljóst er að hér yrði um gagn- kvæman ávinning að ræða fyrir báða háskólana. Það er afar brýnt að háskólar í landinu standi sam- eínaðir sem málsvarar vísinda og mennta í landinu," sagði Þor- steinn. Hann sagði samstarf Háskólans á Akureyri við erlenda háskóla einnig að styrkjast, en í liðinni viku var fundur samstarfsnefndar háskóla á svonefndu Kalottsvæði, sem er svæðið í Skandinavíu norð- an og við heimskautsbaug. Á fund- inum var samþykkt að auka sam- vinnu milli skólanna sem eru í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og ís- landi, einkum með nemenda- og kennaraskiptum. FORSETAKJÖR 1996 lll OLÁFUR RAGNAR GRIMSSON Suðurnesjamenn! Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Stapa kl. 20:30 í kvöid. \\öi |). iM Íispurnii . lónlist • Fundarstjóri: Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjöri Grindavíkur. • Kirkjukór Kefiavíkur syngur undir stjórn Einars Arnar Einarssonar. Allir velkomnir! Stuðningsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar á Suðurnesjum. Vinnur list úr efnum og afgöngum Hef trú á svona listsköpun HEIDI Kristiansen hef- ur lagt stund á mynd- list og kennslu í myndlist undanfarin ár. Hún hefur ekki farið troðnar slóðir í efnisvali. Hún hefur nýtt tii listsköpunar ótrúlegustu efni og afganga, svo sem notuð föt, t.d. gallabuxur, heima- gerðan ullarflóka og fleira. Hún heldur nú sýningu á verkum sínum í Perlunni. Heidi var áður sjúkraliði en gerðist svo myndlistarmaður. Hvers vegna? „Það hefur alltaf blundað í mér sköpunarþrá frá barn- æsku. Þegar ég fékk í hendur tuskur eða afganga bjó ég alltaf til eitthvað úr þeim efnivið. Ég hef líka verið hald- in söfnunaráráttu. Þetta sam- an hefur valdið því að ég fór Heidi Kristiansen að gera allt mögulegt úr því sem ég safnaði. Efniviðurinn sjálfur sem ég hafði undir höndum kveikti jafnóðum í mér hugmyndir. Ég hef alltaf haft gaman af að búa til eitthvað nýtilegt eða fallegt úr því sem aðrir álitu hreinasta rusla- mat. Til þess þurfti ekki annað en hugmyndaflug og kannski að kaupa eitthvað smávegis í viðbót. Nú er ég orðin svo reynd í þessu að ég þarf ekki annað en sjá eitt- hvað í umhverfinu til þess að hug- myndir kvikni og þá veit ég líka hvernig ég get komið þeim í fram- kvæmd út frá því sem ég á til í handraðanum. - Fannst þér ekkert leiðinlegt að hætta að starfa sem sjúkraiiði? „Þegar ég fór í nám í myndlist fannst mér svo gaman að ég gleymdi öllu öðru. Ég hef aldrei á ævinni haft það eins skemmtilegt og þau tvö ár. Eftir að námi lauk fór ég að vinna á sjúkrastofnunum í Danmörku. Þá gat ég sameinað reynslu mína sem sjúkraliði og hina nýju menntun mína í mynd- list. Hin síðari ár hef ég kennt mynd- og handmennt í grunnskóla í Borgarnesi og svo starfað við félagsstarf aldraðra í Reykjavík. Einnig hef ég haidið nokkur nám- skeið, flest á Vestfjörðum. - Hvað hefur þú kennt í félags- starfi þínu með öldruðum? „Ég hef kennt þar ýmiss konar handavinnu. Ég var sú fyrsta sem var ráðin að félagsmiðstöðinni í Bólstaðarhiíð. Það kom því í minn hlut að byija að móta þar starfið og kaupa inn heppilegan efnivið. Einnig að fá fóik til að koma. Það er alltaf erfitt að fá fólk til að byrja eitthvert svona starf, fólk er svolítið smeykt fyrst, en nú er í Bólstaðarhlíðinni blómstrandi starf sem gaman er að fylgjast með. Sjálf er ég hætt að kenna þar en held sambandi við gamlar vinkonur. - Hvernig gengur að selja verk eins og þau sem þú ert að búa tii? „Ég sel alltaf eitthvað á sýning- um en lítið sem ekkert á milli. A síðustu sýningu í Perlunni seldi ég nokkur verk og fleiri í kjölfarið, þau keyptu opinberar stofnanir. Ég legg áherslu á umhverfið í verkum mínum, svo sem náttúruna og það gefur mér kraft. Náttúran er mér eilíf uppspretta hugmynda. Ég fletti líka stundum upp í bók um tákn í kristilegri list og velti fyrir mér hvernig þau koma heim og sam- an við það sem ég er að gera. - Hvernig líkar þér að búa á íslandi? „Mér líkar vel hér, einkum af því að hér hef ég getað fengið að gera það sem ég hef viljað gera. Ef ég fæ að vera „bohem“ líður mér allra best. Þetta hef ég fengið að vera að undanförnu af því að ► Heidi Kristiansen er fædd í Þrándheimi í Noregi árið 1953. Hún lauk prófi frá húsmæðra- skóla og sem sjúkraliði árið 1972. Árin 1976 til 1978 stund- aði hún nám í myndlist og hand- íðum hjá Elen Ofstad skole í Þrándheimi. Hún hefur búið á íslandi frá 1980 en kom hér fyrstárið 1972 ogvartil 1975 og vann þá sem sjúkraliði hjá Barnaspítala Hringsins. Siðustu ár hefur hún einungis lagt stund á textíl og „Applikasjon". Hún hefur haidið niu einkasýningar hér og á Norðurlöndum og auk þess tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Hún er gift Matthíasi Kristiansen kennara og þýð- anda. Þau eiga þijú börn. maðurinn minn er kominn í frí frá kennslu um tíma. Þess vegna höf- um við getað haft það mjög ftjálst upp á síðkastið. Hér á landi er hins vegar ekki kennt það sem ég er að fást við nema í handavinnu- deildinni við Kennaraháskólann. Útlendingar sem skoðað hafa sýn- ingu mína hafa sýnt verkum mín- um mikinn áhuga. Einn þeirra er textílhönnuður. Hann keypti verk eftir mig og vill gjarnan koma mér á framfæri í Portúgal. Hann á þar tvær textílverksmiðjur. - Teiur þú að það þurfi að kenna meira um þessa grein handmennt- ar í skólum hér „Ég tel að það þurfi að kenna textíl og „applikasjón" hér í skól- um. Það þarf að leggja hér í hand- mennt meiri áherslu á sköpun í stað þess að láta fólk sífellt vera að vinna eftir annarra uppskrift- um. Það er hægt að læra svo mik- ið í handavinnu þótt skapandi starfið sé líka fyrir hendi. Ég er að hugsa um að semja bók um hvað hægt er að gera úr litlu efnj, það sparar efniskaup. Ég ætla að leggja áherslu á verkefni sem gætu hentað börnum á grunn- skólaaldri. Ég kenndi bömum fyrir nokkrum árum að flóka ull, kenn- ari þessara barna notar nú við sína kennslu uppi í Kennaraháskóla þá aðferð sem ég notaði við ullarflók- ann og hefur þróað hana áfram. Það er hægt að nota ótrúlegustu efni til myndsköpunar. Vinkona mín ein gaf mér t.d. fimm stóra poka af gallabuxum og öðrum fatnaði þegar hún flutti af landi brott í fyrra. Ég notaði þennan efnivið í gerð mynda og hluti af þeim er nú til sýnis í Perlunni á sýningu minni þar. Ég hef ekki orðið rík að veraldlegum auði við þessa iðju, en hún hefur gefið mér mikið fyrir sjálfa mig, ég ætla að sinna henni meðan mér endist líf og heilsa. Ég hef trú á svona list- sköpun. Meiri áhersla á sköpun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.