Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR IDAG Um greindarskort og flughræðslu Frá Hauki Helgasyni: UMMÆLI Péturs Kr. Hafstein um fosætisráðherra, Davíð Oddsson, hafa vakið þjóðarathygli og hneyksl- an. Þau hafa nú verið dregin fram í dagsljósið í tengslum við forseta- framboð Péturs. Umrædd ummæli hefur Pétur bæði viðhaft í Morgun- blaðsgrein og bætti síðan um betur í nýlegum viðtölum á öðrum vett- vangi. Pétur vænir Davíð Oddsson um heimsku og hæfileikaskort og efast um getu hans til að leiða Sjálf- stæðisflokkinn. Pétur virðist reyndar finna Davíð flest til foráttu. Nú er það svo, að Davíð Oddssyni hefur af pólitískum andstæðingum verið kennt um flest sem aflaga hefur far- ið í þjóðfélaginu. Það er einfaldlega þannig með forystumenn í stjómmál- um og þá sem eitthvað láta að sér kveða yfirleitt, að þeir fá gjarna óvægna meðferð og ósanngjarna dóma. Þannig er því einnig varið um Davíð, sem hefur unnið mörg stór- virki fyrir þjóðina og er tvímælalaust hæfasti stjómmálamaður sem við eigum. Ég tel Davíð Oddsson fylli- lega færan um að svara fyrir sig sjálfur án minnar hjálpar eða ann- arra. Hitt vil ég benda á, að aldrei hef ég heyrt nokkurn mann, karl eða konu, hvorki fyrr né síðar, væna Davið Oddsson um heimsku. Það er álit sem ég held að Pétur Kr. Haf- stein standi einn að. Þvert á móti er engum blöðum um það að fletta, að hvar í flokki sem menn standa, hljóta þeir að verða að viðurkenna ótvíræða hæfileika Davíðs Oddssonar og að þar fer stórvel gefin maður. Þegar Pétur setur fram þessa und- arlegu fullyrðingu um forsætisráð- herra blöskrar flestum. Okkur sjálf- stæðismönnum, sem þekkjum Davíð og verk hans, verður orðfall við slík- an hroka. Það fer ekki hjá því að fólki verði hugsað til þess hvomm megin greindin liggur. Annars vegar hjá þeim manni sem hefur sem for- sætisráðherra stjórnað ríkisstjórn íslands af sæmd og Sjálfstæðis- flokknum af atorku og dugnaði um árabil, verið hörku borgarstjóri og nýtur virðingar og trausts mikils meirihluta þjóðarinnar. Eða hins veg- ar hjá manni, sem hefur eytt mestum hluta ævinnar í að naga blýanta á bak við skrifborð. Manni sem verður svo flughræddur í ókyrru lofti, að hann opnar dymar í fimm þúsund feta hæð og ákveður að ganga það sem eftir er leiðar? Þeim sem bindur sínar helstu framtíðar vonir við jafn umdeilda menn og Ámunda Ámunda- son og Hannes Hólmstein? Með þetta í huga hefði ég haldið að eitt af skil- yrðum fyrir forsetaframboði ætti að vera greindarprófsmæling, en ef svo væri, ættu þeir líklega álíka mögu- leika Ámundi Ámundason, Hannes Hólmsteinn og Pétur Kr. Hafstein. HAUKUR HELGASON, Fellsmúla 5, Reykjavík. Kommúnista á Bessastaði? Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: MIKILL skelfingar skrípaleikur eru þessar forsetakosningar orðnar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er grein Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í Morgunblaðinu 15. júní sl. Eins og greinilega hefur komið fram áður er Jón Steinar eingöngu að segja sannleikann í umijöllun um mál Olafs Ragnars Grímssonar en það þola stuðningsmenn Ólafs Ragnars bókstaflega ekki eins og vel lýsir sér í úttekt og yfirheyrslu í útsendingu á Stöð 2 þar sem Jón Steinar sat fyrir svörum en fékk þó aldrei að svara vegna ofríkis annars spyijandans sem er á línu Ólafs Ragnars Grímssonar og Hannes Hólmsteinn átti fullt í fangi með að halda reglu í samtalinu. Svona er nú staðreyndin um fram- komu margra þeirra sem fylgdu stefnu kommúnistanna og svo ætla þessir menn að troða andrúmslofti þessarar stefnu inn á Bessastaði í forsetaembættið. Hvílík hneisa fyrir ísland og íslendinga. Góð lýsing kom eitt sinn nýlega frá Hannesi Hólm- steini í yfirheyrsluþætti um sinna- skipti Ólafs Ragnars „að Ijónið væri orðið að lambi,“ eða eitthvað miklu æðra. Kommúnisminn er ekki liðinn undir lok og hefi ég oft varað við því og ef satt reynist að sjálfstæðis- menn veiti Ólafi Ragnari brautar- gengi, þá álykta ég það svo, að þeir séu svikarar við sjálfstæðisstefnuna og frelsi þjóðar okkar. Kommúnisminn er aftur að vinna á og nær nú greiðum inngangi inn í vestræna samvinnu með falsi og fláræði svo stór áföll geta af hlotist. Ólafur Ragnar Grímsson hefur til- einkað sér málfutning austantjalds- kommanna og er það augljóst að dylgjur og tilgátur hans til annarra eru sambærilegar við áróðurinn sem berst austan að. Á Alþingi var orð- bragð hans honum sjálfum til skammar. Nú er hann auðmjúkur í bragði og allt skal vera heiðarlegt. Er þetta ekki þekkt fyrirbrigði austan að meðan verið er að má völdum og síðan tekur við einræði og kúgun? Ólafí er ekki hægt að treysta vegna fyrri framkomu og hann er áður þekktur fyrir óheilindi og ljótt orðbragð, og það er hann sem er af sjálfsáliti yfír alla aðra hafínn. Þetta er ekki forsetaefni fyr- ir íslendinga, svo sannarlega. Hugsið ykkur, frétt barst í gær um að kom- ið geti til greina að taka rússneskan tillitsmann inn í NATÓstöðina hér. Ég nefni þetta hér til að sýna framm á hve hættulegt þetta er, nú kastar fyrst tólfunum, eins og sgat er. Hér er augljóst hvað er verið að gera. Kommúnisti á Bessastaði og nýjan kommúnista á þing fyrir Ólaf Ragn- ar Grímsson. Þjóðin er í mikilli hættu fari sem horfír. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Með lögnm skal land byggja Frá Erlendi Guðlaugssyni: NÚ líður óðum að forsetakosningum. Ég vil hvetja alla að styðja Pétur j Hafstein. Pétur Hafstein er vel til forystu fallinn. Pétur er löglærður, en það tel ég góða menntun fyrir forseta íslands, því með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Það hefur raunar sýnt sig á um- liðnum árum, að fyrir vopnlausa smáþjóð eru lög og réttur okkar eina haldreipi. Pétur Hafstein hefur sýnt það með sinni drengilegu framkomu við nám og störf að þar fer meir en meðal- maður. Inga Ásta Hafstein er vel gefín og vel menntuð, hún er vel mælt á franska tungu og vel inni í hljómlist. Þessi ungu hjón eru verðugir full- trúar íslensku þjóðarinnar þegar 21. öldin gengur brátt í garð. Mætum öll á kjörstað 29. júní og gerum sigur Péturs Hafstein glæsi- legan. ERLENDUR GUÐLAUGSSON, Frakkastíg 26a, Reykjavík. COSPER ÉG held að mjólkin sé farin að sjóða. BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson LANDSLIÐIN stóðu í ströngum æfingum um síð- ustu helgi, en framundan er Norðurlandamót í Dan- mörku í opnum flokki og kvennaflokki, og Evrópu- mót yngri spilara í Eng- landi. Við skulum líta á eitt af athyglisverðustu spilum helgarinnar. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 10 4 ÁK2 Ljósbrár í norður á kröfu- grandi við spaðaopnun Stefáns. Vitneskja um lauf- lit í austur hafði afgerandi áhrif á spilamennsku Stef- áns. Vestur kom út með lauf, sem Stefán tók með drottn- ingu blinds. Hann tók spaðaás og trompaði spaða, stakk tígul og trompaði aft- ur spaða. Þegar austur neit- aði að fylgja lit, var ljóst að spilið ynnist ekki með því að fríspila spaðann. Þá var eina vonin að fá sem flesta slagi með víxltromp- un. Stefán trompaði tígul, spaða í borði með síðasta trompinu og tígul í þriðja sinn. Hann átti út heima í ♦ D98632 þessari stöðu: 4 D43 Norður Vestur Austur 4 - ♦ G9432 4 KD 4 - 4 86 ♦ KG105 ■: ar ♦ D98 4 43 ♦ 85 ♦ G10976 Vestur Austur Suður 4 G 4 - 4 Á8765 4 86 III I1094 4 DG753 ♦ K 111II1 ▲ ♦ - 4 5 4 G10 4 ÁK2 Suður Galdurinn í spilinu sýnist 4 8 vera sá að forðast hjarta- 4 DG ^ _ slemmu. Flest pörin spiluðu reyndar fjögur hjörtu, sem 4 ÁK unnust ýmist slétt eða með yfírslag, en Ljósbrá Bald- ursdóttir og Stefán Jó- hannsson í liði yngri spilara keyrðu alla leið í sex hjörtu. Austur hafði blandað sér í sagnir með því að stinga inn tveimur laufum við svari Stefán tók DG í hjarta og síðan héldu ÁK í laufí. E.S. Ef ekki er vitað um lauflit í austur, er besta spilamennskan sennilega sú að reyna að taka strax þrjá efstu í laufi og leggja svo af stað í víxltrompun. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Skór fannst SVARTUR, nýlegur, vandaður hælahár kven- skór fannst 17. júní við gamla kirkjugarðinn. Upplýsingar í síma 552-9957. GSM-sími tapaðist GSM síminn minn, Moto- rola Intemational 7500, var tekinn úr veskinu mínu á Kaffi Reykjavík, föstudaginn 14.6. sl. ásamt GSM korti og tveimur batteríum. Núm- er á bakhlið símans er 0922WA1AB1. Þessi sími er eini síminn sem ég hef og skiptir hann mig miklu máli því dóttir mín þarf að geta náð í mig hvenær sem er. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552 9600. Fundarlaunum heitið. Gleraugu fundust Gleraugu í vínrauðu hulstri fundust á Tún- götu 14. júní sl. Upplýs- ingar í síma 561-1911. Með morgunkaffinu Ást er... ... að vera bestipabbi í heiminum. TM Reg. U.S. Pat. Ofl — eii righta reearved (c) 1996 Loa Angalss Times Syndicate ættir við þetta þegar þú spurðir hvort þú mættir zzmála mig. sagt þér að þeir sem spila á básúnuleikarar eiga ekki að borða hvítlauk. Víkveiji skrifar... SUM orð eru okkur tungutamari en önnur. Orðið lífskjör er til dæmis á hvers manns vörum um þessar mundir. Menn tala gjarnan um samanburð á lífskjörum Dana og íslendinga, sem deildu saman kóngi frá miðri fjórtándu öld og fram í síðari heimsstyijöld þeirrar tuttugustu. í hópi ríkustu þjóða heims, sem nýtt hafa mannauðinn betur en aðrar, má finna nokkrar, sem státa af betri lífskjörum en við. Þær þjóð- ir, sem lengst hafa náð í lífskjörum, hafa allar sett almenna og sér- hæfða menntun og þekkingu í önd- vegið, rannsóknir, vísindi, vöruþró- un og markaðssetningu. Meirihluti mannkyns býr samt sem áður við umtalsvert lakari lífs- kjör en við. Hundruð milljóna manna hafa raunar ekki nauð- þurftir. íslendingar, heimkomnir frá svokölluðum þriðja heimi, segja sumir hveijir, að við höfum allt til alls. xxx SAMKEPPNI er eitt þeirra orða sem skreytir mál manna þessa dagana. Það er vert að gefa bak- landi þess gaum. Ekki sízt fyrir íslendinga, en fáar þjóðir, ef nokk- ur, er jafnháð milliríkjaviðskiptum og við, það er flytur út jafnhátt hlutfall framleiðslu sinnar - eða inn jafnmikið af meintum nauðsynjum. Lífskjör okkar eru að stórum hluta háð því verði sem við fáum fyrir útflutningsvörur okkar - sem og því verði sem við þurfum að greiða fyrir innflutninginn. Verzl- unin vegur því þungt á vogarskál- um íslenzkra lífskjara; sú markaðs- staða sem næst í umheiminum. XXX VINNUMARKAÐUR Evrópu stendur íslendingum nú op- inn,“ sagði forsætisráðherra í þjóð- hátíðarræðu, „með sama hætti og áður gilti á Norðurlöndum". Vel menntað og hæft starfsfólk á því fleiri kosta völ en finnast heimafyr- ir. Samkeppnin um hæft vinnuafl verður óhjákvæmilega hluti af harðri fjölþjóðlegri samkeppni næstu ár og áratugi. Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor sagði við brautskráningu kandídata frá Háskóla íslands að sú kynslóð, sem nú væri að útskrif- ast, væri fyrsta kynslóðin sem byggi sig undir að starfa erlendis, ef henni gæfust ekki tækifæri til að nýta menntun sína hér heima. Rektor sagði ákveðna hættu á því að við töpuðum hluta af menntuðu æskufólki úr landi. Og þar með hæfni og þekkingu sem samfélagið þyrfti á að halda til að varðveita góð lífskjör hér á landi. LÍFIÐ er saltfiskur, sem fyrrum, það er sjávarfang af ýmsu tagi. Því megum við aldrei gleyma. Við þurfum hins vegar fleiri horn- steina en sjávarútveg til að vinna okkur þann lífskjarasess, sem væntingar standa til. Og menntun og þekking nýtast sjávarútvegi sem öðrum atvinnugreinum. En hveijir sem hornsteinar lífskjara okkar verða er fram líða stundir skarast þeir óhjákvæmilega við stöðu okkar í fjölþjóðlegum viðskiptum. í Vísbendingu, vikuriti um við- skipti og efnahagsmál, segir: „Hagur íslendinga hefur allt frá landnámi ráðist af því hversu öflug viðskipti þeir stunda við önnur lönd. Landið er lítið og býr yfír sérhæfð- um auðlindum sem landsmenn verða að geta komið í verð erlend- is til að geta keypt neyzluvarning. Þetta virðist augljós hlutur, en hef- ur þó vafizt fyrir landsmönnum, því jafnan hefur verið sterkur þrýstingur á að hindra frjáls milli- ríkjaviðskipti. - Grundvöll að hag- sæld sinni lögðu landsmenn undir lok síðustu aldar er þeir komust upp á lag með að flytja út fisk og á því hefur verið byggt síðan...“ Nú ríður á, að mati Víkveija, að „breikka“ útflutning okkar og ýta undir hagvöxt. Við höfum sitt hvað að bjóða, m.a. sérhæfða þekk- ingu ýmiss konar. Lífskjör í landinu ráðast af menntun, fyrirhyggju og vinnusemi okkar sjálfra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.